Tíminn - 07.03.1967, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. marz 1967
5
mém
Otciefandl: PRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndrlSi
G. Þorsteinsson Fulitnl) ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gjslason Ritstj.skrifstofUT Kddu-
hústnu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl i Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
síml 18300 Askriftargjald kT 105.00 á mán tnnanlands — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Örþrifaráð lélegra og
hræddra vaidhafa
Það er kunnara en rekja þurfi, að ráðherrarnir hafa
í seinni tíð notað hin ólíklegustu tækifæri til að koma
að áróðri í fréttum útvarpsins. Þeir hafa breytt tæki-
færisræðum, sem hafa verið fluttar í sambandi við ópóli-
tíska atburði í hápólitískar áróðursræður, til þess að
koma áróðri sínum inn í útvarpsfréttirnar.
Það hefur ekki verið ráðherrunum nóg að koma áróðri
sínum inn í fréttir útvarpsins á þennan hátt. Þeir vilja
helzt að fréttastofan verði hrein áróðursstofnun fyrir
ríkisstjórnina. Þess vegna halda sum stjórnarblöðin uppi
hörðustu árásum á fréttastofuna, ásaka hana um hlut-
drægni, undirlægjuhátt við kommúnista o.s.frv. Tilgang-
urinn er að hræða fréttamennina og beygja þá til al-
gerrar undirgefni. Jafnframt er kappkostað að fylgjast
svo með öllum þáttunj útvarpsins, að þar komist að sem
allra minnst gagnrýni óháðra cðila.
Gleggsta uæmið um þessa afstöðu ríkisstjórnarinnar
er fresturinn á útvarpsþættinum Þjóðlíf, þar sem rætt
var vifTffinm lækna um heilbrigðismál. Strax og heil-
brigðismálaráðherra frétti af þættinum, reis hann önd-
verður gegn honum og vildi híndra að nokkuð væri á.
mál þessi minnst í útvarpinu.
Áður en heilbrigðismálaráðherra hafði þannig hlutast
til um að stöðva umræddan þátr, hafði forsætisráðherra
hafið sókn gegn þættinum Þjóðlíf almennt. Ráðherrann
taldi þættinum það einkum til foráttu, að umsjónar-
maður hans, Ólafur Ragnar Grímsson, væri starfsmaður
hjá Framsóknarflokknum! Við hitt hafði forsætisráðherra
ekki neitt að athuga, að flestir umsjónarmenn annarra
hliðstæðra þátta í hljóðvarpi og sjónvarpi, eru starfandi
blaðamenn hjá stjórnarblöðunum eða hafa verið það til
skamms tíma. Þá reyndi forsætisráðherrann að dylgja
um hlutleysisbrot hjá Ólafi, og lét í því tilefni dagskrár-
skrifstofuna afrita einn Þjóðlífsþáttinn í eftirvinnu, en
fann ekki annað út úr því en að Ólafur hafði spurt út-
gerðarmenn í Vestmannaeyjum um afkomu útgerðarinn-
ar og fengið svör sem ráðherrann taldi heldur hagstæð
ríkisstjórninni! Árangurinn af þessari leit forsætisráðherr
ans er bezta sönnun þess, að Ólafur hefur stjórnað þætti
sínum samvizkusamlega og allar dvlgjur um hlutleysis-
brot af hálfu hans, eru því fullkomlega óréttmætar.
Meðal útvarpshlustenda hefur þessi þáttur Ólafs líka
unnið sér miklar vinsældir og viðurkenningu.
En það má ekki gerast, að dómi ríkisstjórnarinnar,
að útvegsmenn, læknar eða aðrir, séu spurðir um ásig-
komulag þeirra mála, sem þeir eru kunnugastir. Þjóðin
má ekki þannig fá réttar myndir af þjóðlífinu. Það
telur ríkisstjórnin sér hættulegl og er hrædd við það.
Slíkt verður því aé stöðva.
Þannig haga allar hræddar og lélegar ríkisstjórnir
sér. Þær grípa til þess að reyna að einoka áróðurstæki
þjóðarinnar, hindra frjálsan fréttaflutning og frjálsa
skoðanamyndun. Óttinn knýr þær í fang einræðisins.
Einræðishneigðin, sem hér kemur svo glöggt fram hjá
ráðherrunum Bjarna og Jóhanni, sýnir bæði, að stjórnin
óttast verk sín og hvað í vændum er, ef núverandi stjórn-
arsamsteypa fer með völdin áfT-am. Ofbeldið er örþrifa-
ráð lélegra og hræddra valdhaía.
TÍMINN
Gísli Guðmundsson, aiþm.
Þjóðvöxtur á Islandi
Margir fræðimenn, íslenzkir
og erlendir, hafa gert tilraun
til að áætla mannfjölda á ís-
landi fyrstu aldirnar eftir að
landið var fuilbyggt talið.
Björn M. Ólsen nefndi m. a.
þessar tölur
Árið 1095: 77520, árið 1311:
72428
Jón Sigurðsson og Arnljótur
Ólafsson, sem voru fyrr á ferð-
inni, nefndu hærri tölur, sn
nú munu fræðimenn vera þeirr
ar skoðunar, að tölur B.M.Ó.
séu helzt til háar. Ólafur Lár-
usson heldur sig við 50 þús.
og færra í hallærum og drep-
sóttum. En sú var fólkstalan
við hið fyrsta manntal, sem tek
ið var hér á landi 1703.
Svo leið 18. öldin, og í oyrj-
un hinnar 19. var þjóðin álíka
fjölmenn og nál. 100 árum fyrr
heldur fámennari þó. (rúml.
47 þús.) Á árunum 1801—40
fjölgaði um 0,48% að meðal-
tali á ári, 1840—60 um 0,81%
og 1860—80 um 0,40%. Á ára-
tugnum 1880—90 fækkaði liins
vegar um 0,21% og stafaði sú
fækkun af flutningi fólks til
Vesturheims. Síðan hefur
mannfjölgun verið, sem hér
segir að meðaltali á ári, miðað
við 1. des.
1890—1901 0,92%; 1901—
1910 0,91%; 1910—1920 1,06%;
1920—1930 1,40%; 1930—1940
1,10%, 1940—1950 1,70%, 1950
—1960 2,06%; 1960—1966
1,85%.
Þegar fimmti tugur þessar-
ar aldar var hálfnaður, hafði
mannfjölgunin á síðustu 5 ár-
um reynzt 1,4% að meðaltali
á ári. Á árunum 1946—50
kemst hún upp í rúml. 2% að
meðaltali og hélzt sú fjölgun
eða um það bil áratuginn 1950-
60. Á tímabilinu 1960—66 hef-
ir hún reynzt heldur minni en
Iþó ekki mikið minni.
I árslok 1945 voru hér á
landi rúml. 129 þús. manna
en nál. 194 þús. í árslok 1965.
Fjölgun 65 þús. eða rúml.
50% á 20 árum.
Gísli GuSmundsson
Ef svipuð fjölgun heldur
áfram, ætti mannfjöldinn í
landinu að aukast um rúml.
97 þús. á öðrum 20 árum og
verða kominn yfir 290 þús.
í árslok 1985.
Tölurnar hér að franian
segja mikla sögu, sem ekki
verður nánar rakin hér. Nú
flytja þær stórtíðindi, boða ný
viðfangsefni og nýja mögu
leika. Hin íslenzka smáþjóð
sem í aldaröð stóð í stað, er
alt í einu farin að vaxa hratt.
Ég hygg að þessi hraði is-
lenzku þjóðarinnar síðustu 20
árin sé einhver sá mesti, sem
nú er um að ræða í heiminum.
f Noregi virðist fólksfjólgun-
unin um þessar mundir ekki
vera nema ca. l%á ári, en
hér er hún nál. 2%, eins
og fyrr var sagt.
Þetta að þjóðinni byrjaði
að fjölga svona ört fyrir 20
árum, þýðir m.a. það, að nú
erú fyrstu fjölmennu árgang-
arnir komnir á þann aldur
að geta innt af hendi fullt
starf. Árið 1985 verða 24
slíkir árgangar komnir til
starfa ef að líkum lætur. Ekki
má láta það villa sér sýn, þó
að um stundarsakir liafi skort
vinnuafl vegna metafla á sjón
um.
íslenzka þjóðin á 1985 að
geta leyst miklu meira verk
af hendi en hún getur nú,
að öðru óbreyttu, hvað þá með
aukinni tækni. En þá þurfa
gagnleg verkefni líka að auk
ast að sama skapi til þess að
allir liafi slík verk að vinna,
þá þarf líka að vera búið að
koma upp nýjum íbúðum fyrir
90-100 þús. manns auk nauð-
synlegrar endurnýjunnar og
viðhalds. Skólahúsnæði og
margt annað þarf að yaxa að
að sama skapi.
Ný landnámsöld er hafjn,
landnám þeirra, sem að óbreytt
um lífsmöguleikum fyrri alda
hefðu dáið fyrir aldur fram,
en nú fá að lifa og starfa í
landi sínu.
Hvar verður hið nýja iand-
nám, nýju heimilin og allt hitt
sem þau byggja tilveru sína á
eða af þeim leiðir? Það er
hægt að koma þeim öllum
fyrir í einni borg. Vera má,
að það verði gert. En hitt
er augljóst, að möguleikarnir
til að byggja ísland allt eru
vaxandi. Enn er í óvissu hvort
stórborgarstefnan eða lands-
byggðarstefnan verði ráðandi
í landinu.
Það getur veríb gaman að
halda áfram að láta sig dreyma
inn í framtíðina. Horfa á sí-
vaxandi fylkingar óhorinna
kynslóða streyma fram á vett
vang lífsins hér á þessu ey-
landi, þar sem áður bjó dverg
þjóð, sem var hætt að vaxa.
Miðað við reynslu síðustu 20
ára lætur nærri að mannfjöld-
inn tvöfaldist á hverjum fjór
um áratugum.
Land er hér nóg og náttúr
unnar auður lientar starfsamri
og stækkandi þjóð.
Á árinu sem nú er að líða
kemst íbúatala landsins
væntanlega yfir 200 þúsundir.
Líkur benda til, að barn, sem
fæðist í ár — og svo langs
lífs verður auðið — verði um
nírætt, þegar íhúatalan kemst
yfir eina milljón.
G.G
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Enn um gæðamat
Hr. ritstjóri,
í blaði yðar 26. febrúar s.l. er
grein á forsíðu, undir fyrirsögn-
inni: „Iðnaðarmenn í Hafnar-
firði og á Suðurnesjum vilja koma
á fót gæðamati."
Þar segir orðrétt: „Þetta er ný-
mæli, að iðnaðarmannafélag beiti
sér fyrir að koma á fót gæðamats-
nefnd sem þessari, og kemur þann
ig á móts við viðskiptavininn, svo
að honum sér tryggt að verkið sé
sem bezt af hendi leyst og eins og
hann vill hafa það.“
Af þessu tilefni viljum sér vekja
athygli yðar á því, að 29. apríl
1965 undirrituðu Félag fsl. raf-
ivrkja og Félag löggiltra rafvirkja
meistara í Reykjavík, samning
um ákvæðisvinnutaxta.
f 17. gr. þess samnings eru
eftirfarandi atriði:
1. „f ákvæðisnefnd eiga sæti
þrlr menn, F.L.R.R. og F.Í.R.
nefna hvort um sig einn aðalmann,
og annan til vara, til þriggja ára
í senn. Félögin leita sameiginlega
tilnefningar Iðnaðarmálastofnun-
ar íslands á þriðja nefndarmann-
inum og skal hann jafnframt_vera
formaðurthéfnðarlnnar.11
2. lið e) „Telji nefndin ástæðu
til, hefirjhún if5tf !til á(5. rarinsaka
eða meta verk;' sem unnin hafa
verið.“
g) „Leiki vafi á, að vsrkgæði
séu fullnægjandi, og uppfylli kröf
ur um vinnugæði, sbr. ..F’yrirsögn
um vinnubrögð“, getur ne^ndin
látið fara ■ fram athugun á þvi.
Lætur hún hlutaðeigandi aðiium í
té umsögn sína, ef óskað er.“
4. „Hejmilt skal rafvirkjum, og
öðrum aðilum að leita úpplýsinga
og fyrirgreiðslu hjá skrifstofunni
innan þeirra takmarka sem nefnd
in ákveður í starfsreglum sínum “
Hinum almennu ákvæðum taxt
ans Fyrirsögn um vinnuhragð; en
þar segiy í upphafi: „Öíl vinna
skal uniýn saotMíæmLíteYíöÖMm.
reglugerðár úm raforkúvirki og
skulu verk uppfylla fyllstu örygg-
is kröfu.
Eftirtaldir eru hér upptaldir til
áð' gefa nokkra nánari skilgrein-
ingu á góðum eða a.m.k. viðun-
andi vinnuhrögðum og frágangi
við raflagnavinnu. Þessir liðir eru
ekki tæmandi, en sýna til hvers
er ætlast."
Síðan koma vinnubragðafyrir-
mæli í fjórurn köflum, semtals í
32 Jiðum.
Ákvæðisnefndin á að gæta hags-
muna allra þeirra aðila, sem hlut
eiga að máli, enda er formaður
hennar ekki rafvirki, og ekki fjár-
hagslega háður félögunum.
Nefndin starfar sem gæðamats-
nefnd þegar þess þarf með, og
byggir mat sitt á hinum skráðu
gæðamatsreglum. Menn munu fljót
lega átta sicr á, að én slikra regina
er mjög eríitt að meta vinnu-
gæði, svo ólíkar sem skoðanir
manna eru á því hvað telja megi
góð vinnubrögð.
Framhald á bls. 15.