Tíminn - 25.02.1967, Qupperneq 8

Tíminn - 25.02.1967, Qupperneq 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 25. febrúar 1967 Sigurður Vilhjálmsson: Lftíí til baka - en horfíð fram I. Þa5 má víst óhætt fullyrða að ein aðalhvötin til landnáms á fs- landi var frelsisþrá þeirra manna, ssm tóku sig upp frá heimilum sínum til að setjast að í ónumdu landi þar sem þeir óháðir gætu lifað lífinu og „unað glaðir við sitt“. Ekki höfðu menn þó lengi átt hér heima þegar þeim varð ljóst að reglur um samskipti og sambúð varð að setja. Þá varð til það þjóð- félag á íslandi sem stóð með mikl- um blóma í f-ullar þrjár aldir. Þjóð- félag sem stóðst alla ásælni. Af fornritum er kunnugt um að yfir- gangsmenn á konungsstól í Nor- egi gerðu tilraunir til að fá fs- lendinga til að játa yfirráðum sín- um. Svo var um Harald hárfagra, sem sendi Una Garðarson, og Ólaf helga, þegar hann fékk Þórarinn Nefjólfsson til að flytja erindi sitt. Svör íslendinga við erindum þessara sendimanna eru öllum kunn er lesið hafa íslendingasögur. Landnámsmenn áttu haffærandi skip, sem þeir notuðu til aðdrátta meðan þau entust til hafsiglinga. Fæstir endurnýjuðu þau ,þó er getið nokkurra manna sem áttu skip sem þeir sigldu á í verzlunar erindum fram eftir tíundu öld og jafnvel um aldamótin þúsund. Vafalaust ætluðu fslendingar að vera frjálsir menn í frjálsu landi. Utanferðir voru algengar eftir að þeir hættu sjálfir siglingum og verzlun. Flestir fóru til að sjá siði og hætti annarra og eyða pen- ingum rétt eins og nú tíðkast. Nokkrir nutu hollustu konunga og þáðu af þeim virðingu og gjafir. Æði oft kom það fyrir að Noregs- konungar hindruðu ferðir manna og létu þá sæta afarkostum. Þess- ar ferðir voru því oft áhættusam- ar og leiddu að lokum til þess að sjálfstæðið fór út í veður og vind. Einstöku menn fóru þó utan annarra erinda en til að hitta kon- unga og eyða peningum. Þeir leit- uðu uppi þær beztu menntastofn- enir sem völ var á í Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi og e.t.v. viðar. Það voru þessir menn sem lögðu grundvöll að menningu þjóð arinnar á þjóðveldisöld- Þeirri menningu eigum við það að þakka að við erum aftur „frjálsir menn í frjálsu landi“. II. Nú eru aðrir tímar en voru á þjqðveldisöld. Hraðinn er marg- faldur og notkun allskonar tækja og véla hefur leyst af hólmi svo til allar aðferðir sem töldust not- hæfar f fortíð nær og fjær. En mennimir eru enn um margt furðu líkir því sem þeir voru. Auður og völd hafa svipað aðdráttarafl eins og löngum áður og aðrar tilihneig- ingar svipaðar, siðir og hættir eru aðrir. En eru þeir betri nú? Þvi læt ég hvem og einn um að svara. Velgengni þjóðarinnar fram á þrettándu öld virðist hafa orðið mörgum örfun til ásælni og of- beldishneigðar, sem varð þjóðinni dýrkeypt. Siglingar og verzlun sem \ oru komnar í hendur Norðmanna og efnahagsástandið fór versnandi eftir því sem lengra leið. Þetta atriði ætti að vera nútímamönnum bending og viðvörun. Menn munu aegja að það sé allt annað nú. Nú eigum við skip og siglum og verzl- um sjálfir, við eigum flugvélar og við eigum mikið af allskonar bíl- nun og öðrum véiknúnum tækjum- Við eigum útvarp og sjónvarp. Og nú hðfum við forseta, Alþingi og ríkisstjóra og við erum meðlimir Sameinuðu þjóðanna' og þátttak- endur í fleiri alþjóðasamtökum. Við erum sjálfstæð þjóð. — En við höfum aldrei eytt eins gegnd- arlaust í allskonar óhóf og munað eins og nú. Glæpir og margháttuð óreiða veður uppi ef treysta má fréttaflutningi útvarpsins og blað- anna. Allt eru þetta viðsjárverð tímanna tákn á sjöunda tug tutt- ugustu aldar. f III. Er það verðbólgan og þá um leið stjórnarfarið í landinu sem veldur því, sem aflaga fer? Er uppeldi þjóðarinnar ábótavant? Eg óttast að hvorttveggja sé. Það er að vísu ánægjulegt að við höfum nóg að bita og brenna og getum látið okkur líða vel, en „maður lifir ekki af einu saman brauði“ Alþingi og ríkisstjóm virðist vera önnum kafið við allskonar laga- smíði, og þar að auki þurfa þeir vísu menn, sem þar ráða allskon- ar ráðunauta og nefndir til að koma lagi á starfsemi sína. Öll þessi starfsemi miðar að því að gera sem flðknast samfélag í land inu. Afleiðingan ar láta þá heldur ekki á sér standa. Nú um nýliðin áramót hafa borizt og eru enn að berast út um landsbyggðina ýms- ar skýrslur og frásagnir, sem sýna að þjóðfélag okkar er meira og minna af göflum gengdð. Það verð ' ur naumast komist hjá að álykta að Alþing og ríkisstjórn sé alls ekki þeim vanda vaxið að skapa heiðarlegt og siðað þjóðfélag í land inu. Ólíklegt er að meiri hluti þjóð arinnar vilji halda áfram á þeirri óheillabraut, sem fgrin er. Okkur er sagt að hérlendis sé stjórnað á líkan hátt og í öðrum siðmennt- uðum löndum, sömu hagstjórnar- aðferðir séu notaðar hér og vel gefist þar. Ef þetta er rétt, gefur auga leið að það á ekki það sama við á íslandi og í þéim löndum, sem þetta gefur góða raun. Hér fer það ekki milli mála, að sá at- vinnurekstur, sem ætlað er að standa undir gjaldeyrisverzlun þjóðarinnar er rekinn með veru- legu tapi. Verðstöðvun sú, sem nú er ráð- gerð, hefur engin áhrif í þá átt að bæta rekstraraðstöðu útgerðar- innar þar sem verðlagið eins og það var orðið var henni ofvaxið. Með verðuppbótum úr ríkissjóði er þó að líkindum hægt að jafna eitt hvað metin í bili. IV. Reynslan ætti að hafa kennt okk ur að hér henta ekki sömu hag- stjórnaraðferðir og notaðar eru hjá stórþjóðum, sem búa við jafn- ari framleiðslumöguleika en jiér eru. Hagkerfi okkar verður því að miða við þær staðreyndir. Auð- vitað verðum við að fylgjast vel með því sem gerist hjá öðrum þjóð um, en alltaf verður að miða við aðstæðumar eins og þær eru hér og haga framkvæmdum eftir því. Við verðum að leggja rækt við hinar fornu dyggðir, hófsemi, hag- sýni, yfirlætisleysi o.fl. hégóma- skap og tildur, eftirhermur og of- læti verðum við að forðast. Al- þing og æðstu valdamenn eiga að hafa þar frumkvæði og forystu- Vegna fámennis þjóðarinnar er hver einstaklingur enn þýðingar- Framhald á ois. 12. Ekki er hægt að segja að neinn tilraunablær hafi verið yfir íslenzka sjónvarpinu síð- astliðna viku. í því voru sýnd ir ýmsir ágætir innlendir þætt ir, sem hefðu sómt sér vel í Keflavíkursjónvarpinu, sem virðist vera að dómi ákveð- inna aðila það tæki, sem miða skal við þegar á að dæma um hvort við séum enn á ti’rauna stiginu eða ekki. Á föstudaginn var sýndui umræðuþáttur með þeim Magn úsi „Austra“ Kjartanssyni og séra Sigurði Pálssyni. Magnús kemur mjög kristilega fyrir i sjónvarpi, og ætti það að verða honum til hagnaðar. tak ist að koma honum ofar en í fjórða sæti Alþýðubandalags listans í Reykjavík í vor. Ann ars er Magnús ekki eins krist inn og hann er biblíufróður. Séra Sigurður var ekkert nema ljúfmennskan, svo beztu eigin leikar Magnúsar fengu ekki not ið sín. Varð niðurstaðan því engin og hinn æðsti vakir yfir mönnum eftir sem áður og sá i neðrá blæs í glæðumar. Þarf líklega nokkra sjónvarsp- þætti í viðbót til að fá þessu breytt. Þorkell Sigurbjörnsson kom fram með nýjan þátt á föstu dagskvöldið „í tali og tónum“, og ræddi þar m. a. um þá Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Eyþór Stefánsson. Var gaman að heyra farið viðurkenningar orðum um Eyþór á þessu þingi, en hann er mikill listamaður þótt hljóðlega fari. Söngurinn var mjög góður og tilbreytni í búningum skemmtileg. Yfirleitt var þessi fyrsti þáttur vel heppnaðar. Að vísu finnst manni að gera megi meira af því að bregða upp kyrramynd um af mönnum, þegar um þá er fjallað, en þarna var gert, Eyþór Stefánsson og kyrramyndum af handrit um þeirra o. s. frv. Þorkell er nýjabrumsmaður í tónlist, samt urðu engar „happenings" á skerminum í þetta sinni og eng ar tíu ryðgaðar Wikkdósir hengdar í skottið á kettinum. Á sunnudaginn tókst enn vel með barnaþáttinn. Sögukon ur segja frá af mikilli konst í þessum þáttum, en spuming er hvort ekki megi fjörga frá- sögnina enn meir með því að bregða upp teiknimyndum öðru hverju, og myndskreyta þannig frásögnina. Á mánu- daginn kom hasarþáttur, sem er ágætur og síðan framhald ið á Öld konunganna. Þetta er dæmigerð sýning handa leikur um og snobbfóLki. Almenning ur nýtur hennar ekki sem skylldi vegna þess að Shake speare skrifaði ekki á íslenzku illu heilli. En það er einkum (orðgnó'ttin og málfegurðin, Isem hefur svona þátt yfir all an hvunndag. Og lítið bætir úr skák langur formáli með rétt um andardrætti. Á miðvikudaginn var kvik myndin hið eftirtektarverðasta í dagskránni. Hún hét „And- lit í hópnum“, og er eitthvert faið mesta grín sem gert hef ur verið að amerískri aug- lýsingastarfsemi. í dagskrá næstu viku er einkum ástæða til að benda á þáttinn með Arihur Rubin stein ki. 21.20 á mánudags- kvcldið. — Þá verður sýndur merkur þáttur, M. 20. 55 á miðvikudagstovöld um Byron og Shelley við Genfar- vatn. Slíkur þáttur sýnir okk ur m. a. hve íslenzkur skáld- skapur hefur verið afskiptur í sjónvarpinu til þessa. Það þýðir þó ekki að þættir eins og þessi séu ekki sjálfsagðir og etftir- tektarverðari en annað etfni. Sama kvöld M. 21.55 koma svo Gög og Gokke og eru skemmti legir. □ NY BOK Afreksverk aldraðs glímumanns íslenzka glíman (gamlar minn-| ingar og nýjar) heitir nýútkomin1 bók eftir gamla glímukappann, Emil Tómasson, frá Situðlum, sem nú er orðinn meira en hálfníræð ur. Þessi bók er sannfcallað af- reksverk, þegar aldur höf. er hafð lur í huga. En auðvitað hefur |það teMð höf. mörg ár, að viða áð sér öllu því fjölbreytta efni, ( isem bókin flytur. Og þá hefur| Iþað verið ekki minni fyrirhöfn,! að safna og tína saman allar þæri Ijósmyndir sem eru í bókinni og gefa henni ómetanlegt gildi, þær eru víst alls upp undir 50 að tölu og hafa tekizt vel. Athyglisvert er það, hversu höf. hefur tekizt, að koma fyrir miklu efni þarna í stuttu og skiru máli, þvi að hann er alveg sér- stakur snillimgur í þeirri ljst. að segja mikið i fáum orðum, og segja þó allt sem þarf. Er það ómetanlegur kostur hjá hverj- um höfundi. Þá er málið létt og fagurt, svo að af ber. Þarna eru margvíslegar upplýsingar að Emil Tómasson finna um íslenzku glímuna. Og sumar þessar upplýsingar er hvergi annarsstaðar að finna, eftir því sem ég bezt veit, og er það ómetanlegt. — Bók þessi verður áreiðanlega vinsæl, m. a. vegna þess, að allir dómar höf. og ályktanir eru bornar fram af sér- stakri gætni og hófsemi, en allir sleggjudómar eru höf. víðs- fjarri. Prófarkalestur bókarinnar er með því bezta, sem maður sér nú á dögum. Og villur nygg ég að finnist varla, nema ef telja skyldi eina ættfræðivillu, sem er sögu glímunnar óviðkomandi, og skiptir engu máli í því sambandi. Það er spá mín, að bók þessi seljist vel, enda bætir hún úr brýnni þörf. — Ég óska svo hin um aldraða höfundi til hamingju með þetta afreksverk, að skila til núlifandi kynslóðar þessari ágætu bók. Séra Sveinn Víkingur hefur skrif að ágætan formála að bókinni sem eykur mjög á gildi hennar. Benjamin Sigvaldason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.