Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 4
VETTVANGUR TÍMINN ÆSKUNNAR FÖSTUDAGUR 7. anríl 1967 Heilbrígðari hugsunarháttur i fjármálum er þjóðarnauðsyn Stjórn Stúdentafélags Háskól- j að jafngamalt mannkyninu. Aldrei ans hefur boðað til þessa fundar | vorutn við íslendingar svo snauðir og ákveðið umræðuefnið: Fjármála þrátt fyrir mikla fátækt, að ekki spilling, félagsleg upplausn og fyndist ævinlega eitthvað, sem réttvísi á íslandi. Það fer vel á j einhverjum fyndist þess virði að þvi að stúdentar haldi uppi fornri stela því. Lengi vel vorum við þó venju og láti í sér heyra og til mrjög frumstæðir í þessum efnum, sín taka um þau málefni, sem hæst ber hverju sinni. Þeir tím- ar, sem við lifum nú á íslandi, hafa vissulega mörg áberandi ein- kenni t. d. velmegun og framfar ir a.m.k. hið ytra, en vafalítið er það þó einmitt umræðuefni kvölds ins, sem einna mestan svip setur á líðandi stund. Ég tel mér heiður að því að vera einn af frummælendum þessa fund ar, og vildi ekki skorast undan því verkefni, enda þótt ég finni vel að mig vantar margt til að gera því viðhlítandi skil. Með peningaflóði styrjaldarár- anna tóku ýmsir hlutir mjög að tjreytast hér. Á þessum árum urðu hinir örsnauðu íslendingar ríkir með skjótum og í flestum tilfell- um fyrirhafnarlitlum hætti. Inn- stæður söfnuðust í gjaldeyrissjóð í samanburði við aðrar og ríkari um og almenn velmegun blómstr þjóðir. En eftir því, sem velmeguh hefur farið hér vaxandi, höfum við einnig verið að sækja okkur í aði. Valdamenn þjóðarinnar þurftu í fyrsta skipti í sögunni að ákveða ráðstöfun mikilla eigna. Stúdentafélag Háskóla Islands hefur haldið marga opinbcra fundi í vetur, og hafa hin ýmislegustu mál verið tekin til umræðu. Hefur sér- stök málfundanefnd á vegum félagsins staðið fyrir þessari blómlegu starfsemi, en í nefndinni eru Jón Oddsson, Hjörtur Pálsson og Ar- mann Sveinsson. Formaður Stúdentafélagsins er hins vegar Aðalsteinn Eiríksson. Á fundi um fjármálaspillingu, félagslega upplausn og rétt- vísi á íslandi, sem haldinn var á vegum Stúdentafélagsins á Hótel _ ^ ______ ____ Borg 13. marz s. 1. var Einar Ágústsson, alþm. og bankastjóri, einn Strax í upphafi vil ég búa þá þriggja framsögumanna. Er okkur sérstök ánægja að mega birta hér af íundarmönnum, sem eiga von á síðunni kafla úr ræðu hans. á vandlætingarpredikun, eins kon ^mtm ar eldmessu yfir lausung og spill- ingu nútímans í fjárhagslegum efn um, undir það, að þeir verða fyrir vonbrigðum. Ég mun ekki verja þeim tima, sem mér er ætlaður hér í kvöld til þess að rekja sem allra flestar hneykslissögur, þótt óneitanlega sé af ýmsu að taka. Eh ég mun ieitast við að lýsa þeirri þróun, sem hér hefur orð- ið á sviði fjárhags- og viðskipta- mála og gera eftir föngum grein fyrir þeim þjóðfélagslegu orsökum sem þeim hafa valdið að mínum dómi. Misferli með fjármuni er auðvit þessum efnum, og nú er svo kom Þeim var sannarlega ærinn vandi ið, að við þurfum engan afsökunar á höndum, alls staðar blasti þörf- að biðja á frammistöðunni. in við. Atvinnulífið varð að byggja Allar götur fram að síðustu upp, þegar þjóðin gat ekki lengur heimsstyrjöld hygg ég þó að við j lifað á því að vinna fyrir setuliðið, höfum verið afar fróm þjóð, sem i varð hún að snúa sér að öðrum ekki mátti vamm sitt vita, fólkinu i störfum. leið illa, ef það gat ekki staðið í skilum, grandvarleiki var eitt fyrsta boðorðið. Vera má, að þess- ar dyggðir hafi fyrst og fremst stafað af fátækt og tækifæraskorti. sumir halda þetta, en ég er ekki í þeirra hópi, ég held að hér hafi komið til sjálft þjóðareðlið. paun/l P SIGURÐSSON S/F SKÚLAGÖTU 63 SÍMI19133 Eg álít, að þrátt fyrir margt, sem vel var gert á þessum árum, eins og t. d. cndurnýjun togaraflotans, að of lítillar fyrirhyggju hafi gætt um ráðstöfun þess mikla fjár- magns, sem fyrir hendi var í styrj aldarlok, enda eyddust sjóðirnir fljótt, og a. m. k. sumt af fjár- magninu nýttist illa til endurreisn ar íslenzks atvinnulífs. Þannig hygg ég til dæmis að innflutningur margra súkkulaðigerðarvéla, sem hver um sig var nægilega stór til að framleiða allt það sælgæti, sem þjóðin gat með nokkru móti torg- að, hafi ekki reynzt sá búhnykk- ur, sem einhverjir hafa án efa vonað. Fyrr en varði komu líka erfiðir tímar til sögunnar á ný. Aftur komu ár hinna takmörtkuðu gjald eyrissjóða, fljótlega þurfti að fara að greiða uppbætur á útflutnings- framleiðsluna til þess að gera hana samkeppnisfæra á erlendum mark aði, og að síðustu var gripið til þess að fella géngið og reyna á þann hátt að skapa jafnvægi um stund en verðbólgan fór stöðugt vaxandi. Það er mín skoðun, að gengis- lækkun sé undir langflestum kring umstæðum hrein neyðarráðstöfun, sem fyrst og fremst er gripið til hjá þjóðum, sem hafa farið illa út úr t. d. styrjöldum eða náttúruham förum og búa af þeim ástæðum við hráefnaskort, lamaða útflutn- ingsverzlun og niðurbrotin fram- leiðslutæki, eins og slíkum hörm brRud RAFMAGNSRAKVEL _ KÆRKOMIN FERMINGARGJÖF — Fæsí i raftækjaverzlunum i Reykjavík og víðs- um lan*. SRAUN-UMBOÐID: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS, Skólavörðustig 3, Reykjavík. ungum fylgir oftast, enda berjast flestar lýðræðisþjóðir gegn gengis lækkun í lengstu lög. Reynslan sýnir að gengislækkun hefur lam andi áhrif siðferðilega á allt fjár málalíf hverrar þjóðar, sérstaklega þegar ekki eru jafnhliða gerðar öruggar ráðstafanir gegn hættu- legasta fylgifiski hennar, verðbólg unni. Ótrú á gjaldmiðlinum og lítilsvirðing fyrir honum fylgja jafnan fast á eftir. Þá er þess enn- fremur að gæta, að allar gloppur efnahagskerfisins freista breisk- leika manna, sem æfinlega er fyrir hendi. Þess vegna er slælegt eftir- lit með því, að lögum og reglum sé hlýtt, undirrótin að flestum misferium í hverju þjóðfélagi. Við íslendingar höfum síður en svo búið við nokkrar hörmungar frá náttúrunnar hendi undanfarna áratugi, þvert á móti hefur hvert góðærið rekið annað og met í afla brögðum verið sett árlega. Þrátt fyrir þetta hefur reynslan hjá okk ur orðið sú, að engar þær ráðstaf anir, sem gripið hefur verið til, hafa verið fullnægjandi. Fljótlega eftir hverja gengislækkun hefur þurft að grípa til uppbóta á nýjan leik, sem síðan leiddi til nýrrar gengislækkunar og þannig koll af kolli. Þessa sögu þekkjum við öll svo vel, að ástæðulaust er að rekja hana frekar. Núverandi ríkisstjórn hélt því fram 1960 að þá væri verið að fara inn á nýjar brautir, upp frá því skyldi reka atvinnuvegina styrkja- og hallalaust, hefta verð bólguna, fullnægja eftirspurn eft- ir lánsfé, uppræta fjármálaspilling una, og fleira í þessum dúr. Éinnig framhald þessarar sögu er oikkur kunnugt. Engir hafa bitið rækileg ar í rófuna á sér, hringurinn er alveg að lokast, aðeins sjálf breyt ingin á gengisskráningunni er eft- ir. Nú segir forsætisráðherra lands ins að rikisstjórnin muni berjast gegn frekari gengislækkun, en ef hún skyldi samt reynast óumflýjan leg s'kuli þeir, sem gera hana ó- hjákvæmilega, fá að borga brús- ann. Hvað, sem þetta boðar er Ijóst, að verðbólgan er.enn óheft, gjald miðillinn ótraustur og yfirstand- andi verðstöðvun aðeins tímabund in, þau ráð, sem duga sem sagt enn ófundin. Þannig hefur ennþá einu sinni sannazt hið fornkveðna, að allt er í heiminum hverfult. Hér hafa nálega allir hlutir breytzt, nema eitt aðeins eitt er óbreytt: Afstaða hinna nýríku íslendinga gagnvart peningum og öðrum fjármunum. Þrátt fyrir allan hrunadansinn hef ur ennþá aldrei svo langt gengið að við höfum hneigzt til sparnað ar og minnkandi eyðslu. „Böllin verða að kontinúerast“ var einu sinni sagt, og í þeim anda hefur kjörorð íslendinga verið undan- farin nærri 30 ár, með aðeins ör- fáum undantekningum. Eyðsla og virðingarleysi fyrir fjármunum hafa einkennt þjóðfélagið, sparn aður og ráðdeild eru fornar dyggð ir, sem enginn lítur við. Lífsskoðun verðbólgu- og gengis lækkunarstefnunnar situr í fyrir- rúmi, og þeir fáu sem ekki að- hyllast hana verða í mörgum til- fellum að dansa með, vegna þeirra aðstæðna, sem þeir eiga við að búa. Verðbólgueldurinn eyðir á skömmum tíma því, sem menn hafa lagt til hliðar. Spariféð verðfellur jafnt og þétt, og háir vextir hafa ekki nema að litlu leyti dugað til að jafna þau met. Af þessu leiðir eins og ég sagði, vantrú á gildi sparnaðar og það skeytingarleysi um meðferð verðmæta, sem ein- kennt hefur þjóðfélagið á þessum veltiárum öllu öðru fremur. í kjölfarið syndir síðan óráðvendn- in og býr við óvenjugóð vaxtar- skilyrði í slíku umhverfi. Ég ætla ekki að fara að telja hér upp allar þær tegundir auðg unarbrota, sem framin hafa verið og upp komizt um, nú á allra sein ustu árum. Öll höfum við vafa- laust heyrt sögurnar sem ganga um skjalafals, ávísanafals, inn- flutningsbrot, útflutningsbrot, gjaldeyrissvik, skattsvik, fjárdrátt og svo framvegis ,sem ég hirði ekki að rekja. Gamalt máltæki segir, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Okkar unga borgaraþjóðfé- lag hefur ekki risið undir þeim vanda. Þessi grandvara og stál- heiðarlega þjóð, fslendingar, komst með skyndilegum hætti í nána snertingu víð auð og alls nægtir og hefur ekki náð sér síð- an. Vitanlega er bæði rétt og skylt að líta á þessi barnabrek með nokkru umburðarlyndi, vaxtarverk ir hljóta jafnan að fylgja svo rót- tækri þjóðlífsbreytingu, sem þeirri er hér hefur átt sér stað. En engu að síður hlýtur þessi þróun að vera mönnum rnikið áhyggjuefni og það er skylda allra hugsandi manna að leita ráða til að sporna við henni. I þeim fáu orðum, sem ég segi hér á eftir er að sjálfsögðu eng- inn tími til að gera grein fyrir Iþví að nokkru marki, sem helzt ■gæti verið tiltækt í þessum efn um, en ég vil þó leyfa mér að drepa á örfá atriði, sem mér eru ofarlega í huga í þessu sambandi. Útflutningsverzlunin. Um langt skeið hefur útflutn- ingsverzlun okkar verið háð leyfis veitingum. Þessi tilhögun er vafa- laust komin til af því, að illa þótti gefast það fyrirkomulag, sem áður gilti, að margir einstaklingar stunduðu sölu á útflutningsfram- leiðsluvörunum og lentu oft í sam keppni hver við annan, auk marg víslegs annars óhagræðis. Sú hætta fylgir á hinn bóginn slíku langvarandi kerfi leyfisveitinga, að ýmisleg misnotkun geti átt sér stað. Meðal annars er sú hætta fyrir hendi að af pólitískum eða persónulegum ástæðum séu út- flutningsleyfi veitt aðilum, sem ekki reynast þess trausts maklegir, og að framleiðendur útflutnings afurða verði fyrir meiri eða minni skakkaföllum af þessum sökum, eins og menn vita dæmi um. Það er því ekki aðeins skylda Alþingis að vanda vel allar lagasetningu um slíkar leyfisveitingar, heldur að fylgjast jafnframt vel með Istjóri: Björn Teitsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.