Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Kristínn EG ER SOGUMALARI Silfurþeysirinn, keramikverlc eftir Erró, hefurverið reist í Kringl lunni. í tilefni af því var listamaðurinn í stuttri heimsókn og ræddi SÚSANNA SVAVARS- DOTTIR við hann um Silfurþeysinn og tilvonandi sýningu hans í Listasafni Re; /kjavíkur í Hafnarhúsi. MARC Augé segir í bók sinni um Erró, að við fyrstu sýn virðist list hans dæmigerð fyrir þijú svið ofgnóttar sem hann hafi eitt sinn not- að til þess að skilgreina „ofumútíma" á vorum dögum. Hann bendir á ofgnótt frétta sem dynja á okkur daglega og vekja þá tilfinningu að tíð- indi gærdagsins heyri þegar sögunni til. í öðru lagi sé um að ræða ofgnótt mynd og aagir Augé: „Við sitjum frammi fyir öllu, sjáum sitt lítið af hverju, ruglum öllu saman. Og sjáum ekki lengur neitt úr fjarlægð. Flugvélar eru hraðskreiðar, myndir eru hraðskreiðari. Plán- etan fer minnkandi og fjarlægir heimshlutar eru ekki lengur hjúpaðir dýrðarljóma. Verk Errós eru einnig vitnisburður um þetta. Hann gengur oft út frá ákveðinni mynd, blandar myndum saman, endurgerir þær, breytir þeim, tengir þær saman og eftir stór- fenglega myndlistarlega raflostsmeðferð fáum við sterka tilfinningu fyrir skilyrðislausum tengslum allra heimshluta, allra ímyndaheima, milli manna og drauma þeirra, milli drauma og martraða." Þiðju ofgnóttina velur Augé að kalla einstakl- ingsbundna ofgnótt sem er „sérstæð einsemd sem vekur þá kennd hjá hverjum einstökum að hann ráði engu um framrás sögunnar en sé íShnt sífellt kallaður til vitnis um hana með myndum sem troðið er upp á hann. Frétta- myndunum fylgja notkunarreglur, túlkunarað- ferðir og ofgnótt fréttaskýringa þannig að geysilega fjölbreytileg samsuða lita og forma þessarar áttavitalausu veraldar sogast sjálf inn í hringiðu staðlaðra skilaboða, yfirskrifta og slagorða sem er ætlað að leika hlutverk merk- ingar.“ Ánægður með Hafnarhúsið Erró átti stutta dvöl hér á landi í vikunni og var viðstaddur afhjúpun á listaverki sínu „Silf- urþeysir" í Kringlunni, risastóru keramikflísa- verki sem þekur heilan vegg og hver flís er 15x15 cm. Hann átti líka það erindi að skoða vel húsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi, þar sem sýning verður á verkum hans í júní og {Jfegar hann er spurður hvemig honum þyki til hafa tekist með húsið, lýsir hann yfir ánægju sinni með það og segir: „Það hefur tekist mjög vel til með húsið. Eg fór í gær til þess að hlusta á finnska öskurkórinn og mér fannst mjög gam- an að sjá hvað hægt er að nýta húsið á margan hátt, til dæmis portið sem hægt er að nota í alls kyns uppákomur vegna þess að áhorfendur geta staðið á svölunum allt í kring. í þessari heimsókn hef ég líka skoðað óhemju mildð af íslenskri myndlist, bæði gömlum og nýjum málverkum og það hefur komið mér á óvart hvað hér er mikið af góðum rnálverkum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti hundrað og fjrpmtíu góð málverk í þessari heimsókn - og þau eru á almennilegum stöðum; hanga uppi í opinberum byggingum, stofnunum og fyrir- tækjum og í heimahúsum. Þegar þú ferð til New York og annarra stór- borga ertu heppinn að finna eitt gott málverk í viku, hvort sem um er að ræða opinberar bygg- ingar eða heimahús.“ Erró segist ennfremur mjög ánægður með uppsetninguna á „Silfurþeysinum" í Kringl- unni. Veggurinn sé fallegur; hæfilega grófur og laus við að vera heilagur. Þetta sé verk sem þoli mikla umgengni og með tíð og tíma eigi það eft- ir að veðrast af snertingu. Erró byggir verk sín á tilvísunum í myndir annarra sem hann klippir saman og flytur yfir á léreftið. Hann segir frá með myndmáli ofur- raunsæis og teiknimynda og frásögn hans er ýmist einfold og kyrrstæð eða flókin og yfir- gengiieg. Hann klippir og sundurgreinir, límir og endurbyggir flóknar sögur innan sagnanna þar sem viðfangsefnið er ýmist pólitík, erótík, listasagan, ævisögur, skáldsagnapersónur, teiknimyndahetjur og vísindaskáldskapur eða eigin listaverk. Silfurþeysirinn á sér forsögu í tveimur þekktum klippimyndum og málverk- um Errós; annars vegar í Facescape (Andlits- víðáttu), hins vegar í The Saga of Silver Surfer (Sagan af Silfurþeysi), en báðar myndimar eru úr samnefndum seríum. Silfurþeysir er af- sprengi tólf sagna myndasyrpu. I myndinni eru 126 litir og er verkið er unnið í keramikverkstæðinu Sindra í Asuelos í Port- úgal. Eftir að litir og áferð hafa verið valin, ger- ir Erró nákvæma hugmynd að verkinu sem er 100x100 cm. á stærð. Síðan er verkið stækkað og flísamar handmálaðar áður en þær em brenndar. Erró segist ákaflega ánægður með samvinnuna við þetta verkstæði enda sé Silfur- þeysirinn sjötta verkið hans sem sé unnið þar og í bígerð séu sex verk til viðbótar. En hvar em hin verkin staðsett? Neðaniarðarstöð orðin að listasafni Fyrsta verkið vann ég fyrir heimssýninguna í Lissabon. Borgarstjómin ákvað að fá lista- menn til að skreyta allar neðanjarðarstöðvam- ar í borginni. Ég fékk vegg sem er fjórir metrar á hæð og fjöratíu metrar á breidd. Myndin átti að fjalla um landkönnunarsögu Portúgal, stöðin heitir „Hafið“ og ég var beðinn um að vinna út frá því þema. Þetta var virkilega skemmtilegt verkefni og þú getur ímyndað þér hversu mikið þessi listaverk í neðanjarðaijámbrautarstöðv- unum breyta ásýnd borgarinnar. í stað þess að vera bara einhver staður þar sem fólk kemur og fer, er þetta orðið að heilu listasafni út af fyrir sig. Þriðja verkið vann ég líka fyrir Lissabon. Það er verið að byija að setja það upp vegna þess að það sést frá götunni og það þurfti leyfi borgarstjómar til þess að setja það upp. Þegar um svona útiiistaverk er að ræða, þarf jú auð- vitað að meta hvort það veldur einhverjum glundroða í umferðinni. Síðan er eitt verk eftir mig í París. Það er í húsi eftir Bartholome sem gerði skissu af Kjarvalsstöðum. í þessu húsi em skóli, íbúðir og íþróttahús og það stendur rétt hjá Mitterand bókasafninu. Til gamans má geta þess að Frakkar em skyldugir tii þess að veija einu prósenti af fjárlögum sínum á hveiju ári til skreytinga á byggingum - og þeir standa við það. Fjögur af keramikverkum Errós era síðan í nýja Sonihúsinu í Lissabon. En hvers vegna ákvað hann að vinna Silfurþeysinn fyrir Kringl- una? Hugmyndin er sú að þetta sé hluti af röð þar sem myndimar kallast á. Málverkið „Facescape," eða Andlitsvíðátta er til hér og er í eigu Listasafns Reykjavíkur og ég tek tvær línur úr því verki til að nota í Siifur- þeysinn til að tengja veridn. Silfurþeysirinn er hins vegar úr tólf málverka syrpu sem er unnin upp úr teiknimyndasögunni um samnefnda hetju.“ Teiknimyndasögur og skreytingar í íslensk- um fomsögum Er þetta ekki teiknimyndaper- sóna? „Jú, ég hef í mörg undanfarin ár verið að vinna úr amerískum teiknimyndasögum og hef gert syrpur um Wonderwoman, Captain Amer- ica, Red Sonia, Thor, Silver Surfer og Green Arrow. Ég hef safnað teiknimyndasögum í tutt- ugu ár og sumar af þessum hetjum hafa horfið á þeim tíma og þær sem hafa lifað, era því miður orðnar svo illa teiknaðar að það er ekki lengur spennandi að fylgjast með þeim. Flest af þess- um teiknimyndamálverkum era saga hverrar seríu; segja hvemig þær hófust og hvemig þær þróuðust - í teikningunni. Sú tækni sem ég beiti í þessum málverkum er mjög nálægt tækninni sem er notuð í skreytingum í handritum ís- lenskra fomsagna." En þótt Erró noti teiknimyndahetjur til þess að segja sögur sínar að þessu sinni, er baksvið þeirra svo miklu, miklu stærra. Segja má að verk hans séu svipmyndir af tuttugustu öldinni. Hann hefur skoðað og endurskoðað allar lista- stefnur aldarinnar, unnið úr verkum annarra listamanna og er núna kominn hringinn og far- inn að vinna úr sínum eigin verkum. „Málverkin er hráefni sem keramikverkin eru unnin upp úr,“ segir Erró, „en þau era sjálfstæð verk.“ í október 1999 var opnuð fyrsta yiirlitssýn- ingin á verkum hans í Jeu de Paume listasafn- inu í París en safnið stendur við Concordtorgið og hýsti áður impressjónistasafið í París. Sýn- ingin hefur síðan farið til Belgíu og Marseille, fer næst tii Helsinki og síðan til Riga. í haust var einnig sýning á verkum Errós í Hong Kong og sýndi hann þar pólitísk verk sem segja má að spanni pólitíska sögu heimsins á 20. öld og segja frá Nixon og Kastró og Stalín og Maó og öllum hinum strákunum sem hafa ráðið og búið til stríð, eða ótta, eða blekkingar, eða fallega hugmyndafræði sem gerði heiminn ljótan. Gott verð á málverkauppboði Sem stendur er Erró að vinna syrpu sem heitir „E-mail Breakfast“ og samanstendur af tuttugu „litlum“ myndum, eins og hann segir, en hver þeirra er 114 x 114 og verða þær á FIAC sýningunni í París á næsta ári en það er lista- messan í París, eða stórmarkaðui- listagallería og verður spennandi að sjá hver framvinda fer- ils hans verður eftir það. Nú nýlega keypti nýja Nútímalistasafnið í Lúxembúrg verk eftir Erró frá 7. áratugnum. Málverkið var keypt á lista- verkauppboði og ásett verð var 200-300 þúsund frankar en það fór að lokum á 500 þúsund franka - eða um sjö milljómr króna. Erró er að vonum ánægður með þessa upphæð og segist á sínum tíma hafa selt verkið á tvö þúsund franka. En ánægðastur er hann með að verkið skuli fara í þetta nýja listasafn sem teiknað er af I.M. Pei sem einnig hannaði Nútímalista- safnið í Washington - og pýramídana í Louvre safninu í París.“ Sem fyrr segir verður næsta sýning á verk- um Errós hér á landi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og opnuð 23. júní á næsta ári. Allt safnið verður lagt undir sýninguna þar sem fyrst og fremst verða verk í eigu safnsins en þar sem mikið af stóra verkum Errós hefur verið lánað í sýninguna sem er á ferð um Evrópu, verður nokkram nýjum verkum bætt við. A sýningunni verður talsvert af verkum sem ekki hafa sést áður, til dæmis frá námsáranum á 6. áratugnum - og æskuverk Errós, allt frá fjór- tán ára aldri, þannig að fólk fái að sjá þróunina og samhengið í verkum hans frá upphafi. Þar verða einnig kvikmyndir hans og þrívíð verk, grafísk og emalerað verk. En hvað skyldi Erró hafa verið að mála, íjórtán ára gamall, heima í sveitinni á Kirkjubæjarklaustri? Fréttamaðurinn og málarinn „Verk um stríðið,“ segir hann og sýnir blaða- manni mynd frá 1946 - sem verður á sýning- unni í sumar. Þar era hermenn og stríðsvélar, atómsprengja og hnötturinn og ótal margt ann- að. En hvers vegna var hann svona upptekinn af stríðinu svona langt úti i kyrrlátri, fallegri náttúranni? „Það flugu alltaf þýskar flugvélar yfir Kirkjubæjarklaustur á stríðsáranum. I kjallaranum hjá okkur bjuggu fimm her- menn á þessum áram, fyrst enskir, síðan amer- ískir, og þeir höfðu það verkefni að fylgjast með þessum flugvélum. Á veggnum hjá þeim vora myndir af vélunum og við krakkamir á bænum lærðum fljótt að þekkja þær.“ Varstu mjög upptekinn af fréttum af stríð- inu? „Ég komst ekki hjá því. Þannig var að Magn- ús Bjarnfreðsson var með mér í bekk og áður en hann kom í skólann á morgnana hlustaði hann á fréttir og eftir skólann fór hann upp á hól og þramaði yfir okkur, sinni miklu, djúpu röddu, öllu því sem var að gerast í heiminum. Hann sá um að upplýsa okkur og við vorum virkilega ánægð með það. Síðan fór ég heim og teiknaði með tússpennum það sem helst var í fréttum.“ Heilu sögumar, strax þá? „Já, ég er sögumálari.” ■1”...................................."" 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.