Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn
SKÁLD Á FARALDSFÆTI
ÞAÐ fer mikið fyrir bókinni þessa dagana og skáid, rithöfundar
og leikarar fara mikinn við bókakynningar. Hvar sem tveir eða
þrír koma saman þessa dagana er næsta víst að þar sé verið að
lesa upp úr nýjum bókum eða kynna þær með öðrum hætti. I
gær fóru leikarar, skáid og rithöfundar víða undir heitinu
„Skáldin koma“ og lásu upp á vinnustöðum, stofnunum og skól-
um. Þessar myndir voru teknar í gærmorgun þegar Sigurður
Skúiason leikari las fyrir nemendur Melaskóla og Vilborg Davíðs-
dóttir rithöfundur las fyrir ríkisstjórnina úr nýrri skáldsögu sinni.
67% BOK-
ANNA PRENT-
UÐINNAN-
LANDS
BÓKASAMBAND íslands hefur gert könnun
á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bóka-
tíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda
2000.
Heildarfjöldi bókatitla er 563 eða 23,7%
fleiri en var árið 1999 sem voru 455. Könnunin
sýnir að hlutfall prentunar erlendis hefur
minnkað milli ára, er 33,4% í ár, en var 35,8% í
fyrra. Samkvæmt þessu er hlutfall prentunar
innanlands 66,6% í ár.
Við samanburð á milli flokka rita kemur í
ljós að prentun innanlands eykst í öllum flokk-
um rita, nema flokki skáldverka. Eftirfarandi
niðurstöður eru úr þeim samanburði:
Bamabækur, íslenskar og þýddar, eru alls
171; 68 (39,8%) prentaðar á Islandi og 103
(60,2%) prentaðar erlendis.
Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 112; 71
(63,4%) prentað á íslandi og 41 (36,6%) prent-
að erlendis.
Fræðibækur, bækur almenns efnis, ljós-
myndir og listir eru alls 143; 124 (86,7%) eru
prentaðar á íslandi og 19 (13,3%) prentaðar er-
lendis.
Ljóð, ævisögur, handbækur, héraðslýsingar,
saga og ættfræði eru alls 137; 112 (81,8%)
prentaðar á íslandi og 25 (18,2%) prentaðar er-
lendis.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka sem
prentaðar eru í hverju landi:
Fjöldi titla % af heildar- prentun
ísland 375 66,6
Danmörk 49 8,7
Kína 32 5,7
Lettland 23 4,1
Singapore 20 3,6
Svíþjóð 14 2,5
Ítalía 11 1,9
Belgía 8 1,4
Slóvenía 8 1,4
Holland 7 1,2
Spánn 3 0,5
England 3 0,5
Thafland 3 0,5
Kólumbía 2 0,4
Þýskaland 2 0,4
Portúgal 1 0,2
Hong Kong 1 0,2
Frakkland 1 0,2
Samtals 563 100%
Bókasamband íslands er félagsskapur eftir- talinna aðila: Bókavarðafélags Islands, Félags
bókagerðarmanna, Félags íslenskra bókaút-
gefenda, Hagþenkis, Rithöfundasambands ís-
lands, Samtaka gagnrýnenda og Samtaka iðn-
aðarins.
ÚR SAFNA-
EIGN
SÝNING á úrvali verka í eigu Listasafns ís-
lands, þar sem lögð er áhersla á málverk frá
fyrri helmingi 20. aldar verður opnuð í safninu í
dag, laugardag.
A sýningunni verða verk eftir frumheijana
Þórarin B. Þorláksson, Asgrím Jónsson, Jón
Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Þessir fjórir
málarar hófu allir listamannsferil sinn á fyrstu
áratugum 20. aldar og lögðu þar með grunninn
að nútímamyndlist hér á landi.
Jafnframt eru í tveimur sölum sýnd verk í
eigu safnsins eftir þau Guðmund Thorsteinsson,
Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórar-
insson, Jón Þorleifsson, Kristínu Jónsdóttur,
Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Scheving,
Snorra Arinbjamar, Þorvald Skúlason, Jóhann
Briem og Jón Engilberts.
Laugardaginn 16. desember verður opnuð
sýning á úrvali rýmisverka sem safnið hefur
keypt á undanfömum árum eftir starfandi lista-
menn. Á sýningunni verða verk eftir Ragnhildi
Stefánsdóttur, Rósu Gísladóttur, Brynhildi Þor-
geirsdóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Guðjón
Ketilsson, Kristin E. Hrafnsson og Daníel
Magnússon.
Sýningamar standa til 15. janúar.
Nú stendur yfír sýning á úrvali grafíkverka
eftir hollenska listamanninn Bram van Velde í
Morgunblaðið/Golli
kaffistofu Listasafns íslands. Kaffistofan er op-
in alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Veitinga-
maður er Sveinn Kjartansson.
Sýningar Listasafns íslands eru opnar alla
daga nema mánudaga kl. 11-17.
Síðasti dagur sem safnið er opið fyrir jól er
föstudagurinn 22. desember. Safnið verður
verður síðan opið dagana 27., 28., 29. og 30. des-
ember. Safnið opnar aftur 2. janúar á nýju ári.
LEIKRIT-
EVROPSKRA
KVENNA
HJÁ Oxford University Press er nýlega kom-
in út bók með leikritum 17 kvenna frá 15
Evrópulöndum. Sum leikritanna hafa þegar
hlotið alþjóðlega athygli en
önnur era að birtast í
enskri þýðingu í fyrsta
sinn. í kynningu útgefand-
ans segir að verk margra
höfundanna hafi ekki áður
birst í aiþjóðlegum leikrita-
söfnum.
Frá íslandi hefur verk
Hrafnhildar Hagalín Guð-
mundsdóttur, Hægan El-
ektra, orðið fyrir valinu en
það vár frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu sl. vor.
Meðal annarra höfunda má nefna Elfriede
Jelinek frá Austurríki, Marguerite Duras frá
Frakklandi, Gabriela Zapolska frá Póllandi,
Paloma Pederero frá Spáni, Gerlind Reinsha-
ge frá Þýskalandi, Suzanne Lilar frá Belgíu,
Dacia Maraini frá Ítalíu, Björg Vik frá Noregi
og Astrid Saalbach frá Danmörku.
Ritstjóri bókarinnar er Alan P. Barr, próf-
essor í enskum bókmenntum við Indiana Uni-
versity Northwest. Utgefandi er Oxford Uni-
versity Press, www.oup-usaq.org
MYNDLIST
Árbæjarsíifti: Saga Reykjavíkur.
Árnastofnun, Amagarði: Handritasýning.
Til 15. maí.
Galleri@hlemmur.is: Hekla Dögg. Til 7. jan.
Gallerí Fold: Garðar Pétursson. Til 10. des.
Gallerí Hringlist: Fjóla Jóns. Til 24. des.
Gallerí Reykjavík: Guðmundur Björgvins-
son. Til 15. des. Samsýning níu listakvenna.
Til 17. des. Sigurður Atli Atlason. Jónas
Bragi Jónasson. Til 31. des.
Gerðarsafn: Fullveldi. Til 30. des.
Hafnarborg: Jólakortasýning grunnskóla-
bama. Sýning 6-10 ára barna úr Litla mynd-
listarskólanum í Hafnarfirði. Til 7. jan.
Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir.
Til 19. feb.
íslensk grafík: Sigurður Hrafn Þorkelsson
og Þórarinn Svavarsson. Til 17. des.
Listasafn Akureyrar: „Heimskautslöndin
unaðslegu". Til 17. des.
Listasafn íslands: Verk úr eigu safnsins. Til
lö.jan.
Listasafn Rvk - Ásmundarsafn: Undir bára-
járnsboga. Til 31. des. Hærra til þín. Til 4.
jan. Verk í eigu safnsins.
Listasafn Rvk - Hafnarhús: ísland öðram
augum litið. Undir bárujámsboga. Til 7. jan.
Listasafti Rvk - Kjarvalsstaðir: ARE A 2000.
Til 7. jan. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval.
Listasafn Sigutjóns Óiafssonar: Hærra til
þín. Til4.jan.
Listaselið: Harpa María Gunnlaugsdóttir og
Þóra Einarsdóttir. Til 9. des.
Listhús Ófeigs: Helgi S. Friðjónsson og Sif
Ægisdóttir. Til 24. des.
Listhúsið: Sigurrós Stefánsdóttir. Til 27. des.
Ljósaklif, Hafnarfirði: Susanne Christensen
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
og Einar Már Guðvarðarson. Til 20. des.
Norræna húsið: Jyrki Parantainen. Til 17.
des. Brita Been og Barbro Hemes. Til 31.
des.
Nýlistasafnið: Sjónþing. Til 12. des.
Skálholtskirkja: Katrín Briem. Til 1. feb.
Sp.sj. Hfj., Garðatorgi: Bubbi og Jóhann G.
Jóhannsson. Til 21. des.
TONLIST
Laugardagur
Árbæjarkirkja: Samkór Rangæinga. Kl. 16.
Hafnarborg: 22 kórar og sönghópar. Kl. 13.
Langholtskirkja: Kristinn Sigmundsson og
kór Islensku óperannar ásamt félögum úr
Sinfóníuhljómsveit íslands. Kl. 16.
Salurinn: Asdís Valdimarsdóttir og Steinunn
Bima Ragnarsdóttir. Kl. 18. Burtfarartón-
leikar Rakelar Jensdóttur. Kl. 20.30.
Ýmir við Skógarhlíð: Kvennakórinn Létt-
sveit Reykjavíkur. Kl. 16.
Sunnudagur
Hallgrímskirkja: Mótettukór Hallgríms-
kirkju og Schola cantoram. Kl. 17.
Ilvcragerðiskirkja: Kammerhópurinn Cam-
erarctica og víóluleikarinn Þórann Marinós-
dóttir. Kl. 17.
Langholtskirkja: Kristinn Sigmundsson og
kór Islensku óperannar ásamt félögum úr
Sinfómuhljómsveit íslands. Kl. 16.
Söngsveitin Fílharmónía. Einsöngvari: Þóra
Einarsdóttir. Kl. 20.30.
Laugameskirkja: Reykjalundarkórinn. Kl.
16-
Seljakirkja: Kór Átthagafélags Stranda-
manna. Kl. 16.30.
Ýmir við Skógarhlíð: Russian Virtuosos. Kl.
16.
Mánudagur
Salurinn: Einleikstónleikar Áma Heimis
Ingólfssonar píanóleikara. Kl. 20.
Þriðjudagur
Hallgrímskirkja: Mótettukór Hallgríms-
kirkju og Schola cantorum. Kl. 20.
Langholtskirlya: Söngsveitin Fílharmónía.
Einsöngvari: Þóra Einars. Kl. 20.30.
Ýmir við Skdgarhlíð: Kvennakórinn Létt-
sveit Reykjavíkur. Kl. 20.
Miðvikudagur
Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía.
Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir. Kl. 20.30.
Föstudagur
Langholtskirkja: Jólasöngvar Kórs Lang-
holtsldrkju. Kl. 23.
LEIKLIST
Iðnd: Sýnd veiði, lau. 9., fös. 15. des.
Þjdðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, lau. 9.
des. Gestaleikur frá Ítalíu, lau. 9. des.
Borgarleikhúsið: Abigail heldur partí, lau. 9.
des. Skáldanótt, lau. 9. des. Sungið, lesið og
leikið, mið. 13. des. Auðun og ísbjöminn, lau.
9., sun. 10. des.
Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann leggur
sig, lau. 9. des.
Kaffileikhúsið: Eva 12. des.
Möguleikhúsið: Hvar er Stekkjarstaur?,
sun. 10. des.
Norræna húsið: Einleikur danska leikarans
Niels Vigild 10. des.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000