Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 9
Mynd: Baltasar 1981
SÓMAFÓTU R
GAT þetta verið hann
Sómafótur sem þarna
fór undir Hallbirni vini
mínum, nýlega 12 ára
dreng? Fyrstu kynnin
voru þau að Hallbjörn
átti í brösum við folann,
það var í fyrra. Það leit
ekki vel út með tamninguna því hesturinn
vildi ekki hlýða taum og drengurinn tæpast
líklegur til þess að ráða við kröftugan fjög-
urra vetra hest, kópalinn að auki. Nú var
Sómafótur fimm vetra og drengurinn hafði
einnig bætt við sig ári en það virtist ekki
vera þetta viðbótarár hjá báðum sem úrslit-
um réð og einmitt þess vegna vaknaði hjá
mér forvitnin.
Við Hestakauparauður vorum í áningar-
stað, hann að snusa eftir fyrstu grösum en
eg með strá milli tanna. Hallbjörn snaraðist
af baki og heilsaði þeim rauða en bauð mér
góðan dag. Þetta var blessaður vordagur og
hægt að setjast á þúfu án þess að rassblotna.
Hallbjörn hafði sprett af þeim rauð/sokkótta
og var það dálítil viðhöfn því ekki var þetta
langferð. Ætli að þarna sé hin rétta tamning
fundin, láta hestinn draga sig um allt hest-
húsahverfið fyrra árið en ríða honum síðan á
fallegu tölti og með þessu glaða fjöri.
Og svo hófst tvegga manna tal. Ég spurði
og knapinn ungi svaraði með jái og neii,
hann var í vörn gagnvart innrás. Sumum
finnst óþarfi að gaspra við aðra um hluti er
þeir hafa einir að unnið og ekki fengið aðra
hjálp en ráðleggingar frá áhorfendum! „Ætl-
arðu að láta klárinn limlesta þig?“, „hver á
þetta barn og því kaupir fólkið ekki taminn
hest?“. Einn ráðlagði tamningastöð og annar
bauð hestakaup. Síðar vandist fólk þessari
viðureign og fór sjálft að ríða út. Líklega
hefir Hallbjörn komist að því að við vorum í
áningastað og að hér var ekki rekin upp-
DRÖG AÐ SKÁLDSÖGU
EFTIR BJÖRN SIGURÐSSON
lýsingaþjónusta í hestamennsku fyrir byrj-
endur. Þessi pattaralegi strákur er oft þung-
ur á brún og einhver sagði mér að hann hefði
verið pöróttur. Hallbjörn var furðu laginn að
svara ráðleggingum og uppástungum svo að
fólk hætti afskiptum af honum. Stundum
gott að vera einn en það er þungbært til
lengdar.
Nú fór sagan að togast upp úr Hallbirni.
Sokkótta folaldið fékk hann í sumarkaup.
Hann var mörg sumur á sama bænum.
Kannski hafði hann bara eignað sér Sokka
litla því varla fær 8 ára drengur vinnulaun
en oft er það þannig að sveitafólk er ekki að
fást um smámuni. Þeir er skipta um vist eft-
ir árstíðum eru oft á tíðum aldrei almenni-
lega heima hjá sér. Drengurinn var seinn til
svars en ljúfur þegar hann tók af sér þessa
yfirhöfn sem sumir setja á sálina. Sagt er
um hesta sem þannig eru gerðir að þeir séu
fyrirhafnarsamir. Hallbjörn er frá góðu
heimili eins og kallað er. Pabbi hans er víst
ekki hestaáhugamaður og líklega hefir hann
önnur áhugamál en taka þátt í viðfangsefn-
um sonarins. Fjölskyldan var að koma sér
upp einbýlishúsi og sjálfsagt í önnur horn að
líta en hugskot drengsins. Það er víst ósköp
dýrt að byggja hús.
En hver voru fyrstu kynnin og hvernig
breyttist Sómafótur úr göldnum fola í góðan
hest, gæðing? Tamdi hann folann í sveitinni?
Nei, hann var með stóðinu en af og til komu
hrossin heimundir og þá var hægt að horfa á
hann bíta og sjá hvernig trippi geta svifið
eftir jörðinni og hvað þeim þykir gaman að
hlaupa. Hann átti Sokka en það er hvun-
dagslegt nafn. Fólki er ekki gefið nafn eftir
háralit eða öðru útliti og þess vegna varð
nafngiftin að vandamáli. Hesturinn hans
hljóp fallegar en hin hrossin og bóndinn
sagði að Sokki væri sóma folald. Sóma-Sokki
var tæpast nógu skemmtilegt nafn en Sóma-
fótur hafði vonandi enginn hestur heitið og
það var Hallbirni aðalatriði. „Við Sómafótur
förum saman í sveitina í vor, ég fer, fjandinn
hafi það, ekki með rútuskrattanum.“
Þessa tvo vetur í hverfinu okkar höfðu
þeir félagar verið í vist hjá öldruðum manni
og Hallbjörn unnið fyrir þeim með því að
gegna fyrir húseigandann. Þetta átti svona
að vera en maðurinn þurfti að fara á spítala,
Hallbjörn hélt að hann væri veikur í hjart-
anu. Við riðum á hægagangi til húsa. Sóma-
fótur bruddi mélin og vildi sýnilega vera
lengur að skemmta sér með Hallbirni. Mér
varð hugsað til þess að hver maður má kall-
ast góður ef hann eignast einn gæðing um
ævina, flestir eignast hann aldrei. Svo var
það núna á dögunum að ég sá til velríðandi
manns og þóttist þekkja hestinn. Þarna fór
Sómafótur en Hallbjörn var ekki í hnakkn-
um. Þar sat þekktur hestakaupmaður. Að
mér læddist ljótur grunur því Hallbjörn var
kominn á þriðja heimilið, einhverja stofnun
fyrir unga drengi. Maðurinn sem tekið hafði
Hallbjörn og Sómafót í hús til sín var aftur
farinn að bjástra, hann var að moka út.
Hann horfði ofan í hjólbörurnar og sagði
mér hvað komið hafði fyrir. Fólkið var flutt í
nýja húsið og hafði komist í peningavand-
ræði. Síðan var hestur drengsins seldur og
það var þá sem ósköpin hófust. Maðurinn
með veika hjartað var farinn að moka í bör-
urnar sínar. Ég gyrti hest minn betur, eitt-
hvað þarf að gera við slæmum tíðindum. Svo
tók því ekki að fara á bak. Það er svo stutt
milli húsa.
Höfundurinn er lögreglumaður í Reykjavík.
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
BIRTA
Stuðlaðir hamrar
stjörnur og blámi.
Inní rjóðureld morguns
rísa himnarnir opnir
og rista í skýin
racldir fuglanna.
Þýtur um grjótin
þögn fjallanna
lýkur upp ljóði hafsins
leikur á glóðir speglanna.
Oræfablátt opnar lognið
nýjar leiðir
yíir löndin og raddirnar.
Syngur og syngur
við sólfax öldunnar
svelgir nóttina og blámann.
ÍSLAND
Ljóð í klakaböndum
ogein tönn afannarri
heggur jökulinn niðurvið rót
ogljóðin spretta fram
eitt og eitt einsog blóm.
Hægt oghægt feta þau slóðina
fara breiðuna yfir glerstálið
innídraum vatnsins um líf.
Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók sem Jón fró
Pólmholti hefur sent fró sér: Og þögnin
getur sungið. Áður hafa komið út
12 Ijóðabækur eftir Jón og 7 aðrar bækur.
ÞORVALDUR
SÆMUNDSSON
JÓLAUÓS
Hve kyrrlátt blikið lýsir húmsins
heim
og hrekur burtu skuggaríkið kalt.
Nú óma loft af sætum söngvahreim,
er sálir fyllir von og gleður allt.
Sem barn égstarði á þessi ljúfu Ijós,
sem lýstu skært og vöktu gleði’ í sál
og hlýddi á söng um fagra foldarrós,
erfundin var, þótt ríkti hríð og bál.
0, björtu Ijós, sem brennið stillt og
rótt
og berið yl og gleði í hjörtun inn,
þið boðið návistjóla helgihljótt,
svo hver ein sála nemur boðskapinn.
I ykkar skini’ ég friði fagna í nótt
og fmnst ég vera barn í annað sinn.
FROSTROSIR
Enn man ég rósirnar fögru,
sem frostið dró forðum
með máttugri hendi sinni
á rúður litla hússins okkar
á svölum skammdegisnóttum.
Hve þærljómuðu fagurlega
í mildum geislum morgunsólarinnar
áður en þær þiðnuðu oghurfu.
Þessi fínlegu myndverk náttúrunnar
geymast enn í huga mínum
sem óafmáanlegur þáttur
bernskunnar,
eins ogfyrstu blóm vorsins,
sem ég fagnaði að líta
eftirlangan, dimman vetur.
Höfundurinn er fyrrverandi kennari.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans: Blóm ó
berangri. Áður hefur hann gefið út fjórar
I jóðabækur og tvær aðrar bækur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 9