Tíminn - 20.01.1967, Qupperneq 5

Tíminn - 20.01.1967, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 20. janúar 1967 TÍMINN 5 (Jtgefandl: FRAMSÚKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb>. Andrés Kristjánsson, Jón Helsason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslasón Ritstj.skrifstofur ■ Bddu- húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) I Af. greiBslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán lnnanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Athyglisverðar tölur um húsnæðismál Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur nýlega birt yfir- lit um byggingar í borginni á síðastl. ári. Samkvæmt yfir- liti hans hafa verið fullgerðar í Reykjavík 765 íbúðir á árinu 1966. Samkvæmt þessu og hliðstæðum eldri skýrslum hefur tala fullgerðra íbúða í Reykjavík seinustu 11 árin numið árlega sem hér segir: Árið 1956 ^ . 705 íbúðir — 1957 . . 935 — — 1958 . 865 — — 1959 . 740 — — 1960 . 642 — — 1961 . . 541 — — 1962 . 598 — — 1963 . 665 — — 1964 . 576 — — 1965 . . 624 — — 1966 . 765 Samkvæmt þessu yfirliti nam tala fullg.erðra íbúða í Reykjavík seinustu fjögur árin fyrir „viðreisn", árin 1956—59, 3245 eða 810 til jafnaðar á ári. Á umræddum fjórum • árum fyrir „viðreisn“ stefndi óðum í það horf að húsnæðisskortinurrf í höfuðborginni yrði útrýmt og þannig skapað jafnvægi 1 framboði og eftirspurn eftir húsnæði, en það er vafalítið mikilvægara atriði til að hafa taumhald á verðbólgu og dýrtíð en nokkuð annað. Iiúsnæðisskorturinn hefur ver>ð mesti dýrtíðarvaldurinn á íslandi. Með tilkomu „viðreisnarinnar“ er hér alveg breytt um. eins og framangreint yfirlit sýnir. Á „viðreisnar“-árunum sjö eða 1960—66 eru byggðar 4411 íbúðir í Reykjavík eða 630 til jafnaðar á ári. Þessi mikli samdráttur í íbúðabyggingum í höfuðborg- inni, hefur orðið til þess, að húsnæðisskorturinn hefur stóraukizt að nýju og húsnæði orðið dýrara að sama skapi. Þetta er ein af meginorsökum þeirrar dýrtíðar, sem nú er glímt við. Núv. stjórnarflokkar hafa verið sinnulausir um raun- hæfar aðgerðir í húsnæðismálum almennings, þótt þeir tali fagurlega og birti miklar áætlanir fyrir kosningar. Þeir hafa látið byggingar stórfyrirtækja og gróðamánna hafa algeran forgangsrétt. íbúðabyggingar fvrir almenn ing hafa mætt afgangi. Það mun haldast áfram eftir þing kosningarnar, ef þessir flokkar verða í meirihluta áfram. Waymouth aðmíráil Út af fyrir sig, ættu það ekki að þykja tíðindi, þótt skipt væri um yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflug velli, en það er gert á tveggja ára fresti. Þó er ástæða fyrir íslenzk blöð að geta þess, þegar Weymouth aðmír áll lætur af störfum- Hann reyndist sérstaklega skilnings glöggur á afstöðu þjóðlegra fslendinga í deilu þeirri, sem hefur risið út af Köflavíkursjónvarpinu. Vegna atbeina hans og annarra skilningsgóðra Bandaríkjamanna, er það ekki sök varnarliðsins, þótt enn hafi ekki verið gerð ^r ráðstafanir til að leiða það mál til sómasamlegra lykta. Walter Uppmann ritar um alþjéðamál: Hvorugur aöilinn getur farið með sigur af hólmi i Vietnam Blekking* sem báðir aðilar þurfa jafnt að losna við HORFURNAR væru sýnu bjartari á hinu nýja ári, ef við gætum losað okkur við það við hori í umræðum um styrjöldina, að þjóðin standi andspænis á- kveðnu vali milli sigurs eða ó- sigurs, annað hvort verðum við að draga okkur skilyrðislaust í hlé eða óvinurinn að gefast skil yrðislaust upp. Auðvelt er að tala um val milli þessarra and- stæðua, en þær umræður leiða aðeins í ljós. að þeir, sem þannig tala, hafa blátt áfram lát ið undir höfuð leggjast að hugsa. Þessir tveir tilnefndu kostir breiða aðeins blæju yfir hinn raunverulega vanda og gera hann óviðráðanlegan. Hinn raunverulegi vandi er í því fólginn að finna einhvern meðalveg, einhvern annan kost Suður-Vietnam til handa en ann að hvort hersetu Bandaríkja- manna um óákveðna framtíð eða beina yfirdrottnun Norð- ur Vietnama. Engin von er til, að hin virku andstöðuöfl, hvorki í sunnanverðu né norðanverðu Vietnam, ljái nokkurn tjma sam þykki sitt til varanlegrar hern aðarnærveru Bandaríkjamanna í Suður-Vietnam. Norður-Viet- namar geta hins vegar ekki gert sér neinar vonir um að Banda- ríkjamenn fari á burt með her- afla sinn og fleygi ríkisstjórn Suður-Vietnam fyrir fætur þeirra. Von felst ekki í neinu öðru en umsömdu samkomulagi. SAMKOMULAG er hins veg ar ekki unnt að ræða meðan for setinn er í hinni tilbúnu klemmu vals milli sigurs og ó- sigurs, vinnings eða taps, yfir þyrmingar eða brottfarar, frá hvarfs eða jöfnunar við jörðu. Að eiga að velja milli þessarra einstefnuöfga, er sama og að vera skyldaður til að velja hið ómögulega, óraunverulega, — hreina vitleysu. Annars vegar eru öfgar þess skilnings,' að unnt sé að knýja her Bandaríkjamanna til brott- hvaris, annað hvort vegna þess, að hann bíði ósigur í orrustu, eða vegna hins, að bandaríska þjóðin þreytist á baráttunni. Jean Sainteny, sem hefir þekkt Ho Chi Minh lengur og rætt við hann fyrir skemmri tíma en nokkur annar vestrænn maður, heldur fram, að Norður-Vietnam ar kunni feð vera haldnir þeirri blekkingu, að enda þótt að' bandaríski herinn í Indókína sé Öflugri en franski herinn þar var á árunum upp úr 1950, þá hljóti hann að feta hina sömu braut til endanlegs ósigurs. Sé þetta skoðun Ho Chi Minhs elur hann með sér háskalega blekkingu. Ekki er unnt að kveðja saman eða vopna neinn Asíuher, sem orðið geti ofjari hernaðarafls Bandaríkjanna. Bandaríski herinn hefur óum- deilanlega mátt til að halda , kyrru fyrir í Suður-Vietnam þar til hann er kvaddur buri; að yf- irlögðu ráði, samkvæmt um- iömdu samkomulagi. HO CHI MINH EN ENDA þótt- að ekki sé unnt að sigra bandaríska her- inn er ekki þar með sagt, að hann geti borig ótvíræðan sigur úr býtum. Þeir. sem geta brotið niður hús og jafnað það fullkom lega við jörðu, eru oft og ein- att ekki menn til að byggja nýtt hús í staðinn. Mendel Rivers, formaður her- nefndar fulltrúadeildar þings- ins,, vill ,,jafna Hanoi við jörðu og láta álit umheimsins lönd og leið“. Hann er ágætur fulltrúi stríðshaukanna, öfganna til ann arrar handarinnar. Verði menn eins og hann yfirstferkarii — og þeim hefir því miður stöðugt aukizt ásmegin^ síðan 1965, — lendum við í enn meiri vandræð Um en við eigum nú við að stríða. Þetta viðhojf. Mendel Rivers og skoðanabrírðra hans er einn ig viðhórf flughersins. Þétta við horf er mjög mikilvægt, þar sem forsetinn hefur hvað eftir annað hneigzt . til ' undanhalds- semi við það, enda þótt að hann hafi andmælt og veitt viðnám. Við höfum ekki ráð á að blekkja sjálfa okkur að því varðar þær afleiðingar, sem það hefði óhjá- kvæimilega í för með sér að framkvæma þessar öfgar. Telji þjóðin sig ómótmælanlega til þess kjörna að beita takmarka- lausum hernaðarmætti í Viet- nam og sýni það í verki, hlýtur hún að verða að standa ein sér, einangruð frá öllum öðrum þjýð um- RIVERS nefndarformaður heldur að þetta. leiddi ekki til annars en þess, að framámenn annarra þjóða flyttu ræður, skrifuðu forustugreinar og gengust fyrir mótmælagöngum. Það sé allt og sumt. Rivers virð ist þekkja heiminn illa. Sagan sannar okkur, ag þegar öflug asta herveldi heims hefir sýnt og sannað, að það sé viljugt og reiðubúið að beita takmarkalaus um hernðarmætti til að tryggja framgang sinna mála, er undir eins hafin myndun bandalags til þess að hamla gegn hemað- arstefnu þess. í þessa átt hefir stefnt síðan 1965. Og úr þessu verður í framkvæmd, ef við höldum að við getum beitt vopn um okkar án alls tillits til skoð ana umheimsins. Sjálfumglöð beiting skefjá- laúss hervalds verður Banda rikjamönnum alveg jafn háska leg og hún hefir áður reynst öðrum í sögu þjóðanna. Ein- strengingsleg, takmarkalaus beiting hervalds sameinar aðrar þjóðir til andstöðu gegn því veldi, sem henni beitir Hinir herskáu meðal okkar, sem ekki eiga nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim, sem vilja sýna skoðunum mannkynsins tilhlýðilega virð- ingu, eru fávísir menn og heimskir. Þeir kunna ekki mannkynssoguna og eru fáfróð ir um þann heim, sem þeir eru að tala um. Hafi þeir sitt fram hljótum við, engu síður en aðr ir hernaðarsinnar á undan okk ur, að komast að raun um, að óttinn við mátt okkar og tor- tryggnin á markmið okkar leið ir til sameinmgar annarra þjóða gegn okkur. I [

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.