Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 4
16 TÍMINN SUNNUDAGUR 19. marz 1967 f hænungana þarf þykkan telknipappír og fyrir hvern unga klipp- ið þið tvo helminga. Vængirnir og fæturnir eru beygðir út á við, en að öðru leyti eru hlutarnir límdir saman. Kambinum sem má vera úr rauðu fflti, er stungið inn á milli. Augað er teiknað með svörtu bleki eða lit og síðan er unginn litaður gulur og kamburinn hárauður, ef þið hafið ekki átt rautt fflt. Eggiaskurnirnar mega vera f öllum regnbogans iitum. Þessa unga er líka hægt að klippa út úr efni og sauma saman að ofan og nota sem eggjvermi, en þá verða þeir auðvitað að vera það stórir að þeir komist utan yfir eggíð i eggjabikarnum. ☆ ★ * ÖRN RAUÐI SEGIR FRÁ: HVERNIG FÉKK SKJALD- BAKAN SKJÖLD SINN? _ „Ég er þreyttur og svangur. Ég þarf að fá mér eittlhjvað að borða,“ sagði Manaboaho við sjálfan sig og gekk í áttina að tjaldlbúðum einum. Fyrir framan eitt tjaldið iá lítið Indíánabarn með augu eins og svartar perlur og tinnusvart hár. Barnið lá á bakinu og lék sér að því að stinga tánum á sér upp í munninn. Manaboaho ' hló og hló. Hann hafði aldrei séð barn sjúga á sér tærnar fyrr og honum fannst mikið til um, hve barnið var liðugt. Hann hugsaði: „Þetta er skemmtilegur leikur. Ég get alilt, sem aðrir geta. Ég ætla að leika þetta eftir.“ Hann settist hjá barninu og tók af sér vinstri fótar skóinn. Hann reyndi að koma stóru tánni upp í munninn, en hann var of stirður í hnjánum og fótunum. Hann reyndi aftur og aftur og í tilraunum sínum datt hann aftur á bak og meidii sig í höfðinu um leið. Hann néri aumt höfuðið um stund, en byrjaði svo á nýjan æik. í þetta! sinn reyndi hann að koma stórutá hægri fotar upp í munninn, en það ge.ek engu betur. Manabozího var svo feit- ur og klunnalegur, að hann valt um koll hvað eftir annað. Indíánabarnið horfði á Mana- bozho stórum augum og þótti þetta athæfi auðsjáanlega mjög kostulegt, því að barnið skelli- hló. Manaboziho reiddist mjög og setti á sig skóna í skyndi og flýttir sér á brott. Hann var reiður, því að bæði var hann sársvangur og honum gramd- ist auk þesis mjög að geta ekki leikið það. eftir, sem smábarn var fært um að gera. Hann haltraði áfram, stirður Framhald á bls- 23. * * ÚR NÁTTÚRUGRIPASAFNINU í NEW YORK PÁSKAFÖNDUR Þessi mynd er tekin í miklu náttúrufræðisafni í New York borg. Á miðju gólfi í salnum, á upphæfckuðum paili, stendur fíláhjörð. Þetta eru Afríku-fíl ar, og þegar við horfum á myndina, sjáum við, að þ-jir eru á flótta undan einhverri ósýni- legri hættu. Ungfílarnir eru í skjóli við eldri fílana og stærstu 02 sterkustu . fílarnir reka lest- Við getum Öll hlakkað til þess, að Náttúrugripasaín ís- xands opni sýningarsali sína. Þótt við fáum ekki að sjá þar fílahjarðir eins og 1 mörgum söfnum erlendis, verður þar mjög margt fróðlegt að sjá. Sjón er sögu ríkari og óneit- anlega er skemmtilegra að sjá undur náttúrunnar en lesa um ina, reiðubúnir að snúaast tii varnar. Úti við veggina sjáuro vii stóra sýningarkassa, þar sen ýmsum dýrum er komið fyrii með sitt eðlilega umhverfi baksýn, allt svo lisdlega gert að gestir safnsins bíða oft efth að sjá einhverja hreyfingu i dvrunum. Páskarnir eru alveg á næstu grösum og þið verðið að láta hendur standa fram úr ermum til þess að eiga eitthvað til að skreyta með páskaborðið eða i herbergið ykkar. Þessi hænungaórói er búinn til úr teiknipappír, mjóum trépinn- um eða vír og nælonþráð eða tvinna. Þið litið ungana auðvitað gula og ef þið búið svo vel að eiga perlur í augun og pallíettur í væng- broddana verður óróinn auðvitað enn fallegri. BARNA-TIMINN Verðlaunakeppni Barna-Tímans Á sunnudaginn var hófst verðlaunasamkeppni Barna- Tímans „Teiknið pabba og mömmu". Vegna þess, hve erfitt er um samgöngur víða utan af landi þessa dagana, verður fresturinn til að skila teikn ingum framlengdur til 5. apríl. Úrslit verða þá birt í blaðinu 9. apríl. Þið megið senda fleiri en eina teikn- ingu, litaðar eða ólitaðar. — Sjálfsag-t getið þið fengið leyfi hjá teiknikennaranum ykkar til þess að vinna að myndinni í teiknitíma, en ef þið þurfið að fá hana endursenda, þá munið að faka það fram. Utanáskrift in er: Barna-Tíminn, Dag- blaðinu Tímanum, Reykja- vík. Frímerkjaverðlaun 'Fyrir ráðningar á gátum i Barnatímanum 12. febr. hlutu: Hannes Ólafsson, Auðsvaðsholti, Landi, Rang. Tryggvi Axelsson, Elísabet Þórarinsdóttir, Vogsósum, Selvogi Árnessýslu Randver Ásgeir Elísson Randversstöðum, Breiðdal, S.-Múlasýslu. Kletti v. Kleppsveg, Rvík. I., iTSfSð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.