Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1967, Blaðsíða 1
BIÐJA RAÐ HERRA UM VIÐRÆDUR EJ-Reykjavík, fimmtudag. Nefnd sú, sem fundur útvegs- manna í Reykjavík og Hafnarfirði kaus á sunnudaginn til þess að fylgja eftir ályktunum fundarins um málefni bátaútvegsins, liefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, og þá sérstak- lega við sjávarútvegsmálaráðherj-a og viðskiptamálaráðherra. Síðdeg- is í dag hafði ekki borizt svar við þessari beiðni, en þess vænzt innan skamms. í nefndinni eiga sæti Þórður Stefánsson, Hafnarfirði, Andrés Finnbogason, Reykjavík, Guðni Sigurðsson, Reykjavík og Jón Héð insson Hafnarfirði. Svo sem frá hefur verið sagt í blaðinu, samþykkti fundurinn á Framhald á bls. 14. Ný málshöfðun vegna bókar Manchesters! ,LOOK' sm ,STERN' NTBjHamburg, fimmtudag. Á morgun leggur bandaríska tímaritið Look deiluna við þýzka vikuritið Stern fyrir borgaraleg- an dómstól í Hamborg og mun gera þá kröfu, að kveðinn verði upp bráðabirgðaúrskurður um það að Stern sé óheimilit að birta óstytta kafla úr liinni umdeildu bók William Manchester, Dauði forsetans. Framhald ^ bls. 14. isser t* SMJÖRLEYSIÁ AUSTURLANDI! FBJReykjavík, fimmtudag. Smjörlaust cr nú um mestan liluta Austurlands, að því er Svavar Stefánsson, mjólkurbús- stjóri á Egilsstöðum skýrði blað inu frá í dag. Aðalástæðurnar eru þær, að minna mjólkur- magn berst nú til mjólkurbús- ins en verið hefur og meiri eft irspurn er eftir neyzlumjólk vegna hins stóra síldarflota, sem stöðugt kemur til Aust- fjarðahafna og þarf að fá vistir þar. í viðtali við Tímann í dag sagði Svavar, að smjörlaust væri á Egilsstöðum, Reyðar- firði, Eskifirði og Seyðisfirði, og lítið væri til af smjöri á Norðfirði. Mjólkurbúið, sem sér þessum stöðum fyrir smjöri og neyzlumjólk, er á Egilsstöð um, og verður það að iáta alla sína mjólk til neyzlu og hef- ur ekki getað framleitt smjör af þeim sökum að undanförnu. — Hálfgert neyðarástand er hér ríkjandi af smjörleysinu og vegna þess hve skipaferðir eru strjálar hefur ekki verið hægt, að flytja nægilega mikið smjör hingað austur annars staðar að af landinu, sagði Svavar. Mánaðariega selur búið á Egilsstöðum um 100 þúsund lítra af mjólk og er hún öll pökkuð í plastpoka, en það hef ur verið gert síðan í ágústmán uði s. 1., og sagði Svavar, að kaupendur væru einstaklega ánægðir með þessar umbúðir, og ef eitthvað væri hefðu þær heldur orðið til þess að auka söluna á mjólk. Mjólkinni er pakkað í 1 lítfa poka, en síðan er tíu pokum pakkað saman í Framhait . Pekingútvarpið ákærir andstæðinga Maos: Reyndu aö tæma banka í Shanghai! A myndinni sjást Rauðir varðliðar frá skóla í Kirin-héraði í norð-vestur hluta Kína syngja byltingarsöngva, á leið sinni til þátttöku í menningar- byltingunni í Peking. NTB-Tokíó, fimmtudag. Byltingasinnaðir verkamcnn í Shanghai, stuðningsmenn Maos, formanns og menningarbyltingar- innar brutu niður samsæri, sem miðaði að því að tæma banka borg arinnar og hvetja fólk til að hamstra vörur í þeim tilgangi að eyðileggja viðskiptalífið, sagði Peking-útvarpið í kvöld. Sagði útvarpið, að hópur and- stæðinga Maos hefði hvatt verka- menn til að krefjast hærri launa, en það hefði leitt til mikilla út- tekta á reiðufé í bönkunum. Starfs menn bankanna ráðfærðu sig þá við yfirmann fjármálaskipulags- nefndar borgarinnar, sem hefði sagt, að afhenda skyldi verka- mönnunum peningana, ef þeir kæmu til að sækja þá. Þjóðbankinn í Shaghai setti þá upp skilti þess efnis, að allir tékk- ar yrðu innleystir í reiðufé. Fyrst er ekki væru lengur neinir pen- ingar fyrir hendi skyldi hætta greiðslum. Sams konar skipanir fengu aðrir bankar í Shanghai. | Á þennan hátt komst mikill hluti peningiaeignar ríkisins í um- ferð og það leiddi til aukinna kaupa á lúxusvörum. Samtímis út- breiddu jarðeigendur, ríkir bænd- ur og andbyltingarmenn út logn- Framhaid á bls. 14 VID ERUM FUSIR TIL SAMNINGA- VIDRÆDNA VID DANDARÍKJAMENN - segir utanríkisráðherra þjóðfrelsishreyfingarinnar í Suður-Vietnam NTB-Lundúnum, fimmtudag. I Utanríkisráðherra frelsishreyf- ingarinnar í Suður-Vietnam, pró- fessor Nguyen van Hieu, segir í viðtali við brezka tímaritið New Statesman, að frelsishreyfingin sé fú.s til samningaviðræðna við Bandaríkjastjórn án sérstakra skil yrða. Eins og kunnugt er’hefur viet- namska þjóðfrelsishreyfingin, FL N, verið kölluð Vietcong, a.m.k. á Vesturlöndum. Greinin í New Statesman hefur vakið mikla athygli. Viðtalið átti Gloria Stewart, blaðamaður New Statesman, við prófessorinn, ein- hvers staðar á Mekong-frumskóg- arsvæðinu. Segir prófessorinn, að þjóðfrelsishreyfingin sé fús til við ræðna við Bandaríkjastjóm um Vietnam, án þess að setja sérstök skilyrði fyrir þeim viðræðum. Brýt ur þessi yfirlýsing algerlega í bág.a við þá kröfu stjórnarinnar í Hanoi að Bandaríkin verði að uppfýlla viss skilyrði áður en viðræður gætu hafizt. — Við viljum, að Vietnam verði frjáist og óháð ríki, en Norður- Vietnam er sem stendur fast bund ið hinni kommúnistí:ku blokk. Við erum hlynntir efnahagskerfi, þar sem blandast saman ríkisrekst ur og einkaframtak, og erum and- stæðir einokunarkerfinu í Norður- Vietnam, sagði prófessorinn, og bætti við, að frelsishreyfingin væri fús til að-<taka þátt í samsteypu- Framhald á bls. 14. Lögreglan lokar næt- urklúbbi í Reykjavík Alf-Reykjavík, finimtudag. f kvöld stöðvaði lögreglan í Reykjavík starfsemi ólög- legs „næturklúbbs" hér í borg. Forsvarsmaður klúbbs ins er fransk-kanadiskur landshornafiakkari, sem kom til landsins skömmi fyrir áramó*. „Ííæturklúbburinn“ var starfræktur í kjallara hússins í Hafnarstræti L jg þegar lögreglan kom á stað inn í kvöld, voru allmargir unglingar þar saman komn ir. Stöðvaði lögreglan „gleð ina“ og var forsvarsmaður klúbbsins færður til yfir- heyrslu. ,,Næturkiúbburinn“ hefur verið í unpsiglingu um nokkurt skeií, eftir því sem Tíminn hefur fregnað eftir einum unglinganna. Engin hijómsveit var til staðar, en danslög leikin af segulbandi í gegnum hátalara, sem stað settir voru i húsinu. Þess má geta, að forsvars maður klúbbsins hefur feng izt við ,,málaralist“ og unnið sér m. a. til frægðar að mála úr kúablófii!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.