Alþýðublaðið - 18.02.1982, Síða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1982, Síða 1
Vatn á kölska myllu Sjá leiðara bls. 3 Höfnum kaup- lækkunarleiðinni Gunnlaugur Stefánsson skrifar um efnahagsmál Verkamanna- félagið Hlíf 75 ára 6-7 og 12 Deilur um Bæjar- útgerðina í Hafnarfirði £ Prófkjör aðeins viðhaft hjá Alþýðuflokki 5 HAFNARFJOMHIRI KASTUOSI f / ALÞYDUBLAÐSINSI DAG Flokksstjórn Aljiýðuflokksins: Brýnt að samningar um álverið verði endur- skoðaðir Flokksstjórn Alþýðuflokks- ins fjallaði á mánudag siðast- liðinn um málefni álversins i Straumsvik. Fer samþykkt stjórnarinnar hér á eftir: Flokksstjórn Alþýðuflokks- ins telur brýnt að samn- ingarnir um Alveríð i Straumsevík verði endur- skoðaðir og viö þá endur- skoðun veröi lögð áherzla á eftirtalin stefnumið: 1. Raforkuverð hækki þannig að það verði i samræmi við orkuverð frá nýjum virkj- unum og sett verði i samn- ing ákvæði sem tryggi að svo verði i framtiðinni. 2. Skattaákvæði verði endur- skoðuð með það að mark- miði að skattar verði sem minnst háðir ákvörðunum eigenda um verðlag á afurðum og hráefnum. 3. Sett verði i samning ákvæði sem tryggi islensku rikis- stjórninni eftirlits- og ihlutunarrétt um málefni fyrirtækisins. 4. Sett verði i samning ákvæði um reglubundna endur- skoðun samnings. I samningaviðræðum verður að halda á islenskum málstaö af festu og framsýni. Flokksstjórn Alþýðuflokksins telur áriöandi aö yfir- standandi deilumál Alversins og rikisstjómarinnar verði til lykta leidd sem fyrst, þannig að samningar um ofantalin meginatriði dragist ekki á langinn. Hallgrímur Pétursson, formaður Hlifar: EFST I HUGA ÞAKKtÆTI TIL ÞEIRRA KIARKMIKLtl MANNA, SEM STOFNUDU FÉLAGIÐ Það scm mér er efst i huga á þessum timamótum er þakklætið til þeirra manna, sem stóðu að stofnun verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði i upphafi. Það voru engir meðalmenn, serti þar voru á ferðinni, sagði Hallgrimur Pétursson núverandi formaður félagsins i viðtali við Alþýðublað- ið i gær. Förgöngumenn félagsins höfðu bæði kjart og þor til að beita sér gegn atvinnurekendavaldinu, sem leit á verkamenn þeirra daga sem þræla sina, sagði hann. Og ckki þarf að kvarta undan atvinnuleysinu núna i Firðinum? Nei, við höfum verið svo lán- samir að vera lausir við atvinnu- leysisbölið á undanförnum árum. En það er styttra i atvinnuleysið en margur heldur. Þegar ástandið er oröið þannig að erfitt er að selja ýmsar afurðir okkar á erlendum mörkuðum vegna þeirrar óðaveröbólgu, sem er aö kollriöa öllu í þessu þjóðfélagi og allir virðast standa úrræðalausir gagnvart. En hvað um starf almennra félagsmanna i Hlif? Er mikið virkt starf i félaginu? Þvier ekki aö leyna, að nokkur deyfð er i ifllu félagssttirfi. Þvi er oft kennt um.aðþaðstafiaf alltof löngum vinnudegi, en ég er þeirrar skoöunar, að ástæðunnar sé fyrst og fremst að leita í þeirri staðreynd að áöur fyrr börðust menn fyrir lifi sinu og tilveru og liöu þó hungur. Þó við sveltum ekki i dag, þá gera launin þó ekki mdra en rétt að halda i okkur lif- inu. Við höfum reynt með margvís- legum hætti aö vinna upp virkt starf hins almenna félaga i verkam annafélaginu Hlif. Félagsmenn hafa leitað sér ÚrslitJíosningaJ^iningu: Listi Jóns Helgasonar sigraði með yfirburðum Stjórnarkjör i Verkaiýösfélag- inu Einingu fór fram dagana 13. og 14 febrúar og voru 2 listar i kjöri: A-listi borinn fram af frá- farandi trúnaðarmannaráði félagsins, og B-listi, borinn fram af Jóni Sig. Þorsteinssyni og fieirum. A kjörskrá voru 3.415, en atkvæðisréttar' neyttu 1.715 tJrslit urðu þau, aö A-listi hlaut 1.054 atkvæði eöa 61,45% greiddra atkvæða, en B-listi 619 atkvæöi eða 36.09%. A 5 seðlum voru ein- staklingar af báöum listum kosnir, 29 seðlar voru auðir og 8 ógildir. Samkvæmt þessu veröur stjórn félagsins þannig skipuð eftir næsta aðalfund: Formaður: Jón Helgason, Akur- eyri Varaformaður: Sævar Frímannsson, Akureyri Ritari: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Akur- eyri Gjaldkeri: Aðalheij&ur Þorleifsdóttir, Akureyri. Meðstjórnendur: Björn Snæ- björnsson, Akureyri Guörún Skarphéðinsdóttir, Dalvik, og Agúst K. Sigurlaugsson, Ólafs- firði. Jón Helgason formaður Ein ingar I varastjórn eru: Þórarinn Þorbjarnarson, Ólöf Jónsdóttir, Guðlaug J ó h a n n s d ó 11 i r , Matthildur Sigurjónsdóttir og Jenný Jóakimsdóttir. Jafnframt voru kosnir 25 full- trúar i trúnaöarmannaráöi og jafnmargir til vara, ennfremur 2 endurskoðendur og 1 til vara. fræöslu i félagsmálaskólanum og fólk úr okkar röðum hefur farið á trúnaðarmannanámskeið til að sækja þangað aukna þekkingu. Nú erráðgertað hafa héropið hús og skipuleggja fræðsluerindi og reyna þannig aö lifga upp á það félagsstarf sem fyrir er, en að sjálfsögðu byggist þetta allt á þátttacu hins almenna félags- manns. Það er staðreynd, sem þýðir ekkertað horfa fram hjá, að i dag hefur verkamaðurinn sem aöriri mörghornað lita, auk þess sem hann þarfað sjá sér og sinum farborða. Envið verðum varir við það, sem vinnum að verkalýsðs- málum, aö þaö þarf venjulega ekki mikla erfiöleika eða lang- varandi krepputima, tii að fólk fari að þjappa sér saman á ný. Það er von min á þessum tima- mdtum, sagði Hallgrimur Péturs- son aö lokum, aö Verkamanna- félagið Hli'f berigæfu til að standa dyggan vwöum hagsmuni félaga sinna og heildarsamtök verka- fólks. Kauplagsnefnd: Laun hækka um 7.51% 1. mars Kauplagsnefnd hefur reiknað veröbótahækkun launa frá og með 1 mars 1982, i samræmi við fyrirmæli i VIII . kafla laga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. Þau lagaákvæöi taka nú gildi á ný, þar eð gildistimi ákvæða i 5. grein laga nr. 10/1981, um ráöstafanir tii viönáms gegn veröbólgu, rennur út i febrúarlok 1982. Verðbótarhækkun iauna 1. mars 1982 reyndist vera 7,51% samkvæmt útreikningi Kauplagsnefndar. Hækka laun þvi almennt um þá hundraðs- tölu frá byrjun næsta greiðslu- timabils. 1. mars 1982.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.