Tíminn - 22.02.1967, Síða 14
14
TÍMINN
MIÐVlKUDAGTTR. 22. febrúar 1967
NÍRÆÐUR
þú komst fyrst hingað suður?
— Jú, það er nú orðið æði
langt. Ég held ég hafi verið
á sautjánda árinu þegar ég
kom hingað fyrst. Þá gekk ég
frá Stokkseyri, þar sem ég
hafði verið á vertíð og gerð-
ist vormaður hjá Gísla í Ný-
lendu hérna vestur í bæ. Var
bar í 36 daga og fékk 36 krón-
ur í kaup, og svo auðvitað
í mig.
— Varstu margar vertíðir á
Stokkseyri?
— Ég var þar sex vertíðir,
og þótti bæði kjaftfor og fram-
hleypinn, og aðrar sex vertáðir
var ég í Grindavík, og þar náði
ég í konuna mína Pálínu Jóns-
dóttur.
— Kom aldrei neitt fyrir á
þessum ferðum ykkar, þegar
þið voruð að ganga í verstöðv-
arnar á vetrum?
SKIPAÚTGCRÐ RÍKISINS
M. s. Esja
fer austur um land til Vopna-
fjarðar 1. 3. Vörumóttaka á
fimmtudag og föstudag til
Fáskrúðsfjarðar, Raufarhafn-
ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
M.s BLIKUR
fer vestur um land í hring-
ferð 28. þ. m. Vörumóttak.i á
miðvikudag og fimtudag til
Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar
Suðureyrar, Bolungavikur, fsa-
fjarðar, Sauðárkróks, Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyr-
ar Húsavikur, Raufarhafnar og
Þórshafna.
Far/eðlar seldir á mánudag.
— Einu sinni þegar við vor-
um á leiðinni til Grindavíkur
og komnir undir Krísuvík rek
umst við á ungan mann, sem
var orðinn anzi framlágur á leið
inni í verstöðina. Hann var
þarna aleinn og yfirgefinn, hef
ur líklegast tapað af félög-
am sínum, nema við gátum
ekki skilið manninn eftir
þarna, og hálf bárum hann og
dótið hans til Grindavíkur. —
Mörgum árum seinna var ég á
ferð í Reykjavík, og kom inn
í verzlun sem var fyrir neðan
verzlunina hans Guðjóns Guð-
jónssonar á Hverfisgötunni.
Maðurinn, sem var þar innan-
búðar ávarpar okkur og spyr
hvort við þekkjum sig ekki.
Við kváðum nei við, en hann
segist þá þekkja okkur, því
við séum lífgjafar hans. þarna
var þá kominn maðurinn sem
við hálf héldum á til Grinda-
víkur frá Krísu(vik.
— Þú hefur mikið fengizt
við smíðar, Einar?
— Já, ég lærði að smíða hjá
Guðmundi á Grund á Eyrar-
bakka. Og sem Einar segist
hafa lært smíðar á Grund fer
einn viðstaddra í dag á Sögu
með þessa vísu:
Til að grafa upp gæfupund
og gleðja meyjarflokka,
smíðar hann hjá Gvendi á
Grund.
gyllta silfurrokka.
— Svo þú hefur þá smíðað
rokka, Einar?
— Já, þeir eru orðnir nokkr-
ir rokkarnir, sem ég hef smíð-
að. Ég smíðaði mér sjálfur.
rennibekk, sem ég notaði við
smíðina, og maður var alltaf á
annarri löppinni, því rennibekk
urinn var fótstiginn.
— En ekki hefurðu nú alltaf
verið á annarri Iöppinni við
rennibekkinn?
— Nei, ég bjó í Reykjadal
frá 1905—1944, en foreldrar
mínir, Jón Einarsson frá Laug-
um og Guðrún Jónsdóttir frá
Syðra-Seli, fluttu að Reykjadal
árið 1900, en fæddur er ég að
Högnastöðum. Synir minir
tveir tóku við búinu að Reykja-
dal árið 1944. Við hjónin eign
aðumst 12 börn, og eru 11 á
lífi, en afkomendur okkar orðn
ir 60 talsins.
— Þú varst lengi í hrepps-
nefnd Hrunamannahrepps?
— Já, þau urðu víst 18 árin
sem ég var í hreppsnefnd, og
það eru gamlir hreppsnefndar
samstarfsmenn mínir sem
bjóða mér hingað, og þeim er
ég mikið þakklátur fyrir boð-
ið Það var aðeins eitt skilyrði
sett fyrir boðinu, og það var
að Sigurður Sigmundsson í
Syðra-Langholti, vinur minn,
kæmi með, og hann situr núna
hér við hliðina á mér.
í afmælisboðinu að Sögu
hélt Þorsteinn á Vatnsleysu
formaður Búnaðarfélags ís-
lands, meðal annarra ráeðu, og
þegar hann var að bera saman
framleiðsluverðmæti landbúnað
arins og sjávarafurða. þar sem
landbúnaðurinn hafði vinning-
inn, varð „unglingnum“ að
orði: „Já, þetta er einskis virði
af því það er étið í landinu“.
ræður um hreppsmáTin, og
var ýmsum spurningum beint
til Jónasar þar að lútandi.
Auk þess svaraði Saldur fyrir
spurnum varðandi önnur mál.
Hinn nýkjörni formaður
Bent Bryde þakkaði að lokum
það traust, sem honum hafði
verið sýnt, og vonaði að félagið
mætti vinna Framsóknar-
flokknum mikið gagn, og það
gæti staðið fyrir fundum og
skemmtunum heimafvrir
Var fundinum síðan slitið
eftir miðnætti.
ilyft á það svið, sem sj'álf mynda
takan gefur tilefni til. Það var
lærdómsríkt að fá staðfest, að
annað tal getur orsakað svo
mjög breytt álhrif á álhorfendur. . .
Það ætti að gefa gestum
danskra kvikmyndahúsa tækifæri
til að kynnast því, sem ég fékk
að sjá og heyra á föstudagskvöld
ið.
Myndin á það skilið. Allir að-
ilar eiga það skilið."
SVÖRT
NU HVIT
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem glöddu mig með
heillaóskum, gjöfum og heillaskeytum á 75 ára afmæli
mínu 26. janúar. Guð blessi ykkur öll.
Magnea Jónsdóttir, Sauðhaga, Vallahreppi.
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
Helga Þorsteinssonar,
framkvæmdastióra,
fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30.
Þorbjörg Óiafsdóttir,
Þór Þorsteinsson,
Gunnar Þorsteinsson,
Margrét Helgadóttir,
Hörður Helgason.
Faðir okkar,
Eyjólfur S. Jónsson,
múrarl, Bergstaðastræti 46,
lézt að Vífilsstaðahæli 20. þ. m.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. þ. m. Kl.
10,30 f. h.
Börn og tengdabörn.
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
Bjarna Pálssonar
vélstjóra,
fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavík, fimmtudaginn 23. febr. n.
k. kl. 1.30 e. h.
Matthildur Þórðardóttir,
Svanhildur Bjarnadóttir,
Jónas Biarnason,
Svavar Bjarnason.
IÞROTTIR
Framhald af bls. 12
á kanti það sem eftir var. Ég
átti ekki góðan dag, enda _fór ég
inn á með bólginn öklg. Ég var
ekki búinn að ná mér að fullu,
en forráðamenn Rouen lögðu fast
að mér að leika þennan leik. Ég
fékk nokkur tækifæri, en brast
bogalistin. Eftir leikinn sögðu
blöðin, að ég hefði átt að skora
tvö mörk. E.t.v. hefði ég átt að
neita að leika þennan leik, því
að meiðslin háðu mér, en það er
alltaf gaman að leika. Blöðin í
Rouen og nágrenni voru sammála
um, að liðið okkar hefði leikið
vel, og voru þess vegna oánægð
með úrslitin, og kannski sérstak-
lega vegna þess, að markið var
skorað aðeins nokkrum mínutum
fyrir leikslok."
Þórólfur kvað að lokum óvíst,
hvort hann léki um næstu nelgi.
Og eins og hann sagði: „Það er
afleitt að vera meiddur á miðju
keppnistímabili og geta ekkert
gert annað en bíða eftir því að
verða heill aftur. Biðin er óþol-
andi“.
ALLIR KOMU ÚT
Framhald af bls 16
þegar með flugvélinni í d>ag og
voru það karlmenn, konur og börn,
og meira að segja ungabörn ný-
fædd, sem voru á leið til afa og
ömmu í Danmörku. Fólkið var
greinilega vant að búa sig vel í
kulda, því þarna var ekki á ferð
kvenfólk í nælonsokkum eða
karlmenn í támjóum skóm, heldur
var sumt klætt í selskinn að hætti
innfæddra í Grænl'andi.
FRAMSÓKNARFÉLAG
Framhald af bls. 16
fest, var gengið til stjórnar-
kjörs. Formaður var kjörin
Bent Bryde mjólkurbústjóri,
en meðstjórnendur þeir Jónas
Gestsson, Njáll Gunnlaugsson
Guðni Hallgrímsson rafvirkja-
nemi og Ragnar Kristjánsson
umboðsmaður. En þeir munu
skipta með sér verkum á fyrsta
stjómarfundi. í varastjórn
voru kosnir Ágúst Hallgríms-
son bifreiðastjóri, og Arnór
Kristjánsson bóndi, en endur-
skoðendur þeir Kristján Jóns-
son og Ingvar Ragnarsson.
Þá flutti Baldur Óskarsson
ræðu. Ræddi hann um viðborf
ungs fólks til stjórnmála og
komandi kosningar. Árnaði
hann félaginu og stjórn þess
allra heilla. Jónas Gestsion,
sem situr í hreppsnefnd fyrir
Framsóknarmenn gerði grein
fyrir hreppsmálum. Að 'ok'nni
ræðu hans urðu talsverðar um
F'ramhals at bls i
ar síns, enda þótt foreldrar
væru báðir hvítir.
f samræmi við þact var
hún þegar í stað send heim
frá „hvita“ heimavistarskól-
anum í austurhluta Trans-
vaaf. Síðan liafa foreldrar
hennar fengið fjölda tilboða
erlendis frá um ættleiðingu
á barninu.
Jóihannesarborgarblaðið
Dagbreek segir í dag, að ef
hreytingarnar á kynþáttalög
gjöfinni næðu fram að ganga
og fengju afturvirk ábrif
myndu þær hafa í för með
sér, að Sandra Laing og önn
ur börn, sem eins er ástatt
um yrðu að sjálfu sér skráð
hvít. Frétt blaðsins kom
degi síðar en önnur blöð
höfðu gert grein fyrir vænt-
anlegum breytingum á kyn
þáttalöggjöfinni. Þær breyt
ingar miðuðu að því að
milda löggjöfina og m. a.
hafa í för með sér, að er-
lend íþróttalið með svörtum
þátttakendum þyrftu ekki
vegabréfsáritun til Suður-
Afríku og erlendir sendi-
fuUtrúar yrðu ekki fyrir
óþægindum vegna kynþátta-
löggjafarinnar. Eins og nú
standa sakir er erlendum
íþróttaliðum með svörtum
keppendum algerlega bann-
að að koma til landsins og
hefur þetta ákvæði m. a.
sætt mikilli gagnrýni undan
farið.
RAUÐA SKIKKJAN
Framhald af bls. 16
tíu og þrjú þúsund manns, sem
var nýtt met.
Rauða skikkjan hefur öll skil-
yrði til að slá nýtt met hvað
aðsðkn snertir hér á landi. Vin
sældir hennar erlendis eru miklar,
þrátt fyrir miður góða dóma
blaða í fyrstu. Nú virðist sem
gagnrýnendur vilji eitthvað endur
skoða afstöðu sína, og þeir sem
sáu íslandsútgáfuna á laugardags
kvöldið, hæla myndinni mjög.
í Kaupmannahafnarblaðinu
Aktuelt birtist á sunnudaginn um
sögn um „Rauðu skikkjuna“ eins
og hún er orðin eftir að íslenzka
talið er komið við myndina. Um
sögnina skrifar magister Björn
Rasmussen, sem er einn af þekkt
ustu kvikmyndagagnrýnendum
Dana, og vekja umsagnir hans
jafnan mikla eftirtekt. Hér fer
á eftir útdráttur úr umsögninni,
sem ber yfirskriftina: „Den röde
kappe“ fik islandsk tale og blev
veUykket.
„f ljós kom, að Rauða skikkjan,
eins og myndin heitir í íslenzku
útgáfunni var mjög ánægjuleg.
Sýning hennar staðfesti kenningu
sem ég hef velt fyrir mér um
skeið, þ.e.a.s., að það sem hefur
valdið andúð danskra gagnrýn-
enda á myndinni til þessa, er
danska talið. Raddirnar hafa verið
hver með sinni tóntegund og
stefnt hver í sína átt. Sameigin
legan stíl eða stefnu hefur vantað.
í íslenzku gerðinni er hins veg
ar að finna hárétta áferð hins
talaða máls. Raddirnar, sem eru
valdar með sérstaklega hljóm-
næmri tilfinningu, tala i sömu
'tóntegund. Allri sýningunni er
GEKK ÞJÓFURINN?
Framhals af bls. 1
flugvélina á Egilsstöðum í dag.
Hann leigir sér þá snjóbíl yfir
heiðina, og lætur aka sér beint út
á flugvöll á Egilsstöðum. Þar tek
ur hann flugvélina til Reykjavík
ur sem lenti rétt um sex á Reykja
vikurflugvelli. Þar sem talið var
að hér væri á ferðinni maðurinn
sem brotizt hafði inn í skrifstofu
síldarverksmiðja ríkisins, gerðu
yfirvöld á Seyðisfirði aðvart hing
að til Reykj'avíkur, og báðu um
að maðurinn yrði tekinn við kom
unahingað og yfirbeyrður.
Þegar á flugvöllinn hér í Reykja
vík kom, tókst manninum að kom
ast út úr flugvélinni, og mun hafa
ætlað að flýja, en lögreglan hafði
síðar hendur í hári m'annsins og
færði hann til yfirheyrslu.
Maður þessi mun hafa verið
sterklega grunaður um að vera
valdur að þjófnaðin-um á Seyðis-
firði, en sönnunargögn mun hafa
vantað í máli hans.
Það má telja' mikið dixfskufyrir-
tæki hjá manninum að ganga yfir
Fjarðarheiði einn síns liðs, í
slydduhríð og náttmyrkri.
FULBRIGHT —
Framhals af bls. 1,
Snævarr háskólarektor kynnir
ræðumenn.
Um kvöldið verður kvöldverður
ír boði íslenzku ríkisstjómarinnar.
Á hádegi á fimmtudag verður
hádegisverður ' sem fslenzk-
ameríska félagið stendur fyrir,
en kl. 5 halda Fulbright-hjónin
héðan til Bandaríkjanna.
CHOU EN-LAI —
Framhals at bls i.
KiringJhéraði í Mansjúríu.
Þá kemur og fram, að hinar
svonefndu „þriðju aðalstöðvar" í
Peking undir stjórn eiginkonu
Maos, Ohieng Ching, sem fylgir
mjög einstrengingslegri stefnu,
neita að taka þátt í samstarfi við
aðrar stofnanir. Einnig er skýrt
frá erfiðleikum í Shaaghai. Á
hverjum degi eru sendar áskor-
anir til Mao-manna í sveitum
landsins um að hætta því hátta-
lagi sínu að setja af forystumenn
sveitarfélaga og atvinnumála.
Þetta háttalag sé þeim mun alvar
legra sem nú líði að uppskerutíma
í suðurhluta landsins og sáningu
í Norður-Kina. Nú ríði á að halda
framleiðslunni við og skapa ör-
yggi.
Virðist hér um hreina stefnu-
breytingu frá því sem var um
áramót, þegar „hið byltingar-
kenndá öngþveiti" var talið „gott
í sjálfu sér“ og krafizt var „allra
valda til handa byltingaruppreisn-
armönnum".
Frá Tókíó berast þær fregntr,
að Peking-útvarpið hafi í kvöld
sent beiðni til verkamanna í öll-
um landamærahéruðum Kína am
að styrkja hemaðarviðbúnað sinn
og búast til að verja landamærin.
Hafa verkamennirnir fengið skip-
un um að halda á byssunni I ann-
arri hendi og hakanum í hinni.
HÖGNI JÓNSSON
Lögfræði og fasteignastofa
SkólavðrSustíg 16,
sími 13036
heima 17739.