Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 8
afþyðu- blaðið Miðvikudagur 19. maí 1982 Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæ'mdastjóri: JóhannesGuðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Hitstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: llalldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigriður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er S1866 „Hér er yndislegt að vera og gróðursaeld mikH” segir Sigurmundur Guðnason, sumarbústaðareigandi við Rauðavatn í 27 ár „Jú, jú, sumarið er komið hér uppi við Rauðavatn eins og ann- ars staðar i Reykjavik. Ég er nú búinn að vera hér meira ogminna i 27 ár og ekki hef ég orðið þess var, að sumarið kæmi hér siðar en annars stað- ar i borginni. Yfirleitt er hér skjólsælt og veðursælt”, sagði Sigurmundur Guðnason sumar- bústaðaeigandi við Rauðavatn, þegar blaðamaður Alþýðu- blaðsins var þar á ferð i fyrra- dag. A öllu Rauðavatnssvæðinu var þéttur gróður og hvarvetna voru gamlir sumarbústaðir, smáir og stórir. Það var ekki að sjá, að hér væri það veðraviti sem sumir vilja að hér sé. Wert á móti virtist íandið miklu skjól- betra en blaðamaður hafði látið sér detta i hug. Svo ekki sé borið saman við Breiðholtið áður en það byggðist. Enda lét enginn sig dreyma um að reisa sumar- bústaöi þar þegar ekki voru himinháar blokkir til skjóls og vindurinn æddi um gróður- snautt holtið. En við Rauðavatn byggðu menn sumarbústaði ein- mitt til að njóta yndis sumars og sólar. begar blaðamaður hafði rölt um móana i nokkurn tima og myndað og skoðað rakst hann á Sigurmund Guðnason. Sigur- mundur er stæltur og myndar- legur öldungur og virtist hann blaðamanni gullnáma af fróð- leik og sögum.-Ég þurfti að visu að ryðja grjótinu úr lóðinni með Svæðið tengist vel byggðinni sem fyrir er. Þvi miöur sést ekki græni liturinn á myndunum úr garðinum hjá Sigurmundi, en ekki vantaði hann né gróöursæidina þegar blaðamann bar að. handaflinu einu. En eftir það • var ekki erfiðara að rækta hér en annarsstaðar nema siður væri. Ég kom með kofann minn 1955 og ég veit vel að þetta er tómt blöff i honum Davið. Þú sérð til dæmis rifsið mitt. Þetta er ekki minna laufgað en niðri i bæ. Það sem verra er að i 27 ár hef ég ekki fengið rafmagn eða vatn i kofann og ég væri þakklátur þeim sem legði mér lið i þvi máli. En með sprungurnar,-hefurðu orðið var við þær? -Nei, þær hef ég aldrei séð eða fundið. Það gæti svo sem verið sama blöffið. Ég hef aldrei séð eða fundið neinar sprungur hér i 27 ár. Hér er yndislegt að vera og það er helst að ég hafi ekki getað varið eins miklum tima i kofanum og ég hefði viljað. Væntanlegir ibúar hér þurfa ekki að kviða veðursins;ég hef hlakkað til hverrar stundar sem ég hef eytt hér við vatnið, sagði Sigurmundur að lokum. H.H. Með fjölflokkalýðræði — Gegn flokkseinræði Bjarni P. Magnússon ræðir við Kjartan Jóhannsson, Magnús H. Magnússon og Jóhönnu Sigurðardóttur. Kosningahátið A-listans var haldin að Hótel Sögu s.I. mánu- dagskvöld. Um leið og fólk tók að streyma á staðinn um kl. hálf nfu lék lúðrasveit Verkalýðsins bar- áttulög og Reykjavikurlög, undir stjórn Ellerts Karlssonar. And- dyrið i Hótel Sögu og Súlnasalur- inn uppi bar þess greinilega merki, að þarna var kosningahá- tið A-listans. Kratarósin blasti hvarvetna við úr krepptum hnefa, kosningaplakötum var komið fyr- ir á veggjum og súlum og salar- kynnin skreytt hátt og lágt. Frambjóðendur tóku á móti gest- um i anddyrinu. Carl Billich spil- aði á pianóið um leið og gestirnir fylltu salinn, en um finim hundr- uð manns mættu á samkomuna. Bryndís Schram var kynnir á þessum baráttufundi. Hún sló oft á létta strengi og kom mönnum i gott skap um leið og hún kynnti dagskráratriði og ræðumenn kvöldsins. Fyrst tók til máls Guð- riður Þorsteinsdóttir lögfræðing- ur, og siðan Bjarni P. Magnússon, sem skipar þriðja sæti listans. Að loknum ávörpum þeirra flutti Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona dagskrá um Reykjavik i ljóði og lausu máli. Næst á dagskrá var söngur og hljóðfæraleikur. bar komu fram hópurinn sem kallar sig „Tveir- þriðju úr hálft í hvoru”. Þau eru Bergþóra Arnadóttir. söngkona, GIsli Helgason flautuleikari, Ingi Gunnar JíSiannsson gitarleikari og örvar Aðalsteinsson bassa- leikari. Söngur þeirra og leikur Frá baráttufundi A-listans Ræðst viö i upphafi kosningahátiðarinnar. Sigurður E. Guðmundsson ræðir viö Arna Gunnarsson al- þingismann, en framar standa m.a. Eggert G. Þorsteinsson,fyrrv. ráðherra,og Kristinn Grétarsson,for- maður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. féll I svo góðan jarðveg, að þau voru klöppuð upp. Þau fluttu m.a. sérstakt lag og ljóð tileinkað minningu Jóhönnu Egilsdóttur, einnar helztu baráttukonu verka- lýðshreyfingarinnar, sem nú er nýlátin. Þvi næst flutti Gunnar Eyjólfs- son leikari ljóð eftir Stein Stein- arr. Og bætti siðan við nokkrum hvatningarorðum frá eigin brjósti. Að lokum fluttu þau ávörp, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi og efsti maður A- listans, Sigurður E. Guömunds- son borgarfulltrúi. Geir Gunnlaugsson verkfræð- ingur, formaður kosningastjórn- ar, sagði að lokum nokkur orð. Hann lýsti þeim verkefnum sem biðu sjálfboðaliða og áhuga- manna við kosningabaráttuna, það sem eftir lifði til loka kjör- dags. Að lokum stýrði Sverrir Kjart-' ansson fjöldasöng. Hann kallaði upp á sviöið til sin sjö efstu menn listans. Þvi næst sungu allir við- staddir baráttusöng jafnaðar- manna og Nallann — alþjóða- söng verkalýðsins. Samkomunni lauk eitthvað á tólfta timanum um kvöldið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.