Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 19. maí 1982 Jón Þorsteinsson: Um fjármálasnilli og reiknimeistara t 4. tölublaði Seltirnings 1982, málgagni sjáifstæðismanna á Seltjarnarnesi, er varpað fram spurningunni: Hvers vegna er það 9 þúsund krónum ódýrara að vera Seltirningur en Kópa- vogsbúi? Svarið lætur ekki á sér standa i biaðinu. Á Seltjarnar- nesi eru sjálfstæðismenn i meirihluta en í Kópavogi eru það vinstri menn. Fjármála- snillingarnir hér á nesinu, sem setja einstaklinginn i öndvegi að eigin sögn, lita á spurninguna og svarið sem táknrænt afrek. 1 Seltirningi er gerð grein fyrir þvi hvernig þessi niu þúsund króna mismunur er fenginn. Er þá miðað við annars vegar að fasteignagjöld á nesinu séu 0,41% af fasteigna- mati ibúðarhúsnæðis en i Kópa- vogi 0,625%. Hins vegar að út- svör á Seltjarnarnesi nemi 10,5% af tekjum en i Kópavogi 12,1%. bá er ennfremur gert ráð fyrir þvi i samanburöinum að i báðum tiivikum sé um að ræða hjón með 360 þúsund króna árs- tekjur 1981, en búið i einbýlis- húsi að fasteignamati 900 þúsund krónur. Miöað við þessar forsendur er um aö tefla mjög auðvelt reikningsdæmi þar sem nota þarf einfalda margföldun, samlagningu og frádrátt betta dæmi teystu þó fjármálasnillingarnir sér ekki til að reikna og leituðu til lög- gilts endurskoöanda I staö þess að biðja börnin i Mýrarhúsa- skóla að reikna dæmið. Otreikn- ingurinn er svo birtur i Sel- tirningi að sjálfsögðu á ábyrgö þeirra, sem eiga frumkvæðið að reikningsdæminu og nota þaö i hinni pólitisku baráttu. Er þar skemmst frá aö segja að út- reikningurinn er meira og minna rangur og gefur þvi ranga niðurstööu. 1 blaöinu segir: 1. 10,5% af kr. 360.000,00 er kr. 36.260,00 en hið rétta er kr. 37.800,00. 2. 12,1% af kr. 360.000,00 er kr. 42.380,00, en hið rétta er kr. 43.560,00. 3. 0,41% af kr. 900.000,00 er kr. 3.280,00, en hið rétta er kr. 3.690,00. 4. 0,625% af kr. 900.000,00 er kr. 6.270,00, en hið rétta er kr. 5.625,00. begar allar reikningsskekkj- ur hafa verið leiöréttar lækkar mismunurinn á Seltjarnarnesi og Kópavogi úr kr. 9.110,00 i kr. 7.695,00. En þess er að gæta að Seltirningur fer einnig rangt með staðreyndir. Alagningar- prósentan á ibúöarhúsnæöi i Kópavogi er ekki 0,625% heldur 0,55%. begar þetta hefir verið leiðrétt verður munurinn kr. 7.020,00. Nú má að sjálfsögðu spyrja hvort forsendur þessa saman- burðar séu sanngjarnar. For- sendurnar eru sýnilega of ein- hæfar, þar mætti mörgu við bæta. Hér skal þó aðeins drepið á tvennt. Meðaltekjur á gjald- anda eru mun hærri á Sel- tjarnarnesi en i Kópavogi sam- kvæmt siðustu skýrslum um það efni. bá er fasteignagjaldastofn ibúðarhúsnæðis á hvern ibúa á Seltjarnarnesi litið eitt hærri en i Kópavogi. bessi atriði gera forráðamönnum Seltjarnar- nesskaupstaðar fært að nota lægri álagningarprósentur. begar þetta er tekið inn i dæmið álit ég að raunhæfur mismunur sé um það bil kr. 2.000.00. Minni getur munurinn ekki verið til þess að fjármálasnillingarnir standi undir nafni og sýni betri frammistöðu heldur en þessir vinstri sinnuðu aular i Kópa- vogi. Sjálfstæðismenn hér á nesinu segja að þeir berjist gegn skattahækkunum. bað er góðra gjalda vert einkum þegar hinir þungbæru rikisskattar eru hafðir i huga, en á þeim ber hluti af Sjálfstæðisflokknum fulla ábyrgð. Alþýðuflokkurinn er eins og kunnugt er eini stjórnmálaflokkurinn, sem er heill og óskiptur i andstööu við rikisstjórnina. bess ættu kjós- endur að minnast á kjördegi. En Jón borsteinsson það er stefnumál fiokksins að eigi skuli lagður tekjuskattur á almennar launatekjur. bað er heilbrigt, lýðræðislegt viðhorf að sami meirihluti sitji ekki of lengi að völdum. Er ekki kominn timi til umskipta hér á Seltjarnarnesi, þótt vissulega sé nokkur eftirsjá að reiknimeist- urunum? Alþýðuflokkurinn er næststærsti bæjar- og sveitarstjórnarflokkur landsins Auglýsing um Oæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi laugardaginn 22. mai 1982 A Þessir listar eru í kjöri B D G Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins Listi Alþýðubandalagsins I.Gunnlaugur Árnason, verkstjóri I.Guðmundur Einarsson, forstjóri, I.Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, 1. Guðrún K. Þorbergsdóttir, framkv - Fornuströnd 8 Tjarnarbóli 4 Miðbraut 29 stj. Barðaströnd 5 2. Erna borgeirsd., bankastarfsm. 2. Sigurður Kr. Árnason, húsasm. 2. Magnús Erlendsson, fulltrúi, 2. Þórhallur Sigurðsson, leikari, Melabraut49 meist. Miðbraut 12 Sævargörðum 7 Tjarnarbóli 6 3. Njáll Ingjaldsson, skrifst.stj. Vallar- 3. Þorbjörn Karlsson, prófessor, 3. Júlíus Sólnes, prófessor, Miðbraut 3. Helga H. Þórhallsdóttir, læknir Sel- braut 14 Barðaströnd 13 31 braut 34 4. Rose - Marie Christiansen, banka- 4. Ásta Sveinbjarnardóttir, húsmóðir 4. Guðmar E. Magnússon, verslun- 4. Björn Pétursson, kennari, Skóla- starfsm. Melabraut43 Vesturströnd 27 arm. Barðaströnd 23 braut 15 5. Hróðný Pálsdóttir, húsmóðir Tjarn- 5. ÁsdísSigurðardóttir.húsmóðirSel- 5. Ásgeir S. Ásgeirsson, kaupmaður. 5. Guðmundur Hafsteinsson, sjómað- arstíg 1 braut 14 Sefgörðum 12 ur Hofgörðum 25 6. Jón Þorsteinsson, fyrrv. alþingis- 6. Ómar Bjarnason, símaverkstjóri 6. Áslaug G. Harðardóttir, húsmóðir, 6. Ása Ragnarsdóttir, leikari Tjarnar- maður, Selbraut 5 Nesbala 19 Látraströnd 6 bóli 12 7. Ólafur Stefánsson, lögfræðingur 7. Arnþór Helgason, kennari, Tjarnar- 7. Erna Nielsen, húsmóðir, Barða- 7. Ragnhildur Helgadóttir, skólasafn- Vallarbraut 7 bóli 14 strönd 11 vörður, Sæbraut 6 8. Ágúst Einarsson, útgerðarmaður 8. Jóhannes Björnsson, bakarameist- 8. Jónatan Guðjónsson, vélvirkjam. 8. Egill Sigurðsson, Ijósmyndari Barðaströnd 29 ari Selbraut 2 Vesturströnd 4a Bollagörðum 17 9. Sigurjón Kristinsson, framkvstj. 9. Erna Kristinsdóttir, húsmóðir,, 9. Anna Kristín Karlsdóttir, skrifst.m. 9. Ósk Magnúsdóttir, kennari Sæbóli Fornuströnd 15 Tjarnarbóli 15 Unnarbraut 12 10. Sæunn Eiríksdóttir, fulltrúi Hof- 10. Sigurhans Þorbjörnsson, vélstj. 10. Elísabet Jónsdóttir, nemi í félags- 10. Skúli Ólafs, framkvæmdastjóri, görðum 7 Skólabraut 7 ráðgjöf við H.f., Melabraut 73 Vesturströnd 31 11.Jensey Stefánsdóttir, húsmóðir 11.Þorsteinn Halldórsson, rakara- H.Skúli Skúlason, bifvélavirki, Mið- 11. Anna Laufey Þórhallsdóttir, gjaldk. Vallarbraut 19 meistari, Vallarbraut 10 braut 22 Tjarnarbóli 6 12. Gísli Auðunsson, skipaskoðunarm. 12. Birgir Berndsen, vélstjóri Látra- 12.Vigdís Sverrisdóttir, verslunarm. 12. Gísli G. Jóhannsson, kennari Lindarbraut 2 strönd 54 Skólabraut37 Skerjabraut 9 13. Njöröur P. Njarðvík, dósent Skerja- 13. Guðjón Vigfússon, skipstjóri Mela- 13. Karl Óskar Hjaltason, skrifstofum. 13. Helga M. Einarsdóttir, húsmóðir braut 3 braut 30 Lindarbraut 10 Lindarbraut26 14. Auður Siguröardóttir, verslunarm. 14. Guðmundur lllugason, fyrrv. 14. Felix Þorsteinsson, trésmíðameist. 14. Snæbjörn Ásgeirsson, frmkv. stj. Bergi. hreppstjóri, Melabraut 67 Lindarbraut 11 Lindarbraut 29 Kjörfundur hefst kl. 9 árdegis, í Mýrarhúsaskóla, og lýkur honum kl . 11 síðdegis. Yfirkjörstjórnin á Seltjarnarnesi, Sigurður B. Haraldsson, Hörður Felixson, Njáll Þorsteinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.