Tíminn - 07.03.1967, Side 14
14
TÍMINW
ÞRIÐJUDAGUR 7. marz 1967
SKÁKIN
Svart-Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hallur Símonarson
Gunnlaugur Guðmunrisson,
Margeir Steingrímsson.
12. a2—a4
HERCULES FLUG-
VÉLINNI BJARGAÐ
EJ-'Reykja'vík, m'ánudag.
IHercules-flugvélin, sem undan
farna daga faefur verið á Græn-
landsjökli, lenti í dag í Syðri-
Straumfirði á strönd Grænlands.
Gekk vel að ná henni upp af jÖkl
inum og fljúga faenni til byggða.
Stjórnmálafundur
á Húsavík
Félag ungra Framsóknarmanna
á Húsavík boðar til fundar n.k.
miðvikudagskvöld kl. 9 í Hótel
nautur, mætir á fundinum og ræðir
Jónas Jónsson, jarðræktarfáðu-
Húsavík.
stjómmálaviðhorfið með tilliti til
væntanlegra alþingiskosninga.
Allir Framsóknarmenn eru vel-
komnir á fundinn.
ÞORVALDUR GARÐAR —
F-sp|tn'< al t)jí .
Þorvaldur Garðar neitaði að
taka 3. sæti listans og var þá
Ásberg Sigurðsson kjörinn i 3.
sætið í hans stað.
Mikil átök hafa verið um
skipun efstu sæta framboðslista
Sjálfstæðisflokksins 'í Vest-
fjarða^jördæmi. Hefur Mattlhías
Bjarnason sótt afar fast að fá
„öruggt sæti“ á listanum, en
hann var eins og fyrr sagði
í 3. sæti listans við alþingis-
kosningarnar 1963 og yar þá
kjörinn uppbótarþingmaður á
broti úr atkvæði. Vildi ’iann
tryggja þingsetu sina betur og
hefur nú tekizt það á kostnað
Þorvaldar Garðars Kristjánsson
ar. Við fyrstu atkvæðagreiðslu
í fulltrúaráðinu á laugardaginn
hlaut Matthías Bjarnason einu
atkvæði fleira en Þorvaldur í
2. sætið á listanum. Var þá gert
fundarhlé fram á sunnudag og
bætti Matthías hlut sinn í hlé-
inu og munaði 4 atkvæðum við
aðra atkvæðagreiðslu á honum
og Þorvaldi. Þorvaldur Garðar
neitaði að taka þriðja sætið á
listanum og var Ásberg Sigurðs
syni sýslumanni á Patreksfirði
þá falið að taka sætið.
Þegar að loknum þessum úr-
slitum munu Þorvaldur og hans
rnenn hafa kært þessar kosning
ar í fulltrúaráðinu til flokks-
stjórnarinnar í Reykjavík á
þeim forsendum að nokkrir
þeirra, sem úrslitum réðu á
fundinum og í Matthíasarliði
voru, hefðu ekki atkvæðisrétt
skv. lögum flokksins. Ekki er
talið líklegt að flokksstjórnin
muni úrskurða kosninguna ólög
lega en mjög leggur hún nú að
Þorvaldi Garðar að taka þriðja
sæti listans en Ásberg Sigurðs-
son er fús að rýma sætið fáist
Þorvaldur á listann. Þorvaldur
hafði engann bilbug látið á sér
finna er síðast fréttist og svo
mikil var harkan í honum og
hans mönnum, að enginn Vest-
ur-ísfirðingur (Þorvaldur var
fyrst kjörinn á þing sem þing-
maður Vestur-ísfirðinga) fékkst
til að taka sæti á framboðslista
flokksins.
Að vonum er þetta nú helzta
umræðuefni manna á Vestfjörð
um og er nú fylgzt með því af
nokkrum spenningi, hvort
flokksstjórninni í Reykjavík
tekst að fá Þorvald Garðar til
að taika þriðja sætið á listanum.
EFNI ÞÁTTARINS
Framtiald al Dl.s .
1) Jóni Thors, deildarstjóra í
iheSlbrigðismálaráðuneytinu var
af stjórnanda þáttarins boðið að
taka þátt í honum til þess að
kynna sjónarmið heilbrigðisviir
valda og verja þau, ef þyrfti.
Hann þekktist ekki boðið.
2) í þættinum kemur fram ör.
juris Gunnlaugur Þórðarson, sem
gagnrýnir lækna harðlega m. a.
fyrir afskipti eða afskiptaleysi
þeirra sjálfra af heilbrigðismálum.
3) f þættinum lýstum við á
lilutlausan hátt því ástondi, sem
nú . ríkir í heilbrigðismálum þjóð
arinnar, hvaða hættum það býður
heim, hversu áríðandi er, að úr
því verðj bætt tafarlaust og með
hverjum hætti það skuli gert. Við
teljum okltur hafa nokkra raun
sanna þekkingu á þessum málum
og ef staðreyndir þessara nvála
eru árásir á þá aðila, sem áður
eru upp taldir, eru lieilbngðismál
þjóðarinnar greinilega og því mið
ur í enn alvarlegra ástandi en
við hefðum þó haldið.
4) Við lýstum viðhorfum ungra
lækna. Okkur er legið á hálsj fyr
ir vanrækslu og vanþakklæti gagn
vart eigin þjóð. Við lýstum á fag
legan hátt og með áróðurslausum
rökum þeim raunverulegu ástæð-
um, er til þess liggja, að ungir
læknar fást ekki heim, vilja
ekki fara út í héruð o. s. frv.
Hér er ekki um óleysanlegt
vandamál að ræða og við bentum
á lausn þess, sem byggist á að-
stöðu lækna til þess að nýta þekk
ingu sína og fylgjast með hinum
öru framförum á sviði læknisfræð
innar. Þetta varðar alla þjóðina og
er hvorki harkaleg gagnrýni né
árásir. Andsvör yrðu væntanlega
fá af hálfu leikmanna, enda óþörf
og yrðu af vaniþekkingu einni fram
sett.
5) Við fórum auðvitað ekki dult
með það, að einhver hlyti að
vera ábyrgur fyrir þvi vandræða-
ástandi, sem skapazt hefur. Við
viljum ekki líta svo á, að þjóðinni
FaSir okkar
Jón Jóhannsson,
húsasmiöur, Efstasundi 31,
andaSist aS heimili sinu aSfaranótt *5. þ. m.
Börn og fengdabörn.
sé svo vanstjórnað, að enginn sé
ábyrgur. Við viljum vekja at-
hygli á því, að allir þeir aðilar,
sem við erum taldir gagnrýna
svo harkalega, hafa haft aðstöðu
til þess að koma sjónarmiðum sín
um í þessum málum á framfæri
á opinberum vettvangi og hafa
gert það og hreint ekki hirt um,
þótt enginn væri til and9vara að
hálfu lækna. Læknar hafa svo
sannarlega mátt þola óvægilegar
yfirlýsingar og túikanir af hálfu
þesi.sara aðila og nægir þar að
benda á síðustu fjórlagaræðu
hæsfcv. fjármálaráðherra. Fullyrð
ingar misstórra spámanna . um
heilbrigðismál á opinberuin vett
vangi eru orðnar æði margar og
sumar liæpnar. Það er
vanrækslusynd læknanna að bafa
ekki sjálfir fyrir löngu tekið af
skarið og sagt frá hlutunum eins
og þeir eru, en þegar það gerist
er skrúfað fyrir þá.
Nú hefur mikið vatn runnið til
sjávar fró því er meirilhluti út-
varpsráðs samþykkti að „fresta"
þættinum. í öllu því flóði dag-
blaðaskrifa, sem orðið hefur, mó
greina hinar raunverulegu ástæð
ur fyrir frestun þáttarins. Við vilj
um í því sambandi vekja afchygli
á eftirfarandi:
í Mbl. 4. marz s. 1. er viðta'l við
Jóihann Iíafstein, heilbrigðismála-
ráðherra um afskipti hans af út
varp9þætlinum, sem hann viður-
kennir og segir m. a.: „Ég var
strax þeirrar skoðunar, að kjara-
mál lækna væru viðkvæmari en
svo, að þau ættu að ræðast í
slíkum útvarpsþáttum . . . og síð
ar . . . þessa skoðun mína lét ég
í Ijós við úfcvarpsráð án þess ég
vissi nokkuð um, hvað í þessum
fyrirhuigaða þætti yrði sagt.“ Það
kemur glögglega fram í viðtalinu
við ráðherrann, að með orðinu
kjaramál á hann við Iaunamal sér
staklega. Rétt er að benda ráð-
herranum á, að launamál Iækna
voru ekki rædd í þættinum a. ö. 1.
en því, að formaður Læknafélags
Reykjavíkur sagði, að hann teldi
laun Iækna nægjanleg eins og á
stæði. Vart ætti það að vera rík-
isstjórninnj óhagstætt. Eftir við
talinu við ráðherrann að dæma,
var því ekki ástæða til að fresta
þættinum og vonandi, að ekki hafi
átt sér stað neinn misskilningur
milli hans og manna hans í út-
varpsráði. Hins vegar er greinilegt,
að ráðherrann þekkir sitt hús-
bóndavald og annmarka þess lýð
ræðis, er mest er hampað á
tyllidögum.
Öllu alvarlegri er önnur i'rá
sögn Mbl. af frestun þáttarins, sem
birtist sama dag og viðtalið við
ráðherrann. Þar segir: Fyrirsögn:
Launaður erindreki Framsóknar-
flokksins reynir að misnota Rík-
isútvarpið og síðar segir í grein
inni: „Á fundi úfcvarpsráðs i fyrra
dag var samþykkt að fresta þætti
fyrrgreinds erindreka Framsókn-
arflokksins, en í honum var rætt
um heilbrigðismál á mjög ein-
hliða hátt og sérstaklega um
kjaramál lækna“ . . . og enn
segir: „. . . því auðvitað eiga öll
sjónarmið rétt á að koma fram í
útvarpi, en ekki aðeins þau, sem
erindreki Framsóknarflokksins tel
ur sér henta.“
Þessi skrif eru vægast sagt
óheiðarleg. Ileilbrigðismál þjóð-
arinnar eru dregin niður í hið póli
tíska svað og hlutlaus lýsing á
ástandinu talin erindrekstur á-
kveðins stjórnmálaflokks. Þetta
er vítavert og ábyrgðarlaust. Við
hljótum einnig að fordæma þær
árásir, sem stjórnandi þáttarins,
Ólafur R. Grímsson, hefur orðið
fyrir. Hann gerði engar tilraunir
til þess að koma fram flokkssjón
armiðum og gerði raunar allt til
þess, að gagnrýni sú, sem t’ram
kom, væri sem mildust. Við telj-
um hann hafa unnið starf sitt sem
hlutlaus spyrjand- ug lítt geta ráð
ið við allt það, sem fram hlaut I
að koma.
Sigurður Bjarnason, alþm., er
einn ritstjóra Mbl. Hann á einnig
sæti í útvarpsráði og gekkst fram
í því að þættinum yrði frestað.
'Hann hlýtur sem ritstjóri að vera
ábyrgur fyrir skrifum blaðs síns.j
Hann hefur enga tilraun gert til
þess að leiðrétta þau. Megi af
því dæma sanngirni hans og víð-
sýni þykir okkur illa farið.
Við viljum að lokum segja
þetta. Okkur þykir mjög miður far
ið og óskiljanlegt, faverja af-
greiðslu þáttur okkar fékk hjá
meirihluta úfcvarpsráðs. Við 'höfum
okkar skoðun á því, hvernig túlka
ber þau vinnubrögð, og að hverju
er með þeim vegið í lýðræðisþjóð
félagi. Hitt er þó sorglegast og
veitir nokkra innsýn í pólitíska
siðfræði, að efni þáttarins skuli
vera talinn pólitískur áróður. Það
er fulUangt gengið, að lýsing
lækna á hejlbrigðismálum ásamt
tiUögum þeirra til úrbóta skuli
vera talin árás á einn flokk og
erindrekstur fyrir annan.
Við viljum trúa því, að heil
'brigðism'álaráðherra og aðrir for
ysfcumenn heilbrigðismála vilji
koma þessum málum í gott horf.
Afskipti heilbrigðismálaráðherra
af þættinum kemur okkur raunar
á óvart, þar sem hann hefur frem
ur fyrirrennurum sánum leitast
við að eiga gott samstarf við
læknasamtökin um heilbrigðismál.
Við erum ekki þeirrar skoðunar,
að alger þögn um þessi mál, að-
stöðu og viðhorf muni hjálpa ráða
mönnum bezt. Miklu fremur mætti
ætla, að umræður þeirra, er gerzt
þekkja af eigin raun, yrðu þeim
vopn í baráttunni.
Við teljum því, að frestun þátt
arins vegna þess, að enginn var
til andsvara sé misskilinn greiði
við þá, sem verja átti og heil-
Ibrigðismálum þjóðarinnar sízt
til gagns.“
MAROKKÓBÚI
Framhald af bls. 1
á frumstigi í dag og voru
miklar og langar yfirheyrsl-
ur. Marokkóbúinn mun hafa
barið stúlkuna áður, en hann
þá hótað henni öllu illu ef
hún kærði hann. Á laugar-
daginn kærði svo faðir stúlk
unnar mann þennan fyrir
líkamsárás á sfcúlkuna, en
hún hafði m.a. farið úr
kjálkaliðnum. Lögreglan
handtók svo Marokkóbúann
og hafa yfirfaeyrslur staðið
í máli hans í dag. Maður-
inn hefur verið úrskurðaður
í gæzluvarðhald á meðan
mál hans er í rannsókn.
ÓVÍST UM BJÖRGUN
Framivi' ! jt bls. 2
þeim afleiðingum að það
brotnaði og vængurinn lagðist
niður á hjólið.
— Hvernig var vistin í veð
urafchugunarstöðinni?
— Það var ekkert undan
henni að kvarta, því við höfð
um það alveg ágætt í mat og
öllum aðbúnaði. Þarna er sér
stakur matsveinn, og furðan
lega mikil fjölbreytni í mat,
villibráð meðal annars.
— Stunduðuð þið veiðar
þarna?
— Jú við fórum á rjúpna-
skytterí, og höfðuin nokkrar
rjúpur. en það er misskiluing
ur sem .komið hefur fram að
við höfum skotið þarna bjarn
dýr eða moskuxa. Aftur
á móti var nýbúið að skjóta
bjarndýr þegar við komum, og
fjórir veðurafchugwnarma’in
anna voru í veiðiferð er vjði
komum, og komu úr henm dagj
inn sem við fórum frá Dan'
markshavn. Þei-r fara í veiði-
ferðir öðruhvoru til að afla
sér villibnáðar, og hafa veiði-
kofa á nokkrum stöðum. f
þessar veiðiferðir fara þeir á
hundasleðum.
— Voruð þið þá rneð skot
vopn með ykkur?
—■ Nei við fengum byssur
lánaðar til að fara á skytterí,
en aftur á móti höfum við
alltaf með okkur stóra og
mikla riffla í Grænlandsferð-
nar í því tilfelli að við þyift
um að nauðlenda, og arnað
hvort verja okkur gegn 's-
björnum eða afla okkur mat
ar.
— Eru sömu mennirn’r
lengi í einu í veðurathugunar
stöðinni?
— Það er nú misjafut held
ég, en þrír menn voru með
o’kkur í vélinni þegar óhappið
varð, og áttu þeir að leysa
þar af. Þá var í veðurafchugun
arstöðinni maður sem hefur
þann starifa með höndum að
fara á hundasleða meðfram
ströndinni, með vissu milli-
bili, og mun það vera í þeim
tilgangi að Danir haldi land-
inu. Þessi maður var í einni
slfkri yfirreið í endaðan nó-
vember, er það óhapp henti
að hundasleðanum hvolídi
yfir manninn í um 20 km.
fjarlægð frá veðurat.hugunar-
stöðinni í Danmarkshavn. Sleð
ar sem þessir eru á annað
hundrað kiló að þyogi ng
tókst manninum að veita sleð
anum ofan af sér. Og það
sem meira er hann xomst
til veðurathugunarstöðvsr-
inanr, þar sem í ljós kom að
hann var fótbrotinn, en veður
afchugunarmennirnir gerðu að
brotinu. Hann var orðinn það
hress núna að hann gekk með
okkur á skytterí.
í dag unnu þeir að skýrslu
gerð um skemmdífcnar á Gló-
faxa 'sem fórtí séfstaklega til
að afihuga þær. fjr enn óvíst
um hvort flugvéiinni verður
bjargað, en björgunarleið-
angur yrði geysidýr og erfiður.
Er á'kvörðunar um hvað gert
verður í málinu, að vænta
á morgun eða næstu daga. GIó
faxi hefur verið í eigu Flug-
félags íslands i um tuttugu ér
og búin að leysa mikið og gott
verk af hendi á þeim tíma,
eins og aðrar flugvélar af
þessari gerð sem Flugfélagið
'hefur starfrækt.
AUKIÐ VALFRELSI
Framhald af bls. 2.
nr. 70, 28. apríl 1962, um te.kju-
og eignaskatt:
I. Stofnliánasjóðsinnstæður j
samvinnufélögum og mjólkurbú-
um, framlög til þeirra, svo og
vextir verði skattfrjálst, eins og
sparifé.
n. Hamarksákvæði 3. gr. laga
frá 28. apríl 1962 um frádrátt frá
tekjum vegna vinnu eiginkvenna
bænda við búrekstur verði afnum
ið.
Á fundi Búnaðarþings urðu
miklar deilur um afgreiðslu álykt
unar frá Búfjárræktarnefnd varð
andi útrýmingu á hringormasýkli.
Afgreiðslu málsins var frestað,
því sumir búnaðarþingsfulltrúar
kröfðust þess, að fyrir iægi álit
yfirdýralæknis varðandi aðgerðjr
í þessu máli.
Næsti fundur Búnaðarþings er
í dag kl. 9.30.
COLFTEPPI
WILTON
TEPPADREGLAR
TEPPALAGNIR
EFTIR MÁLI
iLaugavegi 31 - Simi 11822.