Tíminn - 06.12.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltnii ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl 'l Af-
greiðslusími 12323; Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands. — 1
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Játningar Geirs
og Bjama
Það hefur að vonum vakið mikla athygli að á sama
tíma og forvígismenn stjórnarflokkanna þykjast vera
að koma á verðstöðvun, leggja þeir fram fjárlagafrum-
varp fyrir næsta ár, þar sem þeir gera ráð fyrir rúm-
lega 22% hækkun álaga, og fjárhagsáætlun fyrir Reykja-
víkurborg, þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 18% hækk-
un álaga.
Þetta þýðir í reynd, að mönnum sé ætlað að greiða
um 18—22% hærri álögur í krónutölu en þeir hafa
greitt á þessu ári, enda þótt krónutala launanna, sem
menn fá, eigi að verða nokkurn veginn hin sama á árinu
1967 og hún hefur verið á þessu ári. Þetta þýðir svo
mikla útgjaldahækkun fyrir meðalfjölskyldu að það mun
stórþrengja kjör hennar og þannig neyða launþegasam-
tökin til að leggja út í nýja kaupgjaldsbaráttu.
Ef um raunverulega stöðvun hefði átt að vera að ræða,
hefðu álögur ríkis og borgar ekki mátt hækka í krónu-
tölu frá því, sem þær hafa verið á þessu ári. Það er frum-
forsenda þess, að hægt sé að halda óbreyttum launum 1
krónutölu.
Ekkert sýnir betur en þessi verðbólgufjárlög og verð
bólgufjárhagsáætlun, að ráðamenn stjórnarflokkanna
stefna ekki að verðstöðvun, enda þótt þeir láti nú svo í
veðri vaka. Verðstöðvunarhjal þeirra er ekkert annað
en blekking, sem á að leyna hinum raunverulegu stað-
reyndum fram yfir kosningar.
Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson og Geir Hallgríms
son líka óbeint játað.
Bjarni Benediktsson sagði við 1. umr. í neðri deild
um verðstöðvunarfrumvarpið svonefnda, að það ætti að
gilda til 1. okt 1967 — og niðurborganirnar á fjárlaga-
frumvarpinu væru einnig við það miðaðar — til þess að
nýkjörið Alþingi fengi nægilegt ráðrúm til að taka málin
til athugunar og ákveða þá stefnu, sem það vildi fylgja.
Bjarni Benediktsson viðurkennir með öðrum orðum að
ástandið sé þannig, að öll þessi mál verði tafarlaust að
taka til gagngerðar endurskoðunar eftir kosningarnar og
það verði að vera búið að ákveða nýjar ráðstafanir fyrir
1- október. Svo illt sé ástandið, að lengur megi það ekki
dragast.
Geir Hallgrímsson lýsti yfir því, þegar hann lagði
fjárhagsáætlunina fram á borgarstjórnarfundi, að nægði
sá útsvarsstigi ekki sem var fylgt á þessu ári, til að
tryggja borginni þær tekjur, sem fjárhagsáætlunin gerði
ráð fyrir, að taka þessi mál til nýrrar athugunar í borgar
stjórn síðar á árinu, þ e. eftir alþingiskosningamar.
Bæði forsætisráðherrann og borgarstjórinn játa þann-
ig að fjárhagsmálin þarfnist alveg nýrrar athugunar og
nýrra ráðstafana á síðari hluta ársins 1967 eða að aflokn-
um þingkosningum.
Fjárlögin og fjárhagsáætlunin sýna, að forkólfar stjórn
arflokkanna er ekki horfnir frá verðbólgustefnunni,
þótt nú sé reynt að blekkja með hinni svokölluðu verð-
stöðvun. Verðbólgustefnan, sem fellst í fjárlögunum og
fjárhagsáætluninni. mun skapa meiri dýrtíðarhækkanir
en hér hafa áður átt sér stað, nema alveg ný stefna komi
til eftir kosningar. Það gerist ekki nema kjósendur
brevti um forustu.
TÍMINN j
Skúli Guðmundsson, alþingismaður
RAFMAGNSMÁL SVEITANNA
Raforkumálaskrifstofan tel-
ur, að í árslok 1965 hafi um það
bil 3100sveitabýli haft rafmagn
frá almenningsveitum. Og skrif
stofan áætlar, að um 200 bætist
við á þessu ári. Hér að auki
munu um 490 býli hafa raf
magn frá sérstökum vatnsafls
stöðvum. Má því ætla, að í
árslok 1966 verði fjöldi þeirra
sveitabýla, sem hafa rafmagn
frá samveitum og sérstökum
vatnsaflsstöðum, nálægt 3800-
Af þeim upplýsingum, sem
fyrir liggja um tölu byggðra
jarða, má gera ráð fyrir að þau
sveitabýli, sem hvorki liafa raf
magn frá: almenningsveitum
né sérstökum vatnsaflsstöðvum
verði um næstu áramót ekki
langt frá 1500. Er þá eftir að
leggja raflínur til alluiargra
sveitaheimila, sem voru á fram
kvæmdaáætlun héraðsrafmagns
veitna ríkisins árið 1966.
Á miðju ári 1964 lauk raf-
orkumálaskrifstofan við að
gera áætlun um raflínulagnir á
þeim landssvæðum, þar sem
meðallínulengd milli býla er
1—2 km Var hér að sögn raf
orkumálaskrifstofunnar, um
frumdrög að ræða, En þótt slík
áætlun hafi legið fyrir í meira
en tvö ár, hafa núverandi
stjómarflokkar ekki enn feng
izt til að samþykkja heildar
áætlun um framkvæmdir i raf
orkumálum sveitanna. Þeir hafa
ekkj viljað fallast á að sain-
þykkja slíka áætlun og veita
því fólki, sem enn vantar raf
magnið vitneskju um hvers
það megi vænta í þcssu þýðing
armikla máli- Tillögur, sem
Framsóknarmenn hafa flutt á
undanförnum árum í Alþingi
og raforkuráði, um að hraða
ákvörðunum og framkvæmdum
í málinu, hafa því miður ekki
fengizt samþykktar.
Fleira bendir til þess, að
áhugi núverandi valdhafa fyrir
því, að rafvæðingu sveitanna
verði lokið sem allra fyrst, sé
minni en vera ætti. Fjárfram
lög ríkisins til þeirra fram-
kvæmda eru nú hlutfallslega
langtum minni en þau voru
fjTÍr daga núverandi ríkisstjórn
ar. Árið 1958 voru framlögin
til raforkusjóðs og héraðsraf
magnsveitna ríkisins fast að
4% af heildargjöldum á rekstr
arreikninqi ríkissjóðs, en sam
kvæmt fjárlagafrumvarpine,
sem nú liggur fyrir £ þinginu,
má ætla að þau verði fnnan
Skúli Guðmundssqn
við 1% af rekstrárgjöldunum
ária 1967.
Verkefnin, sem fyrir Iiggja,
eru:
1- Ljúka þarf raflínulögnum
frá héraðsrafmagnsveitum rík
isins til allra heimila á þeim
svæðum, þar sem meðalvega
lengd milli býla er 2 km, eða
minni. Þetta er auðyelt að
framkvæma á 2—3 árum, ef
vilji er til þess-
2. Nú þegar þarf að gera
áætlanir um kostnað við að
leggja raflínur frá samsveit-
um um þau svæði, þar senj
meðallinulengd. milli ' hejinila
er 2—3 km. Amfengnum þeim
áætlunum þarf að taka ákvarð
anir um að hve miklu leyti
raforkuþörf manna verður full
nægt með línum frá samveitum,
en sjálfsagt er að ganga svo
langt. í því efni sem frekast
er mögulegt, kostnaðar vegna,
þar sem með þeim hætti fá
menn beztn og öruggustu þjón
ustuna, sem unnt er að veita
á þessu sviði.
3. Veita þarf meiri aðstoð en
nú er gert til að koma upp
vatnsaflsstöðvum fyrir heímili,
sem eru utan samveitusvæð-
anna, en hafa möguleika til
vatnsaflsvirkjunar,
4. Auka þarf mjög verulega
aðstoð ríkisins, með einhverj-
um Iiætti, til að koma upp mót
orstöðvum til raforkufram-
leiðslu fyrir þau heimili, sem
eru §vo afskekkt, að ekki þykir
fært að leggja raflínur til
þeirra frá almenningsveitum og
hafa ekki skilyrði til vatnsafls
virkjunar
Um þessar mundir er rætt
um framkvæmdaáætlanir fyr
ir einstaka landshluta. Unnið
hefur verið að slíkri áætlun fyr
ir Vestfirði, þótt aðeins hluti
hennar liafi verið birtur opin
berlega. Og nú mun fram- I
kvæmdaáætlun fyrir Norður-
land vera í undirbúningi. Eitt
af því fyrsta, sem ætti að
taka inn á slíkar áætlanir, er
að Ijúka því nauðsynjaverki, að
koma rafmagninu til allra heim
ila í þcim landshlutum, sem
áætlanirnar ná yfir og fram
kvæmdunum þarf að hraða svo
sem mögulegt er. Þetta er eitt
af því, sem óhjákvæmilegt er 1
að gera, til þess að halda þar M
við búsetu og atvinnurekstri.
Mikill meiri hluti lands-
manna hefur þegar fengið raf
orku til heimilisþarfa og ann
arra nota, að langmestu leyti
frá virkjunum og orkuveitum,
sem komið hefur verið upp af
ríkinu eða með stuðningi þess
Gera má ráð fyrir ,að nú séu
ekki fleiri en fjórir af hverju
hundraði landsmanna utan við
Ijósið og ylinn frá rafmagninu.
Það er skylda ríkisvaldsins að
bæta úr raforkuþörf þessara
fáu manna. Þeir eiga fullan rétt
á því, að' eftir þeim sé munað
og að þejr fái að vita, án óþarfr
ar tafar, hvenær. rafmagnið verð
ur flutt inn á heimili þeirra.
Örugg vitneskja um þetta er
mikils virði fyrir það fólk, sem
bíður eftir rafmagninu, og
ákvarðanir í málinu hafa dreg
izt óhæfilega lengi.
Fjármagnið, sem þarf til að
veita rafmagninu til þeirra fáu
manna, sem enn eru án þess,
er mjög lítið, ef miðað er við
þá peningaveltu, sem nú er í
þjóðfélaginu. Framgangur máls
ins strandar því ekki á fjár
skorti. Að þessum nauðsynlegn
framkvæmdum þarf að vinua
með þeim hraða, sem mögulegt
er að hafa á þeim, tii þess að
allir landsmenn geti sem fyrst
notið þeirra mikilsverðu hlunn
inda, sem rafmagnif veitir. Ann
að er ekki sæmilegt
Þetta er eitt af þýðingar-
mestu málunum, sem nú bíða
úrlauen.ar.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
I
Fréttabréf frá starfsemi SÞ
Blóðkrabbi færist i aukana
Tala þeirra manna, sem lát-
ast af blóðkrabba, hefur auk-
izt um heim allan síðasta ára-
tuginn, segir í skýrslu um ný-
lega rannsókn Alþjóðaheilbirgð
ismálastofnunarinnar (WHO)-
Yfirelitt eru karlmenn næmari
fyrir þessum ’sjúkdómi en kon-
ur. Dauðsföll eru algengust fyr
ir fertugsaldur og síðan unr
65 ára aldur og þaðan í frá.:
í Evrópu létust 3 af hundr-
aði þeirra, sem dóu af krabba-
meini, úr blóðkrabba, en í
Norður-Ameríku var hundr-
aðstálan 4,5.
WHO-rannsóknin leiðir í
ljós hver sé áætluð dánartala
af völdum blóðkrabba á hverja
100.000 íbúa. 1 Evrópu er hún
hæst í Danmörku (8,3), Vestur-
Berlín (8,2) og Svíþjóð (8,0),
en lægst í Póllandi (3,9) og á
Spáni (3,3) í Bandaríkjunum
er talan 7,2 og í Kanda 6,1.
: Dánartalan er yfirleitt lægst
í aldursflokknum 15-24 ára.
ijSftir 45 ára aldur hækkar hún
ört og nær hámarki við 65 ára
aldur og þar eftir. Öfugt við
Norður-Ameriku er dánartalan
i nokkrum Evrópulöndum
hærri hjá stúlkum en drengj-
um innan 4 ára a'ldurs.
HEILSUSKÆÐAR ROTTUR
ÉTA 13 KG Á ÁRI.
Rottur, mýs og önnur nag-
dýr hafa verið til umræðu hjá
Alþ j óðaheilbrigðismálastofnun
inni (WHO) í Genf. 30 vísinda-
menn hafa skipzt á upplýsing-
um um baráttuna gegn þess-
um heilsuskæðu smitberum.
Venjuleg litil húsamús getur t.
d. flutt með sér salmonella
(ákveðinn flokkur taugjveikis-
Framhald á bls. 15.