Tíminn - 20.01.1967, Side 13

Tíminn - 20.01.1967, Side 13
FÖSTTJDAGUR 20. janóar 1967 13 „Sensjasjón“ í undanúrslitum HM: Tékkar unnu Rúmena 19:17 og Danir Rússa 17:12! DANIR og TÉKKAR berjast um heimsmeistaratitilinn Alf—Reykjavík. Það verða Danir og Tékkar sem berjast um heimsmeistara titilinn í handknattleik. Heims meistararnir frá Rúmeníu eru úr leik, töpuðu fyrir Tékkum 17:19, og „litla" Danmörk sló rússneska björninn út í hörku leik, 17:12. Hver átti von á þassum úrslitum? Úrslitaleik urinn um heimsmeistaratitil- inn milli Dana og Tékka verð- Leikir í dag I dag fara fram tveir leik- ir í HM í handknattleik. Verða það leikir Svía og Vestur-Þjóðverja um 5. og 6. sæti og Ungverja og Júgó slava um 7. og 8. sæti. Fara báðir leikirnir fram í Sekils tuna. Það er svo á morgun, laugardag, sem úrslitaleik- ur keppninnar fer fram og einnig leikurinn um 3. og 4. sæti. ísl. dómarar á erl. stórleikí í fréttatilkynningu frá Knatt- spyrnusambandi íslands, sem blað inu barst í gær, segir, að KSÍ hafi verið falið að útvega ísl. dóm ara sem línuverði í leik á milli A-Þjóðverja og Hollendinga, sem fram á að fara { Leipzig 5. apríl n.k. Þá er og getið um það, að ísl. dómari eigi að dæma leik Sovétríkjanna og i'u-valsliðs Norð- urlanda, sem að mestu verður skip að Finnum, en frá því hefur verið skýrt frá áður. ur háður í Vesterás á morgun, laugardag, og þá fer einnig fram leikur á milli Rúmena og Rússa um 3. og 4. sæti. ISamkvæmt frétaskeyti' norsku fréttastofunnar NTB og sænsku fréttastofunnar TT, voru Té'kkar betri aðilinn í viðiireigninnl við heimsmeistarana frá Rúmeníu, hvað knattleikni og léttleika við- vék. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, og í hálfleik höfðu Tékkar tryggt sér eins marks forskot, 11:10. Það var einkurn í síðari hálfleik, sem yfirburðir tékknesku leikmannanna í knattleikni og línu spili komu í ljós. Driffjöðurin í tékkneska Uðinu var Vaclav Duda sem í síðari hálfleik var aðalógn- valdur rúmensku vamarinnar og skoraði hvað eftir annað. Rúmensku ledkmennirnir léku fastan og þunglamalegan hand- knattleik, gagnstætt hinum létta leik Tékkanna, og þeirra bezti kafli var í fyrri hálfleik. Sænski dómarinn Hasse Karlsson dæmdi sex vítaköst í leiknum, þar af fimm á Tékka, en Rúmenar misnot uðu fjögur þeirra! Það var undir lokin, að Gruia, bezti maður Rú- mena í þessari viðureign, breytti út af venjunni og skoraði úr 5. vítakastinu, en það nægði ekki, munurinn var samt sem áður tvö mörk, 19:17. Hinir 3500 áhorfen^ur leiksins fengu að sjá spennandi og harða keppni, þar sem 5 leikmönnum var vísað út af tll kælingar. Mörk Tékkóslóvakíu skoruðu: Duda 7, Havlik 4, Konecny 3, Buna 2, Mar es, Kinner og Benes 1 mark hver. Gruia var hinn sterki maður Rúmena og skoraði samt. 11 mörk í leiknum. Moser og Licu skoruðu 2 mörk hver, Jako og Gunes 1 hvor. Eins og kunnugt er, eru Rúmen ar tvöfaldir heimsmeistarar sigr-, uðu 1961 og 1964, og flestir áttu I von á. að þeir myndu sigra Tékka 1 af gömlum vana, en Tékkar hafa ! löngum haft minnimáttarkennd fyr ! ir Rúmenum. Hér sést einn dönsku leikmannanna, Ivan Christiansen, skora gegn Frökkum. Christiansen kom hingað til lands s. I. haust með Árhus KFUM og vakti þá athygli ásamt Klaus Kaae og John Vodsgárd. Erik Holst maðurinn á bak við danska sigurinn Tekst V alsmönnum að stöðva sigur- göngu FHíkvöld? Alf-Reykjavík. — Tveir leik- ir verða háðir í 1. deild í hand- knattleik í kvöld. í fyiri leikn um mætast Haukar og Ármann, Og verður án efa barist af mikl um krafti í þeim leik, en þetta er leikur botnliðanna i dag. Takist Ármenningum ekki að krækja í stig, fara vonir þeirra um áframhaldandi setu í 1. deild, dvínandi. Leikur kvöldsins verður leik ur PH og Vals. Tekst Vals- mönnum að stöðva sigurgöngu FH og skapa þeir með því spennu í mótinu á nýjan leik? Víst er, að Valsmetin eru stað ráðnir í að gera sitt bezta, enda hafa þeir möguleika á að sigra í mótinu. Sigri hins veg- ar PH, hefur PH náð 4ra stiga forskoti í deildinni. Fyrri leikur hefst kl. 20.15 í Laugardalshöllinni. Dan'ir eru ekki í neinum vafa um, hver sé bezti markvörður heims. Nafn hans er Erik HqIsí. Og Holst var maðurinn á bak við hinn sæta sigur Dana yfir Rúss- um í gærkvöldi. Með frábærri frammistöðu sinn'i í markihu gaf hann meðspilurum sínum kjark Qg áræði í síðari hálfleik, þegar mest Iá við. Og í fyrsta skipti eru Dan ir komnir í úrslit í hcimsmeistara- keppni í handknattlcik. Sigur yfir Rússum í gærkvöldi, 17:12 kom vissulega eins og þruma úr heiðskíru lofti, en staðreyndin var sú, að Danir voru betra liðið, og allt gekk á afturfótunum hjá Rússum, sem sennilega hafa ekki Skemmtikvöld BREIÐABLEKS Knattspymudeild U.B.K. heldur skemmtikvöld laugardaginn 21. janúar í Sjálfstæðishúsinu í Kópa- vogi kl. 8.30. Munið að skemmt- unin er haldin vegna væntanlegr- ar utanferðar. Fjölmennið og tak ið með ykkur gesti. búizt við svo liarðri - mótspyrnu dánska liðsips. í hálfleik höfðu Danir apeins éitt mark yfir, 9:8, en í síðari hálfl. höfðu þeir leikinn í hendi sér og unnu verðskuldað. Erik Holst var maður dagsins og I sjaldan mun hann hafa varið bet « I ur. Ástandið í rússneska markinu i var í öfugu hlutfalli. Sífelldar skiptingar markvarða áttu sér stað þ.é.a.s. eins oft og dönsku lang- Framhald a bls. 14. Nýlunda í badminton Alf-Reykjavík. — Á mo.0un, laugardag, efnir TBR til einliða- leiksmóts í badminton. Verður þetta opið mót og að því leyti nýlunda. Mjög góð þátttaka er í mótinu og eru ajlir okkar beztu badmintonleikarar meðal kepp- enda. Keppt verður í tveimur flokkum karla, 1. og meistara- flokki. Mótið verður háð í Valshúsinu og hefst klukkan 2 e.h. Mótsstjóri verður Kristján Benjamínsson. Áhugi á badminton fer vaxandi hér og er mikið líf í starfsemi r"BR og í Badmintondeild KR. mikill badminton-áhugi er á Akra nesi og er skemmst að minnast, að nokkrir ungir þátttakendur það an stóðu sig vel á unglingamóti TBR, sem nýlega var háð. Laugardalshöll 1. deild. íslandsmótið í handknatt- leik í kvöld kl. 20,15 Ármann - Haukar Valur - FH. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.