Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 20. janúar 1967 ViS þorratrogið í Nausti eru frá v. Bragi Ijósmyndari Vísis, og blaSamennirnir Björn Vignir MorgunblaSinu, ÞORRABLÚTIÐ I NAUST110 ARA CRÍMA SÝNIR JG ER AFI MINNI" OG „LÍFSNBSTA Nú lfður að frumsýningu á fyrstu verkefnum „Grímu" á þessu starfsárt, en það eru tveir einþátt ungar, „Eg er afi minn“ eftir Magn ús Jónsson og ,,Lífsncisti“ ijftir Birgl Engilberts. Leikstjórar eru þau Brynja Benediktsdóttir og Er- lingur Gíslason, en le'ikendur eru alls níu. Frumsýningin verður klukkan Árni Gunnarsson talar um Vietnam á Varðbergsfundi Á morgun, laugardag, halda VARÐBERG og SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVINNU hádegis fund um VIETNAM. Ræðumaður fundarins verður Árni Gunnarsson fréttamaður, sem ferðaðist um’ Vietnam nokkru fyrir síðastliðin áramót. Fundurinn verður haldinn íj 'Þjóðleikhúskjallaranum og hefstj kl. 12.10. Auk þess að flytja erindi um Vietnam-málið' mun Árni Gunnarsson sýna kvikmynd og lit skuggamyndir. i //J 10 á laugardagskvöldið, og hefur þessi sýningartimi verið valinn, þar sem einn leikandinn kemur beint af annarri leiksýningu. ,,Gríma“ hefur í vetur skipuiagt æfingatíma fyrir félaga sína í ball ett, skylmingum og látbragðsteik. Kennarar ihafa verið Þórhildur Þorleifsdóttir, Egill Halldórsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. „Gríma“ er sífellt á hrakhólum með húsnæði, og háir það ekki hvað sízt þessum nýja þættj í starf inu, en áherzla er nú lögð á að leysa þennan vanda. Félagar í ,,Grímu“ eru orðnir nær 50 talsins en stjórn skipa: Brynja Benediktsdóttir. formaður, Jón Júiíusson, ritari, Þórhildur Þorleifsdóttir, gjaldkeri, Jóhanna Norðfjörð, meðstjórnandi og Odd ur Björnsson, meðstjórnandi. „Gríma“ var stofnuð árið 1961 af þeim Kristbjörgu Kjeld, Vigdísi Finnbogadóttur. Erlingi Gislasyni Guðmundi Steinssyni, Magnúsi Pálssyni og Þorvarði Helgasyni. Félagar í ,,Grímu“ geta þeir orðið sem lokið hafa námi við viður- kenndan leiklistarskóla, en auk þess má meirihluti félagsfundar leyfa inngöngu þeim mönnum öðr uim, sem starfa fyrir Grímu,, og eðlilegt getur talizt, að verði félag ar, t.d. leikritahöfundum, leik- myndateiknurum o.s.frv. „Gríma“ hefur lagt áherzlu á að kynna verk íslenzkra höfunda og þannig orðið fyrst til að færa upp leikrit eftir Erling E. Halldórs son, Halldór Þorsteinsson, Magnús Jónsson og Odd Björnsson. Auk þess hefur „Gríma“ fært upp leik rit eftir Guðmund Steinsson, en Þjóðleikhúsið hafði áður sýnt verk eftir hann, og nú er í æfingu ein Fr. -íhdd á bh lu. Edith Thallaug syngur á tón- leikum Tónlistarfélagsins Norska óperu- og ljóðasöngkon an Edith Thallaug kemur' til Reykjavíkur n.k. sunnudág á; veg um Tónlistarfélagsins. Hún ætlar að halda hér tvenna hljómleika, á mánudags- og þriðjudagskvölcí kl. 7 í Austurbæjarbíói. Hingað kemur söngkorian , frá Stokkhólmi en þar hefur hún ver ið fastráðin við konunglégu óper- una síðan árið 1964. Edith Thall- aug stundaði upphaflega jöfnum höndum leiklistar- og -söngnám, óg kom fyrst fraim árið 1948, þá mjög ung, sem leikkona í Þjóð- leikhúsinu í Oslo, þar sem hún átti eftir næstu á'rin að.: leika ýmis mikilsverð hlutverk. En árið 1959 hélt hún fyrstu opinberu tónleik- ana og hefur síðan eingöngu helg að sig söngnum. Eins og áður er getið syngur Ed ifch Thallaug á mánudags- og þriðjudagskvöld. Á efnisskránni eru þrjú lög eftir Gösta Nyström, átta ungversk þjóðlög eftir Béla Bartok, þrjú lög eftir Hugo Wolff og þrjú lög eftir Schubert og loks ,,Haugtuss-a“ ljóðaflokkur eftir Grieg. Þessi lög sem eru 8 talsins eru samin við kvæði eftir Arne Garborg og munu aldrei fyrr hafa verið flufct hér í heild. Með Edith Thallaug kemur hing. að píanóleikarinn Jan Eyron, sem annast undirleikinn. Hann er tal- inn í fremstu röð meðal píanóleik- ara í Svíþjóð. ' Vinningsnúmerin i Happ- drætti Framsóknarflokksins eru: 11336 62754 15592. Vinninga má vitja í Skrif- stofu Framsóknarflokksins,j Tjarnargötu 26 . KJ—Reykjavík, fimmtudag. Við blaðamenn erum alltaf á- þreifanlega minntir á komu Þorra þvi að nokkrum dögum áður býður veitingahúslð Naust alltaf nokkr- um blaðamönnum til þorrablóts, og á miðýikudaginn var í Naust- Inu mikil veizla af þessu tilefni. Þorrablótið í Nausti verður nú í tírinda sinn, og það er víst varla ofmælt, að veitingamenn Nausts 'háfi hafið þorrablót hér á landi til vegs og virðingar, því á tíma- bili voru þeir heldur fáir, sem blót uðu þorra, en nú fer þetta s'töð ugt i vöxt, bæði innanlands og utan á meðal íslendinea. Á miðvikudaginn vár okkur blaðamönnum fyrst boðið upp á að bragða nýjan rétt. sem þeir i Naustinu framreiða á næstunni. Er það ,,flamé“ steik, sem Ib Weissman steikti á pönnu við borð gestanna í koniaki og öðrum bragð bætandi efnum, og smakkast alveg prýðilega með grænmetissalati og frönskum kartöflum. Er bragð- laukarnir höfðu verið kitlaðir með þessari ágætu steik, var lagt til at- lögu við þorratrogin, og það þótti tíðindum sæta, að blaðamenn dag blaðanna fimim átu úr sama trog inu, en sannleikurinn er nú sá, að samkomulag á milli blaðamanna við dagblöðin er mjög gott, en ekki á hinn veginn, eins og marg ur hefur viljað halda fram. Það er ekki að orðlengja það, að þorra maturinn bragðaðist upp á það bezta eins og áður, en í troginu er: Svið. smjör, hvalur, hákarl, blóð- mör, rúgbrauð, flatkökur, hangi- kjöt, rófustappa, sviðasulta, sels- hreyfar, lund'abaggar, bringukoll- ar og hrútspungar. Geir Zoega jr. framkvæmdastjóili Nausts, sagði að ekkert nýtt hefði bætzt í trogið, enda allt komið þar af venjuleg- um þorramat, sem hægt er að afla. Viða er leitað fanga í trogið. há- karlinn kemur vestan af Seltjarnar nesi og austan af fjörðum, sels- hreyfarnir koma frá Breiðafirði, og þannig mætti lengi telja. Með viðeigandi brjóstbirtu frá Símoni barþjóni rennur þorramaturinn ljúflega niður, og er ekki að efa, að margir leggja leið sina á þorra blótið í Naustinu eftir að Þorri gengur í garð, á föstudag, enda sögðu Naustsmenn, að þegar væri byrjað að panta hjá þeim, og væru það gestir, sem kæmu árlega og blótuðu Þorra í Naustinu, sem vildu vera öruggir um að missa ekki af troginu í þetta sinn. Árbók land- búnaðarins komin út j. nýútkomnu hefti af Ár bókinni, sem blaðinu hefur borizt, er m.a. þetta efni: Arnór Sigurjónsson skrif ar yfirlitsgrein um landbún aðinn 1965. Sveinn Tryggva son skrifar um sitarfsemi Framleiðsluráðs, og er þar rakin viðburðarík saga verð lagningarmála verðlagsárið 1965—66 frá hausti til hausts. Það hófst með því, að stjórn Alþýðusambands íslands gerði sex-manna- nefnd óvirka með því að láta fulltrúa sinn í henni neita að starfa, og leiddi því það til þess, að landbúnaðar ráðherra setti brgðabirgða lög, sem sviptu bændastétt ina öllum samningsrétti og áðstöðu til að hafa áhrif á verðlagningu búvaranna og gerðu hana þar með áhrifa- lausa á ákvörðun launakjara sinna það verðlagsár. Skýrt er frá öllum verð- lagsbreytingum á árinu, framleiðslumagni og aukn- Framhaid a bis io Kári Tímanum, Grétar Þjóðviljanum og ElSur AlþýSublaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.