Tíminn - 07.03.1967, Page 9

Tíminn - 07.03.1967, Page 9
M5IÐJTDAGUR 7. marz 1967 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR Bráðabirgðaráðstafanir Niðurskurður framkvæmda Frh. af bls. 1 lokun og niðurrif frystihúsa. Þrátt fyrir miklar umfram tekj ur ríkissjóðs á s.l. ári er nú til þess að afla fjár til stuðn- ings bátaútgerðinni — hoggið enn í sama knérunn og áður og enn dregið stórlega úr fjár veitingum til skóla og hafna og annarra ríkisframkvæmda, sem greiða skal eða styrkja af ríkisfé. Klípnar eru 20 millj. kr. af því sem sveitarfélögin eiga samkvæmt lögum að fá af innflutningstollum og sölu- skatti seinasta árs með þeim rökum að þau fái nóg samt. Þó að þessir tekjustofnar hafi far ið ca. 400 millj. króna fram úr áætlun á s.L ári. Þetta er gert þrátt fyrir það að þessir tekjustofnar einir gáfu ríkis- sjóði hátt á 4. liundrað mill jónir umfram áætlun á sA ári. Það sem þarf í þessum mál um eru ný vinnubrögð, mark viss vinnubrögð og markviss stefna. 1. Gera verður ákveðnar ráð- stafanir til eflingar bátaútgerð ar á þorskveiðar, jafnframt skipulegum aðgerðum til nýt- ingar miðanna og vemdar stofnunum. Heildarskipulag sóknarinnar á miðin ásamt bættum tæknibúnaði við þorsk veiðar er brýn nauðsyn. 2. Halda verður áfram sókn á djúpmið og fjarlæg mið og í því skyni verður að vinda bráð an bug að undirbúningi að endurnýjun togaraflotans. 3. Auka verður hagræðinffu í r'iskiðnaðinum m.a. með til- liti til þess að bæta móttöku- og geymsluskilyrði hráefnis- ins til að jafna vinnu milli daga og komast hjá nætur- vinnu og til þess þarf að tryggja þessari atvinnugrein næg og hagkvæm lán. 4. Hætta verður óeðtilegum álögum á þessar atvinnugrein ar, lækka vextina, lækka út flutningsgjöldin, rafmagns- verðið, hafnargjöld o.fl. \eita skattaívilnanir, hætta að skatt leggja tapið og auka afurðalán in til þess að gera íyrirtækjnm kleift að stunda starfsemi sína með eðlilegum hætti. 5. Endurskoða reglur um afla tryggingasjóð í því skyni að vélbátaflotinn á þorskveiðum lialdi sínu og iðgjaldasjóð með aukna hagkvæmni í trygging- um fyrir augum. Það verður að kryfja canda' mál þessa atvinnuvegar til | mergjar eins og raunar ann-i arra marka stefnu framtíðar- innar og hefja markvissar að- gerðir. Sífelldir árlegir ..við- reisnaraukar“ leysa engon vanda þó þeir kunni að geta komið í veg fyrir algjöra stoðv un í bili. ! Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins var til 1. umræðu í efri deild Alþingis í gær. Hafði Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs-1 málaráðlherra, framsögu fyrir frumvarpinu. Sjávarútvegsmálaráðherra sagði að alvarleg viðhorf væru að skap ast í sjávarútveginum og þar með öllu efnahagsiífi landsins, er í stað sífeUdra verðhækkana á út- flutningsvörum kom verðfall. Gaf ráðiherrann yfirlit um verðþróun ina á útflutningsmörkuðunum á síðastliðnum árum, og gerði grein fyrir efni frumvarpsins, en frá því hefur áður verið skýrt í fréttum. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, sagði að sú leið hefði verið valin í sambandi við lausn þess ara mála að skera niður útgjöld til verklegra framkvæmda í stað þess að afla fjárins með nýjum sköttum. Sú leið sem valin hefði verið væri í samræmi við verð- stöðvunarstefnuna. Ekki væri ó líklegt að hluti af þeim aukatekj um sem sVeitarfélögin fengu á árinu 1966, renni til ráðstafana vegna sjávarútvegsins. Þótti sann gjarnt að hafa þetta 20 milljónir krona. Öðruvísi mér áður brá Auk þess sem fyrr er getið úr ræðu Helga Bergs sagði hann, að nú væri annað hljóð í strokknum en verið hefði í upphafi valdatíma bils núverandi stjórnarflokka, þegar fé var tekið úr ríkissjóði til að senda bæklinginn „Við- reisn“ inn á hvert heimili. Vitn aði Helgi síðan í þessa bók, þar sem sagði meðal annars, að út- flutningsatvinnuvegirnir yrðu að sæta ríkjandi gengi og fengju engar uppbætur á afurðir sínar og hér væri ekki um neinar bráða birgðaráðstafanir svipaðar og gerð ar hefðu verið á undanfömum árum um breyting á uppbótarkerf inu heldur væri um algera og varanlega kerfisbreytingu að ræða Ekki leið þó langur tími þar til viðreisnaraukarnir komu með uppbætur og niðurgreiðslur og þessi væri Mklega sá 4 í röðinni og sá síðasti því ljóst væri nú öllum, að viðreisnin væri endan- lega gengin sér til húðar. Niður greiðslur og uppbætur næmu nú á annað þúsund milljónum króna og er það langleiðina í það sem fæst fyrir allar frystar afurðir landsmanna. Hærra meðalverð 1966 þessir bátar 648 talsins samtals I Frystihúsin 21670 lestir en 1967 er tala þeirra Frystiiðnaðurinn á j mlkllun komin niður i 577 samtals 19014. erfi51eikum um þessar nundir. ^ , , . . _ Meginorsakirnar eru í fyrsta lagi I lok arsins 1965 var skipuð verðból þróunin - öðru t i hra miUiþmganefnd til að rannsaka efnisskorturinn 0g í þriðja lagi afkomu velibataflotans. Nefndm1 skilaði ýtarlegu áliti í júnímánuði í fyrra. Gerði Helgi grein fyrir þeim tillögum. Nær ekkert af þessum tillögum hefur komið til framkvæmda og sjávarútvegs- ráðherrann er hinn rólegasti. Þær ráðstafanir sem hér á að en nokkru sinni Nú væri sagt, að það sé verð fall á útflutningsvörum sem valdi. Verðlag útflutningsvara hefur ver ið síhækkandi ár frá ári undan farin ár og meðalverðið 1966 var hærra en nokkru sinni fyrr. Af því sést hve fráleitt er að teija verðfall frum- og meginorsök þess, hvernig nú er komið. Megin orsökin væri óðadýrtíðin, sem væri fylgifiskur stefnu eða réttara sagt stefnuleysis viðreisnarstjórn- arinnar. — Dýrtíðin hefur grafið grundvöllinn undan öllum atvinnuvegum landsmanna og það eru afleiðingar þessarar stefnu, sem verið hefur að fást við með árlegum viðreisnarauk- um. Þetta frumvarp er um 8% uppbót m.a. á fiskverð ársins 1967 og sýnir það, hvernig búið er að leika bátaútveg landsmanna í góðærinu. Vélbátar undir 100 brúttólestum eru aðalhráefnis- aflendur fyrstihúsanna. 1964 voru verðlækkun á útflutningsvörum. Þessi mikilvægi atvinnuvegur er nú kominn í þrot þótt meðalverð ið fyrir útflutningsvörur á árinu 1966 hafi verið hærra en nokkru sinni fyrr og væri því fráleitt að kenna verðfalli um slæma af komu frystihúsanna á árinu 1966, én samt er svo komið að frysti húsin eru rekin með verulegu tapi þrátt fyrir a.m.k. tvö þokkaleg ár. í 10. grein frumvarpsins væri rætt um betra skipulag fiskiðn- aðarins m.a. með sameiningu frystihúsa. Þessi grein þarfnaðist nánari skýringar. Hér væri hæg iar um að tala en framkvæma. Erfitt væri að sameina frystihús í eiginlegum skilningi þess orðs og gæti þetta ekki þýtt annað en að efla eitt en leggja annað nið ur. Hér þyrfti að fara að öllu með gát og gera sér grein fyrir vandan um. Hann væri ekki sízt fólgin í hráefnisöfluninni og víða væri aflinn mjög tímabundinn. Tvö frystihús á sama stað geta bæði haft hráefni stuttan tíma en ein mitt á sama tíma. Aflinn er stað bundinn og það bjargar ekki held ur frystihúsi á Vestfjörðum þótt gera eru allsendis ófullnægjandi; l°kað á Austfjörðum. og hafa bátaútvegsmenn sýntj u.. , fram á það. Hér á ekkert raun «Hofr og ofrelsi hæft að gera til að bæta úr þeinri Framsóknarmenn hafa sífellt hráefnisskorti sem frystihúsin i verið að benda stjórnarflokkun- HELGI BERGS eiga nú að glíma við. TogaraúfgerSin Annar þáttur hráefnisöflunar- innar er togararnir. Engin ondur nýjun hefur átt sér stað á togara flota landsmanna á undanförnum árum og eru skipin orðin aiger lega úrelt og ekki gerandi út lengur. Sumir bentu á það bjargráð, að hleypa togurun- um inn á bátamiðin og hætta að sækja aflann á djúpmið. Til allra heilla hefur verið, hætt við það enda er það ljóst, að sú aflaaukning er kynni að verða togurunum til hags við það yrði ekki neinu mæli við það tjón, sem þeir myndu valda öðrum með þeim hætti. 1958 hefðu tog aramir verið 44 talsins, samtals tæp 30 þús. brúttólestir. Nú væru þeir 32, rúmlega 22 þús. brúttó- lestir og raunverulega væru nú ekki gerðir út nema tæplega 20 skip og megnið af þeim svo úr elt að ógerandi væru út. Vitnaði Helgi í viðtöl, sem birzt hafa við kunna togaraskipstjóra og afla menn, þá Halldór Halldórsson og Auðunn Auðunsson. Þar sem þeir leggja áherzlu á að kaupa þurfi ný og fullkomin skip óg sækja djúpmið með elju og fyrirhyggju. íslendingar hafa bezta möguleika til að láta togveiðar á Norður- hveli bera sig vegna þess hve vel þeir liggja við hinum auðugu fiski miðum við Grænland og ísland og úthafsveiðar mættu ekki leggjast niður en til þess að stunda þær með árangri þurfum við að hafa yf- ir beztu fáanlegum tækjum að ráða Togararnir geta þjónað fiskiðn- aðinum mjög vel og bætt ur hrá efnisskorti hans og þar með skap að bátaflotanum betri rekstrarskíl yrði. um á nauðsyn þess að hafa skipu lag á uppbyggingu atvinnuveg- anna samkvæmt áætlunum. Á þetta hefur ekki verið hrópað: Höft, ófrelsi skömmtun. En nú ætla þeir að fara að skipuleggja — ekki uppbyggingu nýrra fyrir tækja og nýja fjárfestingu heldur lokun fyrirtækja, sem fyrir eru og sum eru ný risin upp. 1 frumvarpinu væri gert ráð fyrir að Ríkisábyrgðasjóður gefi eftir 15 milljónir króna af fram lagi ríkissjóðs. Spumingin er: Af hverju Ríkisábyrgðasjóður? Ekki er hann lánstofnun heldur einskonar tryggingastofnun fyrir lánveitendur. Ýmislegt er undar- legt við starfssemi þess sjóðs. Þar hrúgast upp skuldir vissra aðila ár frá ári, en aðrir, sem eiga þó í miklum erfiðleikum komast ekki upp með að safna þar skuld um. Nánari skýring þarf að fást á ákvæðum frumvarpsins um Rí kisábyrgð as j óð. Þá væri æskilegt að fá upp- lýsingar um það, eftir hvaða regl- um svokölluð hagræðingarfé frystihúsanna, sem áfram á að úthluta, er úthlutað. Enn vegið í sama knérunn Fyrir nokkrum árum var svo komið þrátt fyrir allar viðreisn- arálögurnar. áð ríkissjóður var rekinn með halla. Úrræðin voru þá ekki þau að draga úr eyðslunni heldur takmarka framkvæmdir um 20%og stórauka álögurnar um leið Með þessu og stórauknum innflutningi varð greiðsluafgang- ur hjá ríkissjóði sem skipti hund ruðum milijóna króna. Rikisstjórn in ætti því ekki að vera í vand- ræðum nú með þennan nýja við reisnarauka. En hún er enn söm við sig. Aðeins 130 mHljónir i af greiðsluafgangi síðasta árs á I að verja til þessara ráðstafana jfyrir sjávarútveginn. Það á enn að vega í sama knérunninn og nú tá að skera verklegar framkvæmd ir og framlög til skóla. hafna. sjúkrahúsa og svo frv niður um 10%. Þannig er sífellt meira tek ið af aflafé góðæranna til að fleygja í verðbólguhítina. Þannig er þetta mikla góðæristímabil gert að tímabili hinna glötuðu tæki færa til stórfelldrar uppbygg ingar. Sveitarfélögin 1 Þar í ofan á svo að klípa 20 milljónir af sveitarfélögunum. Þrátt fyrir hinn gífurlega greiðslu afgang á síðasta ári þarf samt að seilast í lamb fátæka mannsins, en sveitarfélögin eiga nú í mikl um erfiðleikum. í þessum aðförum er þó aðeins tjaldað til einnar nætur. Ekki er gripið að rótum neins vanda h*id ur reynt að ýta honum á ui i sér nokkra mánuði í viðbót eöa fram yfir kosningarnar. í þessu frumvarpi eru engar varanlegar úrbætur og engin stefna er mörk uð í þessum málum. Á rótum verðbólguvandans er hvergi tekið. Ríkisstjórnin, sein öll ráð þóttist kunna í upphafi kann ekkert nema vaxtaokur og lánahöft, sem reynzt hafa árang urslaus í viðureigninni við verð bólguna en hafa valdið atvinnu- vegunum stórfelldu tjoni. Rekstrarf járskorturinn Mörg þýðingarmestu og veiga mestu framleiðslufyrirtæki ekk: sízt í sjáv.útv. hafa ekki getað haft eðlilegan rekstur i þvi rekstrar fjársvelti sem hér er nkjaudi. Framkvæmdast.iorar þessara fyri- tækja eyða tíma sínum biðstm um bankanna til að reyna að bjarga jafnvel raunverulega aud- ugum fyrirtækjum undan hamr inum. Hvers konar reksturstrufl- anir og frátafir frá eðHægum rekstri eru vegna fjárskortsins orðnar daglegt brauð. Það ei- etk: að undra þótt frystihúsm far; fram á að vera umliðin um ein hverjar skuldir um sinn. en þau höfðu þann fyrirvara im ssm komulag um þessar bráðabirgða- ráðstafanir að mnheimtuaðgerðir gegn þeim yrðu stöðvar ineðnr fram færi endurskoðun a fiárha. þeirra. Um þetta atriði er ekker’ í þessu frumvarpi og skýringar verða að fást um þetta atriði h.á ríkisstjórninni. rívað hyggst -íkis stjórnin gera í þessu eöa á kannski ekkert að sinna bessum fyrirvara frystihúsanna? Einnig talaði Gils Guðmunds- son og umræðum síðan frestað. Fljóf hreinsun Nýíar vélar. Nýi hreinsilögur »em reynisi frába-rlega ve) fvrir allan svampfóðraðan fatnað svo sem: kápur, kjoia, jakka og aJlan barnafatnað. EFNALÖGIN L 1 N D I N Skúlagötu 51.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.