Tíminn - 22.04.1967, Page 9
9
LAUGARDAGUR 22. apríl 1967. TIMINN
Útgefandl: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN
Framkvœmdastjórl: Kxlstján Benediktsson Ritstjórar: Pórarlnn
Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl
G. Þorsteinsson Fulltni) rltstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrlfstofur 1 Kddu-
nústnu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) i Af-
greiðsluslm) 12323 Auglýsingaslm) 19523 Aðrar skrifstofur,
síml 18300 Askriftargjald fcr 105.00 á mán innanlands — 1
lausasölu kr. 7.00 einL — Prentsmiðjan EDDA n. t.
Misheppnuð rógsaga
Það mun erfitt að finna dæmi um öllu meira smekk-
leysi en þegar Bjarni Benediitfsson skaut rógsögu um
Svein Björnsson forseta, inn í eftirmælagrein um Ólaf
Thors, sem birtist í Mbl. Svo mcgnuð var þessi rógsaga,
að bæði Henri'k Sv. Björnsson sendiherra, sonur hins látna
forseta. og Björn Ólafsson, fyri'verandi sendiherra, töldu
óhjákvæmilegt að hnekkja henni opinberlega. Bjarni stóð
eftir sem afhjúpaður ósannindamaður, er hafði látið
gamla óvild og heiftrækni hlaupa með sig í gönur.
Bjarni virðist þó ekki hafa íært neitt af þessu, því
að aldrei hafa rógsögurnar i Reykjavíkurbréfum hans
magnazt meira en upp á síðkastið. Þær verða því fleiri
og labbakútslegri sem óánægjan með forustu hans magn-
ast meira í Sjálfstæðisflok'knum.
Bjarni ætlar ekki heldur að gera það endasleppt í
sambandi við Ólaf Thors. Til þess að reyna að vinna upp
fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi,
hyggst hann nota nafn Ólafs á hinn furðulegasta hátt.
Hann býr til sögu um, að Jón Skaftason hafi ráðizt mjög
ósæmilega á Ólaf Thors skommu áður en hann
lézt. í framhaldi af þessu er svo reynt að bera Jóni
ódrengskap á brýn fyrir að vega þannig að föllnum og
sjúkum manni.
Rétt er svo að athuga tilefni þessarar Gróusögu, því
að hún er glöggt sýnishorn þe«s málflutnings, sem núv.
forsætisráðherra fslands leggur mesta stund á.
Þegar Jón Skaftason flutti ræðu þá, sem Bjarni vitnar
í, gegndi Ólafur Thors enn þii gmennsku og hann hafði
ekki sýnt nein merki pess, að hann ætlaði að hætta af-
skiptum af stjórnmálum. Engin gat vitað þá, hvort hann
ætti eftir skammt eða langt óiifað.
Ummæli Jóns, sem Bjarni vitnar í, eru líka síður en
svo s'kammaryrði, heldur hrós um Ólaf Þau eru í
stuttu máli á þá leið, að Ólafur Thors hafi haustið 1963
viðurkennt ósigur sinn í verki, þegar stjórn hans gat ekki
komið fram á þingi löggjöf, sem nún hafði bundið heiður
sinn við að framkvæma. Ólafur sagði af sér og lét aðra
taka við
Það mun margra dómur, að í tvö skipti hafi Ólafur
Thors risið hæst sem stjórnmáhmaður í fyrra skiptið var
það í árslok 1963, þegar hann sýndi þá karlmennsku og
hreinskilni að játa, að þótt stjórnin hefði ýmislegt vel
gert, hefði henni ekki tekizt 3? ráða við dýrtíðina og
tækist það ekki, væri allt annað unnið fyrir gýg. Hitt
skiptið var haustið 1983 þegar Ólafur baðst lausnar, er
tilraun, sem stjórnin nafði geU til verðstöðvunar, mis-
tókst. Sagan metur menn allta* mikils þegai þeir standa
og falla með stefnu sinni.
í eyrum Bjarna hljómar slít’ viðurkenning hins vegar
illa. Hann fylgir ekki boðorðiru að standa og falla með
stefnu sinni, heldur að setið skuli meðan sætt er. Að
því leyti er hann í ætt við Fréðárhirðina. Þess vegna
reynir hann að túlka það sem skammir um Ólaf Thors,
sem er hrós um hann. Bjarni unir alltaf illa samanburði
við Ólaf Thors, en þé verst. þegar vitnað er til þess,
þegar Ólafur reis hæst.
Rógsherferðin sem hér er aáfin gegn Jóni Skafta-
syni, mun ekki fá betri endaloK iyrir Bjarna en rógsagan
um Svein Biörnsson forðum. Menn vita. að Bjarni óttast
vaxandi vinsældir Jóns í Reykianeskiördæmi. Bjarni
getur ekki heldur gleymt hrakförinni, sem hann beið
í deilunni um sýslumannsemf ættið 4 Haínarfirði. Því
meira sem hann herðir þessar árásir, þvi meira mun
vegur Jóns Skaftasonæ vaxa.
^■„„■■■ — »i ■■■■■■■ " ■»— ■»■
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Bandaríkin mega ekki ætla sér
stærra hlutverk en þau valda
Þjálfaðir stjórnmálamenn spara sér hástemmdar yfirlýsingar
Trumann og MacArthur
í síðdegisveizlu, sem for-
seta Tyrklands var haldin í
Hvítahúsinu, vitnaði Johnson
forseti til mín í ræðu sinni og
taldi mig hafa verið andvígan
hernaðar- og fjárhagsaðstoð við
Grikki og Tyrki árið 1947, af
því að ég hafi verið andvígur
stefnu Trumans. Þetta hefir
ekki við rök að styðjast og þess
vegna birti ég hér í heild
fyrstu greinina, sem ég skrifaði
eftir að Truman birti stefnu
sína 12. marz 1947. Grein mín
birtist 15. marz 1947 og bar fyr
irsögnina: Stefna eða kross-
ferð.
Greinin hljóðar svo:
„BOÐSKAPUR forsetans er í
tveimur hlutum, sem líta má
á hvorn í sínu lagi. Fyrri hlut
inn er rökstuðningur fyrir að-
stoð við Grikki og Tyrki, hvort
heldur hún er í té látin í
reiðu fé, vörum, tækjum eða
mannafla, bæði borgaralegum
og hernaðarlegum. Síðari hlut
ina er fúllyrðing um víðtækar
afleiðingar þess, að aðstoðin sé
í té látin. Það er einmitt þessi
siðari hluti, sem umfram allt
þarf að athuga af vandvirkni
og rökræða gaumgæfilega.
Þarna er um að ræða obiter
dictum, eins og lögfræðingarn
’J myndu komast að orði, eða
með öðrum orðum „framsetn
ingu sjónarmiða, . . . sem ekki
felur í sér meginhluta ástæðn
anna, sem úrslitum ráða um
ákvörðun." Þannig eru fyrir
hendi fullnægjandi hagkvæmar,
mannlegar og hernaðarlegar
ástæður til þess, að Bandaríkja
menn grípi í taumana í nálæg-
um Austurlöndum í því skyni,
eins og forsetinn komst að \
orði, að koma í veg fyrir „breyt
ingar á ríkjandi ástandi með
brotum á sáttmála Sameinuðu
þjóðanna með því að beita
þvingunum eða undanbrögðum
eins og stjórnmálalegri íblönd
un“. En enda þótt þingið
hafi gilda ástæðu til að heimila
afskipti í nálægum Austurlönd
um, þá þarf ekki endilega af
því að leiða staðfestingu þeirr
ar hugmyndar, að afskipti okk
ar skuli framvegis verða algild
og ná til alls heimsins.
Þegar við virðum fyrir okk-
nr þennan síðari hluta um „hin
ar víðtæku afleiðingar“ er okk
ur hollt að minnast heilræð-
anna, sem Alexander páfi gaf
skáldunum, þegar hann sagði
þeim að semja af ofsa, en leið-
rétta af seimingi.
Afleiðingunum er lýst svo
óljóst, almennt og af slíkri
skrúðmælgi, að ekki er unnt
að leiða af því neina framkvæm
a.uega stefnu. Ummælin geta
falið í sér allt, hvað sem er eða
m.Tög lítið og slík ummæli af
vörum þjóðarleiðtoga á háska-
stundu mikillar ringulreiðar
eru óviðeigandi. Yfirlýsingar
ríkisstjórnar öflugs ríkis eiga
að vera nákvæmar og ákveðn
ar svo að þær verði ekki taldar
fela í sér meiri hótanir en til
er ætlazt, eða lof.a meiru en
unnt er að efna.
SAGAN ætti að vera búin að
kenna okkur að til þess liggja
gildar ástæður, að þjálfaðir
stjórnmálamenn eru mjög spar
ir á hástemmdar stefnuyfiriýs-
ingar. „f dag hringja þeir klukk
unum, á morgun núa þeir hend
ur sínar“. Sú venja, að gera of
lítið úr í yfirlýsingum, sem okk
ur verður ef til vill á að telja
eirkennand) fyrir Breta, má
heita regla reyndra og ábyrgra
manna í stjórnmálasamskiptum.
Harðorðar og víðfeðma yfir-
lýsingar, sem við hofurr haft í
hávegum meðan ábyrgðin í
heimsmálunum hvíldi ekki á
okkar herðum, hæfa okkur
ekki lengur. Þær eru munaður,
sem stjórn voldugs ríkis verður
að forðast. Þær verða venju
lega til þess, að maður skekur
fyrst hnefann og síðan aðeins
fingurinn, eins og mig minnir
að Elihu Root kæmist einu
sinni að orði.
Yfirlýsing forsetans ber
þessari hneigð einmitt vitni:
„Það hlýtur að ver,a stefna
Bandaríkjanna að styðja frjáls
ar þjóðir, sem eru að veita við
nám gegn kúgunartilraunum
vopnaðs minnihluta eða utan-
aðkomandi þvingun". Og: „Ég
álít, að aðstoð okkar eigi fyrst
og fremst að vera efnahagslegs-
og fjárhagslegs eðlis.“
í STAÐ þess að gefa slík
stórloforð og fylgja þeim síð
an eftir með jafn lélegum úr-
drætti, væri miklu betra, miklu
hættuminna og miklu áhrifa-
meira að birta bandaríska
stefnu í málefnum nálægra
Austurlanda, en ekki alheims
sreinu. í stað þess að láta und-
ir höfuð leggjast að nefna Sovét
ríkin, eins og gert var, væri
betra að tala beint til Sovét-
ríkjanna, og segja, að við ætl
um að styrkj,a Grikki og Tyrki
vegna þess þrýstings, sem þeir
verði fyrir. Markmið okkar sé
að stöðva innrásir í Grikkland
af hálfu flokka, sem vopnaðir
eru og þjálfaðir í Jugóslavíu,
Búlgaríu og Albaníu, og full
vissa okkur um, að ágreiningur
Sovétmanna og Tyrkja verði 1
jafnaður með samningum, en 1
aflsmunur ekki látin skera úr. 9
Vuk þeirrar verndar, sem felst
í þessum sérstöku, tímabundnu 1
ákvörðunum okkar, ætlum við 1
svo að veita efnahagslega og I
fiárhagslegd aðstoð til þess að I
endurreisa og styrkja þjóðlíf
í þessum tveimur tilteknu lönd
um.
Kostur þess, að leggj.a fram
ákveðna stefnu í málefnum ná-
lægari Austurlanda felst ein-
m-tt í þvi, að henni er unnt að
beita i þeim tilgangi að halda
uppi reglu. Óákveðin alheims-
stefna, sem hljómar eins og
herlúðrar krossferðar, á sér
engin takmörk. Á henni er
^fcki unnt að hafa neinn hemil.
Um áhrif hennar er ekki unnt
að segja fyrir. Hvarvetna mun
hver og einn gæða hana merk
ingu sinna eigin vona eða ótta,
og hún gæti auðveldlega orðið
eggjun og hvöt til innbyrðis
átaka í löndum, þar sem srm-
vinna flokka er viðkvæm og
tvísýn.“
ÞETTA er greinin, sem ég
skrifaði 1947. Þar er gerð grein
fyrir muninum á ákvörðun um
tiltekin afskipti í Tyrklandi og
Grikklandi, sem ég var fylgj
andi, og heimsumfeðmingnum
í boðskap Trumans, sem ég var
andvígur.