Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 7. aprfl 19G7 6 TÍMIWN Fyrir skömmu birtist í Verzlunarskólablaðinu viðtal við Árna Þórðarson, skólastjóra Hagaskólans í Reykjavík, um ástand og skipan verzlunarmenntunar í landinu. Höfundur hefur góðfúslega orðið við beiðni Tímans um birtingu þessa viðtals. Hvernig finnst yður ástand og skipan verzlunarmenntunar í land inu nú? Eg held, að menn séu sammála um, að skipan þessarar greinar fræðslumálanna sé mjög í molum og ástandið ekki eins gott og það þyrfti að vera og gæti verið. Tveir einkaskólar eru starfandi á þessu sviði, sem mennta eiga fólk til skrifstofu-, afgreiðslu- og margs konar þjónustustarfa. Verzlunarskólinn var stofnaður 1905 og Samvinnuskólinn 1918. Þessir skólar fullnægðu þörfinni á menntun verzlunarfólks á sínum tíma og lqngi fram eftir öldinni, þótt þeir séu eðlilega vanbúnir þess í dag. Við fram'kvæmd fræðslulaganna frá 1946 er hlutur verzlunarfræðslunnar lítill, og má segja, að hann hafi að verulegu leyti orðið útundan. Enginn verzl- unarskóli er starfræktur af rík- inu, né'sveitarfélögum, og má það teljast furðulegt og reyndar aliveg fráleitt. Reykjaví'kurborg hefði átt að vera búin að stofna verzlunar- skóla fyrst ríkið gerði það ekki. Nokkrir gagnfræðaskólar hafa af brýnni nauðsyn komið á fót hjá sér verzlunardeildum síðustu ár- in. Hagaskólinn vari fyrstur skóla til þess, stofnaði verzlunardeild fyrir stúlkur 1956, og ýmsir fleiri gagnfrœðaskólar hafa svo stofn- að líkar deildir hjá sér nú allra síðustu árin. Tengsl gagnfræðaskól anna annars vegar og Verzlunar- skólans og Samvinnuskólans hins vegar eru fremur lítil og óhag- kvæm eins og er. Sérstaklega tel ég fyrirkomulag inntökuprófa Verzlunarskólans óheppilegt fyrir bæði nemendur og starf gagn- fræðaskólanna. Nemendurnir eru kallaðir til prófs í Verzlunarskól- ann strax að loknu unglingaprófi og öðrum prófum gagnfræðaskól- anna. Hitt er þó verra, að ekki er tekið nægilegt tillit til þeirrar fræðslu, sem nemendur hafa feng- ið í gagnfræðaskólum, þegar náms kröfur fyrsta bekkjar Verzlunar- skólans eru ákveðnar. Hefur oft verið undan því kvartað, að við- fangsefni fyrsta bekkjar Verzlun- arskólans sé of létt og nemendum ekki hollt, hve lítils sé þar af þeim krafizt. Teljið þér að opinbcrir aðilar eigi að annars þá viðbót, sem á vantar um nægilegan fjölda verzl unarmenntaðs fólks, eða einkaað- ilar skuli gera það t.d .Verzlunar- ráð, Sambandið eða kaupmanna- samtökin? Ég tel eðlilegt, að hið opin- bera annist þetta. Verzlunarráðið og sambandið reka væntanlega sína Skóla eins og verið hefur, en stækka þá varla að ráði frá því, sem nú er. Sjálfsagt er að fella menntun verzlunarfólks og þeirra, sem annast ýmis þjónustustörf, á eðlilegan og raunhæfan hátt inn í fræðslukerfi þjóðarinnar. Þ.ess vegna þanf að stofna rí'kisskóla á iþessu sviði eða skóla, sem einstök fræðsluhéruð kynnu að stofna. Hvert er álit yðar á verzlunar- deildum gagnfræðaskólanna og kennslu í verzlunargreinum í al- mennum skólum? Verzlunardeildirnar hafa að vissu marki bætt úr brýnni þörf, og námsskrá þeirra er skynsam- leg og hagnýt. Námstiihögun mætti eflaust eitthvað breyta og bæta, en einkum veita nemend- um kost á frekara námi í tengsl- um við gagnfræðaskólana eða í sérstökum verzlunarskólum. Teljið þér að unnt sé að breyta almennum menniaskólum, eitt- ihvað í þá átt, að þaðan geti kom- Sð gott verzlunarfólk? Ólíklegt er, að menntaskólun- um verði breytt í þá átt að sinni og tæplega eðlilegt, að svo verði. Miklu raunhæfara er að stofna sér- staka skóla í þessu skyni. Teljið þér árangursríkara og betra að mennta verzlunarmenn í skólum, áður en þeir ákveða sér stað í viðskiptalífinu en gera það á eftir eins og víða er farið að gera? Ég tel varhugavert að binda verzlunarnám við einangraða þætti þessara mála. Nemendur munu í fæstum tilfellum hafa svo fast- ákveðið starf sitt á þessum aldri, meðan þeir eru í skóla, að skyn- samlegt sé að marka nám þeirra mjög þröngu, takmörkuðu sviði. Það hlýtur að verða árangursrík- ara og farsælla að gefa fólki kost á viðhótarnámi, eftir að það hefur hlotið einhverja starfsreynslu. En þá þarf það að halda starfi sínu áfram að nokkru samhliða námi og fá sín laun. Þetta hlýtur að vera hægt, en er nokkuð vand- leyst skipulagsatriði. - Ilafið þér einhverja tillögu fram að færa varðandi þetta efni al- mcnnt? Ég er að sjálfsögðu ekki reiðu- húinn að gera endanlegar tillögur um fyrirkomulag og framkvæmd þessara mála, og sízt af öllu verður það gert í þessu stutta rabhi. Samt leyfi ég mér að nefna hér fáéin atriði, sem ber að athuga. Sum þeirra að minnsta kosti er í senn nauðsynlegt og auðvelt að fram- kvæma án langrar tafar. Leggja ætti niður fyrsta bekk Verzlunarskólans í því fbrmi, sem hann er nú, hverfa þegar í stað Árni Þórðarson frá inntökuprófi í skólann, en velja nemendur eftir prófum gagn- fræðaskólanna, taka þá, eins og áð- ur, að loknu unglingaprófi, en krefjast af þeim meira starfs tvo fyrstu vetur Verzlunarskólans en verið hefur. Verzlunarnámið tæki þrjú ár í stað fjögurra. Gefa þarf verzlunardeildum gagnfræða skólanna meiri gaum en verið hefur, endurskoða námsefni og kenrislúhögun og hlynna að þeim á ýmsan hátt, t.d. að nemendur eigi kost á að þjálfa sig í notkun ýmissa skrifstofutækja. Stofnaðar séu framhaldsdeildir í tungumál- um og verzlunarfræðum fyrir þá nemendur, er fengið hafa nægan undirbúning þar að lútandi í gagn fræðáskólunum. Setja þarf á stofn hið minnsta tvo verzlunarskóla auk framhaldsdeilda, er áður er getið, annan í Reykjavík, hinn væntan- lega í kaupstað utan Reykjavíkur. Þessir skólar yrðu að sjálfsögðu tengdir fræðslukérfinu á sama hótt og aðrir framhaldsskólar í land- inu. Standi á ríkinu að koma á fót verzlunarskóla einum eða fleiri þarf Reykjavikurborg að grípa inn í og stofna slíkan skóla, hefði reyndar þurft að vera búin að því. Aukin og bætt verzlunarmennt- un og undirbúningur undir marg- breytileg þjónustustörf eykur fjöl breytni í framhaldsnámi, og veitir ekki af, þar sem því er nú of þröngur stakkur skorinn. Rgykja- vík hefur brýna þönf fyrir apnan verzlunarskóla. Arangur slíkrar sitofnunar kæmi skjótt fram í hag- kvæmum rekstri og bættri þjón- ustu stofnana og fyrirtækja þessa mifcla viðs'kiptahæjar. Ferðastyrk- ir til U.S.A. Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright-stofnunin) til- kynnir, að hún muni veita ferða- styrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir í Bandaríkj unum á námstámabilinu 1967—68. Styrkir þessir niunu nægja fyrir ferðakostnaði frá Reykjavík til þeirrar borgar, sem næst er við- komandi háskóla og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja af- rit af skilríkjum fyrir því, að um sækjanda hafi verið veitt inn- ganga i háskóla eða æðri mennta stofnun í Bandaríkjunum. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf umsækjandi að ganga undir ^rstakt enskupróf á skrif- stofu srofnunarinnar og einnig að sýna heilbrigðisvottorð. Umsækj- endur skulu vera íslenzkir ríkis- borgarar. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Menntastofnunar Framhald á bls. 11. / Engin bókarfregn frá umliðnu jólaflóði vakti forvitni mina á við fregnina um æviminningar Jónas ar Þorbergssonar. Æviminningar í margskonar formi og gerð eru orðnar fyrir- ferðarmikill þáttur í íslenzkri bóka gerð. Þó sumt sé ágætt í þætti þessum, er annað meira eða minna misheppnað. Víst er um það, að engin kynslóð þjóðarinnar hefur haft úr jafnmiklu efni að moða til frásagna og sú, sem nú er á efri árum. En það er ekki vandalaust ag fara með þetta efni, og ýmsa meðal höfunda og ritara, hefur nokkuð skort í dómgreind við samningu þessara rita. En nú kemur sá fram á ritvöll- inn, sem á sínu manndómsskeiði var einn ritfærasti maður þessar ar þjóðar. Vist er um það, að eng inn íslenzkur blaðamaður hefur i þessari öld haft slSkt vald á tung unni sem hann. Hjá Jóoasi Þor- bergssjmi fór eJJt saman, óbrigðull smekkur um orðaval og flutning, örugg þekking á lögmálum tung unnar, rökfesta, tiUinning, þróttur og dirfð, samfara ágætum gáfum. Og hvernig tekst svo þessum manni að gera upp reikninginn við lífið? Mér finnst það, sem þeg ar er komið, hafa tekizt tiltakan lega vel, og ég vil óska þess, að honum endist líf og heilsa til þess að ljúka þessum minningum. Enginn fer í grafgötur um það, í hvaða tilgangi þessi bók er skrifuð. Hún er samin í þeim til- gangi ag reyna að berja í „brota- löm íslenzkra sögutengsla“ og ég vona, að bókin megi verða þar að einhverju liði. Við upphaf bókarinnar kenndi ég nokkurra vonibrigða, saknaði til- þrifanna fornu. Hér var leikið á annan streng. Ég viðúrkenndi þó brátt minn misskilning. Áður en varir er maður horfinn aftur í löngu liðinn tíma, þekktan af reynslu og spurn, en að hálfu gleymdan. En tjaldi gleymskunnar er svipt frá með örfáum setning- um- Og á þessum tíma, tveim sííý ustu tugum 19. aldar, gerist upp vaxtarsaga Jónasar Þorbergssonar. Sú satfa «*r sierkUeg bæSi að efni og búningi. Barn að aldri missir hann móðin' sína, og fer til vanda- lausra. Fyrst í skjóli móðurbróður síns en missir hann von bráðar og verður þá fátt um skjólig hjá vandalausu fólki, sem lifði við kröpp kjör. Ofan á þetta bætist, að „hvíti dauðinn" hefur hann að herfangi. Frá barndómi til tvítugs aldurs starfar hann sem smali, matvinnungur, og á með naumind- um utan á sig. Það var erfit líf. Hann flytur bæ frá bæ, eitt ár í stað, framtíðin er ekki björt, verst er heilsuleysið. En kraftaverkið gerist engu að síður. Lífsmáttur æskumannsins ber hærra hlut i baráttunni við vanheilsuna og þá opnast leiðir og furðudraumar ræt ast. Frásögn Jónasar er einlæg, næm og laus við allan kala, en hún snertir lesarann. Inn í sögu sína vefur Jónas á meistaralegan hátt frásögunum af baráttu þeirra tíma. Hann lýkur einum slíkum kafla á þessa leið eftir að hafa minnzt Baldvins Ein- arssonar, Fjölnismanna og Jóns Siguxðssonar: „— Síðustu aldir Jónas Þorbergsson skiluðu aldamótakynslóðinni næg- um sársauka. Enda risu þá upp forystumenn I öHum greinum við reisnarinnar og umbótabaráttunn- ar. Aldamótakynslóðin tók við fá- tæku landi og mifclum þjóðar- sársauka og hún skilaði miklu verki. Það er þjóðarsársaukinn, sem kallar stórmennin fram. VelsæJd inni fylgja haettur makræðis og! síngirni. Megi guð veita hverri kynslóð nægan sársauka yfir ó- leystum nytjaverkum og háleit stefnumörk". Bréf til sonar míns er athygHs- vert bókarheiti. Það gefur nokkuð til kynna í hvaða tilgangi bókin er skrifuð. Og hún er þann veg skrif- uð, að hún á að geta náð sínum til- gangi, ef rétt er á haldið. Eg legg til að kennarar unglinga í þessu landi og aðrir æskulýðsleið- togar taki Bréf til sonar míns í sína þjónustu. Mikið er nú á dögum talað um staðfest djúp á milli kynslóðanna í landinu og að nauðsyn á því að brúa það djúp sé meiri en rúfckru sinni fyrr. Við þá bylti<jg>i í þjóð- lífinu, sem staðið heíur s**an um aldamót hefur margt ger.ejð úr skorðum og ýmis sannirdi glatazt. Það væri vel ef bægt v^ri oð ryfja upp eittþvað þeim. Þa.ð Jítur út fyrir að þ.-ótfn 'Ml í hieinni vei- 3æld C3 HkJeg? gerir hún þaö, en s&mt serr. áður. Ættum við ekki að reyna 3ð æskunni í skim ing ura það. hvaS hir.r. Hfsreyndi öMurgur ir.'-inar, þegr.r hann <al ar um hæ^ hætrir, sem vels'æid- intii geic. fyirt. I Bjwa RarahSsscu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.