Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 8
mm ilillll ;! -íííi jlg|:p P»Í|»PpÍ jfc <1 :;í: p 1 pppt-::; SSS<S.<y ■. W${ | wL ■Íiííi: || ■ ■ ■■ ' :: ý ' 'y ^>4Í.^iSí fcl i •• FÖSTUDAGUR 20. janúar 1967 ti! Mallorca Hálfsmánaðardvöl í sólinni ásamt fæði, ferðum og dvöl á 1. flokks lúxushóteli fyrir 10 þúsund krónur Hér á landi dvaldi um hríð Juan Canals hóteleigandi á Mallorca ásamt þýzkri konu sinni. Erindi hans hingað var að ganga frá samningum við Guðna Þórðarson eiganda Ferðaskrifstofunnar Sunnu um föst afnot af 80 rúmum í 1. flokks hótelum á Mallorca allt árið. hótelið sitt á Mallorca Fréttamaður Tímans hitti Juan Canals og konu hans að máli fyrir skömmu ásamt Guðna Þórðar- syni. Juan Canals á 8 1. flokks ’hótel á Mallorca og eru Alexandra og Luxor þeirra kunnust. Guðni 'skýrði svo frá, að hann væri að 'hefja reglulegar ferðir til Mall- orka annan hvem sunnudag með 'leiguflugvél, sem tæki 85 manns og myndu farþegar dveljast á Mallorca á Luxor eða Aiexandra fhótelunum í hólfan mánuð og stanza einn dag í Loridon á heim- leið. Með þeim samningum, sem 'hann væri nú að gera við Juan Canals gæti Sunna nú lækkað verð á ferðum um þriðjung eða mður í 9.600.----- 11.800.— krónur fyrir manninn. í þessu verði væri inni- falið auk ferða og gistingar fullt fæði alla dagana á Mallorca og það fullkomið fæði, morgunverð- ur og fjórréttaðir hádegisverðir og kvöldverðir, einn fiskréttur og þrír kjötréttir. Sunna hefur ráðið mann til að reka fyrirgreiðsluskrifstofu fyrir ferðaskrifstofuna í sumar. Verður það Njörður P. Njarðvík, sem mun dveljast þar með fjölskyidu sinni í sumar og verður fóiki er ferðast á vegum Sunnu til aðstoð- ar auk fararstjó-anna, sem veröa með hverjum hópi. Fá íslending- ar kort frá Sunnu, sem þeir bera á sér og ef þeir lenda í erfið- leikum sýna þeir kortið og láta hringja í^Njörð. Sagði Guðni að af þessu yrði mikil öryggl fyrir ferða langa Sunnu, því margir væru mál lausir á önnur mál en ísl. og gætu íslenzkur ferSamannahópur á Mallorca. lent í erfiðleikum af þeim sök- um. Annars geta menn bjargað sér vel á ensku,"'frönsku eða þýzku — jafnvel væri auglýst í gluggum sumra verzlana í Mallorca að þar væri töluð sænska. Auk þessara samninga við Juan Canals hefur Guðni tekið á leigu fyrir Sunnu fjórar íbúðir, ætlað- ar fjölskyldum, í nýtízku fjölbýl- ishúsi í Palma, nálægt . miðborg- inni. í þessum íbúðum er fullkom- ið eldh'ús og gætu því þeir sem þesskr íbúðir notuðu matreitt sjálf ir. Auk þess geta fjölskyldurnar haft á leigu bíl. Yrði kostnaður um 12 þús. krónur á mann í tvær vikur að meðtöldum ferðum. Juan Canals sagði að spænska ríkið hefði mjög strangt eftirlit með rekstri hótela og þyrfti að uppfylla miklar kröfur til að fá hótel í 1. flokk og lúxusflokk að auki, til þess þyrfti að vera full- komin loftræsti og hita og kæli- kerfi, sérstakt bað í hverju her bergi og allstór veröpd. Öll hótel hans væru í fyrsta flokki. íslend- ingar hefðu dvalið töluvert á hótel Alexandra og Lúxor og líkað vel og honum hefði líkað vel að hafa islenzka gesti. Juan Canals sagði, að um þrjár og hálf milijón ferða- manna kæmu nú árlega til Mall- orca og nú færi í vöxt að menn kæmu til Mallorca á vetrum. Eink- um væri það fullorðið fólk, sem ekki væri störfum bundið og dveldi í hlýjunni yfir vetrarmán- uðina og svo færðist það stöðugt í aukana að fólk tæki frí frá störf- um að vetrarlagi. Vetrarmánuðim ir á Mallorca væru svipaðir og sum armánuðirnir hér norður frá, hlýtt og,notalegt og mikið sólskin en þó ékki hægt að reikna með sjó- böðum. 1500 hótel væru á Mall- orca; vmörg þeirra þó léleg og að- eins opin yfir sumarmánuðina. Mjög mikilvægt væri fyrir Mall- orca sem ferðamannastað að hafa góðar baðstrendur og því hefðu hótelin gert með sér félag, sem tryggir öllum gestum jafnan að- gang að ströndinni og ennfrem- ur sjá þau svo um, að hún sé ætíð vel hirt. Auk hins góða loftlags, sagði Canals, hefur Mallorca upp á ým- islegt annað að bjóða, sem ferða- mannaland. Þar er afar fjölbreytt og ^allegt landslag og þar er unnt að stunda tennis, útreiðar, sjó- skíðaferðir, froskköfun og fl. Auk þess er þar nautaat í hverri viku, 6 fyrsta flokks næturklúbbar og tugir annars flokks. Þar væri sigl- ingaíþróttin stunduð af kappi. Þar væri unnt að leigja seglbáta og skemmtisnekkjur og í rauninni væri hægt að fá allt milli himins og jarðar leigt á Mallorka. í höfn- inni í Palma væru aldrei færri en 2—300 snekkjur og þar væri t.d. enn hin glæsilega og íburðar- mikla snekkja Errols heitins Flynns. Hún hefði legið þar síðan hann lézt og væri víst til sölu en ekki kvaðst hann vita verðið. Nú væri verið að byggja nýja hraðbraut til Palma.og lægi hún um Arenal-ströndina, þar sem hót- el hans væm, og myndi það ekki ,taka gesti sína nema um 5 minút- ur að komast inn til Palma, þegar hún hefði verið tekin í notkun. Og nú væri verið að reisa nýja flugstöðvarbyggingu, þá þriðju, sem reist hefur verið á 10 árum. Umferðaraukningin um flugvöll- inn hefur orðið miklu meiri en menn óraði fyrir. Menn, sem einu sinni hafa dvalið á Mallorca xoma aftur, já aftur og aftur, sagði Can- als. Guðni Þórðarson sagði að Mall- orcabúar væru sérlega elskulegt fólk og orðlagt fyrir hjáingemi sína, gestrisni og lipurð. Hann hefði nú sent samtals um 2000 ferðamenn til Mallorca frá íslandi og aldrei fengið eina einustu kvört un um að nokkrum hlut hefði ver- ið stolið. Það væri nokkuð önnur saga en frá hópferðum um ítalíu t.d. Tjeká. tuxor-hótelið eitt af hótelum Juan Canals. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.