Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUTR 7. aprfl 1967 TÍMINN 7 Otgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: ECrlstján Benediktsson. Ritstjóran Pórarton Þórartosson (áb), Andrés Krlstjánsson, Jón Helgason Og Indriði G. Þorstetosson. Fulltrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang. lýstagastj.: Stetogrtaiur Gíslason. Ritstj .akrifstofur i Eddu- húslnu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðsiusíml 12323. Augiýsingasimi 19523. AOrar skrlfstofur, siml 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. tonanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 etot — Prentsmiðjan EDDA tL. f. Stjórnskipaður íbúðaskortur Það hefur þrásinnis verið rætt og rökstutt með skýr- um töium hér í blaðinu, hvernig núverandi ríkisstjórn og borgarstjórnaríhaldið í Reykjavík hafa tekið höndum saman um að skapa öngþveiti i húsnæðismálunum og búa til húsnæðisskort, sem sprengdi upp íbúðarverð og húsaleigu á almennum markaði, og standa þannig bein- línis fyrir okri á þessum lífsnauðsynjum almennings, og slíkt ástand hefur, ásamt hinni gegndarlausu dýrtíð, einnig sprengt byggingarkostnaðinn upp. Það hefur blasað við síðustu árin, að markaðsverð íbúða hefur verið verulega hærra en byggingarkostnaður, þrátt fyrir firn hans, en þó hefur jafnan verið augljóst, að vel rekin byggingarsamvinnufélög með dugandi iðn- aðarmenn í þjónustu sinni, hafa getað komið upp íbúðum fyrir lægst verð, og fregnir síðustu daga, þar sem komið er á daginn, að Byggingarsamvinnufélag verkamanna og sjómanna hefur með forsjá dugandi byggingamanna komið upp íbúðum, sem kosta a.m.k. þriðjungi minna en íbúðir á almennu gangverði, sýna og sanna þetta mjög vel, og þáð með, hve sjálfsagt er að ríki og bæjar- félög hlynni að slíkri starfsemi og veiti henni ráðrúm til þess að leysa húsnæðisþörf borgaranna í enn ríkari mæli en verið hefur. En ríkisvaidið hefur á síðustu árum lagt ýmsa steina í götu þessarar starfsemi, og borgar- yfirvöld í Reykjavík rétt henni litla hjálparhönd, nema síður væri, enda hafa þessir aðilar greinilega sýnt, að þeir vilja hafa húsnæðisokur og dýrtíð í húsnæðismál- um og því beinlínis búið hana til vísvitandi. Viðurkennt frumskilyrði þess að unnt sé að halda byggingakostnaði og íbúðaverði í skefjum, er að full- nægja byggingaþörfinni. Á tíma vinstri stjórnarinnar árin 1956—1958, voru byggðar í Reykjavík 810 íbúðir á ári að meðaltali, og fullnægði það ríflega þörfinni, svo að jafnvægi náðist. En það var meðal fyrstu verka núverandi ríkisstjórnar að draga úr íbúðabyggingum. og að því studdu borgaryfirvöld einnig dyggilega, svo að árii^ 1960 —1966 hafa aðeins verið byggðar 630 íbúðir til jafnaðar á ári. Þar sem þannig vantaði á hverju ári um 200 íbúðir til þess að fullnægja þörf, myndaðist þegar hinn þráði húsnæðisskortur stjómar og borgaryfirvalda með þeim afleiðingum, sem blasað hafa við síðustu árin — stjóm- skipaður íbúðaskortur. Þetta er órækur vitnisburður um illa og óhæfa stjórn. Vanlíðan Það leynir sér ekki, að það hefur orðið ritstjórum Morgunblaðsins ærin raun að þurfa að hlýða á Seðla- bankastjóra lýsa „verðstöðvunina" hreina og skamm- vinna bráðabirgðaráðstöfun, sem meira að segja gæti valdið vandræðum, en allar frambúðarráðstafanir ógerð- ar. Þegar ritstj. Mbl. hafa valið Tímanum hæfileg orð fyrir að benda á þetta, segir nann svo í leiðara: „Rétt er þess vegna að landsmenn viti, að formaður Framsóknarfl., Eysteinn Jónsson, var sjálfur mættur á fundi þeim, þar sem dr. Jóhannes Nordal flutti ræðu sína. Sat hann við hlið Indriða G. Þorsteinssonar, rit- stjóra Tímans, og sagði honum stöðugt fyrir verkum, milli þess sem hann gretti sig og fetti yfir því að þurfa að hlýða á ræðu Seðlabankastjcrans . . . . “ Menn sjá gerla hvert sálarástand þess manns er, sem svona skrifar, og hve vanlíðan hans er mikil vegna vitnis- burðarins úr Seðlabankanum um „verðstöðvunina". ...—..........................■ ■ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Aðhald blaðanna er mikilvægur þáttur bandarísks stjórnkerfis Pukurshneiqð Johnsons forseta spillir mjög fyrir honum. HUMPHREY — pukrunarhneigS Johnsons kom glöggt í Ijós f sambandi við útnefn- ingu Humphreys sem varaforseta. eigandi og óæskilegar hneigðir í SEINUSTU grein minni fiærði ég rök að því, að spennan milli Johnsons forseta og blaða mannanna er ekki aðeins m^iri, hsldur annars eðlis en lunar eðlilegu skilmingar opinbarra embættisimanna og frétta- manna. Tvennt, sem hvort ann að eltir, hefur einkum orð'ð til þess að eyða trúnni á ein- lægni og áreiðanleika ríkis- stjórnarinnar. Önnur orsökin er sjúkleg pukurhneigð Johnsons fonseta. Hin orsökin er sú skoð- un forsetans, að hann telur sig eiga rétt á að hagræða frétta- burði sér til stjórnmiálalegs á- vinnings og fylgir ekki hinni ban<Jarísku, hefðbundnu trú á mikilvægi óiháðrar fréttaþjón- ustu. Til sannindamerkis um pukur nneigð fonsetans má benda i, að reyndir blaðamenn, se.n starfa við Hvíta húsið, segja margar sögur um tregðu hans til að fallast á ákveðna tíma- áætlun, — láta til dæmis upp- skátt um fyrirætlanir sínar til að skreppa til búgarðsins, — íyrr en í allra síðustu lög. Ef til vill hafa tvö atvik unnið Johnson meira tjón meðal almennings en allt ann- að. Hið fyrra var, að hann skyidi standa á því fastar en fótunum fram á síðustu stundu að hann hefði ekki ákveðið, hvern hann vildi sem varafor- setaefni árið 1964. Þessu hélt hann fram, eftir að allir voru hættir að trúa honum. Hitt at- vikið gerðist eftir Asíuferð hans í haust sem leið. Frétta- mönnum, sem fylgdust með, var sagt tvisvar eða þrisvar, að forsetinn færi í ákafan kosn- ingaleiðingur þegar hann kæmi aftur, og stjórnmálaleiðtogar voru undir komu hans búnir. Forsetinn ákvað svo á síðustu stundu að fara hvergi. Þegar hann var síðan spurður á blaða- mannafundi, hvers vegna hann tiefði ekki farið í kosningaleið angurinn, gerði hann harða og langa hríð að blaðamönnunum fyrir að hafa haldið fram, að hann ætlaði í þennan leiðang- ur. TIL þess að knýja emlbættis- inenn sína til pukurs hefur for- setinn orðið að bæla niður eðli ',ega hneigð þeirra til að skýra og réttlæta áætlanirnar, sem þeir hafa gert og stefnuna sem þeir hafa mælt með. f bók sinni um blöðin vitn- ar Reston í tilraun Bells Moy- ers til að fá vit út úr pukur- hneigð forsetans: „Mjög er mikilvægt fyrir forseta að halda valrétti sínum allt þar til að ákvörðunarstundinni feemur, og ef einhver ræðir fyrirfram, dögum eða jafnvel vikum saman um, að hann ætli að breyta svona og svona, pá er sá hinn sami að svipta forsetann svigrúminu, sem hann þarf á að halda til þess að getá tekið hentugustu á- kvörðunina, miðað við ríkjandi ástand og aðstæður". Keston þykir sem „þessi neimspekilega kenning .... feli í sér tortryggilega mögu- leika“. Og víst er um það. Þingið og þjóðin eru svipt rétti sínum til að ræða viðbrögð og aðferðir. Þjóðin hefur einmitt nákvæmlega á þennan hátt ver- :ð skuldbundin til aðildar að umfangsmikilli styrjöld, sem ekki var útskýrð eða rökrætt um fyrri en að ákvörðun for- setans var afhent í skipunar- formi. Á ÞENNAN hátt á pukur- áráttan samleið með skilnings- skorti á frjálsri blaðamennsku og því virðingarleysi fyrir henni sem af skilningsskortin- um leiðir. Porfeðurnir, sem mót uðu stjórnarskrána, voru á einu máli um, að mönnum væri ekki trúandi fyrir takmarka- lausu valdi, og þess‘vegna væri eina leiðin til að koma . veg fyrir harðstjórn og einrœðis- stjórn að koma fyrir öryggis- og jafnvægistækjum í stjórnar kerfinu sjálfu. Af þessum ástæðúm er svo mikilvægt at- riði í bandaríska kerfinu öllu, að forsetinn, öldungadeild þings ins, fulltrúadeild þingsins og handhafar dómsvaldsins er kjörið hvert á sinn hátt, til mis munandi tíma, mismunandi kjósendur kjósa og mismun- andi öfl ráða útnefningu. Til þess var ætlazt frá upphafi, að þessi öfl ættu að hafa eftirlit hvert með öðru, leita jafnvægis hvert gegn öðru og koma á þann hátt í veg fyrir, að óvið- eða ætlanir næðu valdi yfir þjóðinni. Reglan, sem lögfrœð- | ingamir kenna við sókn og M vörn, er undirstöðuatriði hins | bandaríska stjórnarkerfis. Þegar ferfeðurnir höfðu lok- “ ið sköpunarverki sínu, varð þeim fljótlega ljóst, að skoðun, byggð á fræðslu og skilningi, var gegnsýrð slítou vantrausti á takmarkalaust vald, að hún hlaut að vantreysta samríkis- stjóminni sem heild. Stjórnar- skránni til staðfestingar varð því að auka við tíu endurbót- um, sem nefnd hefur verið rétt indaskráin. Fyrsta atriðið mein aði samríkisstjórninni að gefa út lög, sem skertu frelsi blað- anna. Og hvers vegna? Vegna þess, að það var sannfæring samtímans, að regluna um sókn og vörn yrði einnig að viðhafa um ríkisstjórnina sem heild, til þess að tooma í veg fyrir harð- stjórn og einræði. Spennan milli kjörinna emb- ættismanna og starfandi blaða- manna er því ekki aðedns til angurs og óþæginda fyrir forset- ann. Hún heyrir til innsta kjarna bandaríska stjórnarkerf- isins. Sé þessi spenna ekki fyr- ir hendi, er kjörnum embættis- manni vel mögulegt að nota sitt opinbera vald til þess að beita blöðin áhrifum og koma í veg fyrir, að blaðamennimir geri' óháða grein fyrir opinberum gerðum. FORFEÐURNIR, sem mótuðu I Framhald á 11. síðu I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.