Tíminn - 23.04.1967, Qupperneq 7

Tíminn - 23.04.1967, Qupperneq 7
StJNNTJDAGTJR 23. aprfl 1967 TÍMINN 19 MEIí NÓTONQM Keflvískar systur gera lukku á miðnætui-skemmtunum. Það sem vakti íhiváð mesta at ihygli á miðnæturskemmtunum þeim, er voru í Austurhæjar- bíó, 6. og 7. apríl, var söngnr tveggja æskumeyja, systranna Þórdísar og Hönnu Karlsdætra. Þær sungu m.a. lögin „Sugar Town“, hratt skemmtilegt lag, og ,,This is my song“, hið fal- iega lag Ohaplins, sem Petula Clark hefur gert feykivinsælt. Plutningur systranna á báðum þessum lögum var einkar góð- ur, enda var þeim fagnað á- kaflega. Fimmtudaginn 13. apríl komu þær aftur til Reykjavík- ur, þeirrar erinda að syngja inn á segulband í Ríkisútvarp- inu fyrir þáttinn Á nótum æfík- unnar, og var söpgur þeirra fluttur í þættinum á laugar- degi í sömu viku. Hljómar sáu um undirleikinn eins og i Aust urbæjarbíó. Mér var kunnugt um þessa upptöku og brá skjótt við og fór niður í útvarp, þeirra er- inda að rabba við þær og fer árangurinn hér á eftir. Hvenær byrjaði áhugi ykkar á söngnum? Við höfum alltaf haft gamán af söng, en við byrjuðum að raula fyrir alvöru í gagnfræða- skóianum, en þá í sin hvoru lagi, á ýmsum skemmtunum innan skólans, svarar eldri syst irin, en hún er 21 árs og hef- ur að eigin sögn, ákaflega gam an að leiklist. Fór t.d. með hlutverk hjá Leikfélagi Kefla- víkur í Syndir annarra. . Við sungum í fyrsta sinn saman opinberlega fyrir rúm- um þrem mánuðum, bætir Hanna við, en hún er 18 ára gömui. Því gleymi ég aldrei. Þetta var á þorrablóti og á- horfendurnir allir komnir vel yfir táningaaldurinn. Herra minn trúr, hvað við vorum „nervösar“. Enda hétum viðþví að gera þetta aldrei aftur, en raunin varð önnur. Hvernig varð ykfcur við, er ykkur var boðið að koma fram á þessum skemmtunum í Aust- urbæjarbíó? Við vorum vægast sagt mjög undrandi. Það er Þórdís, sem hefur orðið. En eftiir nokkra umhugsun, ákváðum við að taka þessu og jafnframt vorum við ákveðnar í því að gena okkar bezta. Móttökurnar í Austur- bæjartoíó voru alveg stórkost- legar, en stemmningin var mun betri síðara kvöldið. Við vor- um í öðrum heimi af ánægju yfiir þessum móttökum. Á hvaða músik hlustið þið helzt? Við höfum mjög gaman af Surpremes, segir Þórdís, en það er mikill misskilningur að við stæium þeirra söngstíi. Þá eigum við margar plötur með Herb Aiberts, sem okkur þykir sérstaklega skemmtilegur trompetleikari. Hvað klassískri músík viðkemur, bætir Hanna við, þá höfum við gaman af einstaka tónverki eins og t. d. Tunglskinssónötunni. Að lokum kváðust þær syst- ur ákaflega ánægðar yfir þvi að hafa fengið tækifæri til að syngja í útvarpið. Surpremes syngja lög Sam Cookes. Þeir sem á annað borð hafa einhvern, áhuga á dægurlögum kannast við blökkustúlkurnar þrjár, sem kalla sig Surpremes. Þær eru í dag eitt eftirsóttasta söngtrfó í Bandaríkjunum, enda tíðir gestir í dýrustu næt- urklúbbunum og vönduðustu sjónvarpsþáttunum eins og t.d. Ed Suilivan Show, eins og á- horfendur Keflavíkursjónvarpé ins kannast við. Þær eru ekkert skildar eins og sumir virðast halda, en voru hins vegar saman í skóla og þar byrjuðu þær að raula saman allar þrjár, Dian, Mary og Florence. Sennilega hefði ekfcert orðið úr þessu, ef söng- kennari skólans hefði ekki bit- ið það í sig, að þær væru efni í úrvals-skemmtikrafta, en það var einmitt hann, sem kom því til leiðar að þær voru teknar upp til reynslu hjá hljómspötu útgáfunni Tamba Matawn. Til að byrja með voru þær aðeins nafnlausar raddir, sem heyrðust í fjarlægð á meðan viðkomandi söngvari túlkaði lagið. En brátt kom að því að þær sungu einar sér inn á sína fyrstu hljómplötu, undir nafni sem átti eftir að verða á hvers manns vörum: SUPREMES og lagið var Where did your love gone. Þær þurftu ekki að kvíða móttökunum, því lagið átti eft- ir að skipa efsta sæti bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Skólasystuirnar þrjár voru orðn ar heimsfrægar og nú rak hver piatan aðra: „Baby love“, Stop in the name of love“, „I hear Systurnar frá Keflavík Þórdís og 'Hanna Karlsdætur. a Symphony“ og margar fleiri. Nýjasta lagið þeirra heitir „Love is here and now you're gone“, en það komst á topp- inn á bandaríska vinsældarlist- anum. Fyrir stuttu síðan kom ný L.P. hljómplata með Supremes í liljómplötudeild Flákans, sem ber yfirskriftina WE REMEM- BSR SAM COOK. Eins og nafn ið bendir til, syngja þær lög, sem Sam Cook hefúr skapað vinsældir á sínum tírna. Þetta er mjög athyglisverð hljóm- plata, sem u örugglega eftir.að njóta mikilla vinsælda. Eins og oft áður, hvílir mesti þunginn á Dian og í sumum laganna syngur hún sóló. Þegar ég var búinn að hlusta á plötuna og ætlaði eins og oft áður að velja nokkur lög úr til að minnast sérstaklega á, komst ég í vanda því til að vera sjálfum mér samkvæmur hefði ég þurft að skrifa um svo mörg lög, að rúm þáttar- ins hefði ekki nægt. Það er sama hvort lagið er hratt eins og t.d. „Having a party“, „Shake" eða „Only sixteen" nú eða rólegt eins og „Cupid“ og „You send me“. Ávallt er fiutninguir Supremes sérstak- lega skemmtilegur og erfitt að taka eitt lag fram yfir annað. Þetta er í fáum orðum sagt mjög eiguleg hlj'ómplata eins og flestar plötur Supremes. (í næsta þætti verður birtur seinni hluti greinarinnar um íslenzka dansstaði). Benedikt Viggósson. samræmi við vöxt þjóðartekna. Síðan segir hann, að eðlileg og lífsnauðsynleg kjarabarátta vinnandi fólks sé nú komin í sjálfheldu. Er það athyglis- verður dómur. Vill lengri Verkalýðshreyfingin hefur aft- ur á móti lagt til, að í stað lagaboðs skuli koma til tak- mörkun launahækkana, sem núa geti fallizt á af frjálsum vilja án lagaboðs. Á slíkt virðist brezka stjórnin aftur á móti ekki treysta. Þegar þetta er ritað, stend- ur verkfall lyfjafræðinga enn yfir, og engin lausn á þeirri deilu sjáanleg, enda lítið um sáttafundi. Eru lyfjafræðingar eini starfáhópurinn, sem hefúr farið í verkfall nú síðustu mán- uðina. Kjaradeilunefnd geröi ekki tillögu Deila þessi milli lyfjafræð- inga og lyfsala fór á sínum tíma fyrir Kjaradeilunefnd lyf- sala og lyfjafræðinga, eins og lög kveða á um. Nefndin taldi sér aftur á móti ekki fært að leggja fram miðlunartilögu, og byggði þá afstöðu sína á því, að komin væru á lög um svo- nefnda verðstöðvun. Lyfjafræðingar boðuðu verk- fall frá 12. febrúar að telja, en aflýstu því verkfalli að til- hlutan heilbrigðismálayfirvalda meðan verið væri að kanna Launakjör lyfjafræðingi. miðað við aðrar hliðstæðar stéttir. Bkkert gagnlegt virðist þó hafa komið út úr þeirri rann- sókn — a.m.k. ekkert, sem gat orðið samningagrundvöllur, og var því verkfall boðað að nýju mánudaginn 10. apríl, og hófst verkfallið þá. Deilt um launakjör Hið eina, sem fæst opinber- lega um það, hvar ber á milli, er að deilt sé um launakjör. Elki hefur fengizt upplýst, hverjar kröfur deiluaðila séu. Það er í rauninni oft svo, að deiluaðilar á vinnumarkað- inum eru tregir að gefa upp þær sröfur, s£\m fram koma hverju sinni. Verður að telja slíkt all furðulegt, þar sem kröfur laun þegafélaga hverju sinni hljóta að varða alla landsmenn. Það, sem um er deilt, snertir alltaf Skiptingu þjóðarteknanna — þótt í misstórum mæli sé — og það er mál, er öllum kemur við. Ber að vona, að á þessu verði breyting tii batnaðar. Málmiðnaðarmenn í fararbroddi Þá er loks að komast ein- hver hreyfing á kjaramálin eft ir langt hlé. Sex félög innan Málm- og skipasmíðasambands ins hafa eins og frá hefur ver- ið skýrt hér í blaðinu, boðað verkfall tvo daga í viku hverri — ætla sér sem sagt að stunda svonefndan skæruhernað. Má ætla, að það sé sterfcasti leik- uir þeirra eins og allt er f pottinn búið. Það er ekki óeðlilegt, að málrn- og skipasmiðir gangi hér í fararbroddi, því þeir, sem í járniðnaði eru, hafa mjög orð- ið fyrir barðinu á samdrætti í þeim iðnaði. Telja forráða- menn málmiðnaðarmanna, að af þessum sökum hafa tékju- rýrnun þeixra, sem í járniðn- aði vinna, orðið a.m.k. 25%. Ekki er enn vitáð, hvort önn- ur launþegafélög fylgja málm- og skipasmiðum eftir — þrátt fyrir diguirbarkalegt tal ein- staka verkalýðsleiðtoga. Kjaramálin í sjálfheldu. Ræða Björns Jónssonar, for- manns Einingar á Akureyri f útvarpsumræðunum fyrir Skömrnu, var um ýmsilegt at- hygiisverð. Einkum þó sá kafli, er fjallaði um kjaramálin. Hann benti á, að kaupmáttur tímakaups verkamanna væri því sem næst hinn sami og 1959 og kjarabætur væru í engu iaunastöðvun Eins og kunnugt er setti brezka ríkisstjórnin á síðasta ári lög um bann við kauphækk- unum í landinu, og gilda þau lög fram á sumar. Nú mun ríkisstjórnin hafa í huga að framlengja þessa stöðvun, að vísu í öðru formi. Brezki efnahagsmálaráðherr- ann Midhael Stewart, tilkynnti nýlega í neðri málstofu brezka þingsins, að rikisstjórnin muni leggja fram nýtt lagafrum- varp varðandi launahækkanir. í því frumvarpi felist, að til- kynna verði ríkisstjórninni all- ar launakröfur fyrirfram, og jafnframt að vald stjórnarinn- ar til að fresta greiðslu launa- hækkana aufcist, þannig að hún geti frestað slíkum greiðsl- um í sjö mánuði. Samkvæmt núgildandi ákvörðun hefur rík- isstjórnin einungis vald til að fresta þeim í fjóra mánuði. Þessi ákvörðun stjórnarinn- ar mun af skiljanlegum ástæð- um hafa vakið mifcla andspyrnu innan verkalýðríireyfingarinn- ar. Þó hefur stjórnin gefið nokfcuð eftir, því upphaflega ætlaði hún að fara fram á 12 mánaða frestunarheimild. Lífeyrissjóðirnir og veðlánakerfið Fjöimörg starfsfélög hafa nú komið sér upp lífeyrissjóðum, og eru sumir þeirra orðnir mióg öflugir. Eitt hlutverk þess ara sjóða er að lána félagsmönnum sínum, sem í íbúðabyggingum standa, fjár- magn til þessara framkvæmda. Nú hefur lögum þannig ver- ið fyrir komið, að launþegar, sem fá lán úr lífeyrissjóðum, njóta ekki sama réttai og aðr- ir landsmenn í hinu almenna veðlámakerfi landsins. Þetta hlýtur að teljast óréttlæti. Laun þegar, sem í lífeyrissjóðum eru hafa sjálfir byggt upp þessa sjóði, og því á ekki að ganga á almennan rétt þeirra, þótt þeir njóti góðs af eigin sjóð- um. Mál þetta var nú á dögun- um tekið fyrir á aðalfundi Landssambanda llfeyrissjóða, en í því sambandi eru nú 44 lífeyrissjóðir. Gerði fundurinn tvær ályktanir, sem að þessu máli víkja og þykir mér rétt að binda þær hér í fyrri á- lyktuninni ítrekar fundurinn Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.