Tíminn - 06.12.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.12.1966, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 1966 TIMINN BRAUN SIXTANT RAKVÉLIN MEÐ PLATÍNUHÚÐ Skrifstofustúlka óskast til starfa strax. Stúdentsmenntun æskileg. Vélrit- unarkunnátta ekki nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15. desember n.k. RAFORKUMÁLASKRIFSTOFAN starfsmannadeild, LaugaveSi 116. Sixtant rakvél sem segir sex. Með hinni ný|u Braun sixtant rak- véi losnið þér við öll óþægindi i húðinni á eftir og meðan á rakstrl stendur vegna þess, að skurðarflöt- ur vélarinnar er þakinn þunnu lagi úr ekta platinu. Öll 2300 göt skurð fiatarins eru sexköntuð og hafa þvi margfalda möguteika til mýkri rakst- urs fyrir hvers konar skegqlag. Braun umboðið Raftækjaverzlun íslands h. f. Skóiavörðustig 3. Vélahreingerning — Vanir menn. Þrifaleg, fljótleg, vönduS vinna. Þ R I F — símar 41957 og 33049. Fimmtugur i dag: Dr. Kristján Eldjárn Þjóöminjavörður Líklega er þessum mæta manni ekkert um það gefið að komast „á prent“ í dag, — í ekki hærri tröppu aldursstigans. En sú bót er í máli, að þetta heillaskeyti mitt verður örstutt. Og hitt alveg öruggt, að ég læt hann í friði í hærri tröppunum. — Það er lóðið. En nú langar mig til að árna honum heilla og þakka honum ræktarsemi hans og samstarf hér í hópi sveitunganna, þakka honum það hversu góður sonur hann er sveitar sinnar og þjóð- ar. Hann er líka vaxinn af góðri rót og í góðum jarðvegi, alinn upp á einna fegurstu bújörð fríðrar sveitar, Tjöm í Svarfað: ardal, hinu gamla prestssetri, þar sem langafi hans sr. Hjör- leifur Guttormsson sat um skeið og afi hans, sr. Kristján Eld- jára Þórarinsson þjónaði um áratugi, og þar sem foreldrar hans, þau Þórarinn Kristjáns- son Eldjára, bóndi, kennari og hreppstjóri, og Sigrún Sigur- hjartardóttir frá Urðum, bjuggu um tugi ára, stórtiættu jörð sína á allan hátt, og sköpuðu heimili sem héraðsþekkt var fyrir gest- risni og góðvild og menningar- brag allan. Á slíku heimili er gott að eiga uppvöxt sinn í hópi góðra systkina og vina, drekka í sig unað lífs og starfs við gróður- mögn jarðar og gæzlu hjarðar, klifra hjalla og hnjúka heima- fjalla, teyga angan vorsins og eiga leik við fönn og frera vetr- arins. Þetta var heimaskólinn, þaul vigður um aldir, og farskóii sveitarinnar í öruggri umsjá föður hans. Svo tekur hinn skólinn við. Fyrst Menntaskólinn á Akur- eyri, síðan Háskóli íslands, og námi í báðum lokið með mikilli prýði. Þar næst nám í Kaup- mannahöfn í fræðigrein þeirri, er hann hafði valið sér. Og í sambandi við það alllöng dvöl í Grænlandi við foraleifarann- sóknir. Má því með sanni segja, að vel menntur Þjóðminjavörður tæki við af dr. Matth. Þórða’’- syni á sinni tíð, er setti hið nýja safn á laggir. Og blasir þar við auga, að vel sé fyrir öllu séð, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Og eigi aðeins nýtur höf- uðsafnið sjálft, sá mikli þjóðar- dýrgripur, hans hollu handa, heldur eiga líka byggðasöfnin, sem smátt og smátt eru að rísa á legg, þar skilningsríkan og traustan ráðgjafa sem hann er, auk þess sem fornminjar ýms- ar og þjóðleg verðmæti víðs veg ar um landið krefjast árvökuls auga hans og umsjár. Starf Þjóðminjavarðar er því marg- þætt og veglegt, og þess eðlis að mikilvægt er að vel sé rækt, svo sem nú er gert. Um fræði sín hefur dr. Krist- ján skrifað bækur, hlotið dokt- orsgráðu fyrir eina þeirra og lof fyrir allar, þykir segja vel frá og ágætlega ritfær, búa yfir auðugu málfari og kjarngóðu, vera orðfimur og orðsnjall. Og fáir munu eiga skýrara og áheyrilegra tungutak en hann. Þó varðar það mestu, að dr. Kristján er drengskaparmaður, hverjum manni geðþekkari, og traustur íslendingur. Kvæntur er hann ágætri konu, Halldóru Ingólfsdóttur, af ís- firzku og breiðfirzku kjarna- kyni, og eiga þau 4 mannvæn- leg börn. Heilf og sæll sértu og vertu langa ævi, kæri vinur, og hús þitt allt. Snorri Sigfússon. Þjóðhátíðardagur Finna Finnlandsvinafélagið Suomi minnist þjóðhátíðardags Finna 6. des. með kvöldfagnaði fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Oddfeliowhúsinu (Tjarnarbúð) uppi, þriðjudaginn 6- des. kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá kvöld fagnaðarins verður þannig: Jón Kjartansson aðalræðismaður flytur minni Finnlands. Phil. mag. Ulla M. Huttonen les finnsk ljóð. Juha Karlervo Peura sendikennari flytur ræðu. Sýndar verða nýjar kvik- myndir frá Finnlandi. Thor Vilhjálmsson rithöfundur flytur spjall nm Finnlandsferð. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar og að lokum verður stiginn dans. Aliir Finnar sem dvelja í Reykjavfk og nágrenni verða á kvöldfagnaðinum. Félagsmenn Finnlandsvinafélagsins Suomi hafa ókeypis aðgang að fagnaðinum fyrir sig og gesti sína, sýni peir félagsskírteini við innganginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.