Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Page 7
það sem ég hafði verið að gera. Mér fannst kom-
inn tími til þess að byrja aftur upp á nýtt.“
Hvers vegna? Hvað hafðirðu verið að gera?
„Ég hafði verið að gera ýmislegt. Áður en ég
fór norður hafði ég skrifað tvö stór verk fyrir
einsöngvara, kór og hljómsveit. Annars vegar
var það Ljóðasinfónía þar sem ég notaði texta
úr Ljóðaljóðunum og hins vegai- Máríuvísur
sem voru byggðar á Lilju Eysteins Ásgrímsson-
ar, á köflunum um Maríu. Þetta voru tvö risa-
verk sem ég hafði eiginlega ekki haft tíma til að
melta eða vinna úr. Það var einhver þróun í
gangi sem ég vissi ekki alveg hvert stefndi."
Hvers konar þróun?
„Maður kemur heim úr námi, byrjar að vinna
eins og vitleysingur, eins og gert erhér. Heldur
áfram að semja, kannski dálítið án þess að
hugsa sig mikið um, þannig að ég fann það á
tímabili rétt áður en ég flutti norður að ég var
búinn að semja mig út í horn. Ég vissi ekki hvert
égvar aðfara.
Þegar ég kom norður fékk ég þann tíma sem
ég þurfti. Vann þar nær eingöngu að tónsmíð-
um.“
Hvers vegna fórstu norður?
Það var konan mín sem dró mig þangað. Hún
var að elta vinnuna og við voium þar í fjögur ár.
Ég náði því að vinna nær eingöngu við tónsmíð-
ar. Kenndi þó dálítið og var að vasast í félags-
störfum.“
Fór að semja það sem mig
langaði til að heyra
Og hvað breyttist hjá þér?
„Þegar maður er að semja, þá gengur þetta
auðvitað misvel og stundum er eins og maður sé
alltaf að gera sama hlutinn og reyna að ná í eitt-
hvað sem maður veit ekki alveg hvað er. En ég
man alltaf eftir einni sögu af ítölsku tónskáldi
sem heitir Franco Donatoni. Hann var í vand-
ræðum, vissi ekki hvað hann átti að semja. Hann
sat við eldhúsborðið heima hjá sér og var að
reyna, án árangurs, þangað til konan hans, sem
var orðin leið á vælinu í honum, sagði við hann:
Skrifaðu bara það sem þig langar til þess að
semja.
Ég fór eiginlega að hugsa á þennan hátt líka.
Semja bara fyrst og íremst það sem mig langar
til að heyra. Mér fannst gaman í vinnunni og
vildi hafa það þannig."
Nú vísar þú í ýmis önnur tónskáld og hefðir í
þessumverkum.
„Já. Tónsmíðanám er tíu ára nám í gegnum
teoríur og alls konar skóla. Það sem gerist oft
hjá tónskáldum þegar þau eru í námi, er að þau
fara að eltast við eitthvað ákveðið, reyna að
finna eitthvað sem ekki er búið að gera. Mér
fannst ég vera að festast í þessu og fannst ég
vera að semja fyrir aðra en sjálfa mig. Ekki svo
að skilja að ég sé neitt óánægður með það sem
ég var að gera, en ég var ekki viss hvemig ég
átti að halda áfram. Mig langaði til þess að opna
á nýja hluti. Það eru svo margir hlutir í tónlist-
inni sem maður var alveg hættur að nota, ein-
faldh- hlutir eins og til dæmi púls.
Þetta era hlutir sem tónskáld nú á tímum eiga
við að etja. Það er allt hægt. Það er búið að gera
svo flókna og erfiða hluti alla síðustu öld að það
tekur þau óratíma að finna hvað það er sem þau
viija. Þetta getur orðið að langdreginni krísu og
það lenda allh’ í henni á einn eða annan hátt.
Þegar svo öllu er á botninn hvolft, snýst þetta
um að finna sinn farveg í stað þess að gera eins
og allir hinir.“
Notaði gamalt tónmál
Færðu þá ekki að heyra að verkin séu gamal-
dags?
„Þau eru gamaldags. Ég hef leitað dálítið til
baka, notað tónmál fyrri alda í bland með þvi
sem við eigum að venjast á 20. öld, en ég reyni á
einhvem hátt að gera þau áhugaverð, eins og
með form, hijómfræði og annað slíkt. Það sem
heillar mig líka er að búa til verk sem stendur
saman sem heild í gegnum andstæða kafla og
mér finnst auðveldara að ná fi’am réttum áhrif-
um með fjölbreyttara tónmáli.
Hluti af krísum tónskálda er að þau em sífellt
að reyna að finna eitthvað nýtt í stað þess að
vinna úr gömlum hlutum. Það sem ég áttaði mig
líka á, er að maður var alltaf í einhverjum remb-
ingi, að búa til tónverk sem ekki var hægt að
finna neitt að, voixi hundrað prósent pottþétt - í
stað þess að semja bara tónverk.
Svo er ég dálítill rómantíker í mér. Mér finnst
Mahler einstakt tónskáld og ég held að það sem
var að gerast í upphafi aldarinnar, með Sti-av-
inskí, Schönberg og þá alla, þá hefði alveg verið
hægt að fara allt aðra leið með þá en þá sem síð-
an var farin. Ekki þannig að ég sé markvisst að
vinna úr því, en það eru svo ótal möguleikar fyr-
ir hendi og ég vil ekki loka á neitt í því sam-
bandi.“
Mikilvægt að fó allt litrófið
Það sem vekur athygli er að í þessum verkum
eru stef og kaflar sem minna á sígaunatónlist
Ungverjalands, suður-ameríska danstónlist og
stundum á glettin verk Nino Rota - og þessir
kaflar geta verið glettnir, angurværir, jafnvel
munúðai’fullir.
„Ég hef mjög gaman af tónskáldum frá Balk-
anlöndunum og Nino Rota er eitt af mínum upp-
áhaldstónskáldum. Mér fannst ég geta notað
hvað sem er. Fyrst og fremst snerist þetta um
að búa til verk sem stæði eins og ein heild. Ég
reyni að vinna með tilfinningar. Mér ftnnst mik-
ilvægt að maður fái allt litrófið í svona verkum.
Það getur verið erfitt að ná því ef verkin eru í
vissri lengd. En það er eftirsóknarvert fyrir
mig.“
Sannfæring sem höfðar til mín
Þú segist hafa unnið mikið í trúarlegum verk-
um. Hvers vegna?
„Það er svo gott að vinna með trúarljóð, hvort
sem er Biblíutexta eða Lilju. Það er þessi sann-
færing sem mér finnst svo sterk. Hún höfðar til
mín. Það er einhver hefð og eitthvað gamalt í
þessu sem hægt er að byggja á, einhvers konar
fast land. Ég veit ekki hvað það er, en ég á mjög
auðvelt með að vinna með trúariegt efni.
I sumar var frumflutt messa eftir Hróðmar á
sumartónleikunum í Skálholti sem hann samdi
við gömlu kh’kjutextana. „Það er mikil ögrun að
vinna með þessa texta sem öll tónskáld hafa
samið við í þúsund ár,“ segir hann og bætir því
við að það verk sé að vissu leyti framhald af
Stokkseyri. Svo þróunin heldur áfram. En hvað
fleira hefúr Hróðmar verið að semja?
„Ég gerði hljómsveitarsvítu í þremur þáttum
sem er byggð á lögum Sigvalda Kaldalóns.
Þetta er pöntun frá Sinfóníuhljómsveit Islands
og var alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni
vegna þess að ég þekkti tónlist Sigvalda nokkuð
vel, eins og aðrir íslendingar. Hins vegar gerði
ég mér enga grein fyrir hvílíkur fjársjóður var
fyrir - og að geta leikið sér með þau, tekið stef
héðan og þaðan og^era tónverk úr þeim, vai’
mjög skemmtilegt. Eg er nefnilega ekki viss um
að fólk geri sér grein fyrir því hvað Sigvaldi á
mikið af þeim lögum sem þjóðin kann og á.
Hann hafði mjög breitt svið og gat unnið með
ólíkar stemmningar.“
Og hvað nú?
„Núna er ég að komast í startholumar aftur.
Það tekur smátíma. Ég kenni aðeins í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og í Tónskóla Sigur-
sveins. Það er komið mjög gott jafnvægi á hlut-
ina og ég næ að semja það sem mig langar til.
Ég vil afls ekki sfeppa kennslunni vegna þess að
það er nauðsynlegt að hitta fólk.“
Og á meðan Hróðmar kemur sér fyrir við
tölvuna og heldur áfram að þróa sitt heillandi
tónmál, skulum við vona að Caput og Sverrir
Guðjónsson finni tíma til þess að flytja veririð í
heild á tónleikum, fái jafnvel skáldið til að lesa
upp með sér. Þangað til getum við glaðst yfir því
að Sverrir og Einar Ki-istján Einarsson munu
flytja fimm af lögunum á tónleikum í íslensku
óperunni í dag.
1 UMBÚÐALAU OG TÆR Sverrir Guðjónsson kontratenór segir fró IS DVÍ
1- ivernig hann nólgaðist Ijóðaflokkinn Stokkseyri -
og hvað það var í Ijóðunum og tónlistinni
sem hreif hann
LJÓÐIN eru svo umbúða-
laus og tær og mér finnst
Hróðmar hafa náð að
i skila því yfir í tónlistinni,
en um leið finnurðu fyrfr þétt-
riðnu neti undir niðri. Það
finnst mér vera bæði í ljóðun-
um og tónlistinni. En það þarf
að hlusta dálítið vel eftir því,
vegna þess að ef það er bara
skautað í gegnum verkið og
hlustað með öðru eyranu, fer
þetta allt framhjá manni,“ segir
Sverrir Guðjónsson kontraten-
ór, en hann syngur Stokkseyr-
arljóðin tólf við undirleik Caput
á geisladiskinum sem hefur að
geyma nýútkomin verk Hróð-
mars Inga.
Sverrir
Guðjónsson
ingar sem tengjast bæði ást-
inni og einmanaleikanum. Mér
finnst þetta oft svo fínlegt og
það er mikill næmleiki í ljóðun-
um.“ En hvernig nálgast þú
verk eins og þetta? „Mér
finnst mjög gott að nálgast
svona ný verk, sem eru samin
fyrir mína rödd, út frá ein-
hvers konar tóni; ekki ákveða
of snemma - jafnvel þótt tón-
listin eða ljóðið virðist liggja í
augum uppi - heldur leyfa
hlutunum að fæðast aftur og
aftur. Þá finnst mér ég eiga
meiri möguleika á að komast
betur ofan verkið; kafa dýpra.
Áferð skiptir mig til dæmis
miklu máli og þá er ég að tala
I kvöld klukkan 20 flytur Sverrir, ásamt
Einari Kristjáni Einarssyni, nokkur af ljóð-
unum á tónleikum sem Smekkleysa stendur
fyrir í Islensku óperunni. Yfirskrift tónleik-
anna er Orðið tónlist og markmiðið með
þeim er að tengja saman texta og tónlist á
mismunandi hátt. „Ég valdi saman ákveðin
ljóð sem mér fannst ganga upp í þessu sam-
hengi, á þessum stað,“ segir Sverrir. Þegar
hann er beðinn að útskýra nánar hvað það
sé í ljóðunum sem endurómar í tónlistinni
segir hann: „ísak tekst einhvern veginn að
vinna inn sterka tilfinningu í þennan ljóða-
heim sem vísar á einhvers konar upphaf,
þaðan sem við komum, og síðan opnar hann
fyrir þessari eilífð.
Inn á milli eru margbreytilegar tilfinn-
um einhvern ósýnilegan þátt sem maður
verður að leita að, hvort sem það er í Ijóðinu
eða tónlistinni. Þegar ég er svo kominn vel
af stað með nýtt verk eins og þetta; búinn
að læra það og kann það þokkalega vel, þá
vil ég fá góðan tíma til þess að taka inn
áhrif frá umhverfinu sem kveikja nýja sýn
og skilning á viðkomandi verki - og það er
þolinmæðisvinna sem getur tekið þó nokk-
urn tíma. Þess vegna hef ég passað upp á
það að ég fái nægan tíma til að vinna svona
verk; tíma til að fara í gegnum þetta ferli,
áður en kemur að upptöku eða tónleikum.
Þetta ferli er bæði líkamlegt og tilfinn-
ingalegt, eins og að nálgast einhveija vit-
und sem er í kringum mann og inni í
manni.“
Reuters
DansaÖ á götum úti
HINNI svokölluðu Oktoberfest MUnchenarbúa fylgja ýmsar uppá- kunn sem bjórhátíð og bjuggust yfirvöld borgarinnar m.a. við að
komur. Hér sést til að mynda hópur manna í fornum búningum um sjö milljónir manna sæktu borgina heim í ár af þessu tilefni.
dansa á götum borgarinnar. Oktoberfest er þó flestum e.t.v. betur
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 7