Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. maí 1982 5 Gunnlaugur Árnason: Ætlum að vinna mann af íhaldinu Kjósum gegn gerræði og valdhroka Gunnlaugur Árnason skipar fyrsta sætið á lista alþvðu- flokksmanna á Settjarnarnesi. Hann hefur um árabil tekiö þátt i bæjarmálastarfi vinstri manna á Seltjarnarnesi og var varabæjarfulltrúi fyrir sameig- inlegan lista Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar á siðasta kjörtimabili. Hann hefur átt sæti i stjórn Hitaveitunnar og setíð i heilbrigðisnefnd. Á ár- um áður var hann verkstjóri hjá Seltjarnarnesbæ og hefur þvi lagt gjörva hönd á margt I framkvæmdum bæjarins. Síð- ustu árin hefur Gunnlaugur starfað hjá Þórisós h.f. 1 sfðustu kosningum lögðu vinstri menn á Seltjarnarnesi fram einn lista, eins og kunnugt er en nú hafa komið fram þrir listar, Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknar. Ýmsir hafa taliðað þetta yrði til þe ss að veikja andstöðuna viö ihaldið á Nesinu. Minnihlutinn átti á siöasta kjörtimabili að- eins tvo af sjö bæjarfulltrúum. Við byrjum á þvi að spyrja Gunnlaug að þvi, hvers vegna ckki hafi verið farið i sameigin- legt framboð að þessu sinni. „Það eru framstíknarmenn, sem eiga frumkvæðið að því, að ekld var boðið fram sameig- inlega að þessu sinni. Þeir ákváðu það á félagsfundi með sinum stuðningsmönnum að bjóða i þetta sinn fram einir sér. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðslu á fjárhags- áætlun Seltjarnarness fyrir árið 1982, sem kom til atkvæða i jan- úar síðastliðnum. Gerðu fulltrúar minnihlutans á fundinum, Gunnlaugur Arna- son, sem er efsti maður á lista Alþýðuflokksins fyrir þessar kosningar, og Guðrún K. Þor- bergsdóttir eftirfarandi btíkun vegna samþykktar fjárhagsá- ætlunarinnar. Fer hún hér á eftir: Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1982 ber enn sömu merki og fyrri fjárhagsáætlanir meiri- hlutans á kjörtimabilinu, að þar er ekki tekist á viö eða lokið við önnur verkefnien þau sem bær- Gunnlaugur Arnason Rökin sem þeir nefndu voru þau, að þeir vildu með þessu kanna sitt eigið fylgi hér á Nes- inu, en sumir hafa viljað telja þá sterkasta i þvi vinstra sam- starfi sem hérhefur verið. tJt af fyrir sig þykir okkur það ekki óeðlilegt, að slik liðskönnun fari fram, enég leyni þvi ekki að viss uggurer i sumum félagshyggju- mönnum að þetta veiki stöðu okkar þegar viðbjtíðum nú fram i þrennu lagi.” Við getum náð manni af ihaldinu En hver er staða inn er upp á rikið eða aðra kom- inn með framkvæmdir að. Dag- heimilið Sólbrekka og ibúðir aldraðra eru þar nærtæk dæmi. Framkvæmdirnar bera vott þessari yfirborðsmennsku og skorts á sjálfsgagnrýni sem ein- kennt hefur I of rilcum mæli stefnu meirihlutans. Vanræktar götur, gangstéttir, gagnstigar, lýsing og holræsi i bænum eru þar talandi dæmi. Eins og fram kom i athugasemdum endur- skoðanda á s.l. ári sýnir það sig að enn mun vera þörf á aöhaldi i rekstri bæjarfélagsins. Með til- liti til þess sem að ofan greinir mun minnihlutinn sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innarog annarra þeirra tillagna sem henni fylgja. alþýðuflokksmanna í þessu samstarfi? ,i I þessu samstarfi hefur verið unnið af heilindum og jafnræði hefur verið i flokkunum. Og þtí að hugmyndin um sérframboð flokkanna sé ekki frá okkur komin, þá höfum við tekið þá ákvörðun að nýta tækifærið til fulls og kanna það stuðningslið sem okkur fylgir að málum hér. Það má þvf vel setja dæmið upp þannig, að við eigum kost á þvi að vinna mann af ihaldinu. Ef svo fer, þá verðum við ánægðir með árangurinn. Vald sjálf- stæðismanna hér er allt of mikið og það hefur leitt til gerræðis- legra vinnubragða. Nú hafa þeir fimm bæjarstjórnarmenn af sjö og það veitir stjórnarandstöð- unni alltof veika stöðu." ..Algjörteinræði” „Þessi sterka staða hefur skapað ihaldinu hér aðstöðu, sem ég held aö sé eðlilegt að flokka undir einræði. Þessa að- stöðu hafa þeir notað út f ystu æsar. Við alþýðuflokksmenn teljum t.d. a ð það eitt gefi tilefni til gerræðislegra vinnubragða, þegar bæjarstjtíri er jafnframt bæjarfulltrúi. Bæjarstjórinn á að vera embættismaður fólks- ins, ekki pólitiskur fulltrúi ákveðins flokks. Vegna stöðu bæjarstjórans I hópi sjálfstæðis- manna, hefur hann ekki getað sinnt starfi hér sem hlutlaus embættismaður. Við höfum þvi sagt, að það þurfi að afnema þetta kerfi, að bæjarskrifstof- urnar séu notaðar sem kosn- ingaskrifstofur ihaldsins i fjög- ur ár — kjörtimabilið. — Gagn- rýnin á þetta spillta valdakerfi ihaldsins er eitt meginatriöið i þeim umbótum sem við alþýðu- flokksmenn stefnum að, þó að við teljum varla, að þeir missi meirihlutann f þessari atrennu” Við þetta má siðan bæta þvi að núverandi bæjarstjóri virðist hafa einstakt lag á því að koma starfsfólki bæjarfélagsins upp á móti sér eins og dæmin sanna. Það er vissara að hafa bláa lit- inn á sér, ef fólk ætlar að sækja hérum starf." En hver eru helstu gagnrýnis- atriði önnur? „Við gagnrýnum sjálfstæöis- menn fyrst fyrir gerræðisleg vinnubrögð auk þess sem þeir hafa ekki sinnt félagslegum verkefnum sem skyldi. Bæjar- stjórinn er formaður i næstum hverri einustu nefnd og heldur i aiia spotta. Umhverfismálin eru i megnustu óreiðu eins og hver maður getur séð, sem gengur hér um, fjörur mengaðar, gang- stéttir ófrágengnar og svo frv. Þar sem svo mörg félagsieg verkefni blasa við, höfum við verið ósparir á gagnrýni á sjálf- stæðismenn á þeim grundvelli. Stjórnarandstaðan hefur með gagnrýni og tillögugerð nánast rekið ihaldsmenn út i ýmis fé- lagsleg verkefni, sem annars heföu aldrei verið unnin. Þannig var heilsugæslustöðin fyrst orð- uð af okkar manni, Njáli Ingjaldssyni. Siöan tók ihaldið þetta mál upp, þegar þeir sáu að það varð ekki dregið lengur. Sama má segja um ibúðir aldraðra sem var okkar að- alkosningamál i siðustu kosn- ingum. Þannig er með flest fé- lagsleg verkefni. Sjálfstæðis- menn skortir viljann til að sinna þeim og þeir sinna þeim ékki ótilneyddir”. Blekkingin um lægri skatta NU guma þeir af góðri stjórn og iágum sköttum? „Já, hræðsluáróður þeirra gengur út á það, að við viljum fullnýta alla tekjustofna og hefja allsherjar eyðslustefnu. Þetta ásérenga stoð.Við höfnum þvi algerlega, að þeir ihalds- menn stjómi betur hér en vinstri menn t.d. i Kópavogi og i Reykjavik. Þetta er gömul þjóð- saga. Það má sýna fram á það i einföldum tölum, að hér eru lögð útsvör á miklu hærri gjald- stofna og fasteignaskattar hér miðast yfirleitt við miklu betri lóðanýtingu en i Reykjavík og Kópavogi. Þegar það er einnig haft i huga, að við njótum hag- stæðra samninga við Reykja- vikurborg að ýmsu leyti, þá er ljóst aö við berum i raun ekki lægri gjöld. Það vita það allir sem til þekkja, að þetta er blekking. Tekjur manna á Sel- tjarnarnesi eru talsvert yfir landsmeöaltali — uþb. 10—12% og hér eru engar þær fram- kvæmdir i' gangi sem sýna að þeir þurfi meira fé en önnur bæjarfélög — nema siður sé, enda má benda á að minni- hlutaflokkarnir hafa flutt til- lögur um lækkun gjalda og gerðu það t.d. við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ’77”. Hvernig standa byggingamál- in. Getur ungt fólk byggt á Nes- inu? Ungt fólk f!ýr Nesið „Það er eitt að þeim sviðum þar sem ihaldið hefur gjörsam- lega brugðist. Ungt fólk hefur flúið Nesið i stórum hópum vegna þess að þörf þess fyrir nýbyggingar hefur ekki verið mætt. Þegar sjálfstæðismenn fóru siðan loks af stað hér með byggingar fyrir ungt fólk þá varð útkoman sú að þetta voru rándýr hús. Við höfum alla tið lagt á það áherslu, aö þessi byggingamál ungs fólks verði að leysa á félagslegum grund- velli og inn f það verði riki og bæjarfélagið að koma. Sjálf- stæðismenn hér hafa hins vegar aldrei mátt heyra minnst á fé- lagslegar lausnir — hvorki á vanda húsbyggjenda eða ann- $> Minnihlutinn neitaði að standa að fjárhagsáætlun íhaldsins: Áætlunin ber vott um yfirborðsmennsku og skort á sjálfsgagnrýni Banki á Seltjamarnesi Í3 GS/j ■stj^ UTVEGSBANKINN ÖLL BAHKAÞJÓNUSTA Útibúiö við Nesveg SENDUM SELTIRNINGUM SUMARKVEÐJUR LEIGJUM ÚT: Múrhamra með fleygum Vélsagir Hitablásara Slípivélar Steypuhrærivélar Borvélar Rafsuðuvélar Stiga Víbratora (í steypu) Flísaskera Múrfræsara T réf ræsara Rafstöðvar Sh Áhaldakigan sf. BJARGI V/NESVEG - SELTJARNARNESI - SÍMI 13728 Seltirningar! Notfærið ykkur gæsluvellina Gæsluvellir bæjarins við Tjarnarnból og Vallarbraut eru opnir sem hér segir í sumar: í maí frá9-12og 13-16. í júní, júlí og ágúst frá 9-12 og 13-17. Lokað á laugardögum og sunnudögum. Leikvalla- og dagheimilisnefnd Seltjarnarness

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.