Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 3
/ LAUGABDAGUR 22. apr-1 196*7. TÍMINN Frá þing- lausnum GH tók þessar myndir að loknum þinglausnum á mlðvikudaginn. Á efstu myndinni eru þrír elztu þing menn flokksins, sem láta nú af þing mennsku, eru ekki f kjöri lengur þeir Karl Kristjánsson, Hermann Jónasson og Halldór Ásgrimsson. Á næstu myndum fyrir neðan þing menn Framsóknarflokksins úr tveim ur kjördæmum. T. v. þingmenn Austurlandskjördæmis, Eysteinn Jónsson, Halldór Ásgrímsson og Páll Þorsteinsson. T. h. Gísli Guðmunds son, Karl Kristjánsson og Ingvar Gíslason. Þessar tvær myndir vóru teknar á heimili Eysteins Jónssonar f hófi er hann hélt þingmönnum flokksins. Neðsta myndin er tekin í Alþingishúsinu af þeim þingmönn um, sem ekki verða í kjöri í vor. Frá vinstri: Sigurður Ágústsson, Al freð Gíslason, Halldór Ásgrímsson, Sigurður Ó. Ólafsson, Hermann Jónasson, Karl Krist jánsson, Frið jón Skarphéðinsson og Einar Ol- geirsson ;::ý; v.vÆy.v HB jHHSR BBffigx ;•••••• • • 'v •••• >••;;• ••:••• j l ■ 'r v' 1|gjf b 1 , Jt|§fl jf 1 . • m w B ' ' 'v li H |f§||| 3 Á VÍÐAVANGI I efsta sæti Austri kallinn á Þjóðviljanum tekur lífinu létt þessa dagana. Hann er orðinn stilltari í skrif um sínum og segir að mál sá að linni þeim persónulega skæt ingi, sem vcrið hafi í ís- lenzkum stjórnmálaskrifum að undanförnu! Illdeilurnar innan Alþýðubandalagsins virðast ekki snerta hann ýkja mikið. Austri er í efsta sæti á listan um og því gulltryggur sem þingmaður næsta kjörtímabilið og hann telur sig ekki þurfa neina hjálp frá þessum ncðar á listanum við þinghalilið, aðal atriðið að hlutfall Sósíalista- flokksins á þingi sé hagstætt og því leggur Austri nú til, að þingmönnum verði fækkað og jafnframt því heimtar hann sérstaka skrifstofu og skrif- stofulið handa sér við þinghald ið. Telur hann þingmennina allt of marga miðað við aðstöðu og umsvif, þegar sá sögulegi atburður verður með þjóðinni, að stórmenni tekur þar sæti. Hann segir: „Væri ekki ráð að láta stærð þinghússins gamla skammta hámarksfjölda þingmanna, a- m. k. þangað til þjóðin er kom in yfir milljónina en leggja í staðinn áherzlu á að koma upp hagkvæmu skrifstofuhúsi í ná- grenninu, þar sem þingmenn fengju ákjósanleg vinnuskilyrði utan þingfundanna?" Þetta mcð milljónina bendir eindregið til að Austri ætli að verða þaulsætinn á Alþ. þegar hinu langþráða marki er náð- Þessi leiðin og hin Vísir segir um „hagstefnu Framsóknar" í leiðara í gær, að engir starfskraftar séu til að framkvæma þá nýju fjárfest- ingu, sem tillögur Framsóknar í efnahagsmálum muni lelða til verði þær framkvæmdar og heimskulegt sé að auka útlán bankanna til fjárfestingar og verja nú miklum gjaldeyri i lán til kaupa á erlendum fjár festingarvörum. Þarna er ein mitt komið að merg málsins og rétt að staldra örlítið við og huga að nánar. Munurinn á stefnu Framsóknarflokksins og því stjórnleysi, sem iú ríkir á fjárfestingarsviðinu samfara ó- þyrmilegum rekstursfjárskorti fyrir atvinnuvegina, er einmitt það, að Framsóknarflokkurinn gerir sér grein fyrir þvi að undirstaða vaxandi velmegunar þjóðarinnar er að treysta »t- vinnuvegina sem bezt og tryggja þeim nauðsynlegt fjár til rekstur og um leið nægi- Iegt og ódýrt fjármagn í fjár- festingu til framleiðniaukning ar með vélvæðingu og nýtízku vinnubrögðum. Til þess að það sé unnt, verð ur að verja lánsfénu skynsam lega og ef það á að takast vel verður að gera það í samvinnu við atvinnugreinarnar sjálfar og samtök launþ., sem að þeim starfa. Þessir aðilar geta komið sér saman um það undir for- ystu ríkisvaldsins, hvaða að- gerðir í lánsfjár og peningamál um þurfi að gera til að auka afrakstur hverrar greinar aem mest, þannig að sífellt meira og meira komi til skiptanna fyr ir báða aðila, en slíkt samsta-f er cinmitt til þess fallið að tryggja að samkomulag geti náðst með friðsamlegum hætti, hvernig ágóðanum skal skipta. Það hefur takmarkað gildi, Framhala a bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.