Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 1
alþýðu- blaöið étltm. .^'|í CJj Miðvikudagur 19. maí 1982 72. tbl. 63. árg. Lygaáróður íhaldsins í Hafnarfirði um málefni Bæjarútgerðarinnar: Bæjarfulltrúi íhaídsins sakar forstjóra Bæjar- útgerðarinnar um skjalafals íhaldið þolir ekki sannleikann um Bæjarútgerðina Bæjarfulltrúi ihaldsins i Hafn- arfirði, Arni Grétar Finnsson, sakar forstjóra Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar, Björn ólafsson, um skjalafals i D og V i gær. Segir Árni Grétar lika i þessu maka- lausa viðtali, að bæjarendurskoð- andi hafi aldrei látið neinar tölur frá sér fara um stöðu Bæjarút- gerðarinnar, eins og Hörður Zóphaniasson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, liafi greint frá i sjónvarpinu s.l. sunnudag. Þessi makalausi þvættingur Arna Grétars Finnssonar er fyrir neðan allar hellur. 1 fyrsta lagi er það marg staðfest, að niðurstöðu- tölur um stöðu Bæjarútgerðar- innar eru frá bæjarendurskoð- mda i Hafnarfirði, Helga Núma- syni, og það var staðfest á útgerð- arráðsfundi s.l. mánudag. 1 ann- an stað varðar það við meiðyrði, að Arni Grétar skuli ýja að þvi að forstjóri Bæjarútgerðarinnar sé skjalafalsari. Lengra verður ekki komist i ósvifni. Sannleikurinn er sá, að ihaldið i Hafnarfirði þorir ekki að heyra sannleikann um Bæjarútgerðina. Þessar nýju tölur eru hagstæðari en þeir höfðu vonað og nú finnst ihaldinu, sem vopnum sé kippt úr höndum þeirra. Þess vegna reyna þeir að þyrla upp moldviðri með þessum hætti og ata forstjórann og aðra auri. Sárindi ihaldsins eru einnig þau, að á fundi i sjónvarpinu á sunnudag kom Hörður Zóphan- iasson fram með þessar nýju upp- lýsingar, en fulltrúar ihaldsins höfðu ekki hugmynd um þær og ekki heyrt frá fulltrúum sinum i útgerðarráöi. Höföu fulltrúar ihaldsins ekki hirt um að gefa bæjarfulltrúum sinum hinar nýju upplýsingar og komu þvi bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram i sjónvarpinu með autt borð og án þessarar mikilvægu vitn- eskju. Sjálfstæðisflokkurinn i Hafnar- firði hefur i gegnum árin ævin- lega barist gegn Bæjarútgerðinni og starfsfólki hennar og notaö til þess óvönduð meðöl. Þessi ósvifna árás Arna Grétars nú, fjórum dögum fyrir kosningar, á að vera kosningabomba ihalds- ins, en kemur til með aö snúast i höndunum á honum. Hafnfirðing- ar vilja Bæjarútgerðinni og starfsfólki hennar hið besta og munu svara þessum hatrömmu og ósanngjörnu árásum á viðeig- andi hátt á kjördag. Lygavaðall hafnfirska ihalds- ins mun hefna sin næstkomandi laugardag. t framhjáhlaupi má geta þess, aö fréttamennska Dagblaðsins og Visis i þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. t forsiðufréttinni i gær eru ósannindi Arna Grétars tekin upp hrá og ómelt og ekki leitað svara hjá forstjóra Bæjar- útgerðarinnar eða neinum öðr- um, sem þetta mál þekkja mun betur en bæjarfulltrúi ihaldsins. Þess i stað slær D og V lygum Arna Grétars upp sem stóra sannleik. Slik fréttamennska er ekki samboðin „frjálsu og óháðu blaöi”. Víð kynnum framboð Alþýðuflokksins á SeKjamamesi I dag kynnum við í fjögurra síðna aukablaði framboð Alþýðuflokksins á Selt jarnarnesi. Á undanförnum árum hafa vinstri flokkarnir á Nes- inu boðJð fram sameigin- lega, en Framsóknar- flokkurinn ákvað um ára- mótin síðustu að bjóða fram sérstakan lista. Tóku þá hinir flokkarnir sem stóðu að minnihlut- anum þá ákvörðun að fara fram með sérstaka flokkslista einnig. I viðtali við Gunnlaug Árnason, efsta mann á lista Alþýðuf lokksins, kemur fram margháttuð gagnrýni á störf meiri- hlutans, sem hneigst hefur til gerræðislegra vinnubragða á síðari árum. Sjálfstæðismenn á Nesinu hafa nú fimm bæjarf ulltrúa af sjö. Lík- legt er að bæði Alþýðu- bandalag og Framsóknan f lokkur séu inni með sina menn, þannig að ef fólk vill aukið lýðræði á Nes- inu, aukið vald minnihlut- ans,þá ætti það að leggja lista Alþýðuf lokksins lið—segir Gunnlaugur Árnason. Sjá bls 3, 4, 5 og 6 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. ósvifnar árásir íhaldsins á fyrirtækið og starfsfólk þess færast nú i auk ana. Sigurður E. Guðmundsson: Vinstra samstarf kemur til greina eins og aðrir kostir íhaldið óttast uppgang Alþýðuflokksins í borginni ,,Það er sérstök ástæða til að endurtaka það sem ég hef áður sagt um samstarf vinstri flokk- anna i borgarstjórn Reykja- víkur, að það samstarf hefur gengið vel og engin ástæða er til að draga dul á þaö nú”, sagði Sigurður E. Guömundsson i við- tali við Alþýðublaðið i gær vegna skrifa Morgunblaðsins um að Alþýöuflokkurinn i Reykjavik stefni að vinstri stjórn. „Hins vegar er það alveg ljóst”, bætti hann við, „að við göngum algerlega óbundnir til kosninga — af öðru en verkum okkar á siðasta kjörtimabili og stefnuskrá sem við höfum lagt fyrir kjósendur”. „Ég vona að kjósendur hér i Reykjavik geri sér grein fyrir þeim áróðri sem Morgunblaðiö stundar nú grimmt i leiðurum og fréttaskrifum svokölluðum, þ.e. að við Alþýðuflokksmenn séum hækjur kommúnista og stefnum eingöngu aö nýrri vinstri stjórn. Þessa tækni þekkjum viö hvaðanæva frá ihalds og öfgaflokkum erlendis, að bendla jafnaðarmenn við öfgaflokka til vinstri til þess að reyna að hræða þá með komma- grýlunni frá flokknum. Við jafn- aðarmenn munum láta mál- efnin ráða að afloknum kosn- ingum, þegar við tökum afstööu til meirihlutamyndunar”, sagði Sigurður E. Guömundsson. „Þaö er ekkert nýtt að reynt sé að setja kommastimpilinn á okkur jafnaðarmenn. Nú erum við öll sett undir þennan stimpil i Morgunblaðinu, ég, Bjarni P. Magnússon og Sjöfn Sigur- Sigurður E. Guðmundsson björnsdóttir. Þetta eru sömu starfsaðferðir og hægri öfgaöfl alls staðar i heiminum nota til að hræða almenning frá stuðn- ingi við jafnaðarmannaflokka. Þessi áróöur sem minnir einna helst á McCarthy“tíma- bilið i Bandarikjunum á sér þær skýringar, að þeir Morgun- blaösmenn óttast fátt meira en uppgang Alþýðuflokksins i borginni og reyna nú á örvænt- ingarfullan hátt að hræða al- menning. En fólk er miklu betur uppfrætt og fylgist betur með en svo, að það láti fylla sig af svona ómerkilegum áróðri. Almenn- ingur i Reykjavik mun svara þessum áróðri Morgunblaðsins á viöeigandi hátt á kjördag”, sagði Sigurður E. Guðmundsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.