Tíminn - 22.02.1967, Síða 8

Tíminn - 22.02.1967, Síða 8
0 8 TflWINN MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 1961 Arsins 1966 mun verða getið sórstaklega í sögu landbún.iðar- ins. Þá gerðust ýmsir hlutir, sem ekki gerast hversdagslega. Und- anfarin tvö árin hafði verið góð- æri, sérstaklega 1965. Þá spratt meira gras á íslandi m nokkru sinni fyrr. Tíðarfar var gott árið um kring um land allt, nýting heyja ágæt og þvi meiri hey að hausti, en nokkru sinni fyrr frá upphafi íslands byggðar. Bustofn bænda stækkaði og framleiðslan jókst. Þar hjólpaði til, að líklsga hafa aldrei verið jafnstórir græn fóðurakrar og þetta haust og tið- arfar frábært, svo að nálgaðist sumarveður fram--undir vetu.-næt- ur. Mjólkin flæddi úr kúnum og smjörbyrgðir hlóðust upp og urðu framan af sl. ári meiri en dæmi eru til í sögu landbúnaðarins, en um leið lokuðust allir smjörmark aðir í Bvrópu og fengu fleiri þjóð- ir að kenna á því en við íslend- ingar. Næst gerast þau tíðindi, að Framleiðsluráð setti smjörið á útsölu, á verði, sem var kr. 37,25 lægra en hið skráða verð. Ráðið fór fram á það við ríkisstjórn- ina að mega hækka mjólkina sem I smjörlækkuninni næmi. Því var synjað með þeim rökum, að ekki væri fé til að auka niðurgreiðslur mjólkur. Þá gerðist það, að Fram- | leiðsluráð fyrirskipaði innvigtun- . argjald af allri mjólk, 50 aura í maímánuði og 1 kr. af kg næstu iþrjá mánuði eða íil ágúsúoka. Skyldi þetta gjald notað til vernd- ar þeim mjólkursamlögum, sem höllustum fæti stóðu einkum vegna framleiðslu mjólkurvara síð ari helming ársins. Bændur tóku þessum skatti illa og var nokkur vorkunn. Fannst þeim Framleiðslu ráð' færi með eins konar ráns- hendi í framleiðslu þeirra, og yrði skattinum aldrei aftur skilað. Upp hófst mikill misskilningur meðal bænda þrátt fyrir nokkrar upplýs- ingar bæði í ræðu og riti af hendi framleiðsluráðs. Hófst nú kurr mikill meðal bænda, og nokkrir menn, sem töldu sig vel til forustu fallna, boðuðu til fjölda funda, bæði sunnanlands og norþ an og varð fundasókn mikil og umræður, samþykktir gerðar og nefndir kosnar, sem gengu síðan á fund Framleiðsluráðs og land- búnaðarráðherra. Þó gerðust eng- in sérstök tíðindi önnur en þau að innvigtunargjaldinu var aflétt í ágústlok, eins og ákveðið var og í september tilkynnti Fram- leiðsluráð, að mjólkurbúum væri heimilt að endurgreiða bændum allt innvigtunargjaldið og varð þvi tap okkar bænda ekki annað en vextirnir af þessum hluta mjólkurverðsins, sem lá allan tímann hjá mjólkurbúunum og kom þeim til góða. Kom á dag- inn, að Framleiðsluráð hafði ekki reiknað dæmið rétt, og er það ekki ásökunarefni, og fór svo, að útkoman varð betri en búizt var við. Hér kom tíðarfarið til sögunnar, sem var allmiklu kaldara en árið áður. Langvar- andi frosthörkur á svo að segja auða jörð sunnanlands og vestan. Mikill klaki gekk því í jörð, vor- ið kalt og vætusamt olÚ því, að vetrarþelinn sat í jörð fram eftir öllu sumri. Vorsáning öll um mánuði seinni en venjulega, græn fóðurakrar miklu minni en árið áður og illa sprottnir, haustbeit því lítil og mjólk tapaðist úr súm fyrr en varði. Heyfengur mun minni en oft áður, olli því, að bændur förguðu kúm í meira lagi, og mun hinn sterki áróður fyrir minnkandi mjólkurframleiðsíu, hafa átt nokkurn þátt i þeirri ráðstöfun. Það mun því nærri lagi, að mjólkurframleiðslan á sl. ári hafi dregizt saman álíka mikið og Framleiðsluráð áaétlaði, að hún myndi aukast. En við útreikning sinn studdist Framleiðsluráð við þá mjólkuraukningu, sem var fram eftir vetri 1966, sem mun haia verið um 5% aukning. Gætti þar áhrifa frá góðæri fyrra árs, sem þvarr smátt og smátt og meira til, þegar kom fram á árið, svo að mjólkubskortur varð á Reykja- víkurmarkaði um haustið. En ein báran rís, er önnur fellur. Sá mikli áróður, sem við var hafður, að bændur drægju úr mjólkur- framleiðslu og færðu yfir á sauð- fjárafurðir, og sem nokkur áhrif hafði, missti marks. Nú hefur orð- ið mjög mikið verðfall á kjöti, svo að ekki er öllu hagstæðara að flytja út dilkakjöt en mjólk- urafurðir, að öðru leyti en því, að kjötið er seljanlegt á hinu allt of lága brezka markaðsverði. Þetta mikla vandamál verður ekki rætt hér, að þessu sinni, til þess er ekki tími, enda ber líka öðrum Þorsteinn Sigurðsson flytur ræðu sína við setningu Búnaðarþings. að ráða fram úr þeim vanda, sem nú ber að höndum, að svo miklu leyti, sem það er unnt. Kjötverði á brezkum markaði ráða þau öfl, sem engum þýðir að deila við, og þótt til annarra átta sé leitað, mun líka sögu að segja. Það er því varla um annað að ræða en innanlands ráðstafanir. Forráða- menn Búnaðarfélags íslands óska ekki að blanda sér í þessi mál og verða vart til þess kvaddir. Þegar skipan verðlagsmála var sett með lögum, þótti sjálfsagt, að þáverandi búnaðarmálastjóri væri einn af þremur framieiðenda fulltrúum í sexmannanefnd. Þeg- ar hann hætti störfum eftir 12 ár, var ekki óskað, að eftirmaður HESTAR OG MENN Reið- og drátttsrhestar í greininni, „Leikm'annsþank ar um hrossarækt", er réttilega bent á, að hestamenn, þ. e. áhugamenn og sérfróðir, ættu eftir öll þessi ár, sem ráðu- nautar hafa starfað, að hafa öðlazt verulega möguleika til jákvæðna ákvarðana og ein- lægra samtaka. Undir þetta ættu allir að taka. Eg tel, að í haust hafi verið tekin merki- leg ákvörðun i samtoandi við hrossabúið á Hólum, sú að hefja stofnrækt á Svaðastaða- kyni. Þetta er lang merkasta verk s- 1. árs í málefnum hesta manna. Landsmót og aðalfundir eru stundarfyrirbæri, en að leggja í stofnrækt er varan- legt verk. Sumir menn eru að vísu tortryggnir á að nokkur hrossastofn sé til svo hreinn, að hann komi að fullu gagni, en betri er hálfur skaði en all- ur. Samhliða þessari tilraun til stofnræktar, ber að stofna tafar laust afkvæmarannsóknarstöð. Erindi Hauks Ragnarssonar styður þetta sjónarmið svo og gamlar og nýjar umræður um þetta mál ásamt heimild í lög um. Til hvers er sérfræðiþekk- ingin sé henni ekki beitt. Sú framkvæmd þarf ekki að kosta nema smámuni eina finnist vel hýst jörð, sem fengist með góð- um leiguskilmálum. Þó að ég þykist sjá hvaða kostnaðarliðir koma þar til, kæri ég mig ekki um að skilgreina þá hér, það er verkefni fróðari manna, eink um ráðunautarins. Eg gat um það fyrr, að stefna ráðunautannia hefði sennilega ekki verið nógu ör ugg, ekki reist á nægilegri fram sýni. Theódór Arnbjarnarson vildi rækta fagran, sterkan, vilj ugan hest til alhliða notkunar, reiðhest, sem líka væri góður til heimilisstarfa, smölunar, snún- inga og að einnig mætti bregða honum fyrir léttan drátt. Fyrsta dráttarvélin var notuð til að brjóta land hérlendis tveim árum áður en Th. A. varð ráðunautur. Hann skyldi það, að bændur myndu ekki lengi nota dráttarhest til landbrots. Hann hafði séð hvemig erlend ir bændur notuðu hestinn til allrar léttari vinnu á ökrum, en dráttarvélina til hinna erf- iðari verka. Hann sá danska bændur kaupa islenzka hesta, en leggjia niður hina stóru, sterku og fóðurþungu hesta eftir að dráttarvélin kom til sögunnar. Blessaður Theódór sagði mér svo margt um sínar hugmyndir og fyrirætlanir. Eitt sinn heimsótti hann mig til Hafnarfjarðar síðla dags. Við tókum að ræða saman, hann fræddi mig um hesta og hunda, en það voru hans sérfræðigrein ar. Okkur entist ekki nóttin, en með morgninum varð hvor okk ar að fara til sinnar vinnu. Eitt var það, sem hann talaði um af áhuga og kærleika, það, að hann treysti því, að íslenzkir bændur líktust stéttarbræðrum sínum í Danmörku f því að spara dráttarvélina og að þeir lærðu að fara vel með hana, nota hana til allra erfiðustu verkanna, en jafnframt bæri þeim að eiga hestaverkfæri til auðveldustu verkanna og hesta af þeirri gerð, sem fyrr var lýst. Allir menn, sem ferðast meðal bænda á Norðurlöndum og víðar, sjá að dráttarvélin stendur oft ónotuð, jafnvel inni í vélahúsi, en unnið er með hesti á akrinum eftir að búið var að brjóta laradið. En raun in varð sú á fslandi, að eftir að dráttarvélin kom til sögunniar var fljótlega hætt að beizla hesta, dráttarvélin var notuð til alls, ekki einungis hinna erf- iðari verka heldur einnig í snatt, snúninga og einatt ekið á henni á hörðum vegum milli bæja, stundum langar leiðir. Þannig hugsaði Theódór Arn- bjamarson þetta ekki. Þegar Gunnar Bjarnason hóf störf sem hrossaræktarráðu- nautur 1940, var dráttarvélin yfir 20 ára hér á landi. Þó bend ir ýmislegt til, að hann, og jafnvel hestamenn sem heild, hafi haft í huga, að enn þá væri þörf fyrir hesta, sem að byggingarlagi voru hentugir sem sterkir þungir dráttarhest ar. Bæði minnist ég vinsamlegra umræðna um svona hugsun án þess, að hún væri gagnrýnd og einnig eru til dæmi, sem sýna og sanna þetta- Þó var reynsl an þegar i tíð Th. A. farin að sýna svo að ekki varð um villzt hvert stefndi með dráttarhest- inn og dráttarvélina. Á héraðs- mótinu við Þjórsá 1943, þar sem kynbótahross voru leidd fram og valin eftir gæðum að venju, komu einkum til greina þrír kynbóbahestar, vissulega voru þeir mjög fallegir, Roði frá Hrafnkelsstöðum, Skuggi frá Bjarnanesi og Kári frá Grímstungu. Roði var nýr af nálinni, en nokkur reynsla af Kára og mikil af Hornafjarðar hrossum. Roði var mjög holda mikill, þykkvaxinn og sterkleg ur. Þar sem þessir hestar stóðu öllum til sýnis, var Roði lang rólegastur, hann var gullfalleg- ur hestur hvar sem á hann var litið. Mér fannst Hörður í sumu minna mjög á Roða á sýning unni 1943 hvað þessi miklu hold snerti. Er ekki erfitt að dæma beinabyggingu þessara gripa, sem eru mjög hlaðnir spiki og jafnvel ekki síður vöðv ana? Skuggi var stærstur, hold í hófi, hann var ólmur i fjöri og mögnun var mjög mikil, há- reistur syo að af bar. Með réttu eða röngu voru menn mjög á sama máli um það að þarna voru tvær ólíkar gerðir. Nokkuð munu skoðanir manna hafa verið skiptar um gildi hestanna til kynbóta, en ráðunauturinn og meðdómarar hans veittu Roða fyrstu heiðurs verðiaunin. Ekki legg ég neinn dóm á þetta mat, en þarna /ar sannarlega æskilegur grund- völlur til umræðna. Eg held þó, að vart hefði dómur fallið svona ef dráttarhestasjónarmið ið hefði ekki verið gott í gildi bað herrans ár 1943. Ég endur tek að Roði var mjög fagur hestur. Eg þori ekki að ræða Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.