Tíminn - 06.01.1967, Síða 8

Tíminn - 06.01.1967, Síða 8
8 TBMINN FÖSTUDAGTJR 6. janúar 1967 Bókaútgáfa Menningarsjóðs sendi frá sér nýja bók eftir Ævar R- Kvaran: „Á leiksviði". Prent- smiðja Hafnarfjarðar sá um prent unina. Áhugafólk er sótti leikstjórnar- námskeið Bandalags íslenzkra leik félaga eða Leikskóla Þjóðleikhúss ins, fyrir 10 til 15 árum, kannast við margt í þessari uyju bók. Sum- ir kaflar hennar <}ru unnir úr hand riti því, sem höfundur hennar notaði við kennslu, en Ævar kenndi við Leikskóla Þjóðleikhúss ins og var einnig kennari á nám skeiðum BÍL. Þar sem bókin er ætluð fólki í dreifbýlinu mun ég líta á hana frá þeim sjónarhóli. Eg sé ekki ástæðu til að setja mig upp á móti bókinni, margt sem í hana er ritað á ennþá erindi til áhugafólks — og það væri van- þakklátt verk, að meta ekki á rétt an hátt hinn einlæga áhuga Ævars og vilja til að efla íslenzka leik- húsmenningu og miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Áhuga fólk, bæði ungt og gamalt og hvar sem er á landinu, hefur áreiðan lega gott af því að kynnast þessari bók. Hún er enn tímabær. Þar eru mörg hedræði að finna sem geta ! komið að góðum notum á leiksvið inu. I En það væri einnig rangt af ' mér, ekki aðeins gagnvart höf-1 undi bókarinnar, heldur einnig gagnvsrt áhugafólkinu, að gagn rýna ekki bókina dálítið. Þó að bókin eigi að vera byrjun á bókar- ílokki um þessi mál, verður að gera til hennar kröfur. Bókin ætti að gefa innsýn í helztu sérgreinar leik hússins, þá fyrst kæmu sérgrein arflokkarnir að notum síðar. Get- ur leikstjóri haldið námskeið fyrir byrjendur og notað bókina • fyrir kennslubók eða handbók? Engin bók er svo vel skrifuð, að ekki megi eitthvað að henni finna. Hvað er að bókinni? Er annars nokkuð út á hana að setja? Sumir kaflarnir eru ekki nægilega hlutlægir — þannig, að lesandinn geti áttað sig fullkomlega á því hvað tátt er við. Fyrst skal tekið dæmi um það, hvað átt er við með hlutlægni. — Hugsum okkur að áhugasamur maður úti á landi ætli að setja á svið leikrit í plássinu sínu. Hann kaupir bókina og les hana vandlega. Jú, hann fær margt að vifca. Á blaðsíðu 58 kynnir hann sér vel kaflann um athafnabókun. Honum finnst harla gott að skipta leiksviðinu í 9 reiti og merkja þá með bókstöfum. „MF“ er framsviðs miðja og „FV“ er framsvið vinstra. Og þannig áfram. Já, þarna hefur hann eitthvað fast undir fótum, einhverja punkta til að miða við. „Á LEIKSVIDI" Hugleiðingar um bók Ævars Kvarans Þetta er greinagott hjá Ævari, ágætlega sett fram. Hlutlægt. Og á bls. 63 standa þessi orð: „Þegar leikstjóri lætur persónur hreyfa sig, þá spyrji hann sjálfan sig: Hversvegna?“ Við sjáum það allt of oft í leikihúsum hér í borg inni, að svona beilræði eru ekki höfð í huga sem skyldi. Hreyf ingar eru ekki alltaf í samræmi vig leikinn. Þegar leikari, sem stað ið hefur á „FV“ færir sig á „FH“ er það oft vegna þess, að hann er bara búinn að vera of lengi á „FV“. Þannig minnir leikurinn fremur á íþróttasýningu en leik- húsverk. Það er ekki að ástæðu lausu að Ævar bendir sérstak- lega á þetta. Ef við athugum kafla, sem sýna okkur óhlutlægar leiðbeiningar, þá vil ég benda á hluta af kaflanum um andlitsgervi og éinnig á sama hátt á kaflann um sviðsljós. Athugum fyrst kaflann um sviðs ljós. Þessi kafli er ágætlega skrif aður og margt er þar nýtilegt að finna. En á bls. 108 er farið nokk uð villandi orðum um hluti sem vel er hægt að gefa sæmilegar upp lýsingar um. Fólk í dreifbýlinu er einmitt mjög oft í vandræðum með val á litarblöðum í ljóskastara og önnur ljósatæki. Á þessari blaðsíðu stend ur m. a.: „Erfitt er að gefa nokkr ar roglur um notkun á litarskífum, því sitt sýnlst hverjum um iitaval“, Þótt þessi bók eigi ekki að vera sérfræðilegt rit um ljósaútbúnað, þá hijóta að vera takmörk fyrir því, hvarju má sleppa í slíkri handbók. í erlendum yfirlitsbók- um eða handbókum eru gefnir upp svo kallaðir „grunnlitir" á Utar- blöðum í ljóskastara. Þessir grunn litir eru í samræmi við andlitsfarð an sem leikararnir nota. Grunnlit ir eru þeir litir kallaðir, sem lýsa upp sviðið, þar sem sjálfur leikur inn fer fram. Þ. e- litað ljós sem fellur á leikendurna. Hvít ljós frá sterkum ljóskösturum „eyði- leggur maskann. Þessvegna eni notuð litarblöð. í tveimur ljósköst urum, sem lýsa t. d. hluta af svið inu og mynda 90 gráðu horn, er sinn hvor liturinn í hvorum þeirra. Til dæmis gulur (oranges) í öðmm en bleikur (pinks) í hinum. Sumir leikstjórar ráðleggja raf (ambers) í stag (oranges). Vissulega koma fleiri grunnlitir til greina. Þegar búið er að koma sér niður á ein hverja ákveðna grunnliti, þá er far ið að ræða (effectlitina), aukalit- ina sem t. d. falla inn um glugga svo sem tunglsljós. Þeim tíma, sem leikstjóri eyðir í að kynna sér liti með rafvirkjanum er vel varið, seg ir í einni ágætri bók. Leikstjóri verður að hafa eitthvað til að byggja á. Ef við snúum okkur að kaflanum um andlitsgervi, verður svipað upp á teningnum. Sá kafli er einnig vel skrifaður. Þar er að finna leið beiningar um skegg, hnikkur, breyt ingar á andlitsfalli og nefi og fleira. En hugsum okkur að ung stúlka úti á landi þurfi að farða sig fyrir leiksýningu. Hvaða liti á hún að nota? í bókinni er fátt um svör. Til hvers á hún t. d. að nota svartan lit? Blaði þessi stúlka í erlendum bókum kemst hún að raun um það, ag sinn er siðurinn í landi hverju. Það er ekki sama hvort handbókin er frá Bandaríkj unum, Danmörku, Englandi eða Frakklandi. í einhverri þessara bóka rekst hún á eftirfarandi setn ingu: Forðist svartan Ut. Já, svart ur Htur er aðeiijs nqtaður tii að skyggja ^vertingja. í danskri hánd' bók er henni ráðlag að nota lit nr. 2 og y2, í enskri handbók nr. Peach Dark. í enn annarri bók er bent á kerfið nr. 5 + nr. 9. Það qru til mörg kerfi frá ýmsum íöndum tiÞað fara eftir. Kerfið nr. 5 + nr. 9 virðist í fljótu bragði vera mjög einfalt. Liturinn nr. 5 er fyrir ellihrumt fólk, en eftir því sem meira er bætt við af nr. 9 því yngri sýnist persónan. Ung stúlka notar aðeins minna af nr. 9 en ungur maður. Síðan eru notað ir litarblýantar til að skyggja með. En þetta kerfi útheimtir mikla æf- ingu og reynslu. Það kerfi, sem að mínum dómi hefur reynzt bezt úti á landi hefur verið kennt á námskeiðum BÍL. í því kerfi eru ýmsir „millilitir" notaðir. Á einu slíku námskeiði kenndu þeir Klem en§ Jónsson og Baldvin Halldórs son. Þeir reyndust mjög góðir kenn arar. Litirnir sem þeir gáfu upp á- samt leiðbeiningum, myndi ekki fylla út nema tvær blaðsíður. A1 veg nógur grundvöllur til að byrja með og mátulegt í svona yfirlits- bók. Kaflinn um búninga er nokkuð fróðlegur. En hvernig á að festa íslenzkan krókfald? Áhugafólk kemst oft í mikil vandræði með búninga, þegar leika á leikrit sem gerist fyrr á öldum hér á landi. Kaflamir um framburð eru ágæt ir. Sérstaklega er kaflinn „Ertu læs?“ góður. Að greina sundur lesmál frá venjulegu talmáli í dag legu lífi fólks, er eitt athyglisverð asta málefni sem komið hefur ver ið á framfæri opinberlega um lengri tíma. Ævar Kvaran á mik inn heiður skilið fyrir það fram- tak. Um ,jétt“ eða „rangt“ mál finnst mér önnur saga. Eg geri ráð fyrir þvi, að menntamenn í íslenzk um fræðum séu Ævari sammála um málsnyriingu. Qg við hljótum að vera sammála um það, að leik rit eru ekki skrifuð með það fyrir augum að vera einskonar kennslu- stund í „réttu máli“. Persóna í leikriti getur þjónað ætlunar- verki sínu mjög vel hvort sem hún talar fagurt mál eða ófagurt og rangt. Eilt hefur ekki verið bent á og viíðist heldur ekki vera kennt í skólum hér á landi. Eg á við „radd flutningstækni“ (iiberklang) eins og Þjóðverjar orða það. Samhliða þeirri tækni er einnig kennt að „. . . skipuleggja öndunina í text unum . . Þetta tvennt er talið nauðsynlegt til að ná góðu valdi á allri tjáningu í leik, bæði töluðu máli og söng, og hvort sem um er að ræða sorg eða gleði, eða til að ná jafnvægi og svo framvegis. Þeg ar texti t. d. í leikriti er látinn ,,renna“, er gott að hafa skipulagt öndunina. í þessum efnum ríkir talsverður misskilningur hjá mörg um íslenzkum leikurum^ — Jafn- vel hefði mátt fjálla meira um músik- — Og lítið fer fyrir sál- fræðilegum leiðbeiningum. Eg er ekki að gefa í skyn að Ævar R. Kvaran bók Ævars sé slæm. Þvert á mðft. Mér líkar hún vel. En það hefði ekki gert neitt til þótt Ævar hefði borið handritið undir þá, sem fást við leikstjórn í dreifbýlinu, bók hans hefði áreiðanlega ekki orðið verii. Þegar Ævar minnist á leik stjórn sína á Eyrarbakka, hefur maður á tilfinningunni að hann hafi ekki áttað sig fyllilega á því að síðan eru að verða 20 ár. Á þessum tíma hafa orðið miklar breytíngar. Ævar ætti að koma í sum félagsheimilin og sjá hinar nýtízku drapperingar og súfetur sem þar hanga á hreyfanlegum rám. Þar er ýmislegt nýtt að sjá. En vissulega þarf að breyta þar miklu t. d. ljósaútbúnaði frá grunni. Sá eldlegi áhugi sem upphaflega var tendraður í leiklist hér á landi, verður helzt rakinn til ársins 1864. Þar vom tveir menn að verki, þeir Matthías Jochumsson og Sigurður Guðmundsson. Á árunum 1870—78 var t.d. fenginn leikstj. frá Kaup- mannahöfn til að sviðsetja leikrit í Stykkishólmi. Hinn mikla leik húsáhuga síðari ára má rekja til opnunar Þjóðleikhússins 1950. Hvað leiklistinni í dreifbýlinu við kemur, þá hefur verið unnin mik il skemmdarstarfsemi. Um það mál verður ekki rætt hér. í formála sínum minnist Ævar á bók Magnúsar Pálssonar, leik- tjaldamálara. Eg vona að sú bók verði ekki orðin úrelt, þegar hún loks kemur út. Eg skora á áhugafólk að lesa bók Ævars „Á leiksviðinu", þessi bók hefur þegar unnið mikið gagn og það áður en hún kom út. Að lokum vil ég minnast orða úr ágætri enskri handbók, en þar standa þessi merkilegu orð: A good stage producer is born, not made. Einar Freyr. Þá er hversdagsleikinn byrj- aður á nýjan leik, jafnt í sjón- varpinu sem annars' staðar. Dagskráin á miðvikudagskvöld- ið var að mörgu leyti góð, eink um kvikmyndin Húmar að kvöldi, en að okkar dómi hefur sjónvarpið til þessa ekki sýnt nóg af góðum kvikmyndum. Myndin frá Þjóðhátið Vest- mannaeyinga var stórum betri en fsafjarðarmyndin, sem sýnd var hér á dögunum, en ýmis- Jegt mátti þó að henni finna. Fræðstuþættir sjónvarpéins hafa margir verið með mikium um hátíðarnar. í kvöld verða því endursýndir þættirnir „Stundin okkar“, og „Áramóta- skaup“, en, líklega verður ekki um að ræða endurtekningu á fleiri þáttum. Dagskráin i kvöld hefst kl. 18 með „Stund- inni okkar“, en þátturinn er í umsjá Hinriks Bjarnasonar, sem annast mun barnatíma sjónvarpsins í framtíðinni. Fréttaþátturinn hefst kl. 20,00 en bl. 20,20 hefst þátturinn „Munir og minjar“. Hér er um nýjan þátt að ræða, sem verð ur í umsjá starfsfólks Þjóð- minjasafnsins, en Kristján Eld- járn, þjóðminjavörður, mun fylgja honum úr hlaði. Eins og nafnið bendir til er ætlunin að gera þarna grein fyrir forn- minjum og listmunum, og er þetta ekki einskorðað við ís- lenzka muni og minjar, heldur munu jafnframt verða sýndir og útskýrðir erlendir gripir. Þáttur þessi verður einu sinni í mánuði. í þessum fyrsta þætti gerir Kristján grein fyrir skurð list Bólu-'Hjálmars, en hann var dverghagur eins og kunn- ugt er, og á Þjóðminjasafnið um 30—40 merka gripi eftir hann. að fagna. Klukkan 21.25 kem ur Dýrlingurinn, og kl. 22,20 þátturinn Áramótaskaup. Dag- skrárlok eru kl. 23,10. Klukkan 20.50 verður sýndur kvikmyndaþátturinn Gamlárs- kvöld i Reykjavík, en hann féll niður úr áramótadagskránni, eins og kunnugt er. Kvöldstund með Los Vaildemosa er sýnd kl. 21.00. Dagskrá þessa gerði íslenzka sjónvarpið um spænsku skemmtikraftana, sem skemmtu fyrir skömmu á Hótel Loftleið- um og áttu miklum vinsældum z Kristján Eldjárn ágætum, eins og við höfum áður drepið á, vfel valdir og skemmtilegir. Myndin „Hið lif- andi tré“ var mjög fræðandi, en það hefði farið betur á að hafa með henni tónlist eða „effekta“, það var oft dauft að hafa bara talið með. Eins finnst okkur að það eigi að sýna svona fræðslumyndir, sem ætlaðar eru börnum og ungling um, fyrr ú kvöldin. Sjónvarpinu hafa borizt marg ar áskoranir um að enduriaka ýmsa þætti, sem sýndir voru /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.