Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 23. man 196: TÍMINN AÐHALD BLAÐANNA Framhald at bls. 7. stjórnarskráiía, voru vitrir og lifsreyndir menn. Þeim var mæta vel ljóst, að ríkisstjQrnin getur ekki rætt ákvarðanir sín- ar á torgum og gatnamótum, og þegar um er að ræða samskipti við erlend veldi er full þörf bæði á „skjótri ákvörðun og leynd“, eins og mig minnir að Madison kæmist að orði. Þessu neitar enginn ábyrgur blaða- maður. Vitanlega liggur í aug- um uppi, að ekki er til alger og takmarkalaus réttur blaða til að birta hvað sem er og hvaðeina hvenær sem er. Snilldin í bandaríska stjórnar- kerfinu er fólgin í öryggis- og jafnvægisleitinni gegn hvers konar alræði, einnig alræði meiri'hlutans og blaðanna. í samskiptum ríkisstjórnar- innar og blaðanna ríkir einnig öryggis- og jafnvægiskerfi. Embættismenn geta haldið upp lýsingum leyndum og blaða- menn geta komizt ýmislega yfir upplýsingar og birt þær. Þessi andstæðu öfl hafa hemil hvort á öðru og árangurinn verður þolanlegt samkomulag, sem unnt er að starfa við. Grundvallaratriðið, sem geng ið er út frá í bandaríska stjórn- arkerfinu er, að einstaklingarn- ir, sem hlut eiga að máli, jafnt embættismenn, kjósendur og blaðamenn, skilji kerfið sjálft, treysti því og séu staðráðnir í að láta það njóta sín. Þarna liggur sú hin mikla 'eining, sem gerir lýðveldið starlhæft. Hin sanna eining er allt ann- að en sú falska eining, sem fengin er með því að hagræða skoðanamynduninni í þeim til- gangi að afmá andstöðuna gegn vilja leiðtogans. STYRKIR Framhald af bls. 6. Bandaríkjanna, Kirkjutorg 6, 3. hæð. Umsóknirnar skulu síðan sendar í pósthólf stofnunarinnar nr. 1059, Reykjavík, fyrir 30. apríl næstkomandi. A VlÐAVANGI Framhald af bls. 3 ár. Þegar menn líta í nýútkom inn Lögbirting, kemur ástæðan í ljós. Þar eru sem sagt aug- lýst á einu bretti 267 nauð- ungaruppboð Iijá einstaklingum og fyrirtækjum. Þegar Mogga- menn sáu þetta, sáu þeir að rík ástæða var að skrifa leið- ara um vclgengnina og blóm- ann hjá öllum rekstri, atvinnu fyrirtækjum og einstaklingum. FOSSBERG Framhald af bls. 2 tækið jöfnum höndum u.m inn flutning og sölu á vörunum. Þær vörur sem Fossberg hefur á boðstólum eru aðallega verk- færi alls konar, mælitæki og álhöld fyrir járn- og vélsmíði, málma, efni til log- og rafsuðu, véla- reimar og pakkningar, skrúfur og skrúfbolta og yfirleitt allar þær nauðsynjar sem daglega er þörf fyrir í sambandi við vélar og annan tæknilegan útbúnað í skip um, verksrhiðjum og ýmis konar framleiðslutækjum. Fyrirtækinu var breytt í hluta félag árið 1943 og hefur verið fjölskyldufyrirtæki síðan For- maður félagsstjórnar er frú Jó hanna Fossberg og framkvæmda stjóri er Bjarni R. Jónsson. Alls vinna nú 14 manns hjá fyrirtækinu. GERMANIA Framhald af bls. 2 Arasonar. Dvaldi hann síðari hluta ævi sinnar lengi í Englandi, og eru myndir hans af brezkum fyrirmönnum víðfrægar. Þar mál aði hann einnig „myndir dauð ans“, sem oft eru talin hans beztu verk. Sýningin er í Nýja bíói og hefst kl. 2. e.h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. IDNAÐARBANKINN Framhald af bls. 2 ans. Kom þar fram, að innláns aukning hefði verið 124.4 millj. kr. eða 30% og nemur nú heildar innstæðufé Iðanaðarbankans 536 millj. kr. Bundið fé í Seðlabank anum nam um áramótin 96 millj. kr., og staða Iðnaðarbankans gagnvart Seðlabankanum var' góð á árinu. Útlánaaukning Iðnaðarbank- ans nam 86,7 millj. kr. eða 24.87% Keyptir víxlar voru 39.774 talsins og fjöldi nýrra reikninga 3052. Innheimtudeild bankans óx mjög á árinu, en samtals nam innbeimt fé 96.3 millj. kr. Pétur Sæmundsen, bankastjóri skýrði reikninga IðnMnasjóðs. Kom þar fram, að veitt höfðu ver ið 202 lán úr Iðnlánasjóði á ár inu að fjárihæð 65,3 millj. kr. Auk þess var gengið frá breytingum á lausaskuldum 9 iðnfyrirtækja í föst lán að upphæð 6.7 millj. kr. Byrjað var að veita hagræðingar lán og nam upphæð veittra hag ræðingarlána í árslok 5 millj. kr. Samtals námu því útlán Iðnlána sjóðs á árinu 76 millj. kr. en heildarútlán sjóðsins eru 194.4 millj. kr. Eigið fé Iðnlánasjóðs óx Innilegar þakkir fyrlr auðsýndan vinarhug við andlát og jarðarför Sólveigar Elinborgar Vigfúsdóttur frá Vopnafirði, Óiafur Svavarsson, Einar Svavarsson, Stefanía Þorsteinsdóttir, Jón G. Halldórsson, Þökkum þeim fjölmörgu einstakiingum og félagssamtökum sem auð- sýndu okkur samúð vlð andlát og jarðarför Sverris Gíslasonar, frá Hvammi. Sérstakar þakkir færum við Stéttarsambandi bænda og hrepps- nefnd og íbúum Norðurárdalshrepps, sem sáu um útför hins látna. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Sverrisson, Sigriður Stefánsdóttir, Andrés Sverrlsson, Erna Þórðardóttir, Vigdís Sverrisdóttir, Jón Sigbjörnsson, Ólafur Sverrisson, Anna Ingadóttir, Ásgeir Sverrisson, Sigríður Magnúsdóttlr, Einar Sverrlsson, Vilborg Þorgeirsdóttir. á árinu um 30,6 millj. kr. og er þá eigið fé fjóðsins 102,6 millj. kr. Þá fór fram kosning bankaráðs og var það endurkjörið en það skipa eftirtaldir menn: Sveinn B. Valfells, Sveinn Guðmundsson, Vigfús Sigurðsson, Einar Gíslason og Guðm. R Oddsson. Endurskoð endur voru kosnir Þorvarðu Al- fonsson og Otto Schopka. Á fundinum voru mættir 250 hlutíhafar og ríkti mikill ein'hugur fundarmanna um starfsemi og eflingu bankans. ROLVAAG Framhald af bls. 2 skipun Karl F. Rolvaag sem sendi herra Bandaríkjanna á íslandi. ( Nýir sendiherrar, sem tilnefnd- ir hafa verið af forsetanum, verða að mæta á fund utanríkismála- nefndar þingsins og svara spurn- ingum. Ef nefndin samþykkir menn, er samþykki öldungadeild arinnar talið nokkuð öruggt. For maður nefndarinnar er J. William Fulbright. Meðal annara sendilherra, sem nefndin samþykkir á sama fundi, voru Ellsworth Bunker, sem sendi herra í Saigon, Henry Cabot Lodge, áður sendiherra í Saigon, sem ferða sendiherra, auk nýrra sendiherra í Svíþjóð, Arabiska Sambandslýð veldinu, Austurríki og Búlgaríu. . JÓÐARHÚS Framhals af bls. 1. einnig til, að reist verði ein- lrenni víða um land við sögu- fræga staði, og miðað verði að því að s’Iík tákn séu komin upp til glöggvunar fyrir þjóðhátíð- ina. Mundi vera hægt að leita til sýslunefnda um þetta atriði. Nefndin hefur Tætt um hugsanlega útgáfustarfsemi vegna háfciðarinnar 1974. Gæti slík útgáfustarfsemi farið fram á þann hátt, að helztu bókaút-(( gefendur landsins ættu kost áT aðild að safnriti, þar sem yrði greinargott yfirlit yfir íslenzk- ar bókmenntir í ellefu aldir. Ef um slíkt samstarf yrði að ræða, telur nefndin að gefa ætti út úrval íslenzkra bókmennta í fjölmörgum bindum og sæi sér stök yfirritstjórn um val efnis og frágang bóka. Hefur nefndin gert frumdrög að slíkri útgáfu og eru þau á sérstöku fylgi- skjali. Þá er það einnig álit nefndar innar að gefa ætti út samfellda íslandssögu aðgengilega almenn ingi, en jafnframt yrði gefin út íslandssaga fyrir framhalds- skóla. Má í því sambandi vitna í ummæli hæstvirts forsætisráð herra á Alþingi 20. okt. 1965 þess efnis að ekki sé enn til heilleg, frambærileg íslands- saga og þurfi að vinda bráðan bug að ljúka þvi verki, en að því búnu „þarf á grundvelli þess að semja heillega fslands- sögu við almennings hæfi“. Hugmyndin um samvinnu margra aðila við fyrrnefndar útgáfur er dæmi um vinnuað- ferð, sem hugsanlegt væri að nota á fleiri sviðum, þar sem þarf stórátök í menningarleg- um efnuim fyrir afmælið. Þá bendir nefndin á, að til greina kæmi að hafa sýningar úr sögu þjóðarinnar, svipaðar og efnt var til í sambandi við lýðveldisstofnunina 1944, en jafnframt skuli halda almennar listasýningar og listahátíð og efna til leiksýninga sögulegs efnis. Þyrfti í þvi sambandi að gera könnun á sögulegum at- burðum og byggja síðan einn ieikþátt á helzta atburði hverr- ar aldar í ellefu aldir. Þá þarf að undirbúa hljómleikahald, óperuflutning og kvikmynda- gerð. Telur nefndin að hvatning til dáða á þessum sviðum verði helzt verðlaunaveitingar fyrir ýmsar greinar lista, einkum á sviði bókmennta, leikritunar, tónsmíða og myndlistar. Nefndin vill leggja áherzlu á að allt sem lýtur að listsköpun í sambandi við hátíðina krefst langs undirbúnings og má reikna með allt að fjórum ár- ’im — í sumum tilvikum. Verð ur því að taka ákvarðanir í þeim efnum hið allra fyrsta og má ekki dragast úr hömlu að hefja framkvæmdir, ef nægur tími á að vera til stefnu, auk pess þarfnast mannvirkjagerð öll mikils undirbúnings, eins og kunnugt er. Þá vill nefndin benda á nauð syn þess að vekja afchygli á fornum handritum okkar og menningararfi. Nefndin hefur rætt með hvaða hætti væri hægt að vekja heimsathygli á þessu afmæli ís- lenzku þjóðarinnar, um leið og það yrði okkur sjálfum til hvatningar og styrktar í sókn okkar til öflugra þjóðlífs. Hef- ur hún ekki neinar sérstakar tillögur umfram þau afcriði sem þegar hafa verið nefnd. Hins vegar vill nefndin benda hinu háa Alþingi og hæstvirtri ríkis stjórn á, að rétt væri að hafa samband við Norðurlandamenn, Vestur-íslendinga og íra, um hátiðaböldin. Hefur jafnvel Komið til álita að láta smíða vikingaskip, sem sigli á slóð landnámsmanna til fslands og héldi jafnvel áfram í slóð Eiriks rauða til Grænlands og Leifs heppna til Vínlands. Er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvort, og að hve miklu leyti bræðraiþjóðir okkar á Norðurlöndum vildu minnast þessa afmælis heima fyrir, og má i því sambandi enn vísa til fyrrnefndrar greinar- gerðar, en þar er þess getið að einnig hafi verið efnt er- lendis til þjóðhátiðarinnar 1874, bæði meðal Vestur-íslend inga og stjórnvalda í Kaup- mannahöfn og Kristianíu. Að lokum vill nefndin leggja áherzlu á nauðsyn þess að reist verði tiltekin þjóðhýsi, þ.e. nýtt alþingishús og stjórnarráðshús Vili nefndin í því sambandi vísa dl fyrrnefndrar ræðu hæstvirts forsætisráðherra. Hér er þó um að ræða veigameiri mál en svo, að þau verði framkvæmd á veg um þjóðhátíðanefndar. En á- kvarðanir um allt slíkt eru auð vitað í hendi hins háa Alþingis. Nefndin hefur fhugað fjár- málahlið málsins. Ljóst þykir að skipta verði kostnaði við framkvæmd hátiðahaldanna þannig, að hvert bæjar- og sýslu félag standi sjálft undir þeim kostnaði, er það leggur í innan síns héraðs, nema að því leyti sem ríkið kann að vilja ein- hverra hluta vegna koma þar nærri. Þá lítur nefndin svo á, að þau félög, sem minnast vilja sérstaklega þessara tímamóta, standi sjálf straum af kostnaði þeim, sem því verður samfara. Hins vegar er ljóst að ríkið verði að bera kostnað af slíkri mannvirkjagerð, sem samþykkt verður að hrinda i framkvæmd, svo og þeirri aðalþjóðarhátíð, sem það mundi standa fyrir. Er í því sambandi rétt að benda á, að nauðsynlegt yrði að leggja nokkurt fé af mörkum árlega fram að árinu 1974, og yrði sú fjárupphæð ákveðin, þegar á- kveðin sfcefna hefur verið tekin í málinu. Auk þess er nefndinni ljóst, að ríkið mundi verða að leggja fram fé til verðlaunaveitinga í sambandi við samningu hug- verka, svo sem skáldverka, tón- verka og myndlistar, einnig til útgáfu og kvikmyndar og ann- ars er vert þætti að unnið væri af þessu tilefni. Þá er ljóst að nauðsyn ber til að fljótlega verði veitt fé til undirbúnings framkvæmda og jafnframt að ráðinn verði framkvæmdastjóri. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Samkvæmt umferðarlögunum tilkynnist, að aðal- skoðun bifreiða fer fram 12., 13. og 14. apríl n.k. Bifreiðaskoðunin far fram við lögreglustöðina ofangreinda daga frá kl 9—12, og 13—16.30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skulu skilríki fyrir lögboðinni vátryggingu og öku- skírteini lögð fram. Ennfremur skulu menn framvísa ljósastillingar- vottorðum. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra, er skoðun fer fram. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli 4. apr. 1967 BJÖRN INGVARSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.