Vísir


Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 9

Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 9
Vlsir. Fimmtúdagur 29. mai 1975 9 Fætur í sundur. Beygöu þig niður yfir vinstri fót/ tvisvar sinnum. Síðan tvisvar sinnum milli fót- anna og loks snýrðu þér til hægri og þar aftur tvisvar sinnum. Þrisvar sinnum á að gera þessa æf ingu. Liggðu á bakinu með hendur teygðar aftur fyrir höfuð. Rúll- aðu þér síðan framávið eins og myndin sýnir og gríptu um tærn- ar. Teygðu þig fram 3svar sinn- um. Rúllaðu þér síðan aftur á bakið/ sveiflaðu fótunum yfir höf uðið og láttu tærnar nema við gólf. Gerðu æfinguna 3svar. Hnén eiga að vera bein allan tím- ann! Liggðu á bakinu. Reistu þig örlít- iðog láttu líkamsþungann hvíla á olnbogunum. Hafðu hnén bein og lyftu fótunum hratt til skiptis, 10 sinnum. Sittu með bakið beint. Beygðu fæturna eins og myndin sýnir þannig að iljarnar nái saman. Þrýstu hnjánum 20 sinnum niður á móti gólfinu, Hvíldu þig. Þrýstu hrjánum enn fastar niður á móti gólfinu. Slappaðu þá af, og gerðu þetta einu sinni enn. Liggðu á hlið, láttu höf uðið hvíla í lófanum, og styddu olnboganum við gólfið. Haltu efri fætinum hátt, lyftu honum og láttu hann síga niður, 8 sinnum. Lyftu síðan fætinum aftur og láttu hann hjóla í loftinu, 3svar aftur á við og 3svar fram á við. Gerðu æfing- una síðan með hinum fætinum. Rúllaðu yfir á magann. Lyftu líkamanum með höndunum. Beygðu höfuðið aftur. Teldu upp að 3. Leggstu aftur. Láttu tærnar nema við gólf og lyftu síðan lík- amanum upp. Hafðu fætur beina. Höfuðið á að falla niður á við. Teldu upp að 3, leggstu aftur, hvíldu þig og endurtaktu æfing- una 3svar sinnum. Endurtaktu æfingu númer 1. Hoppaðu 50 sinnum á 60 sekúnd- um! Edda Andrésdóttir Hendur á mjaðmirnar. Fætur langt í sundur. Hoppaðu um leið og þú færir fæturna saman. Gerðu það 8 sinnum. Stattu á tá með f ætur þétt saman. Teygðu báðar hendur upp á móti loft- inu. Láttu sem þú ætlir að grípa í eitthvað þar uppi. Notaðu vinstri og hægri hönd til skiptis. Gerðu æf- inguna 4 sinnum með hvorri hendi. CROWIN bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.585,- Car 300 kr. 11.106,- Csc 702 kr. 21.800,- með kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- með kassettutæki. Ilátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. ísetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæði. Sólheimum 35, simi 33550. Skipholti 19, simi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.