Vísir


Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 6

Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 6
6 Visir. Fimmtudagur 29. mai 1975 vísrn Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Svik EBE-ríkjanna Við megum ekki vera öskubuskur. Við megum ekki liða öðrum þjóðum að troða okkur um tær i viðskiptum. Við gerðum samninga við Efnahagsbandalagið til að efla friverzlun milli rikja, sem ein getur skapað réttláta samkeppni og byggt raunhæfan grundvöll fyrir góð lifskjör. Við ætluðum að hagnast á þessu jafnframt þvi sem þeir, sem við okkur skipta, högnuðust. Með þessu yrði sköpuð raunhæfari verkaskipting milli þjóða. Efnahags- bandalagið hefur ekki staðið við sitt, og riki þess hafa að undanförnu bætt gráu ofan á svart með þvi að setja viðskiptahömlur. Þetta eru svik. Löndunarbannið er smánarblettur fyrir Vest- ur-Þýzkaland og um leið fyrir Efnahagsbanda- lagið, sem styður Þjóðverja og hindrar, að farið sé eftir samningum um tollalækkanir á sjávarafurðum, sem við seljum rikjum Efna- hagsbandalagsins. Þvert á móti hefur innganga tveggja aðalviðskiptaþjóða okkar, Breta og Dana, i Efnahagsbandalagið valdið þvi, að tollar þar hafa hækkað. Meira kemur til. Eftir skæruaðgerðir fiskimanna i Bretlandi og Frakklandi hafa styrkir til útvegsins verið aukn- ir. Brezka stjórnin virðist stefna að þvi að taka útgerðina upp á sina arma. 1 löndum Efnahags- bandalagsins hafa verið teknir upp útflutnings- styrkir á sjávarafurðir. Innflutningsleyfi hafa verið takmörkuð á Spáni, sem er tengdur Efnahagsbandalaginu, þótt hann sé ekki aðili. Allt þetta bitnar hart á okkur. Við þurfum að klifa hækkandi tollmúra til að selja afurðir okkar og i markaðslöndunum eiga keppendur okkar stöðugt betri aðstöðu til að selja á lægra verði en við og grafa undan okkur. Aðstaða okkar fer versnandi vegna þessara aðgerða, sem eru brot gegn þeirri friverzlunarstefnu, sem vestrænar þjóðir hafa kallað aðalsmerki sitt. Við munum að sjálfsögðu reyna að verja hend- ur okkar með útfærslu i 200 milur, en sú aðgerð er seinvirk i þessari keppni. Rikisstjórnin vinnur þessa dagana að þvi að reyna að fá umrædd riki til að hverfa frá for- herðingu sinni og koma til móts við okkur. Við- ræður standa yfir um þetta. Við skulum vona, að nægilegur árangur náist með slikum viðræðum. Hins vegar hafa riki Efnahagsbandalagsins ekki látið neinn bilbug á sér finna. Náist þessi árangur ekki, ættum við að segja upp samningunum við Efnahagsbandalagið. Við viljum vinna með þessum rikjum, en við þolum ekki svik. Gagnið af samningunum við EBE verður býsna litið, meðan svo fer fram sem verið hefur. Hingað berast að visu vörur á lægra verði, en á móti kemur, að aðalatvinnuvegir þjóðarinnar verða að þola þung áföll, bæði sjávarútvegur og iðnaður. —HH Svarnir andstœð- ingar gerast bandamenn llllllllllll UMSJÓN: G.P. Þegar meöráöherrar Wilsons tóku aö mæla gegn stefnu sinnar eigin rikisstjórnar, fóru menn aö efast um, aö forsætisráöherrann heföi nægiiega góö tök á stjórnartaumunum. Wilson fullvissaöi blaöamenn um, aö hann heföi máliö alveg I hendi sér, en skoptéiknarar tóku þvl meö varúö, eins og þessi teikning ber meö sér. — A stýrinu stendur: ,,Ég er viö stýriö” — En áhorfandinn reynir aö benda skipstjóranum á, aö skipiö fari aöra leiö en skipstjórinn. Wilson hefur þó tekið alveg af skarið með það, að samsteypu- stjórn komi ekki til greina. Raunar hafa Harold Wilson og Margrét Thatcher, leiðtogi Ihaldsflokksins, litið haft sig i frammi i þessum umræðum um aðildina að EBE. Bæði hafa samt lýst þvi greinilega yfir, að þau eru fylgjandi aðild áfram. Thatcher hefur haldið sig meira að baki William Whitelaw og Edward Heath, sem hún sigraði i kosningunum um formannsemb- ætti thaldsflokksins. Wilson og stjörn hans hafa mælt með þvi, að Bretland verði áfram i EBE. En helmingur flokks- manna hans og hluti af ráðherr- unum eru öndverðrar skoðunar við hann i þvi máli. Hann hefur látið gott heita, þegar meðráð- herrar hans hafa staðið upp og mælt gegn aðild, þvert ofan i yfirlýsta afstöðu þéirra eigin rikisstjórnar. En Wilson hefur sagzt mundu strikka á taumunum á þessum gæðingum eftir 5. júni. Mestu möguleikarnir á þvi, að út úr þessari ringulreið komi fram á sjónarsviöið nýr flokkur, einskonar miðflokkur, mundu skapast, ef Bretar greiddu at- kvæði þvi að hætta i EBE. Nokk- uð sem miðflokksmenn þola naumast að hugsa til. Mundu þá vakna spurningar um, hvort þingið, sem hefur þeg- ar greitt atkvæöi með áframhald- Tveir andstæöra skoðana: T.v. Benn iönaöarráöherra, mælandi gegn áframhaldandi aöild Breta, og t.h. Heath á Trafalgar Square mælandi meö aöild. Þegar skimaö er yfir stjórn- málasviöiö i Bretlandi, minnir þar margt á orustuvöll tveggja risaeöla fornaldar, verkamanna- flokkinn og Ihaldsflokkinn. Fyrir átökin standa þeir og öskra hvor á annan, þola ekki návist hvors annars og bltast svo á. En núna þegar liður að þjóðar- atkvæðagreiðslunni sem fram á að fara 5. júni um áframhaldandi aðild Bretlands að EBE, örlar á nýjum berserkjum. Það hefur vakið nýjar vonir hjá þeim, sem um árabil hafa reynt að brjóta upp tveggja-flokkakerf- ið, þar sem verkalýðsöflin hafa átt i eilifri baráttu við „aðalinn”, auðvaldsöflin. Þetta hefur gengið erfiðlega og eins liklegt, að nýbreytnin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hverfi aftur að henni lokinni og aftur sæki i sama hjólfarið. En eftir mun þó að minnsta kosti eima eitthvað af endurminningunni, og sumir þeir, sem áður voru svarn- ir andstæðingar, hafa fundið smjörþefinn af þvi að starfa sam- an. Margt skritið hefur nefnilega borið fyrir augu siðustu vikurnar. Enoch Powell, einhver bezt þekkti hægri maður Breta, hefur sézt á ræðupalli með Clive Jenkins, einum róttækasta vinstrileiðtoga verkalýðshreyf- ingarinnar. Báðir voru hjartan- lega sammála um, að Bretland mundi glata sjálfstæði sinu, ef það héldi áfram i bandalaginu. Kommúnistaflokkurinn vinnur i sameiningu með kredduföstum i haldsmönnum eftir svipuðu við- horfi. Michael Foot, atvinnumálaráð- herra Wilsons, þessi eldheiti vinstrimaður, varaði sjónvarps- áhorfendur við þvi hér eitt kvöld- ið, að þingræði Breta, sem staðið hefur af sér aldanna rás um lang- an kafla mannkynssögunnar, stafaði hætta af sviplausum and- litum skrifstofumanna EBE, ef Bretar yrðu áfram i EBE. Hann hefur látið áður i ljós áhyggjur af þvi, að honum finnist EBE ekki nógu lýðræðislegt. Þetta snertir ákveðna strengi i Bretum, sem ávallt hafa litið út- lendingana hinum megin við Ermarsund tortryggnisaugum. Jafnaðarmenn einblina mjög á þetta. Vinstrimennirnir vilja berjast fyrir breyttum þjóðfélagsháttum i Bretlandi á vettvangi þingsins og finnst sér hafa orðið nokkuð ágengt, en óttast nú, að samein- uð Evrópa með Bretland innan veggja yrði þeim þröskuldur. Ræðumenn þeirra hafa lýst EBE sem klúbbi auðmanna, sem vilji efla alþjóðlega auðvaldshyggju. Gegn þessu bandalagi vinstri- manna, kommúnista, jafnaðar- manna og kreddufastra ihalds- manna, standa svo hinir, sem vilja rata meðalveginn. Framm- ámenn úr öllum flokkum hafa stigið fram og haldið þvi á hinn bóginn fram, að yfirgæfu Bretar - Evrópu, þá mundu þeir standa einir og yfirgefnir og verða að horfast i augu við hinar alvarleg- ustu efnahagsafleiðingar. Lundúnablaðið EVENING STANDARD hitti naglann skemmtilega á höfuðið, þegar það lýsti þessu ástandi með einni skopmynd af þeim saman á ræðu- palli, Roy Jenkins, ráðherra Verkamannaflokksins, Edward Heath, fyrrum leiðtoga thalds- flokksins, og Jeremy Thorpe, leiðtoga Frjálslynda flokksins. Yfir myndinni var aðeins eitt orö: SAMSTEYPA. Lesendum varð hverft við og héldu, að mynduð hefði verið samsteypustjórn, en áttuðu sig siðar. Hugmyndin var þó ekki fjar- lægari en svo að mörg brezku blaðanna hafa imprað á þvi, að mynda þyrfti samsteypustjórn fleiri flokka til þess að leiða Bret- land út úr efnahagsöröugleikun- um. — Slikt hefur þó hingað til aldrei hvarflað að mönnum. Nú hafa þeir hinsvegar séð, hvernig forystumenn úr mörgum flokkum hafa sameinazt i afstöðu sinni til EBE — á báða vegu. andi veru i EBE, mundi sam- þykkja nauðsynlegar lagabreyt- ingar til þess að draga Bretland út úr EBE. Gæti þá oröið stjórn- arkreppa, sem neytt gæti stjórn Wilsons frá, ef flokkur hans klofn- aði i afstöðunni til EBE. Þetta er þó með ólikindum, þvi að skoðanakannanir siðustu daga benda til þess, að töluverður meirihluti kjósenda sé fylgjandi áframhaldandi aðild.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.