Tíminn - 22.04.1967, Side 14
4
M
TÍMINN
EINVfG
Framhals af bls. 1.
yrði hætt. En iþegar ég komst að
raun um, að andstæðinguxinn var
ekki naunverulega særður fór ég
íram á, að haldið yrði áfram.
Læknar og einvígisvottar féllust
á það.
Ribiere sagði: Ég særðist ekki.
Þetta voru aðeins rispur. Ég er
ekki óánægður þegar litið er til
þess, að þetta er fyrsta einvígi
mitt. í næsta skipti ferst mér
kannski meðhöndlun vopna betur
úr hendi. Ég segi ekki þar með,
að ég eigi eftir að berjast aftur.
Ribiere sagði ennfremur, að Deff
erre hlyti að vera vanur skilm-
ingamaður.
Eins og fyrr segir var ástæða
þessa einvígis sú, að í miklum
deilum í franska þinginu í gær,
benti Defferre á Ribiere og öskr-
aði: Fáið þennan asna til að halda
kjafti. Ribiere hafði engin um-
svif%n skoraði Deferre á hólm og
bauð honum að veljá einvígisvopn,
þegar Defferre neitaði að taka orð
sín aftur.
Þegar Deferre varð að því spurð
ur eftir einvígið í dag, hvort hann
héldi enn fast við ummæli sín
sagði 'hann: Já hann er asni, fædd
ur ásni.
SVETLANA
Framhals af bls. 1.
Haft er eftir opinberum heim
ildum í Washington, að bandarísk
ir einstaklingar muni kosta ferð
Svetlönu, annað hvort lögfræði-
skrifstofur í New York eða útgef
endur, sem hyggjast gefa út bók
um líf hennar í Kreml.
Áður en Svetlana hélt frá Sviss
í dag sendi hún frá sér tilkynn
ingu, þar sem hún þakkar Sviss
urum fyrir gestrisni þeirra. Segir
þar, að hún hverfi af fúsum vilja
til Bandaríkjanna, en muni ætíð
geyma í hug sér hlýjar minningar
um dvöl sína í Sviss. Svetlana hef
ur dvalið í Sviss frá 11. marz s. 1.
Fyrir um mánuði síðan viður-
kenndi bandariska utanríkisráðu-
neytið, að Svetlana hefði sótt um
hæli í Bandaríkjunum sem póli-
tískur flóttamaður. Nú er haft
eftir frönskum vini hennar í Wash
ington, að Svetlana ætli að ferð
ast víða um í heiminum, áður en
hún setzt að í Bandaríkjunum.
Svetlönu hafa verið boðnir tug
ir milljóna, vilji hún skrifa endur
minningar sínar og þá einkum um
lífið í Kreml á valdadögum föður
hennar. En vinur hennar, rithöf
undurinn Manuel de la Vigerie,
sagði í gær, að Svetlana hataði
pólitík.
Svetlana er eina eftirlifandi
barn Jósefs Stalíns. Einn bróðir
hennar féll í stríðinu, en annar
lézt fyrir um tuttugu árum. Svet
lana á son og dóttur í Moskvu, þar
sem hún bjó í kyrrð allt frá dauða
föður síns árið 1953.
GÆZLUVARÐHALD
F’rainnau a) ois ,
Reykjavik fór utah til að kynna
sér málið, hefur haft með það
að gera síðan, og síðast í dag
munu hafa verið réttarhöld í
sakadómi Reykjavíkur vegna
miáls þessa. Talið er að fleiri
kaiipsýslumenn en Páll Jónas-
son séu meira eða minna við-
riðnir mál þetta.
BYLTING
Framhals af bls. 1.
í nótt var birtur konungsúr-
skurður, þar sem sagði, að herinn
hefði tekið öll völd. Hefði það
verið nauðsynlegt vegna þess, að
viss öfl innanlands ógnuðu öryggi
ríkihns. Að öðru leyti hefur ekk-
ert beint heyrzt frá konunginum.
Síðusiu fréttir herma þó, að hin
nýja stjórn muni sverja honum
trúna?areiða í kvöld.
Rért eftir miðnætti tóku her-
menn. ásamt skriðdrekasveitum,
sér stöðu viö allar mikilvægar
byggingar, einnig höll konungs.
Flugvcllurinn í Aþenu, pósthús,
símshðvar og útvarpsstöðvar eru
á vatdi hersins. Útgöngubann var
fyrirskipað og því lýst yfir, að
hver sá, er væri á ferli á götum
höfuðborgarinnar eftir myrkur,
yrði s'kotinn á staðnum. Háskólum
og öðrum menntastofnunum var
lokað, einnig bönkum og öðrum
penir gastofnunum. Bannað var að
taka peninga út úr bönkum. Hver
sá er hamstrar matvöru verðnr
dreginn fyrir herrétt.
Allt frá því er Papandreou fór
ÞAKKARÁVÖRP
Ég þakka kærlega alla vinsemd á sjötíu ára afmæli
mínu 16. apríl 1967.
Guð blessi ykkur öíl.
Einar J. Eyjólfsson.
Öllum vinum mínum nær og fjær, sem minntust mín
á margan hátt á 60 ára afmæli mínU hinn 8. apríl
síðastliðinn, þakka ég af alhug.
Guð blessi ykkur öll. Lifiö heil.
Guðbjörg Jónasdóttir, Skíðbakka.
Innilegar þakklr til allra naer og fjær sem sýndu okkur samúö og
styrktu í orði og verki viS fráfall og jarSarför sonar okkar og bróSur
Jóns Inga Magr.ússonar,
Hvammi, Eyjafjöllum
SigriSur Jónsdóttir,
Magnús Slgurjónsson, systkini hins látna og aSrir
vandamenn.
nwru iiiiiwiii
Þökkum innilega auSsýnda samúS og vináttu viS andlát og jarS-
arför
Páls Björgvinssonar,
Efra-Hvoli
Sérstakar þakkir viljum viS færa hreppsnefnd Hvolshrepps og
Hvolhrepplngum fyrir veitta aSstoS.
Ingunn Ósk SigurSardóttir,
RagnheiSur Sigrún Páisdóttir, Helga Björg Pálsdóttir,
Elísabet Björgvinsdóttir, Þorlákur Helgason.
frá vcldum að kröfu konungs, hef-
ur það vofað yfir Grikklandi, að
herf.m tæki þar völd. Eins og
kunnugt er, var ástæðan til brott-
viknir.gar Papandreous deila út af
auk.num áhrifum hægri sinnaðra
öfgamanna í yfirstjórn hersins.
Papandreou vildi fjarlægja for-
sprakka þessara afla, en konung-
ur neitaði. Hann óttaðist, að slíkar
aðgeiðir myndu auka völd vinstri
manna innan hersins. Deilan jókst
enn, er upp komst um samsæri
vinstrisinnaðra herforingja. Var
þar um að ræða leyniihreyfingu,
sem nefndi sig Aspida, skjöldur-
inn. Takmark þeirrar hreyfingar
var að steypa stjórn landsins, segja
Grikkiand úr NATO og lýsa landið
úr tengslum við öll bandalög. Þann
16. marz s.l. voru 15 herforingjar
dæmdir í fjögurra til átján ára
fangelsi fyrir þátttöku í samsær-
inu.
Á timabili var talið, að sonur
Papandreous, Andreas, væri þátt-
takandi í samsærinu, en tilraun
til að svipta hann þinglhelgi bar
ekki árangur. Sérstök þingnefnd
felldi tillögu þar að lútandi.
Allt frá því er Papandreou fór
frá, hafa verið við völd í Grikk-
landi veikar stjórnir. Miklar mót-
mælaaðgerðir vinstrimanna urðu,
er Papandreou var rekinn frá völd
um. Sama varð uppi á teningnum,
er Konstantin konungur fól Kan-
elloP'.Jus að mynda bráðabirgða-
stjórn, þar til kosningar færu
fram. Enn jukust mótmælaöldurn
ar, er konungur leysti þingið upp.
Var þvi óspart hampað, að kon-
ungur hefði misnotað völd sín með
stjórnmálaafskiptum sínum. Haft
er eftir heimildum við sendiráð
Belgíi’ í Grikklandi, að hlutverk
hersins væri aðeins að tryggja
ró og spekt í landinu. Borgaraleg
stjó-n væri við völd. Benti þetta
til, að Kanellopolus hefði verið
með i ráðum. Hann og samráð-
herrar hans hefðu aðeins verið
handteknir ásamt öðrum stjórn-
mólarrönpum til þess að sýna, að
ekki xræri gert upp á milli í því
tillitii Þess vegna væri við því
búizt, að róðherrunum yrði sleppt
lausum innan tíðar.
FORSTOFUÞJÓFUR
Framhald aí bls. 16
þessi eigi þar ekki greiða leið um.
Lögreglunni í Hafnarfirði hafa bor-
izt iýsingar af manninum, og er
máli? í rannsókn þar syðra.
DRENGJAKÓR
Frf.mbalU u nis i
UM‘s Centralforeninig — og hef-
ir bækistöð sína á íþróttasvœði fé-
lagsin í Emdrup — KFUM‘s Id-
rætepark — oig dregur nafn sitt
þar af: PARlKDRENGEiKORET.
í sönglkórmuTn (konsert-kórn-
um) eru 26 drengir á aldrinum
9-14 ára, en auk aðalkórsins starf-
ar ævimgakár til endurnýjunar
söngkórnum eftir þörfum, — þ.e.
þegar eldri dremgirnir fara í mút-
ur. —
Kórinn hefir haldið meira en
þúsund stærri ag minni söng-
sfciemmtanir í Danmörku, Sví-
þjóð, Noregi, Finnlandi, ísilandi,
Englandi, Þýzfcalandi oig í Tókfcó-
slóvakíu. Á 25 ára aflmæliisárinu —
1968 — er í ráði að kórinn fari
í sömglíör til B-andíarfkjanna.
Undirbúning og móttöku
dremgjakórsins hér annast sömu
aðiilar og 1954 og 1956, þ.e. hóp-
ur vina kórsins innan KFUM. Með
an kórinn verður hér 4.-18. júlí
n.k., er ráðgert eins og fyrr að
koma drengjunum fyrir á einka-
heimilum, 1-2 drengjum á hverju
heimili. Gamlir vinir kórsins og
aðrir, sem gjarnan vilja opna
beimili sín fyrir kórdrengjunum
meðan þeir dvelja hér, geta nú
þegar — eða síðar tilkynnt það
til húsvarða KFUM oig K, Amt-
mannsstíg 2B, sími 17536.
í sumar mun kórinn eins og
áður hafa sönigsbemmtanir í
Reyfcjavífc og úti á landi, en enn-
þá er efciki ful'lráðið hme viíða kór-
inn fer hér um að þessu sinni,
Söngskráin verður fjölbreytt og
vönduð oig sönglieik mun kór-
inn einnig flytja nú eins og fyrr.
LEIKFiMISÝNING
Framhald af bls. 2
Miðbæjarskólinn — kennari
Kolfinna Sigurvinisdóttir. Mela-
skólinn — kennari I-Iannes In-gi-
bergsson. Breiðagerðissfcölinn
kennarar Þórir Kjartansson og
Magnús Gunnlauigsson. Laugar-
nesskólinn — kennari Jónína
Tryiggvadóttir. Hagaskólinn benn-
arar Oilga Magnúsdóttir og Viðar
Símonarson. Gagnfræðask. við
Lindargötu kennari Enla Fredrek
sen. Ga'gnfræðasfc. Vesturbæj-
ar kennari Jens Magnússon. Gagn
fræðastk. Auisturbæjar kennari
Vignir Andrésson.
Vtegna fráfall's B'enedikts Jafcobs
son-ar, sem hafði forgön'gu um
þessa sýningar, hefur sýningunum
seinfcað oig þvi gátu tveir skólar,
Kennaraskóli íslands (kennari
Ragna Lár Ragnarsd.) og Mennta-
sikólinn í Reyikjavík (fcennari Valdi
mar Örnól'fsson), ekki orðið með
þar sem viðkomandi nemendur
voru farnir í uppilestrarleyfi.
Stjórnendur þessa kynnimgar-
móts á leikfimi skólanna verða
iþróttiafulltrúarnir Stelfán
Kristjánsson og Þonsteinn Einars-
son.
ÍÞRÓTTIR
En þetta stóra forskot virtist
ekki ætla að nægja Fram, þótt
órúlegt væri. Næstu mínúturnar
voru mjög taugastrekkjandi fyrir
báða aðila. FK-ingar reyndu hvað
eftir annað að skora — í hálfgerðri
örvæntingu — en Þorsteinn varði
flest skot þeirra. Hefði allt verið
eðliiegt, hefði Fram átt að geta
gert út um leikinn algjörlega á
þessum mínútum, en þá brást sókn
arieikurinn. Ingólfur var mikið
til út af og Gunnlaugur og Guðjón
aðalmennirnir í sókninni, en þeir
náðu ekki að skapa verulega ógn-
un. Og smátt og smátt saxaði FH
á forskotið. Örn skoraði 8. mark
FH og Einar Sigurðsson bætti því
9. við. 17 mínútur liðnar. Geir
skoraði á 18. mín. 10. mark FH
og á 21. mínútu jafnaði hann úr
vítakasti 11:11. IIi“ ótrúlega liafði
gerzt jafntefli — 0g spennan í
liápunkti aftur.
Gunnlaugur Hjálmarsson, sem
löngum hefur haft „FH-komplex“
náði forustu fyrir Fram aftur á
22. mmútu og var það mjög þýð-
inga.rnikið mark í stöðunni, eitt
hveri þýðingarmesta mark
leiksiiis að mínu áliti. Ekki
tókst Gunnlaugi eins vel mínútu
síðar, þegar hann reyndi mark-
skot — máttlaust skot, sem Karl
Jónsson í FH-markinu varði.
Næstu mínútur voru mjög spenn
andi og fullar af mistökum beggja
liða. Gunnlaugur skoraði 13:11 fyr
ir Fnam úr vítakasti, þegar 5 mín-
útur voru eftir. En þrátt fyrir
tveggja marka forskot gat allt
skeð enn þá. Og þannig skoraði
Auðunn Óskarsson 12. mark FH
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Þá var staðan 13:12 Fram i vil.
Á síðustu tveim mínútunum kom
Fram út sem sterkari aðilinn og
var það ekki sízt að þakka Þor-
steini í markinu, sem varði af
mikilli snilVI, þótt taka verði með
í reikninginn, að sum af skotum
FH hafi verið reynd í örvæntingu.
Sigurður skoraði 14:12, Ingólfur
15:12 — þegar hér var komið, voru
FH-ingar hættir — og Gunnlaag
ur kórónaði sigur Fram með því
að skora 16:12 mcð skoti aftur
fyrir sig.
Lið Fram og FH eru mjög jöfn
að styrMeika. í gær átti _ Fram
góðan dag, en FH-ingar náðu ekki
sínu bezta, en það var ekki nógu
gott hjá Fram, að þurfa að vinna
leikinn á góðri markvörzlu Þor-
steins undir lokin. Eins og staðan
LAUGARDAGUR 22. aprfl 1967.
var um tíma í síðari hálfleik, hefði
liðið haft alla möguleika á að vinna
FH með stórum mun, en missti
forskotið niður. Fyrir utan Þor-
stein var Ingólfur Óskarsson bezt
ur í Fram-liðinu. Keppnisákafinn
var mikill og IngóKur skoraði
sjálfur 5 mörk, auk þess, sem
hann var mjög virkur í spilinu.
Þá átti Sigurbergur Sigsteinsson
mjög góðan leik — bæði í sókn
og vörn. Sigurbergur er verðandi
landsliðsmaður. Gunnlaugur var
góður á köflum, en stundum of
ragur í sókninni. Hann skoraði i
mörk, þar af 2 úr vítum. Sigurður
Einarsson var góður á línunni,
öruggari en oftast áður í vetur.
Hann skoraði 2 mörk. Gylfi var
undir smásjá FH-inga og náði sér
aldrei á strik. Hann skoraði 2
mörk. Hinrik Einarsson var einn
sterkasti maður varnarinnar. Ekki
bar mikið á Guðjóni, en hann ógn
aði þó alltaf með línusendingum.
FH-liðið var nokkuð sannfærandi
í fyrri hálfleik Og þá var Ragn
ar Jónsson áberandi bezti maður
liðsins. En það var greinilegt, að
FH-ingar áttu erfitt með að finna
leið framhjá Fram-vörninni, erfið
ara en í fyrri leiknum. Sérstaklega
höfðu varnarmenn Fram gott auga
með Erni og Birgi. Geir var
fyrir bragðið virkari, en náði þó
ekki sínu bezta. Ekki veit ég hvað
það átti að þýða hjá FH að skipta
um markvörð eins og þeir gerðu
í leiknum. Karl kom inn á fyrir
Kristófer og gekk Frömurum mun
betur að skora hjá honum. Leik-
menn Fram hafa löngum átt í
erfiðleikum með að skora hjá
Kristófer — og sálrænt séð, var
það skakkur leikur hjá FH að
halda honum fyrir utan. Mörkin
skoruðu: Geir 5, Ragnar og Örn 2
hvor, Páll, Auðunn og Einar 1
hver.
Þegar á heildina er litið, var
þessi leikur mun lakari — þrátt
fyrir mikla spennu — en leikur
liðanna s. 1. sunnudag. Karl
Jóhannsson dæmdi og slapp nokk
uð vel frá erfiðu hlutverki, en þó
get ég ekki gert að þvi, að mér
fannst hann dæma Fram nokkuð í
óhag í fyrri hálfleik.
Eyfirðingar
Framsóknarfélögin í Arnarness-,
Skriðu-, Glæsibæjar- og Öxnadals-
hreppum efna til fundar um land-
búnaðarmál að Melum í Hörgár-
dal næst komandi föstudag kl. 21.
Frummælendur verða Stefán Val-
geirsson, bóndi og Jónas Jónsson,
ráðunautur. Allt áhugafólk um
landbúnaðarmál velkomið. —
Stjórnirnar.
Akranes
Framsóknarfélag Akraness
heldur aðalfund sinn í Fram-
sðknarhúsinu, Akranesi, sunnu
daginn 23. apríl n. k. kl. 4
síðdegis. Auk þess verður rætt
um kosningaundirbúninginn og
fieira.
ELDUR í BÁT
GÞE-Reykjavík, föstudag.
Troilbáturinn Ver VE 200 frá
Vest.mönnaeyjum, var hætt kominn
í gæt'KVÖldi, er eldur kom upp í
vélarrúmi, en báturinn var á leið
austu, í bugtir út af Meðallands-
sandi Magnaðist eldurinn óðum,
en báíurinn Gissur hvíti frá Horna
firð'. tr staddur var á þessum
slóðum, kom slcjótlega á vettvang,
og aóstoðaði við að ráða niður-
löguíi eldslns.
Þá var kallað á lóðsinn i Vest-
manii^eyjum, orá nann skjótt við
kom á vettvang og tók bátinn
í tog. Var hann kominn til Eyja
um hálf eittleytið í nótt. Skemmd
ir á bátnum hafa reynzt tals-
verð»r en talið er, að kviknað
hafi í út frá rafmagni.