Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 10
4 Utlanesfoss í Fljótsdal, gegnt Hallormsstað. Við fossinn er eitt hæsta stuðlaberg landsins og má segja að fáir fossar hafi svo viðhafnarlega umgjörð. fslensk öræfatign. Myndin er tekin úr lofl MYNDABC VERALDARVE í stað þess að gefa út bók hefur Rafn Hafnfjörð sett 370 íslandsmyndir sínar ó vefinn. Slóðin er: icelandphot- os.com og ekkert kostar að skoða myndirnar EIR sem hafa þurft á að halda ým- iskonar ljósmyndum af landinu okkar, hafa í marga undanfama áratugi vitað að Rafn Hafnfjörð á námu af slíkum myndum. Hann er einn þeirra sem hafa haft það við- fangsefni £ frístundum sínum að taka Ijósmyndir og hann er búinn að fínkemba landið, ef svo mætti segja. Rafn er fæddur í Hafnarflrði 1928 og ólst þar upp. Hann gerðist einn af brautryðjendunum i offsetprentun og er búinn að reka prentsmiðjuna Litbrá síðan 1964. Um miðja öldina fór hann að ferðast um landið og taka náttúrumyndir af al- vöru, svo nærri má geta að þetta hálfrar aldar safn er orðið allnokkuð að vöxtum. Áhugi hans á náttúrunni og Ijósmyndun hefur haldizt í hendur við áhuga hans á myndlist. Kveðst hann hafa sótt allar myndlistarsýningar í Reykjavík eftir 1946 og framundir þetta. Allt sitt myndlistarvit segist hann hafa frá íslenzkum myndlistarmönnum, sem hann hefur kynnst persónulega; sumum þeirra í tengslum við starfið. Af þeim sumum á hann verðmætar myndir sem aldrei hafa verið sýndar. Meðal vinnustofumynda hans er ein sér á parti; hún sýnir vinnustofu Jóhannesar Kjarval í Sigtúni eins og hann skildi við hana í síðasta sinn. Rafn hefur verið stangveiðimaður af ástríðu og á ferðalögum kveðst hann jafnan hafa veiðistöng- ina á annarri öxlinni, en myndavélina á hinni. Aftur á móti fer hann sjaldan til útlanda, því það finnst honum ekki eins freistandi, en þegar það gerist, þá er það til þess að komast á listasöfn. Rafn hefur gefið út sæg af póstkortum með íslandsmyndum, en aðeins þrjár litlar ljós- myndabækur. Ein þeirra, This is Icelíind, með texta á ensku, var gefin út 6 sinnum, en er nú uppseld. I annarri smábók voru myndir af Heklugosinu 1970. Engin undur eftir svo langan feril, að honum þætti kominn timi til að gefa út stóra og glæsi- lega ljósmyndabók og þá með knöppum textum. Við nánari athugun varð hann þó afhuga þeirri hugmynd; fannst að hann væri að bera í bakka- fullan lækinn. Á síðustu árum hefur komið út talsverður fjöldi slíkra bóka, sem eiga sameigin- legt að vera fallegar og vel út gefnar, en af ein- hverjum ástæðum eru þær hver annarri líkar. Ein til viðbótar mundi líklega ekki vekja mikla athygli. í Jökulgili á Landmannaafréttl. Tvelr ríðandi meni 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.