Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Side 9
Því er sem duftið dauða þrái að hrærast
við djarfa sorgarblíða rómsins kvak.
Því er sem loptið bíði þess að bærast
við bjarta himnafleyga vængsins tak.
(Hrannir 1935,45)
I þessu nætursamtali nýtii' Halldór Laxness
sér ritið Also sprach Zarathustra (Svo mælti
Zaraþústra) eftir þýska heimspekinginn
Friedrich Nietzsehe (1844-1900). Einn af meg-
inþráðum þess rits er fyrirlitning á öllum at-
höfnum sem sprottnar eru af vorkunn, auk boð-
skaparins um að guð sé dauður. Halldór
Laxness segir í ævisögu sinni, Grikklandsárimi,
að Einar Ólafur Sveinsson prófessor hafi íyrst-
ur kynnt honum þetta rit Nietzsche:
„Einar kom mér uppá lag með að sporðrenna
Aiso sprach Zarathustra, sem þá var mikill al-
darspegill og viskubrunnui', bók samin af slíkri
íþrótt að heilar málsgreinar úr henni hugfestast
manni ævilángt hvort sem manni líkar betur eða
ver, einsog tUamunda þetta: Von seinem Mitleid
mit den Menchen ist Gott verstorben (Af meða-
umkun sinni með mönnunum er guð dauður) -
og Der Mensch ist etwas das úberwunden wer-
den muss (Maðurinn er nokkuð sem sigra verð-
ur)“ (1980,34)
Örn Ulfar teflir réttlæti fram gegn vorkunn:
„Maðurinn hefur ... eitt aðalsmerki umfram
guðina; hann kýs réttlæti. Sá sem kýs ekki rétt-
læti, hann er ekki maður. Ég hef litlar mætur á
þeirri vorkunn sem heigullinn nefnir kærleika,
LjósvOdngur.“ (1939,160)
Ólafur Kárason svarai"
,Af vorkunn sinni með mönnunum sendi þó
guðinn eingetinn son sinn til þess að þjást á
krossi - sérðu ekkert mikilfeinglegt í þessu
gamla æfintýri, Öm? Jú, sagði Örn Ulfar: það,
að meðaumkunin með mönnunum skyldi verða
guðinum að bana.“ (1939,161)
, Af meðaumkun sinni með mönnunum er guð
dauður,“ sagði Nietzsche og það fannst Emi
Ulfari mikilfenglegt.
„Það er réttlætið sem á eftir að gefa börnum
framtíðarinnar lífið, ekki kærleikurinn, sagði
Örn Úlfar. Baráttan iyrir réttlætinu er hið eina
sem gefur mannlífinu skynsamlega meiningu.
Örn, sagði skáldið þá. Hefui' þér ekki dottið í
hug að það sé hægt að berjast fyrir réttlætinu
þángað til einginn maður stendur leingur uppi á
jörðinni? Þótt heimurinn farist skal réttlætið
sigra, segh' fornt orðtak. Mér finst ekkert orð-
tak sé til sem frekar gæti verið einkunnarorð
vitfirrínga.“ (1939 161)
Og enn spyr Ólafur Kái-ason gest sinn:
„Ef baráttan fyiár réttlætinu framkallar
ragnarök, Örn - hvað þá?
Rétt segir þú, bai'áttan fyrir réttlætinu mun
framkalla ragnai'ök sagði gesturinn. Réttlætið
er köld dygð, sagði skáldið, og ef hún sigrar ein
verður fátt eftir að lifa fyrir í mannheimi."
(1939,161-162)
Hér er sem verði þáttaskil. Skáldið Ólafur
Kárason virðist vera að ná undirtökunum í gh'm-
unni við skapara sinn. Það má einnig ráða af
orðum Halldórs Laxness í fyrrnefndu viðtali
hans við Örn Ólafsson.
„... öll þessi stokkbólgna þeóría og fræðilega
stefnufesta misti vemleik sinn og bakfisk þegar
henni var beitt gegn mannúðlegum rökum.“
(Mbl. 28/21982,71)
Byltingannaðurinn Arnaldur Björnsson í
skáldverkinu Salka Valka er mun óvægnari í af-
stöðu sinni til vorkunnar en Örn Úlfar. í síðari
hluta skáldverksins Fuglinn ífjörunni, sem kom
út 1932, segir frá heimsókn hans til Sölku Völku
í Mararbúð. Salka hafði þá af vorkunnsemi tekið
að sér vannærð börn. Um þau sagði Arnaldur:
„Ég held ég hefði lofað þeim að hrökkva upp
af í þínum sporum... Það er ekki annað en borg-
araleg viðkvæmni og hræsni að hjálpa einstakl-
ingum... Það, sem nokkru varðar, er heildin,
mennirnir sem eining, samfélagshugsjónin. Og
það getur ekkert bjargað heildinni nema bylting
undan oki auðvaldsins." (1932,192)
Skýringin á því að afstaða Amalds Björns-
sonar til vorkunnar er harðari en afstaða Arnar
Úlfars er að túlkunarviðhorf byltingarmanna
milduðust. í foi-mála að annarri útgáfu Alþýðu-
bókarinnar 1945, sem einnig birtist með þriðju
útgáfu 1949, segist Halldór Laxness hafa mildað
tón bókarinnar frá fyrstu útgáfu 1929. Rök hans
fyrir breytingunni eru:
„... tónninn í skrifum sósíalista kiingum 1930
var venjulega töluvert herskár, því þá hafði bar-
áttan forsmekk af byltingu; nú er siður að hafa
mildari málflutning og mýkra orðalag...“ (1949,
8)
Mitt í framboðsræðu sinni á Sviðinsvík varð
Öm Úlfar skyndilega veikur. Hann var því flutt-
ur burtu og átti þangað ekki afturkvæmt. Reim-
ar skáld Vagnsson sagði síðar að Öm Ulfar væri
horfinn í fjarlægt land sem hann kynni varla að
nefna. Sovétríkin?
Ólafur Kárason flýði Sviðinsvík til Bervíkur.
Hugsýnir og fegurðarþrá hans verða megin-
þátturinn í lokabindi verksins Fegurð himins-
ins, uns hann í lok sögu gengur út úr lífinu á jök-
ulinn sem, líkt og sléttan í sögunni „Vonir“ eftir
Einai- H. Kvaran, minnir á „hvfldina eilífu“.
Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari.
írska bandið vakti mikla lukku og spilaði fyrir fullu húsi í tónleikasal Niðarósdómkirkju.
UNGIR TONLISTARMENN
HLEYPA HEIMDRAGANUM
EFTIR ÁGÚST RAGNARSSON
RISASTÓRAR dyr Niðarósadómkirkju
opnast og inn gengur Noregsdróttning
ásamt fríðu fóruneyti. A fremstu
bekkjum kirkjunnar sitja krakkarnir í
Skólalúðrasveit Seltjarnarness. Við erum
stödd á hátíðartónleikum European Youth
Music Festival, þar sem fram kom 120 manna
strengjasveit og frægasta brassband Noregs
að viðstöddum miklum fjölda áheyrenda, þar á
meðal ýmsum fyrirmennum. Tónleikarnir voru
hápunktur árlegrar evrópskrar tónlistarhátíð-
ar ungs fólks. Hún var að þessu sinni haldin 30.
maí til 4. júní í Þrándheimi í Noregi, hana sóttu
um 10.000 ungmenni víðs vegar að úr Evrópu
pg vora krakkarnir okkar af Nesinu fulltrúar
íslands.
Undirbúningur ferðarinnar hófst síðastliðið
haust. Hann fólst í markvissum æfingum
hljómsveitarinnai' og fjáröflun þar sem að
komu börnin sjálf, aðstandendur, fjöldi fyrir-
tækja og stofnana auk Seltjarnarnesbæjar.
Hitann og þungann af skipulagi fararinnar
hvíldi á hljómsveitarstjóranum, Kára Einars-
syni. An vandaðs undirbúnings hefði verkefnið
ekki gengið upp.
Það er skemmst frá því að segja að dagarnir
í Þrándheimi voru öllum ógleymanlegt ævin-
týri. Börnin spiluðu á ýmsum sögufrægum
stöðum, eins og í Sverrisborg og í miðborginni,
og vöktu hvarvetna mikla athygli. Þess ber að
geta að þau voru yngst þátttakenda, enda með-
alaldur þeirra aðeins 11 til 12 ár. Höfðu ýmsir á
orði sem til heyrðu að þau væru að spila tvö til
þrjú ár fram fyrir sig. Með í för var einnig
írska sveitin, sem margir þekkja, og voru und-
irtektir við leik hennar afar jákvæðar.
Auk þess að spila á hátíðinni voru börnin við-
stödd viðamikla opnunai'hátíð við hina frægu
skíðastökkpalla í Grenás fyrir utan borgina og
lokahátíðina í miðborginni síðasta kvöldið. Þá
fóru þau í skoðunarferðir á ýmsa merkisstaði.
Einn þein-a var gömul koparnáma þar sem þau
tóku upp hljóðfærin í risastórum helli mörg
hundrað metra inni í námunni og spiluðu þann-
ig að undir tók í fjallinu hans Dofra. Ógleyman-
leg stund.
Svona ferð er ómetanleg fyrir krakkana í
möi'gum skilningi. Þau þroskast og læra að
taka tillit hvert til annars - engin mamma og
pabbi - auk þess að þurfa að standa sig úti í
hinum stóra heimi.
N orðmenn geta ýmislegt lært af krökkunum
af Seltjarnarnesi og eru þeir nú í hinum mesta
vanda við að reyna að standa þeim á sporði eft-
ir heimsóknina til Þrándheims.
Hér sjást saxó fón- og klarinettuleikarar hljómsveitarinnar spila í garði íslenskra velunnara.
Kári Einarsson hljómsveitarstjóri útvegaði hestvagn til að flytja hljóðfærin milli staða í Sverris-
borgargarðinum. Kom það sér vel fyrir slagverksleikarana og litla fætur.
Hópurinn, alls um 40 krakkar, bíður eftir rútubíl að afloknum tónlistardegi í Sverrisborg.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 9