Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 8
Á ÞJÓDMINJASAFNINU SKURÐMYND ÚR ODDAKIRKJU ÞJMS. 2674 HEIMILDIR greina frá því að á síðasta hluta 15. aldar hafi verið í kirkjunni í Odda á Rangárvöllum gyllt brík yfir altari með tveimur hurðum. Pessa kostagrips er síðan getið í kirkjuskjölum með jöfnu millibili allt fram undir lok átjándu aldar. Þá hafði bríkin verið í sex kirkjum á staðnum og aðeins voru eftir tvær myndir af mörgum sem upp- haflegu mjmduðu bríkina. Þessar tvær myndir komu til Fom- gripasafnsins, eins og Þjóðminjasafnið hét þá, árið 1885. Hér getur að h'ta aðra þessara mynda sem hefur verið valin gripur desembermánaðar árið 2000. Hér er túlkuð frásögn Lúkasarguðspjalls þar sem María mey heldur á Jesúbaminu i kjöltu sér og Jósef krýpur hjá en vitringarnir þrír frá Austur- löndum standa aftan við hina heilögu fjölskyldu og færa baminu gjafir og tilbiðja það. Á 15. öld vom víða í Evrópu starfræktar vinnustofur sem framleiddu altarisbríkur úr viði, alabastri og öðmm efnum. Altarisbríkin frá Odda ber framleiðslumerki sem gefur til kynna að hún hefur verið framleidd í Bmssel í Belgíu. Myndin var forvarin fyrir nokkram áram og var þá fjarlægð af henni málning frá 19. öld og fest niður það sem eftir var af upp- ranalegum litum. Við forvörsluna kom enn betur í ljós hvílíkur kostagripur þessi mynd er. Hlutur mánaðarins kemur af heimasíðu Þjóðminjasafns Is- lands, www.natmus.is Framvegis mun einu sinni í mánuði birtast í Lesbók mynd af einum hlut úr Þjóðminjasafninu ásamt stuttum texta. if /fé W/ hb mli L %■ m 111 mff , \ m |m K L JM JÓANES NIELSEN SÍMKLEFARNIR ÚLFUR HJÖRVAR ÞÝDDI Ekki veit éghvað um mig verðwþegar ég dey. En þeir dauðu fara sminkaðir á hrott. Þeir fara hurt í híl einsog kirkjugarðurinnværi heljarstórt neðanjarðarstæði. Éghef bQstjórann ogprestinn illa grunaða um að vera kunnuga Dauðanum. Enginn starfi er heldur hrein tilviljun, menn bera ailtaf örlítinn keim af atvinnu sinni. Þeir kunna líka að vita hvaða símklefa Dauðinn notar, þegar hinsta kvaðningin berst. Vindurinn fer afstað með þá dauðu; voldug sorgarský rekur yfir jörðina. Hinir heiðvirðu, sem báru merkijarðar áhörundinu og höfðu haíið í æðum sér, virða jörðina fyrir sér hinsta sinni. Þeir sem eftir eru, rotna með hægð ígröfum sínum. Hvert ég sjálfur fer, veitégekki. En égóttast að kunna eftilvill að vakna upp í myrkri kistunnar, geta ekki hringt til nokkurs manns og enn síður fengið hjálp úr grannkistunni. Eg ætla að fá lækninn til að taka hjartað og allt innan úrmér. Kannski við hæfi að hafa úrval úrljóðum mínum í tómu brjóstholinu. Hvað um það þá skal engri sálmabók troðið milli stirðnaðra fingra minna. Sú tilhugsun ein, að eiga að syngja vonleysisþrugl sálmaskáldanna á efsta degi, er skelfíleg. Ég vU mæta Guði einsog égmætti samferðamönnum mínum. Sama fótatak og hljómar í þránni eftir réttlæti kveður við um allt sköpunarverkið. Rekistjörnurnar fylgjajafn fastri rútu og strandferðaskipin. Englar draga óteljandi morgunroða gegnum hryðjur af vígahnöttum. Stjömur slokkna, eiga tilvist ímyrkri einsemd, en í endalausum sprungum áttavUltir draumar framandi vera. Með hægð þenst rúmið út, svífandi auðnir bætast við takmarkalausan eyðimerkurhimin okkar, og á gljúpum grjótteig úti í vetrarbrautinni stendur hann, sem tínir hjörtu íljósaskiftunum. Spumingin er ekki hvort hugsanlega sé líf aðfínna þar úti, sem radarar okkarná ekki, heldur hvernig við túlkum boðin, sem sexhymd froststjamanfestir á eldhúsrúðuna. Maður skilurmeð vitsmununum, ogskilurmeð hjartanu. Djúpt í undirmeðvitundinni er dögghins fyrsta morguns. Hvarvetna birtast lögmál alheimsins: í tómum ísskápnum, íjárnbeinagrindunum sem skálma taktfast gegnum vonleysið, íatóminu, sem loðir við tréð, þar sem nýjar kynkvíslir reyna að spíra, þarsem þú ogég og vindurinn og grasið mætast, hvísla lögmálin boðum sínum. Milli flóðs, sem ljær briminu vængi, útfíris, sem þurrkar upp hjartað og sáldrar ryki martraðardrauma niður tómar æðar, þar erum við stödd. Enn leita égsporanna eftir pabba, sem hurfu. Efínn um að Guð sé til, sagði hann, veldur þvíað ég ekki stytti mér aldur. Orðin voru ekki sannfærandi. Pabbi var aldrei sérlega sannfærandi. Égfann til með honum, tók nærri mér að heyra hann tala svona. Engu að síður snuðaði sá gamli mig. Örfáum mánuðum síðar dó hann. Komdu Guð vertu almennilegur á þessum morgni, er ég ráðvilltur leita að sporum sem týndust. Sýndu mér aðþú sért hluti af súginum mikla, í ætt við vindinn ogsímann, með drauma, sem draga fíngerðar rætur eftir jarðskorpunni, að andardráttur þinn sé í verksmiðjureyknum, daufri angan sóleyjarinnar, að það sért þú, sem færð ljósið til að sitra niður í gegnum gullin lauf og hverja grasnál að glitra í árroðanum. Dæmdu ekki of hart þegar réttlætið af og til ryður búlluna. Hafhugfast: til þess að verða dýrlingur þarffyrst að syndga. Þau, sem sótt voru íljósaskiptunum, oghöfðu merki jarðar á hörundinu oghafið í æðum sér, koma til þín á þessum morgni. Hjálpa þeim uppúr kistunum, lestu af varfæmi bréfín, sem þau geyma í auðum brjóstholunum. Ogámeðan þau venjast nýju birtunni, segðu þá eitthvað, erkveiki bros íaugum þeirra. En kannski krefst ég of mikils. Ég hefheldur aldrei vitað hvort þráin _ eigi sér takmörk. Ég er aðeins lengja af alheimsholdi, sem fyrir hendingu fékksjón ogmál. En án flóðsins, sem Ijær briminu salta vængi, og útfallsins, sem þurrkar upp hjartað, er ekki lífvænlegt. Innst inni veit ég að Guð er miðstöðvarofn gleði minnar, að Hann er sársaukinn í augum föður míns, og einnig rödd flugfreyjunnar, sem biðurokkur um að spenna öryggisbeltið, því við lendum í Færeyjum eftir stutta stund. Dauðinn er fámáll herramaður með hatt. Einu kunningjar hans eru líkbílstjórinn, presturinn ogkannski grafarinn. Þegjandalegir spila þeir á spil í litlum skúr þétt við kapelluna. Engu aðsíður kvíði ég ekki þeim degi, sem hann fer inní símklefann oggefur fyrirmæli um að nafn mitt skuli strikað út. Höfundurinn er skáld í Færeyjum, f. 1952. LjóSið er úr IjóSabók hans, „Puntur" (sem merkir saumspor á færeysku) frá 1998 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.