Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Qupperneq 12
 LJÓÐRÝNI VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR UÓÐ HaS mig einhvem tíma dreymt herbergi með ljósrn veggjum grænrn flosmjúkum hægindum gulmrósmáborði ograuðm tjöldm fyrirgluggm ersústundórafjarri hugstæðermérnú brekbnígilinu minblágresi niðurbergvatnsins ogrísl viðfáða steinaháttyfirendalaust blátthiminhvolf. (Kyndilmessa, 1971) ÞETTA ónefnda ljóð hinnar austfirsku skáldkonu frá Vestdalseyri er ekki ort af því tilefni að sökkva skuli landi fyrir álver. Pó fór svo að ég leitaði það uppi er deilur risu og ákafamenn virkj- ana og stóriðju laumuðust inn í náttúruverndarsamtök til að spilla fyrir einlægum málstað. Þann- ig geta ljóð stundum kallað fram ný hughrif, að minnsta kosti hjá mér. En þetta stórmál stjórn- málanna og náttúru landsins var skáldkonunni ekki í huga, enda voru þá engin slík áform. Þó er þarna að finna skyldleika, því annars hefði ljóðið ekki rifjast upp í huga mér. En það er vitaskuld mín túlkun. Ljóðið er einfalt í formi, tvö erindi, sex vísuorð hið fyrra og sjö hið síðara, - og hver lína styttri í seinna erindinu og enn meiri hnitmiðun í orðavali. Kristín Jónsdóttir benti á það í MA-ritgerð sinni um ljóð Vil- borgar „Blessað veri ljósið“ (1997) að allir frumlitir kæmu fram í ljóðinu: gulur, rauður, grænn og blár. Hinir þrír fyrstnefndu í fyrra erindinu, en blár í hinu síðara. Þetta er auðvitað rétt eins og hver maður getur séð. En í Ijóðum er stundum meira en það sem sést, jafnvel fleiri litir en nefndir eru. I lýrra erind- inu er líka nefndur hinni óljósi litur „ljós“ - því að veggimir eru ljósir. Og í seinna erindinu sér glöggur lesandi í raun meira en sagt er. Vatnið hefur lit, og steinarnir, og í gilbrekkunni er áreiðanlega fleira en blágresi, þótt það skipti mestu í ljóðinu. Ljóðmynd geymir oft bæði víðara og nákvæmara svið er orðin segja til um - og það svið lifnar í huga lesandans. Orðin eru valin af nákvæmni og kostgæfni. í fyrra erindinu, í myndinni um eftirsóknarverða vistar- veru manna, - sem okkur hefur trúlega öll dreymt um einhvern tíma, - er býsna nákvæm lýsing. Ljósir veggir, græn, meira að segja flosmjúk hægindi, gular rósir og rauð gluggatjöld. Þarna á að fara vel um manneskjuna. Þetta eru híbýli sem við sköpum okkur sjálf, ef við getum, og vitna um góðan smekk og trúlega sæmileg efni. Tökum samt eftir því að í þessari lýsingu er ekkert hljóð. Og nú á mælandi ljóðsins sér ekki lengur draum um slíkt herbergi. Hann er ekki bara fjarlægur, heldur blátt áfram órafjairi. Af hverju? í síðara erindinu er eins og ekki þurfi að lýsa eins nákvæmlega. Samt er þar allt sem nú skiptir máli, sem er mælandanum hugstætt, gilið, brekkan, blágresið, sefandi rennsli vatnsins (eina hljóð ljóðs- ins) og blátt himinhvolf. Hvert er skáldkonan að fara? Um hvað fjallar þetta ljóð eiginlega? Nú vill svo til að í sömu opnu bók- arinnar Kyndilmessu er ljóð, sem heitir Blátt blóm, einföld en átakanleg lýsing á systurmissi. Þar er líka blágresi í árgili. Kannski er ég farinn að oftúlka, eða túlka of persónulega. Eftir sáran missi eða áfall endurskoðum við oft viðhorf okkar. Við finnum þá hve litlu skiptir margt af því sem áður hefur átt hug okkar allan. Fyrir mér er ljóðið ónefnda um það sem skiptir máli, í raun og veru. Og kannski er það þess vegna sem því er ekki fengið neitt heiti. Er það þráin eftir því sem var og kemur aldrei aftur? Eða snýst það kannski um blekkinguna og sjálfan veruleikann, ekki þann hlutkennda veruleika sem við sköpum sjálf? En af því að ég vék í upphafi að ástæðu þess að ég fór líkt og ósjálfrátt að rifja upp þetta ljóð ein- mitt núna, þá vaknar hjá mér spurning. Hefur draumur Vilborgar ef til vill snúist við? Er draumurinn um brekkuna í gilinu og blágresið að fjarlægjast, þótt hann sé þó ekki enn orðinn órafjarri? Eru hin flos- mjúku hægindi að eignast hug okkar allan? NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Kirkjan stendur hvergi nærri niðri við voginn þótt svo geti virzt. Frá kirkjunni hallar fallegri, grasi vaxinni brekku niður að fjörunni. Stóri glugginn sýnir breidd miðskipsins. Kirkjubekkirnir eru úr birki og ríma við loftið. Ótrúlega mörg falleg sjónarhorn verða til fyrir sam- spil byggingarefna ogforma. Vel unnin smáatriði í súlum og þakskeggi Forkirkjan. Hér er litið í átt til dyranna. í hliðarálmum aftast eru skrifstofur. Hér er ekki gler- á hliðarálmu. mynd þó svo kunni að vlrðast, heldur speglast glerlistaverkið í kór klrkjunnar hér í öðru glerl. Hllðarálmurnar ná mlslangt út og snúa ekki alveg eins. IVIeð þessu vilja arkitektarnir gefa til kynna hið fornhelga form fisksins, en því miður verður að sjá kirkjuna úr lofti til þess að það njóti sín. I 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.