Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. apríl 1967 TÍMINN Fanney Jónsdóttir Hvarfi Báröardal Fanney Jónsdóttir húsfreyja á Hvarfi í Bárðardal lézt á sjúkra- húsinu á Akureyri hinn 3. des. s.l. eftir stutta legu þar. Jarðarför hennar fór fram að Ljósavatni þ. 13. desemher, og var svo fjöl- menn, að kirkjan tók naumast fólkið. Sr. Þórarinn Þórarinsson flutti kveðjuorð og jarðsöng, en kirkjukór Ljósavatnssóknar söng en Halldór Sigurgeirsson spilaði á orgelið. Jóhann Konráðsson söng einsöng við undirleik Áskels Jóns sonar og Jón Jónsson flutti kveðju. Síðan var öllu fólki boðið til veitinga heima á Ljósavatni, því ekki þótti ætlandi að fólk færi fram að Hvarfi í þvílíku skamm- degi, þó að vísu Hermann hús- þóndi væri þar heima þennan dag, og megnaði ekki að fylgja konu sinni til grafar. Það mun vera almenn skoðun þeirra, sem eitthvað þekktu til Fanneyjar á Hvarfi, hvað þá þeirra, sem þekktu hana vel, að hún hafi verið óvenju vel gerð kona, og margt í fari hennar frábærlega ánægjulegt að muna við leiðar- lok, — þess vegna verður í þess- um fáu kveðjuorðum ekki byggt á neinni hæpinni söguskoðun, heldur á reynslu kunnugra sam- ferðamanna. En fátt eitt verður þó fram dregið. Fanney Jónsdóttir var fædd á Úlfsbæ í Bárðardal 14. maí 1892, dóttir hjónanna Jóns Kristjánss-on ar og Lilju Björnsdóttur, sem þar þjuggu þá. Síðan bjuggu þau á Landamótsseli nokkur ár, en fluttu að Giaumibæ í Reykjadal árið 1902, ásamt þremur börnum sínum, Fanneyju, Elínu og Kristjáni. Við Glaumbæ voru þau hjón jafnan ikennd, og frá Glaumbæ barst sá almannarómur, langt út fyrir mörk svéitar þeirra eða sýslu, að hjónin þar Lilja og Jón, væru einstakar manneskjur um marga góða kosti. Lilja sem flutzt hafði frá Eyjafirði, var Hörgdælingur sem margt ágætisfólk taldi til frændsemi við, var talin sameina það tvennt: mikla vinnusemi við búsýsiustörf og sérstaka hjarta- hlýju og hjálpsemi, enda leituðu ýmsir skjóls ' Glaumbæ til lang- dva'.ar sem þurftu hjúkrunar við. Oft hefur Lilja þurft að grípa til hóndum, að búa góðu búi með Jóm í Glaumbæ, sem var svo hjálpsamur og góðgjarn að segja mætii um það fágætar sögur. — Glaumbær var á þeim tíma eftir- sóttur áningarstaður ferðamanna, sem sóttu um langvegi til að- drátta, frá innstu bæjum í byggð- inni til Húsavíkur. Þá var garnan semi Jóns í Glaumbæ við brugðið, og iétti hún oft lund samferða- manna hans. A’.la þessa eðliskosti foreldra sinna erfði Fanney í ríkum mæli, og ávaxtaði svo að lengi verður munað Ekki ótti Fanney kost langrar skólagöngu en á Ljósa- vatnsskóla dvaldi hún og ung var hún a vetrarnámskeiði á Akureyri þar sem hún lærði bæði hagriýt- an veðnað og listvefnað, en raun- ar «ar það hvort tveggja óað- skiljanlegt í verklægni hennar, og ekki var kastaö höndum til, þegar hún hafði sjálf nemendur að kenna þvílík vinnubrögð. Margt var pað samverkandi, sem studdi að pví, að Fanney varð þvílík af- bragðskona fyrír utan eðliskosrti hennai sjálfrar. T.d. hafði hún dvalið á fágætum heimilum, eins og Gautlandsheimili, og einnig í Reykjavík, verið hjá ágætu frænd fólki sínu þar. Fanney Jónsdóttir giftist árið | 1927 Hermanni Guðnasyni bónda i á Hvarfi í Bárðardal, og gegndi | !hún þar á Hvarfi húsmóðúrstörf- |um og kvöðum fram til þess að hún var veik flutt að heiman nokkr um dögum áður en hún lézt. — Hvarf var talin mjög rýr jörð um það leiti sem Fanney fluttist þang- að, en með nokkru landrými. Nú er á Hvarfi eitt bezta húsið i daln um, rekið með nútíma tækni, og þó að þar hafi fleiri við sögu komið, fer það ekki á milli mála, að hlutur Fanneyjar húsfreyju d að gera garðinn frægan er mik- ill, eins og betur verður að vikið. Hermann á Hvarfi varð fyrir því afalli nokkrum árum fyrr en þau Fanney giftust, að veikjast af mænuveiki, sem á þeim árum hjó stór skörð í margar fjölskyld- ur. Upp frá því gekk hann aldrei heill maður og studdist við staf sinn, en hann vann samt með ótrúlegum mætti, að segja má öll störf, meira að segja gekk hann til sláttar með orf sitt á tún og engi, og að hvens konar byggingavinnu vann Hermann, auk heldur við múrverk upp á háum vinnupöllum, en hann hafði1 ungnr numið byggingaiðnað, og eru mörg handtök hans bundin í byggingum í Þingeyjarsýslu. Lætur að líkum, að þegar svo var ástatt urh heilsu Hermanns, að pá muni húsfreyjan á Hvarfi hafa fengið ríflega sinn hlut mæld an i erfiðisverkum, þó að ekki hefði enn við bætzt, að Hermann var jafnan hlaðinn opinberum störfum fyrir sveit sína, Bárðar- dalinn, um áratugi hreppsnefnd aroddviti og sýslunefndarmaður auk fjölmargra annarra minni starfa, og var þetta svo fram á síðasta ár. Oft mátti sjá Fanneyju hús- frey] u við erfið störf utan hinna venjuk gu húsmóðurstarfa, jafnvel i byggingavinnu var hún, og margar átti hún ferðir um Hvarfs- fjall að smala búfénu, þó »ft kæmi hún þar hesti við til léttis, en hún hafði að kunnugra sögn, mikið yndi af að sitja á hesti, og naut þess allt fram á síðasta haust. Fanney á Hvarfi tók mikinn þátt í félagsmálum í sínu byggðarlagi, var mjög lengi starfandi í Kven- félagi Ljósavatnssóknar og lengi í stjórn þess. Þá mætti hún oft sem fulltrúi á sambandsfundum kvenfélaganna, og sannarlega sótmi sveitar sinnar hvar sem hún mætti fyrir hennar hönd, og tal- aði aldrei tæpitungu. Það verður öllum ógleymanlegt, sem áttu heimili sín í nauðum stödd, þegar Pánney kom þangað heim og bauð hjálp sína. Og það hæfir vel að nefna það hér sem dæmi, þegar Fanney þá ung stúlka, kom norðan frá Glaumbæ fram að Mýri í Bárðardal á þeim voðavetri 1918, og veitti heimilinu þar þvílíka hjálp í aðsteðjandi vanda, að öllum viðkomandi verð- ur lengst í minni. Ég man það mjög vel, hver unaðsgestur hún var okkur Mýrar- systkinum þá, og þvílík voru kynni okkar af henni alla tíð. Hún hafði tamið sér óvenju fagra rithönd og þannig fagnst mér öll hennar framganga. Nú mættu margir halda að svona öldr uð kona, bráðum hálf áttræð hefði horfið af sviðinu södd lífdaga. Vel kann það að vera, en enginn kunnugur gat þó munað það í ná- vist Fanneyjar, að hún vœri þeg- ar orðin gömul kona. __________11 En umlhverfið, þar sem hún átti sín ár, hefur nú fundið fyrir því 1 ríkum mæli að hún er á burtu flutt, og heimilið hennar hefur mikils að sakna. Þau Fanney og Hermann eignuðust tvö börn: Sigrúnu sem er húsmóðir í Reykja vík, gift Friðrik Emilssyni, járn- smið, og eiga þau fjögur börn; — og Jón bóndi á Hvarfi, giftur Jenný Hinrikssen frá Akureyri, ur dvalið með börn sín heima og eiga þau tvö börn. Sigrún hef- á Hvarfi nú um tíma vegna þess hvað heimilið þar er illa á vegi statt. Hugurinn hvarflar til þeirra glöðn stunda, þegar komið var í Hvarf og Hermann tók fram grammófóninn góða, og söngur hljómaði um allan bæinn, en Fanney húsfreyja bar fram veit- ingar af sinni alkunnu en svo eðlilegri höfðingsrausn. Og þó svo dapurlega hafi til tekizt, að Fann ey flyttist burt frá Hermanni sjúk um, og ekki vinnufærum lengur, er yfir miklu að gleðjast, þrátt Cyrir allt. Barðdælingar hafa átt marga ferðina heim að Hvarfi öll þessi ár, og húsmæðurnar í dalnum eiga sannarjega góðs að minnast um þjónustustörf Fanneyjar í þágu sveitarinnar, á gestmörgu heimili. En minningin ein hrekkur skammt, þegar til lengdar lætur. En þakklæti er skylt að gjalda og samúð til þeirra, sem mest hafa misst. En starfið heldur áfram. Nýtt fólk hefur jafnað aftur upp það merki, sem aldrei má niður falla. Jón Jónsson. Þóra Jóhannsdóttir Stóru Gröf syðri Þóra var fædd 5. nóv. 1903 á Halldórsstöðum í Seyluhreppi. — Foreldrar hennar voru Jóhann Sig fússon og k. h. Soiffía Ólafsdóttir, er móðurætt Þóru mjög fjölmenn víðsvegar um Skágafjörð. Er Þóra var á 2. ári, fluttust for eldi-ar hennar vestur í Húnavatns sýslu, bjuggu þau þar síðan allan sinn búskap, lengst á Torfastöðum í Svartárdal, þar andaðist Soffía. Fremur munu þau hafa verið efrtalitil, en þó auðug, því þau áttu s i mjög mannvænleg bgrn, sem öll urðu síðar hinir mætustu þegnar þjóðféíagsins. Þóra ólst upp í foreldralhúsum ásamt hinum systkinum sínum. — Árið 1928 giftist hún Ólafi Skúla- syni bónda frá Ytra-Vatni í Lýtings staðahr. En hjónaband þeirra var skammvinnt. Ólafur andaðist 1932. Þau eignuðust 3 börn: Eggert trésmíðam., búsettur á Sauðárkróki, ókv. Ólafur múraram. bús. í Stóru- Gröf, ókv. Valgerður g. bús. í Reykjaivík, hún var að mestu uppalin hjá móðurbróður sínum Sigfúsi og k. h. Ingibjörgu. Eftir andlát manns sins, fluttist Þóra aftur til Skagafjarðar. Árið 1939, giftist Þóra síðari manni sínum, Helga Sigurðssyni frá Torfgarði, ungum áhuga- og at- orkumanni. — Eigi voru þau efnuð til að byrja með, en dugnaður og áhugi beggja kom fjárhagnum bráð lega í gott horf, þrátt fyrir tölu verðan tilkostnað við byggingar, á fyrstu búskaparárum þeirra. Árið 1957, keyptu þau jörðina Stóru-Gröf, syðri og fluttu þangað sama ár, en höfðu áður búið í Geitagerð: frá 1944. Þegar þau fluttu að Stóru-Gröf, voru orðin þar léleg húsakynni. En brátt var hafist handa, fyrst með stórfellda ræktun, þar næst byggingu á fjósi og hlöðu og síðast fylgdi í kjölfar ið mjög myndarlegt allstórt íbúðar hús. — Allar eru byggingarnar úr steini. Eins og að líkum lætur, hefir húsfreyjan oft átt annasamt á þess um árum, en dugnaður Þóru brást ekki, hún var með afbrigðmn dug leg kona og hin myndarlegasta hús móðir. Töluvert starfaði hún ut an heimilis t. d. í Kvenfélagi Stað arhr., mun hún þar sem annars staðar eigi hafa látið sinn hlut eftir liggja í þágu félagsins. Gestrisin voru þau hjónin í bezta lagi, enda var oft gestkvæmt hjá þeim, þótti öllum þar gott að koma, viðmót húsfreyjunnar ætíð glaðlegt og hlýtt. — Af öllum er kynni höfðu af Þóru, var hún vel látin. Nokkuð skaprík mún hún hafa verið að eðlisfari, en skaplyndi sitt hafði hún tamið svo vel, að veru- legra geðhrifa mun sjald^.. hafa gætt. Mikil samheldni var meðal allrar fjölskyldunnar. Áttu þeir eldri bræðurnir nær alltaf heimili hjá móður sinni og stjúpföður „g unnu þar mikið að byggingum. Fyrir nær 8 árum sýktist Þóra af hættulegum sjúkdómi, varð hún þá að leggjast á sjúkrahús. Var þar gerður á henni mikill holskurður. Lá hún lengi á sjúkrahúsi en komst þó til sæmilegrar heilsu um skeið. En síðastl. haust herjaði hinn sami bölvaldur aftur, en nú megn- uðu ekki læknavísindin að vinna sigur á hinum hrollvekjandi gesti með sigðina. — Allar sínar þraut- ir bar Þóra með stíllingu og æðru- leysi, allt til enda. Þóra andaðist 29. jan. s. 1. Hún var jarðsett að Reynistað 11. febrúar. Var þar f jölmenni við- statt. Var fólk af flestum bæjum úr 2 hreppum, sem hin látna hafði Iengst dvalið. Einnig margt skyld- fólk úr fjarlægð. Þóra og Helgi eignuðust 2 börn: Sigfiis f. 1939, nú bóndi í Stóru- Gröf móti föður sinum, ókv., Sigur- björg f. 1941, hjúkrunarkona í Reykjavík, ógift. Eiginmanni, börnum og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð mína. Hjörtur Benediktsson. Björn Sveinbjörnsson haestaréttarlögmaSur LögfræSiskritstofa, Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu. 3. hæð simar 12343 og 23338.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.