Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 15
Austurvegur. Kortið sýnir í aðalatriðum leiðirnar sem Væringjar fóru á skipum sínum eftir ánum í núverandi Rússlandi og nágrannalöndum alla leið Skotmannshóll í landi Vælugerðis. Einar Ingi- frá Eystrasalti til Svartahafs og Kaspíahafs. mundarson fylgdi höfundi á staðinn. greiðslu Svyatoslav er Iýst á líkan hátt og hári Þorkels lepps og getur varla verið um tiMjun að ræða. Skýringin er líklega sú að Þorkell leppur hefur tekið upp hætti þeirrar stéttar sem hann tilheyrði í Garðaríki og þá hár- greiðslu sem hún hafði. Þessari hárgreiðslu hefur hann enn haldið við heimkomuna. Hann hefur því verið uppnefndur leppur af löndum sínum sem ekki skildu hversu mikill heiður og forréttindi það voru i Garðaríki að mega bera svona hárgreiðslu sem einungis yfirstéttin bar. Athygli vekur að nafnið Þjóstar minnir á nafn þjóðflokksins Theustes sem Jordanes, rómverski sagnaritarinn, telur um árið 500 meðal þeirra þjóðflokka sem búa í Skandina- víu. þetta mun vera sama nafnið og nafn lands- hlutans Tjust á austurströnd Svíþjóðar. Ekki væri það óhugsandi að þeir bræður hafi átt ættingja meðal yfirstéttarinnar í Garðaríki sem á fyrri hluta tíundu aldar var að miklu leyti norræn. Þess vegna hafa þeir bræður vel getað verið handgengnir Garðskonunginum og er þar átt við konung Garðaríkis en ekki Miklagarðs. Hér falla því lækir í sama farveg. Hlutverk og uppruni beinhringsins frá Rangá, hin langa örskotslengd í Grágás, lengd bogaskotsins úr Vælugerði, hárleppurinn, bæjamafnið Garðar og uppruni hornbogans. Allt bendir þetta í Austurveg og til Garða- ríkis, lands vatnaskilanna. Garðaríki Hvernig var svo málum háttað í Garðaríki á árunum 937 til 944 þegar þessir íslensku bræður, ef að líkum lætur, leituðu þar fjár og frama? í Hrafnkels sögu segist Þorkell leppur hafa farið út í Miklagarð. þetta getur verið rétt en þetta var hálfri öld fyrir daga norræna Væringjalífvarðarins sem síðar átti eftir að draga víðreista íslendinga þangað austur. Á þessum árum ríkti stríðsástand milli Miklagarðs og Garðaríkis. Árið 941 réðist mikill floti víkingaskipa á Miklagarð undir forystu konungs Garðaríkis, Ingvars (Igors) að nafni, en hann var faðir Svyatoslavs sem nefndur var hér að framan. Floti Ingvars er talinn hafa verið um 1.000 skip sem hljómar sem ýkjur. Sumar heimildir segja hann hafa verið 10.000 skip. Stærð flot- ans var 1.000 skip samkvæmt frásögn ítalsks sendimanns Liudprands (Ljótbrandur) frá Cremona sem kom til Miklagarðs nokkrum árum síðar og studdist við frásögn tengdaföð- ur síns sem var staddur í Miklagarði þetta ár. Hann kallaði árásarmennina Normanna og þeir væru frá Norðurlöndum. Hér var gerð árás á vel víggirta höfuðborg sterkasta herveldis Evrópu og jafnvel heims- ins jjessa tíma. Árásin var að vísu gerð þegar floti Miklag- arðs var fjarri í herleiðangri. þetta sýnir samt að Garðaríki hefur haft yfir miklu sterkari her að ráða en ríki Norðurlanda og jafnvel Vestur- landa á þessum tíma. Tengdafaðir Liudprands lýsti þvíhvernig keisarinn Romanus Lecapenus hafði notað 15 gömul skip til að leiða víkingana í gildru. Ingv- ar lét skip sín umkringja þessi skip en þá skutu Grikkir eldsprengjum úr viðarkvoðu blandaðri með olíu á víkingaskipin og brenndu þannig meiri hluta flota Ingvars. þeir víkingar sem voru teknir höndum voru hálshöggnir og var tengdafaðir Liudbrands vitni að því. Leifar víkingaflotans héldu heim á leið eftir ósigurinn en gerðu strandhögg á ströndum Svartahafs á leiðinni. Ekki er ólíklegt að þeir bræður Þorkell og Þormóður hafa verið með í þessum leiðangri en í hernum voru víkingar frá Norðurlöndum samkvæmt frásögn Liudprands. Orð Þorkels lepps í Hrafnkelssögu „Að hann hefði farið út í Miklagarð" á Þingvöllum árið 945 benda til þess. Ingvar hélt til Kænugarðs eftir ósigurinn en kom aftur þremur árum síðar með mikinn flota til að hefna ófaranna en lyktir urðu þær að saminn var friður. Nöfn 50 sendifulltrúa Garðaríkis við friðarsamninginn hafa varð- veist. Af þeim nítján nöfnum sem hægt er að þekkja eru 16 norræn. Til samanburðar voru nöfn allra 15 sendifulltrúa Garðaríkis við samninga um verslun og viðskipti árin 907 og 911 norræn. Árás Ingvars á Miklagarð var ekki fyrsta árás norrænna víkinga á þá borg. Árið 860 réðist floti 200 skipa frá Kænu- garði óvænt á Miklagarð. Víkingarnir komust inn i úthverfi borgarinnar og til eru samtíma- lýsingar af þvi eftir patríarkann Photíus: „Innrásarmennirnir koma frá fjarlægu landi. Á milli þess og borgar okkar eru önnur lönd og þjóðir, skipfær fljót og hafnlaus höf.“ Hann bætti þvf við, að úthverfi borgarinnar væru undir árás, villimennirnir dræpu allt kvikt, brenndu heimili manna, fieygðu fórnarlöm- bunum í sjóinn eða rækju þau í gegn með sverði án tillits til aldurs. Lýsingar Photíusar eru mjög áhrifamiklar þó gera megi ráð fyrir ýkjum og ekki eru þær í samræmi við kenn- ingar um að víkingar hafi verið friðsamir kaupmenn. Um líkt leyti eða 864 birtust víkingar einnig á Kaspíahafi og hjuggu strandhögg á austur- strönd þess. Tveim árum eftir árás Ingvars á Miklagarð eða árið 943 hjó stór floti víkinga strandhögg á Kaspíahafi og fór m.a. upp ána Kura suður af Baku og rændi þar bæi og fólki sem heyrði undir Kalífann í Bagdad. Sjúkdómar herjuðu á þessa víkinga, sem voru komnir langt að heiman og í annað loftslag en þeir voru vanir, svo herinn varð að snúa heim. Ekki er heldur útilokað að þeir Þjóstarssynir hafi verið þama með í för. Land vatnaskilanna Líklega má telja að ekkert ríki sögunnar geti fremur rakið tilveru sína til vatnaskila en Garðaríki, fyrirrennari rússneska ríkisins. Árnar sem renna í gegnum Rússland eða Svíþjóð hina miklu gerðu norrænum mönnum eða væringjum fært að ferðast á skipum allt frá Eystrasalti til Svartahafs og Kaspíahafs. Um 300 kílómetra fyrir norðvestan Moskvu eru hæðir á um 300 til 400 ferkflómetra svæði þar sem fjórar af stærstu ám Austur-Evrópu eiga upptök sín. Áin Vestur-Dvina rennur í vestur til Eystrasalts við Rigaflóa. Lovat rennur í norð- ur í Ilmenvatn. Úr því rennur áin Volkov til Ladogavatns og þaðan Neva til Eystrasalts í Finnska flóann. Þriðja fljótið sem á upptök sín í þessum hæðum er Dnjepur sem rennur í suður hjá Kænugarði til Svartahafs. Fjórða áin og jafnframt lengsta fljót Evrópu, Volga, á þarna einnig upptök. Volga rennur í austur til núverandi Khasakstan og beygir við svokallað Volguhné í suður og til Kaspíahafs. I þessum hæðardrögum, svokölluðum Vald- ai-hæðum, mátti komast á milli vatnaskila með því að draga skip á hlunningum innan við átta kílómetra leið og yfir einungis ein vatna- skil í hverri ferð og komast þannig á skipfæra á sem rann beina leið til Svartahafs, Kaspía- hafs eða Eystrasalts eftir því hvert ferðinni var heitið. Að vísu þurfti að draga skipin fram hjá verstu hávöðunum á neðri hluta Dnjepur á leiðinni til og frá Svartahafi. I kringum 940, á tíma dvalar Þjóstarssona í Garðaríki, voru helstu bæirnir á þessú svæði Aldeigjuborg við Ladogavatn, Hólmgarður á ánni Volkhov og Kænugarður við Dnjepur. Orðið garður í þessum nöfnum þýðir líklega bær innan timburvíggirðinga. Þjóðir sem voru á þessu vatnasvæði fyrir komu Væringjanna voru þessar: Norðan efri hluta Volgu voru finnsk-úgrískar þjóðir. Aust- an Volgu við Volguhnéð í námunda við bæinn Bulgar voru svokallaðir Volgubúlgarar sem telja má helstu afkomendur Húna. Hinn hluti Búlgara hafði sest að við Dóná i núverandi Búlgaríu. Sunnan við Volgubúlgara voru Khazarar, tyrknesk þjóð sem seinna tók gyð- ingatrú og réði yfir neðri hluta Volgu til Kasp- íahafs og yfir til Svartahafs, árinnar Don og Krímskaga. Höfuðborg þeirra Itil var við mynni Volgu við Kaspíahaf. Ymsar slavneskar og tyrkneskar þjóðir eða ættbálkar voru á leiðinni til Miklagarðs við Dnjepur. Sérstaklega má nefna Pechenega, tyrkneska herskáa flökkuþjóð við neðri hluta Dnjepur, sem gerði Garðaríkismönnum marga skráveifu. Allar þessar þjóðir hafa getað notað horn- boga á þessum tíma. Vatnaskilin og vegirnir sem lágu eftir ánum urðu undirstaða verslunar, samskipta og hernaðar sem lagði grunninn að Garðaríki. Önnur meginorsök til myndunar Garðaríkis á þessum tíma var silfrið sem streymdi frá Asíu tfl Garðaríkis og þaðan til Norðurlanda. Þessi straumur silfurs hófst um árið 800 en fyrstu arabísku peningamir sem fundist hafa í Rússlandi eru frá þeim tíma. Sama á við um elstu arabíska peninga sem fundist hafa _ kringum Eystrasalt og á Norðurlöndum. Elstu silfursjóðirnir innihalda oft silfurháls- hringi eða armbönd eða hluta þeirra. Gífurlegt magn silfurs barst til Norðurlanda frá Garða- ríki á tímabilinu frá tímabilinu 800 til 1000. Alls hafa um 85.000 arabískir silfurpeningar fundist á Norðurlöndum, þar af 80.000 í Sví- þjóð, helmingurinn á Gotlandi, 4.000 í Dan- mörku og ekki nema 400 í Noregi. Talið er að einungis hluti þessa silfurs sé til kominn vegna sölu afurða Norðurlanda i aust- ur. Hluti getur verið tilkominn vegna sölu frankverskra sverða en stór hluti hlýtur að hafa verið skattar og ránsfengur. Á síðasta hluta níundu aldar stöðvaðist þessi straumur silfurs líklega vegna þess að viðskiptaleiðin til kalífaveldisins í Bagdad lok- aðist en þaðan hafði silfrið komið. I byrjun__ tíundu aldar kom straumur silfurs frá Samar-' kand í Mið-Asíu og þá varð bærinn Bulgar við Volguhnéð miðstöð verslunar og sá um dreif- ingu silfursins til vesturs. Bulgar var einnig staðsett við leiðina til Kína og hafði því mikil- vægu hlutverki að gegna í verslun Austur- landa um silkiveginn svokallaða. Silfrið í námunum við Samarkand gekk svo til þurrðar fyrir lok tíundu aldai- og hafði það strax áhrif á valdastöðu Norðurlanda gagn- vart ríkjunum sunnar í Evrópu. Halda má því fram að silfrið frá Garðaríki hafi verið megin- grundvöllur víkingaferðanna og þess hversu sterk norrænu ríkin voru á þessum tíma. Erf- itt hefði verið reka vfldngaherina á vöruskipt-*, um eða búfénaði en það var gjaldmiðillinn í upphafi eins og orðið fé ber með sér. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er brunamálastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.