Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 7
Hulda Björk Garðarsdóttir arnir hafa nefnilega sínar meiningar líka, al- veg eins og stjórnandinn. „Það var mikið rifist á þeirri æfingu. Þau eru mjög afgerandi varð- andi túlkun.“ - Hvaðan skyldu þau hafa það? „Orugglega frá móður sinni. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir," segir Garðar og hlær dátt. Áður en að þessu kom höfðu ýmsar skoðanir verið viðraðar í símann en systkinin eru bæði við nám í Royal Academy í Lundúnum. Garðar Thór er á fyrra ári í óperudeild skól- ans en Nanna María byrjar í sömu deild eftir áramót. Þau hafa fengið ýmis verkefni í tengslum við námið, auk þess sem Garðar Thór hefur gert það gott í söngleiknum Óp- erudraugnum á West End. Hann mun taka þátt í óperuuppfærslu í skólanum á nýárinu. Systkinin segja að hugur þeirra leiti ekki endilega upp á óperusviðið. „Það er svo margt sem heillar, ópera, ljóðasöngur, óratóríur. Vonandi verður maður svo lánsamur að sinna þessu öllu,“ segir Garðar Thór. Þau segjast alla tíð hafa haft yndi af söng. „Söngtónlist var mikið spiluð á okkar heimili, aðallega klassískur söngur og óperur og svo auðvitað Messías á jólum,“ segir Nanna María. Það var þó alls ekki sjálfgefið að þau legðu sönginn fyrir sig. „Garðar Thór ákvað fyrr að verða söngvari. Mig minnir að hann hafi verið tólf ára þegar hann tilkynnti okkur að hann ætlaði að verða „söngvari af einhverju tagi“,“ segir faðir þeirra. „Já, það passar," samsinnir Garðar Thór. „Eg var mikill aðdáandi Elvis Presley á þess- um tíma. Hef sennilega ætlað að verða popp- söngvarí eins og hann.“ Mamma, þarf ég að verða söngvari? Garðar Thór og Nanna María eru viss í sinni sök en bróðir þeirra, Aron Axel, sem er fimmtán ára, er víst staðráðinn i að verða ekki söngvari. „Þegar hann var lítill skildi hann ekkert í þessu,“ útskýrir Garðar. „Pabbi hans vann við þetta og systkinin voni á endalausum æfingum. Einn daginn spurði hann líka mömmu sína, áhyggjufullur: „Mamma, þarf ég að verða söngvari?““ Tóneðlið er aftur á móti fyrir hendi. Aron Axel spilar á píanó og er í rokkhljómsveit með félögum sínum úr skólanum. „Queen er í sér- stöku uppáhaldi hjá þeim og mamma hjálpar honum við að grufla upp lögin. Það er skrýtið ,að heyra hana spila Queen. Maður er vanari Beethoven," segir Nanna María hlæjandi. Garðar er stoltur af því að börn hans skuli hafa fetað sömu braut og hann en þvertekur fyrir að hafa beitt þau þrýstingi - ekkert væri honum fjær. „Ég hef unun af því að vita að þau hafa ánægju af því sama og ég. Ákvörðunin er hins vegar alfarið þeirra. Ég hef frekar latt þau en hitt. Þau hefðu heldur ekki náð svona langt ef hugur fylgdi ekki máli. Ég hef verið svo lánsamur að hafa atvinnu af söng, tekist að sameina vinnuna og áhugamálið. Það er gam- an að þau skuli nú vera komin í sömu aðstöðu." Sagt er að raddir feðganna séu líkar. Garð- ar staðfestir það. „Hann er með alveg sömu röddina og ég var með á hans aldri. Mér finnst ég stundum vera að hlusta á sjálfan mig.“ Nanna María tekur undir það. „Vinkona mín hringdi heim um daginn, heyrði söng í bakgrunninum og sagði: „Eg heyri að Garðar Thór er að æfa sig.“ Þá var það pabbi.“ Elía er fyrsta en örugglega ekki síðasta verkefnið sem feðginin vinna að í sameiningu. „Vonandi gengur þetta vel og það yrði gam- an að vinna saman aftur. Kannski eigum við eftir að syngja öll saman,“ segir Garðar og lætur hugann reika. - Eru áform þar um ? „Nei, ekki í augnablikinu. Nema hvað við förum auðvitað niður í kirkju einhverja nótt- ina fyrir jólin - til að gera nýja snældu handa ömmu.“ ORÐINN VANUR ÞESSUM SKAPHUNDUM KíÚIÐ er dyra á Birkigrund 54 í Kópavogi. Húsráðandi kemur sjálfur til dyra. Þau gerast ekki þéttari, handa- böndin. Ég elti hann inn úr dyrunum og hnýt hér um bil um barnastól á gólfinu. Hús- ráðandi færist allur í aukana. „Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur á heimilið. Fyrsta barnabarnið, sonarsonur. Hann er að verða þriggja mánaða," segir hann glaðlega. Ki-istinn Sigmundsson er orðinn afi. Ekki örlar enn á söng úr hinum unga barka en Kristinn segir að hnokkinn sé glaðlyndur, „greinilega mikill húmoristi"! Við tyllum okkur inn í stofu og Kristinn býður upp á kaffi. Hann tekur sitt svart og sykurlaust. Einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Ogmundur Jónasson er í sjónvarpinu - er ræðinn. Kristinn er að horfa á útsendingu frá Alþingi. „Ég hef ekki oft tök á því að horfa á þetta en hef gaman af því.“ Áhrifamikil tónlist Ogmundur og aðrir alþingismenn verða þó að víkja fyrir Elía spámanni, umræðuefni dagsins. „Þetta er í fyrsta sinn að ég syng Elía. Hef raunar lítið sem ekkert sungið eftir Mendels- sohn. Bara nokkur ljóð. Til stóð að ég syngi Paulus á Spáni í haust en ég varð að hætta við þar sem kall kom frá Metropolitan-óperunni. Það verður kannski seinna.“ Kristinn velur orðið áhrifamikil til að lýsa tónlistinni í Elía. „Þetta er fjölbreytt óratóría og mjög dramatísk. Það mætti vel hugsa sér að sviðsetja hana. Hlutverk Elía er kraftmikið og stórt. Fjórar aríur, hvorki meira né minna, og heilmikill samsöngur. Það mæðir mikið á mér. Þetta er á köflum eins og að syngja Wagner.“ - Hvernig er að bregða sér í spámannslíki svona rétt fyrirjólin? „Það er ágætt,“ segir Kristinn og hlær. „Annars er ekki mikill jólaboðskapur í þessu verki. Það er gaman að eiga við Elía vegna þess að hann er svo mannlegur. Hann er ósveigjanlegur, eins og spámenn eiga víst að vera, og berst af alefli gegn falsspámönnum og syndugum. Hann er óvæginn þeim sem hafa breytt rangt gagnvart Guði. Fyrirskipar hiklaust aftöku þeirra. En hann er mildur líka, þegar það á við.“ - Þú kippir þér líkast til ekki upp við þessar geðsveiflur. Þeir eru litríkir margir, bassarn- ir? „Já, já. Ég er orðinn vanur þessum skap- hundum," svarar Kristinn hlæjandi. - Hvernig fellur hlutverkið að röddinni? „Mjög vel. Þetta er svona bassbaríton-hlut- verk sem hentar mér vel. Það er líka gaman að fást við þetta hlutverk af því það er svo marglitt. Blæbrigðin eru svo mörg. Ég sló strax til þegar Garðar Cortes spurði hvort ég væri til í þetta. Ég hefði raunar átt að vera búinn að gera þetta fyrir löngu. Elía er óska- rulla fyrir bassa.“ - Þú verður umluktur ungum söngvurum á tónleikunum. Hvernig líst þérá þá? „Mjög vel. Þau standa sig öll með prýði. Það er alltaf gaman að heyra nýjar raddir. Þau eru músíkölsk og einlæg og heiðarleg í því sem þau eru að gera. Það er það eina sem gildir í tónlist." - Ogkórinn? „Hann er mjög góður. Og ekki veitir af, það hvílir mikið á kórnum i þessu verki.“ - Hvað ertu annað að sýsla um þessar mundir? Ferðu íjólafríeftir helgina? „Nei, það geri ég ekki. Ég flýg til Múnchen 19. desember og syng í Don Giovanni á Þor- láksmessu og annan í jólum.“ - Verðurðu þá aðheiman umjólin? „Ekki alveg. Ég ætla að íljúga heim á að- fangadag. Borða steikina heima og fara svo út aftur á jóladag. Menn segja að þetta sé óðs manns æði en það verður bara að hafa það. Það er svo leiðinlegt að hanga einn á hótelher- bergi úti í heimi á aðfangadagskvöld.“ - Hvað tekur svo við á nýju ári? „Fyrst fer ég til Dresden að syngja í ítal- íustúlkunni í Alsír og síðan verð ég í Sálum- essu Verdis í Köln 26. janúar. Það er hundrað ára ártíð Verdis á næsta ári. Síðan syng ég í Don Carlo í Stokkhólmi. Það er sýning sem frumsýnd var í haust.“ - Eru fleiri sýningar á Metropolitan í sigt- inu? „Nei. Þeir buðu mér reyndar að syngja í Ai'du eftir tvö ár en ég var búinn að bóka mig á þeim tíma þannig að það verður ekki. Ég mur: aftur á móti syngja undir stjórn James Levine í konsertuppfærslu á Ótelló í Múnchen næsta sumar. Aðalbassa. Hann vildi fá mig þangað og hefur því greinilega áhuga. Levine er ekki amalegur bandamaður. Síðan var Placido Domingo, sem ég söng einmitt með á Metro- politan, að bjóða mér til óperunnar í Wash- ington D.C., þar sem hann er óperustjóri. Ég er hins vegar bundinn á sama tíma. Vonandi getur það orðið síðar.“ SKYNDILEGA gerist það, að frammi fyrir Ahab konungi birtist hamslaus og villtur spá- maður, klæddur lendaskýlu úr leðri og yfir- höfn ofinni úr hári. Þetta er Tisbítinn Elía frá Tisbe í Gílead, þorpi austan við ána Jórdan. Hann flytur með þrumandi raust ógnþrung- inn spádóm um yflrvofandi og langvarandi þurrk. „Svo sannarlega, sem Drottinn Guð Israels lifir, sá er ég þjóna, skal þessi árin, hvorki drjúpa dögg né regn, nema ég segi.“ (l.Kgb. 17:1.) Áður en hinn furðuslegni konungur gat handtekið og refsað þessum ófyrirleitna spá- manni, er hann allur á bak og burt. Elía flýði yfír ána Jórdan og faldi sig á eyðilcgum stað lyá læknum Krít,. „Og þú skalt drekka úr SPÁÐI ÞURRKI læknum og hröfnum hefí ég boðið að fæða þig þar.“ (Kgb.17: 4.) Gekk þurrviðri mikið yfír landið eins og Elía hafði spáð og hungursneyð blasti við ísraelsmönnum. Ástæða þessa framnings var sú að Ahab konugur var orðinn hirðulaus og léttúðugur varðandi alla trúrækni og hclgihald og laut yfirráðum Jezebel konu sinnar í einu og öliu. Sögu þessa rekur Snorri F. Welding kórfé- lagi í ítarlegra máli í efnisskrá tónlcikanna. Samkvæmt hefðum gyðinga er Elía ekki dáinn, og heldur áfram að reika um jörðina. Hann mun birtast aftur í fylgd Messíasar - til að vísa veginn til hinnar endanlegu frelsunar mannkynsins. Við umskurn gyðinga er það siður að draga fram stól fyrir Elía í þeirri von, að hann muni vernda barnið. Við páska- máltíðina er víni hellt í sérstakan bikar fyrir Elía, og sumar fjölskyldur hafa auðan stól við borðið fyrir hann. Meðan á hátiðinni stendur eru dymar látnar standa opnar til að hleypa honum inn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.