Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 14
MINNISPÚNKTAR UM ÍSLENSKA KRISTNI - III nK 1 ILW f WWkdíyr j-. A 9 f ^^ ■ /f /AÍLx V,\ ¥ '/SPffSii SKömmu eftir að Gissur ísleifsson varð biskup í Skálholti varð sá heimssögulegi atburður að fjölmennur hópur riddara fór í herför til Palestínu og hertók Jersúlam árið 1099. Þar með hófust kross- ferðir, sem svo voru nefndar. Myndin er af fundi þar sem Úrban II páfi eggjaði Evrópumenn til fyrstu krossferðarinnar. „ÞENNA ATBURÐ SAGÐITEITUR OSS..." EFTIR HERMANN PÁLSSON Teitur ísleifsson hafói einstaka aðstöðu til að kynnast sögu íslenskrar kristni. Gissur bróðir hans var annar innfæddur biskup þjóðarinnar og ís leifur Gissurarson faðir þeirra hinn fyrsti. Þegar betur er að góð kemur í Ijós að ein af formæðrum Teits var • kristin. Hún var ensk kona og hét Vilborg Ósvaldsdóttir. 6. Teitur margláti ARI fróði nam ýmsan fróð- leik af Halli Þórarinssyni fóstra sínum í Haukadal, en Hallur var fæddur í heiðni og minntist þess að Þangbrandur hinn þýski skírði hann þrevetran, en það var vetri fyrr en kristni væri í lög tekin á ís- landi. Hallur lést árið 1089, og þá tók við búi í Haukadal Teitur prestur ísleifsson hinn margláti (d. 1110) sem var mikill merk- ismaður. Teitur var helsti heimildarmaður Ara fróða um kristnitöku, enda kallar Ari hann þann mann „er eg kunni spakastan." Frásögn Ara af hinum fornu siðaskiptum þjóðarinnar klykkir út með svofelldum orð- um: „Þenna atburð sagði Teitur oss að því er kristni kom á ísland.“ Snorri Sturluson getur ekki orða bundist «m snilld Teits meistara: „Teitur lærði Ara prest og marga fræði sagði hann honum, þá er Ari ritaði síðan.“ f slíku sambandi lýtur orðið fræði að sögulegum fróðleik, enda er freistandi að telja Teit fyrsta skólamann á íslandi sem kennir nemanda sínum sögu þjóðar sinnar, sem var þó langtum skemmri þá en nú er orðið. Af Teiti nam Ari einnig fróðleik um hin heiðnu lög þjóðarinnar, og .......................... þá útlendu biskupa sem störfuðu hér áður en ísleifur Gissurarson, faðir Teits, varð biskup í Skálholti. Nú er það athygli vert um íslendingabók að Ari minnist þar ekki á annan útlendan trúboða í heiðni en Þangbrand; hins vegar er Friðrekur biskup sem kom hingað með Þorvaldi víðförla árið 981 talinn í hópi þeirra biskupa „er verið hafa á íslandi út- lendir að sögu Teits.“ Ari birtir engan fróð- leik um trúboð þeirra Friðreks og Þorvalds, og þó hlýtur Teitur að hafa þekkt hún- vetnska heimildarmenn. Isleifs þáttur bisk- ups telur að Dalla Þorvaldsdóttir, móðir Teits, væri frá Ásgeirsá í Víðidal, og þaðan er enginn óravegur að Giljá í Þingi, né held- ur frá Ási í Vatnsdal þar sem Hungurvaka segir að Þorvaldur afi Teits hafi búið. Grettla lætur Þorvald búa fyrst á Ásgeirsá og síðan á Ási. Og vitaskuld er örstutt frá Ásgeirsá að Lækjamóti þar sem þeir Þor- valdur og Friðrekur biskup bjuggu þrjá vet- ur að tali Þorvalds þáttar víðförla, sem sé ,árin 982-85. Hvernig sem því máli er háttað hlýtur Teiti að hafa verið kunnugt um kristniboð þeirra Friðreks og Þorvalds víð- förla, þótt það ætti sér að vísu stað um það leyti sem ah Döllu síðar biskupsfrúar í Skál- holti var í broddi lífsins. Bæði Grettia og Kristni saga minnast þess að Þorkell krafla, helsti höfðingi í Húnavatnsþingi á síðustu áratugum tíundu aldar og upphafi hinnar el- leftu, léti prímsignast af trúboði þeirra Friðreks. Löngu síðar urðu tengsl með Teiti og Húnvetningum; Rannveig dóttir hans varð síðari kona Hafliða Mássonar (d. 1130) og húsfreyja á Breiðabólstað í Vesturhópi, þar sem Vígslóði og margt annað í lögum var fært í letur veturinn 1117-18. Teitur ísleifsson hafði einstaka aðstöðu til að kynnast sögu íslenskrar kristni. Gissur bróðir hans (1042-1118) var annar innfædd- ur biskup þjóðarinnar (frá 1082) og ísleifur Gissurarson faðir þeirra (1006-80) hinn fyrsti (frá 1056); þeir feðgar Isleifur og Gissur stunduðu báðir nám í Þýskalandi, en slík reynsla mun hafa skerpt skilning þeirra og áhuga í íslenskri sögu, rétt eins og kynni af útlendum sagnaritum varpaði ljósi á eðli íslenskra atburða. Faðir ísleifs og afi þeirra Teits var Gissur hvíti, sem flutti kristniboð af Lögbergi að tilskipan Ólafs Tryggvasonar ásamt með Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ein af formæðrum Teits var kristin. Gissur hvíti var sonarsonur Ketilbjarnar gamla land- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.