Tíminn - 22.04.1967, Qupperneq 6
MSS3MM
TÍMINN
LAUGARDAGUR 22. apríl 1967.
Björn Teitsson:
Norðurlandaráðs
Dagana 1. — 6. ,apríl var
haldinn í Helsinki í Finnlandi
15. fum'ur Norðurlandaráðs.
Frá íslandi sóttu fundinn fimm
kjörnir fulltrúar frá Alþingi og
tveir menn frá Norræna félag
inu, ennfremur utanríkisráð-
herra- Þá sótti fundinn skrif-
stofustjóri Alþingis, einn blaða
maður og tveir áheyrnarfulltrú
ar frá stjórnmálasamtökum
yngri manna hér. Þremur
áheyrnarfulltrúum mun hafa
verið boðið, en kratinn kom
aldrei fram. Frá SUF fór ég
sem áheyrnarfulltrúi, en frá
ungum Sjálfstæðismönnum
Árni Grétar Finnsson. Hér á
cftir mun ég greina frá ýmsu
því, sem fyrir augu og eyru
bera á þessari ánægjulegu för.
Til Helsinki kom ég að
kvöldi 31. marz síðasta spölinn
með Oaravelle-þotu finnska flug
félagsins Finnair frá Stokk-
hólmi. Var margt stórmenna
með þeirri flugvél, m. a. for-
sætisráðherra Noregs, Per Bort
en, og sænski forsætisráðherr
an, Tage Erlender. Var þá síð
ustu fulltrúana að drífa að, en
þarna komu allir forsætisráð-
herrarnir nema sá íslenzki, og
allir utanríkisráðherrarnir
komu.
Fundurinn var haldinn í
hinu stórglæsilega þinghúsi
Fiona við helztu götu borgar-
innar, sem kennd er við Mann
erheim marskálk. Var fundur
settur kl. 11.00 að morgni 1.
apríl, Eino Sirén frá Finnlandi
var kjörinn forseti fundarins.
Strax í upphafi kom í ijós, að
þessi fundur myndi mestmegnis
snúast um afstöðu Norðurland-
anna til Efnahagsbandalagsins.
Á almennum fundi fyrsta da.g-
inn kom fram, að Dönum var
m.iog umhugað um að komast
hið fyrsta í Efnahagsbandalag
ið, ef Bretar fengju inngöngu,
en Svíar fylgdu þeim allfast
eftir og síðan Norðmenn. í
ræðu Per Bortens, forsætisráð
herra Noregs, þennan dag lagði
hann áherzlu á sérstöðu íslands
varðandi markaðsbandalögin,
ennfremur lagði hann áherzlu
á, að aðild að Efnahagsbanda
laginu myndi þýða algjörlega
ný viðhorf í norrænni sam-
vinnu.
Yngri menn á sérfundi.
Á mánudag 3. og þriðjudag
4. apríl var haldinn í sérstöku
herbergi í þinghúsinu í Helsinki
umræðufundur (seminar) með
þátttöku allra fulltrúa stjórn
málasamtaka yngri manna á
Norðurlöndum, er komið höfðu
til fundar Norðurlandaráðs.
Þessu seminari veitti forstöðu
Gustav af Hállström frá Nor-
ræna félaginu í Finnlandi, en
frummælendur voru fjórir
finnskir sérfræðingar. Fyrri
daginn talaði prófessor Gösta
Cavonius um norrænt sam-
starf um skólamál og vísinda-
rannsóknir. Umræður á eftir
snerust m. a. um menningarsjóð
Norðurlanda (Nordisk kultur-
fond), og lýstu menn ánægju
sinni með tilurð hans. Þá hafðl
K. J. Láng framsögu um áfeng
ismál og eiturlyfjaneyzlu með
sérstöku tilliti til afbrota ungl-
inga. Urðu um það efni all-
fjörugar umræður, en hins veg
ar voru mjög skiptar skoðanir
um það, hvort verulegt sam-
band væri á milli áfengisneyzlu
og glæpahneigðar.
Síðari daginn hafði Lars-Pet-
er Ringbom deildarstjóri fram
sögu um víðtækara norrænt
samstarf um sjónvarpsmál. Þar
kom fram, að mikla athygli
hafði vakið athugasemd frá ís
lendingum vegna norrænu
skemmtidagskrárinnar í sjón
varpinu á gamlárskvöld, en öll
löndin nema ísland komu þar
raunverulega fram með amer-
íska dagskrá, eins og mönnum
á Suðvesturlandi mun í fersku
minni. Þótti hinum Norður-
landabúunum undarlegt, að
íslendingar skyldu kvarta um
þetta, þar eð þeir væru að
allra dómi sjálfir undir mestum
áhrifum frá Ameríku. Ég lét
þess getið, að íslendingar vildu
fá meira sjónvarpsefni frá hin
um Norðurlöndunum til hins
nýstofnaða íslenzka sjónvarps,
og yfirleitt meiri samvinnu við
hin löudin á þessu sviði, enda
þótt við hefðum þar sérstöðu
eins og í mörgum öðrum mál
um vegna fjarlægðarinnar. Af
danskri hálfu heyrðist þarna
rödd um að það væri skömm
og svívirða hve lítið hin lönd
in hefðu hjálpað íslendingum
við að koma fótum undir hið
íslenzka sjónvarp.
Síðasta erindið var flutt af
Jaakko Iloniemi skrifstofustjóra
ar) og Hans Skov Christiansen (ungir hægrimenn í Danmörku).
Myndin er tekin aS loknu seminarinu, sem sagt er frá í greininni,
og sýnir þrjá af þátttakendum, hún birtist í Huvudstadsbladet 6.
apríl.
og fjalaði um samvinnu Norð
urlaná um aðstoð við vanþró
aðar þjóðir. f þvi samstarfi
taka fslendingar ekki þátt enn
sem komið er.
Að kvöldi 4. aprfls var aU-
flestum yngri mannanna, er set
ið höfðu seminarið, boðið til
hins nýja tækniháskóla Finna
í vesturjaðri Helsinki. Tæknihá
skóUnn er gott aæmi um hina
miklu grósku i finnskri bygg
ingarlist. Byggingin er geysi
stór að flatarmali og mjög ó-
regluleg í lögun, og var mér
sagt, að hún heíði kostað sem
svarar 140 milljónum ísl. kr.
Að innan er bvggmgin líkusí
völundarhúsi, ægna þess hve
lögunin er óreguieg. Yfíriei'.t
má segja, að ekker* sé reglu-
legt við þessa byggingu oema
það, að allt er óreglulegi. en
yfir henni hvílir þó mikill
þokki, enda eru Finnar einna
fremstir aUra þjöða í húsagerð
arlist, eins og kunnugt er. Hið
nýja háskólahverfi, þar sem
tækniháskólinn er, mun vera
skipulagt af Alvar Aalto, fræg
asta arkitekt Finna.
Deilt á Norðurlandaráð
Það var 5. apríl sem yngri
mennirnir boðuðu á sinn fund
blaðamann frá Huvudstadsblad
et, sem er langstærsta dagbLað
á sænsku í Finnlandi. Ætlun
in hafði verið að gefa út sam-
hljóða yfirlýsingu um einhver
mál, er komið höfðu fyrir Norð
urlandaráð, en ekkert samkomu
lag náðist um efni hennar eða
oröalag, svo að hætt var við
það. í staðinn var blaðamannin
um gefið til kynna, að yfirleitt
álitu þessir yngri menn, að
Finnar eru mjög líkir
okkur í hugsunarhætti
Við síðastliðin aramót tók
íslenzkur sendikennari, Aðal-
steinn Davíðsson cand. mag., að
kenna við háskólann í Helsinki,
og þess er einnig skemmst að
minnast, að í haust kom í fyrsta
skipti finnskur sendikennari að
Háskóla íslands. Aðalsteinn
Davíðsson lauk prófi frá deild
íslenzkra fræða við Háskóla
íslands í haust. Á heimili hans
og konu hans, Gyðu Helgadótt
ur, í Helsinki er íslendingum
vel tekið, og þau verða fúslega
við beiðni' minni um að svara
nokkrum spurningum varðandi
vistina með Finnum.
— Hvenær komuð þið hing
að?
— Við komum 5. janúar og
ætluðum okkur nokkurn tíma
til að koma okkur fyrir, segir
Gyða, enda hafði hvorugt okk-
ar komið til þessa lands fyrr.
— Hvenær byrjaðir þú svo
að kenna, Aðalsteinn?
— Það var 23. janúar. Tíma
skylda mín er 12 tímar á viku,
og skiptist það þannig. að ég
he.o tvær fyrirlestraraðir um
íslenzkar bókmenntir, og út-
skýri svo sérstaklega Gísla
sögu Súrssonar og kenni ný-
íslenzku. Fyrri fyrirlestraröðin,
tveir tímar, fjalla um fornbók-
menntir, og hef ég verið að
ræða um efni og lífsskoðun ís-
lendingasagnanna, svo og mynd-
un þeirria og varðveizlu. Hin
fyrirlestraröðin, um íslenzkar
bókmenntir 1918—1940, er einn
ig tveir tímar, og þar byrjaði
ég á að ræða um Stefán frá
Hvítadal, en hef svo tekið fyrir
hvern af öðrum, þar á meðal
núlifandi höfunda. Gísla sögu
les ég með nemendunum á frum
málinu fjóra tíma á viku, og er
það vandleg yfirferð. Nýíslenzk
una kenni ég einnig í fjóra
tíma, og er það framhaldsnám
skeið, en ennþá kennir Kai
Saanila, sem áður nam við Há-
skóla íslands, nýíslenzku fyrir
byrjendur. Kai er hinn mesti
ágætismaður, enda mörgum fs-
lendingum að góðu kunnur.
— Þú kennir auðvitað á
sænsku?
— Já. Segja má, að ég kenni
við sænskudeild háskólans, en
sú deild skiptist í tvennt, A og
B. í A-hluta eru sænskumæl-
andi stúdentar, sem ætla að
verða móðurmálskennarar, en
í B-hluta eru finnskumælandi
stúdentar, sem ætla sér að
verða sænskukennarar í finnsku
mælandi skólum. Síðarnefndi
hlutinn er fjölmennari, ein-
faldlega vegna þess hve finnsku
mælandi fólk er í miklum meiri
hluta í landinu.
— Eruð þið svo ekki að læra
finnsku?
— Jú, við getum núna bjarg
að okkur í búðum og á almanna
færi, en ekki mikið meira enn
sem komið er^ enda er finnsk
an mjög erfið fyrir útlendinga,
eins og kunnugt er.
— Er eitthvað um íslendinga
hér í borg?
— Þeir eru mjög fáir, t. d.
er einungis einn íslenzkur
stúdent hér núna við nám í
arkitektúr, sem er sú grein,
sem erlendir stúdentar sækjast
helzt eftir að nema hér. í ís-
lendingafélaginu eru alls 10—
15 manns, og heldur félagið þó
uppi nokkurri starfsemi.
— Hvað mynduð þið segja
um verðlag hér miðað við það,
sem gerist heima?
— Matur og húsaleiga er
heldur dýrara hér í Helsinki
en í Reykjavík, t. d. má geta
þess, segir Gyða, að fiskur í
matinn fyrir tvo kostar oa. 100
kr. ísl. þegar hann fæst. Hús-
næðisekla er mikil hér, en há-
skólinn sér okkur fyrir góðri
íbúð. Yfirleitt virðast vanda-
mál efnahagslífsins ekki ósvip
uð því sem gerist á íslandi, þó
er verðbólgan heldur minni
hér, en skattar fara hækkandi,
aiik þess sem atvinnuleysi er
mikið úti um land.
— Hvernig líkar ykkur svo
almennt dvölin hér með Finn-
um?
— PrýðUega. Þessi þjóð er
mjög lík okkur í hugsunarhætti,
og íslendingum er tekið opn
um örmum. Við getum sannar-
lega ekki annað en borið Finn
um vel söguna, segja þessi
ágætu hjón að lokum.
— Bj- T.
Gyða Helgadóttir