Tíminn - 25.02.1967, Síða 9

Tíminn - 25.02.1967, Síða 9
LAUGARDAGUR 25. febrúar I9S7 r ” *"""" " — Hægri akstur Undanfarið hefur töluvert verið rætt um toægri akstur í blöðum og gætir þar ýmiss konar villu. Þar sem engmn virðist ætla að leiðrétta þann misskilning sem þar kemur fram, ætla ég að árétta hér nokkur atriði. Nær allir þeir bálar stórir og smáir sem fluttir hafa ff verið til landsins, a.m.k. á seinni árum, eru ætlaðir til hægri akstursj og kemur það aðallega fram í þrennu: í fyrsta lagi eru bílar með stýri vinstra megin gerðir fyrir akstur á hægri vegar- telmingi. Á það bæði við um framúrakstur, sem er alveg augljóst, og eins hitt að stilling framlhjóla er ekki sú sama fyrir vinstri og hægri akstur, því veldur halli vegar ins. Þess vegna þarf að stilla þá fólksbíla sem annars eru stilianlegir fyrir vinstri akstur. Þó eru aHmargir bílar með óstillanlegan hjólalhalla og kannast margir við að þeir sækja út í vinstri vegarbrún, eru sem sagt öfugu megin. Þetta 'hefur líka í för með sér aukið og misjafnt slit hjólbarða. Þá er það alþekkt að fjaðrir bíla linast fyrr vinstra megin. Þetta kemur til af því að heild ar þyngd bílsins ásamt öku manni, sem oft er einn, hvílir meira á vinstri hlið vegna halla akbrautanna. T.d. er þetta áberandi á leigubílum, þar sem einn farlþegi sezt langoftast vinstra megin í aftursæti, því að öfug hlið bflsins snýr að gangstétt. Sé um fleiri farþega að ræða verða þeir hinsvegar íð fara út í umferðina til þess að komast að hægri hlið bílsins, U en það skapar að sjálfsögðu i hættu, svo og óþægindi fyiir | aðra vegfarendur. Hvað snertir hina stærri 1 bdla, þá aukast sífellt vand S kvæði á að fá almennings- | vagna fyrir vinstri aksitur 1 nema sem sérsmíði, en slíkt i er að sjálfsögðu mikill auka I kostnaður og allt að því óger | legt. Nefna má það, að þegar i Svíar hafa breytt í hægri akst ur (3. sept. n.k.) verða Bretar einir Evrópuþjóða fyrir utan ofekur með vinstri akstur, en þeir smíða þó fflest sín farar- tæki sjálfir. Auk þess he-fur verið talið heppilegra fyrir okkur að kaupa almennings- vagna frá öðrum löndum. Það þarf einnig að vera á almanna vitorði að ökuljós flestra bíla eru einungis gerð fyrir vinstri eða hægri akstur. Það gæti því komið sér mjög illa ef við þyrftum að fá sér framleidd Ijósker í bilana þegar aðrar þjóðir hætta v. akstri. Sömuleiðis er þetta mjög óheppilegt þegar bílar eru fluttir landa á milli. Að síðustu má geta þess að hægri umferð er að verða ráð andi hvarvetna í heiminum í lofti, láði og á legi. Ljóst ætti að vera að hjá breytingu í hægri akstur verr ur ekki komizt, þvi fyrr þvi betra. Það hefur þegar dregizt alltof lengi. Björn IndriSason. TÍMINN Gunnar Guðmundsson frá Reykjum Flekaveiðin við Drangey Samiþyfekt var á Alþingi sdðast- liðinn vetur með naumum meiri- hluta þó, að banna fuglaveiði á fleka við Drangey, Grímsey o. v. að tilhlutan Dýraverndunarfél. ís- lands m. m. og er þar margt sagt af lítilli þekkingu á þeirri veiði aðferð, svo og fleiru þar að lút- andi. En svo er leyft að veiða í háf, u-m varptímann, að mér skilst, því fuglinn situr ekki í bjarginu nema um varptímann. Svo má skjóta hann (á sjónum) ski-lst mér. Þá er að líta á þessar undan- þágur lítið eitt. Hvað því viðvíkur að veiða . í háf er tvímælalaus staðreynd, að það y-rði — að mestu leyti varp- fuglinn, — kvenfuglinn, sem ligg ur á eggjunum eða makinn, sem færir frúnni fæðuna, (dreg-ur í búið) sem yrði veiddur. En geld fuglinn, sem er annað hvort of ungur til að verpa eða vantar maka, veiðist að mestu á flekana, því hann er í tugþúsundatali að flækjast kringum eyjuna, og -gerir alltaf meiri og minni usla í fugla bja-rginu. Það er að-alástæðan til þess að varpið hraðminnkar strax þegar hætt er, t. d. í árabil að veiða fuglinn. Kem ég að því siðar). Þarna stangast friðunarlög in á við sig sjálf Því það er bann að með lögum að lóga f-ugli, sem liggur á eggjum, sem og sjálfsagt er, og gera það ekki aðrir en vond ir og miskunnarlausir menn. En hvaða gagn er þá að þessari und- anþágu? Þá er að minnast á skotaðferð- ' in-a. Oft á haustin og veturnar er innfjarðar mikið af svartfugli þeg ar síli eða smásíld gengur inn í i fjörðinn. Þá er skotið mikið af * svartfugli. En ef norðan átt kem ur strax eftir slíka skotdaga, rek ur mikið af dauðum og hálfda-uð i um fuglum inn í fjarðarbotni. Eg ' er ekfei að ásaka skyttur, sem þetta stunda, um trassaskap í sínu starfi, heldur veit það hver einasti maður sem stundar þetta, að úti- lokað er að koma i veg fyrir að særðir fuglar sleppj burtu. Þetta já við um allar fuglategundir, sem ! unnar eru með skotum. Þarna skildr mjög á milli með flekaveið- ina, nú eftir að hætt var að nota hrosshár í snörur, en nylonsnör- ur eingöngu notaðar, er það að- eins undantekning að sleppi fugl af fleka. ! Og þótt það hafi komið fyrir að fleki eða flekar losni úr tengsl um at niðurstöðu, eða frá stjóra, þá er alveg hægt að koma í veg fyrir það, t.d. með því að einhver af þeim mönnum, sem stunda veiðarnar, vœri ! falið það trúnaðarstarf að sjá um i að allir notuðu aðeins ný fleka- bönd og örugglega sterfe stjóra- færi hverju sinni, og um leið hefði yfirumsjón með að öll veið- in væri rekin af fyllstu samvizku semi með tilliti til fuglsins, sem veiddur er. Þá er sú hliðin, sem snýr áð varpinu. Það var um skeið, eitthvað um 1930—45 að flekaveiði var ekki stunduð neitt að ráði við Drangey og féll um skeið alveg niður en þó var alltaf sigið eftir eggjum. Það fengust um 12.000, tólf þús. und egg vor hvert, meðan fugla veiðin var stunduð jafn-hliða, en þegar fuglaveiðinni var hætt, þá hraðminnkaði varpið, ár frá ári og síðasta árið áður en fuglaveiðin by-rjaði aftur, voru eggin kom in niður í 5—6 þúsund yfir vorið. En um leið og farið var að veiða fuglinn á flekana aftur, jókst varp ið og var nú síðustu vor, komið upp í sömu tölu eggja, eins og áður, eða um 12 þusund. Það virðist því ætla að verða sama útkoma með varpið við Drangey og æðarvörpin sem hætt er að stunda, það leggst í auðn. Það verður líka hætt að síga í Drangey ef fuglaveiði verði bönn uð framvegis, því eggjataka verður það rýr að það svarar ekki kostnaði að stunda hana. Það verður hörmuleg auðn, sem mun hvíla yfir Drangey, sem hefir um langt skeið verið kölluð bezta mjólkurkýr Skagafjarðar sýslu og áreiðanlega bjargaði frá hungurdauða á mestu harðindaár um, þrem sýslum. Skagafjarðar, Vestur-Eyjafjarðar- og Austur- Húnavatnssýslu, — ef þar sést i hvorki bátur né menn um kom- andi framtíð á vorin, þar sem áður var iðandi athafnalíf frá miðjum maí þar til um viku af júlí. ! Sú kynslóð, sem nú lifir, virðist | ákveðin í að láta standa á sínum söguspjöldum: leggja í eyði — leggja í eyði og yfirgefa mörg Framhald á bls. 15. Undanfarið hefur mjög borið á góma hér í Danmörku hjð svonefnda fóstureyðingamál. Samtök yngri kvenna innan danska kvennasambandsins hafa opinberlega vakið athygli á því óheppilega ástandi, sem uú er ríkjandi og kemur fram í því, að árlega fara 15—20 þúsund danskra kvenna þá leynilegu, oft dýru og alltaf áhættusömu leið að láta fram- kvæma ólöglega fóstureyðingu fremur en eignast barn. Tæp- æga nokkúrt blað hér hefur komjzt hjá því að skrifa um málið, og fyrrgreind samtök ungra kvenna hafa jafnvel gengið svo langt, að velta fyrir sér áformum um skipulagðar ferðir til Póllands til að láta tramkvæma fóstureyðingar. — Þann 25. janúar var afstaða ríkisstjórnarinnar til fóstureyð- ingamálsins gefjn til kynna á danska þjóðþinginu af dóms- málaráðherranum, K. Axel Nielsen, er hann svaraði fyrir- spurn frá frú Violu Nörlöv úr Sósíaldemókrataflokknum í fvrirspurnartíma þingsins. — (Frú Nörlöv hefur í mörg ár barizt fyrir auknu frelsi tjl Fóstureyðingarmálið til umræðu í þinginu. - Búizt við geysilegum ferðamanna straum á 800 ára afmæli Kaupmannahafnar-Ullarverksmiðja á Grænlandi? f óstureyðinga). Dómsmálaráð- herrann upplýsti, að ríkisstjórn in myndi skipa nýja nefnd, sem á að starfa í samvinnu við sænska nefnd, sem nú fjallar um fóstureyðingar þar. Því næst er stefnt að því að gera á næsta þingi breytjngu á dönskum lögum varðandi þetta efni. Ríkisstjórnin er bundin af því, að ætlunin er að koma á sams konar reglum varðandi fóstureyðingar í Danmörku og Svíþjóðl Dómsmálaráðttierrann sagði m.a.: Sameiginleg nor- ræn löggjöf varðandi fóstureyð ingar verður á dagskrá bæði á næsta fundi laganefndar Norð urlandaráðs, sem verður hald- inn í Ringsted dagana 9.—10. febrúar, og á fundum Norður- landaráðs, sem verða í apríl næstkomandi. Að lokum sagði iómsmálaráðherrann: Breyting ar á núgildandi reglum munu að sjálfsögðu stefna í átt til meira frjálsræðis um þessi efni. Hins vegar mun ég bíða með að taka afstöðu tjl þess, hversu langt við eigum að ganga, þar til hinir dönsku og sænsku sérfræðingar hafa fjall að um málið. Búizt er við geysimiklum ferðamannastraumi til Kaup- mannahafnar í tilefnj af 800 ára afmælishátíðinni. Ferða- málafulltrúinn Sven Acker hef ur fyrir löngu vakið athygli á því, að hinar mörgu ráð- stefnur, sem venjulega eru haldnar í Kaupmannahöfn yfir sumarmánuðina, verður að flyta til, og er þá um það að velja að halda þær snemma vors eða í mánuðunum okt.— des., því að yfir sjálfa sumar- og haustmánuðina eru öll hótel full. Sem stendur er sá mögu- lejki í athugun hjá borgar- stjórninni að fá staðsett í Kaup mannahöfn eitt af ferðamanna- skipunum til að taka við nokkru af hinum væntanlega ferðamannastraumi, sem sjálf- sagt slær öll met, en jafnvel bótt afmælishátíðin drægi enga ferðamenn að, myndi skipið ekkj leysa fyrirsjáanleg vand- ræði. Ástandið er svona alvar- legt, en á sama tíma reka dansk «• ferðaskrifstofur mikinn á- róður út um heim með góðum K. Axel Nielsen árangri og það sem gerir að verkum, að raunverulegur ár- angur áróðursherferðarinnar verður takmarkaður, er skort- urinn á hótelrúmum, en í Kaup mannahöfn ráða hótelin nú yfir a. 12.000 rúmum. Þegar áður en auglýsingarnar um afmælishátíðjna eru farnar að oera verulegan árangur út um heim, hefur mörgum fjölmenn um heimsóknum amerískra ferðamannna verið aflýst, ein- iingis með tilvísun til ríkjandi skorts á þaki yfir höfuðið og svefnstöðum. — í þessu sam- bandi má benda á, að Banda ríkin eru orðjn eitt helzta tak mark ferðamanna frá Norður- löndum. Þetta kemur fram skýrslu, sem forsvarsmenn ferðamála í Bandaríkjunum sendu nýlega út varðandi árið 1966. Skýrslan sýnir, að s.l. ár heimsóttu samtals 46.139 manns frá Norðurlöndunum Bandarík in, en árið áður var talan 38.000 manns. Efst á blaði er Svíþjóð með 21.312 ferðamenn, þá Danmörk með 10.683, Noreg ur með 8.360, Finnland með 3.824 og loks fsland með 1.960. Hjá stjórn konunglegu Græn 'andsverzlunarinnar er nú til vfirvegunar tillaga um að koma á fót verksmiðju í Suður-Græn landj til að framleiða prjóna- garn og teppi úr ull græn- ienzka fjárins. Tillagan er kom in frá Erik Egede í Narssaq, meðlimi landsráðsins, sem hef ur lagt áherzlu á, að fjárrækt m sé nú næststærsti atvinnu- vegur Grænlendinga, enda séu nú um 40.000 ær í Suður-Græn- landi. Á hverju ári eru send til Danmerkur rúmlega 30 tonn af ull til vinnslu. Erik Egede teiur, að vinna megi ullina með hagnaði i Grænlandi, þar sem sífellt er verið að svipast um eftir nýium framleiðslu- greinum. — íslenzkur sérfræð- ingur hefur ferðast um sauð- fjárræktarhéruð Grænlands, — iafnframt því, að sýnishorn af Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.