Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ li Eysteinn Jónsson: FORUSTA OG SAMSTARF UM JÁKVÆÐU LEIDINA Stefnubreyting er óhjákvæmileg. Reynsla síðustu 7 ára er óhlutdrægnasti dómur- inn og dómsniðurstaðan liggur fyrir allra augum í ástandi atvinnuveganna ann- ars vegar og kjaramálanna hins vegar. Það ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum að þ'ví, hvemig hæstvirt ríkisstj órn hefur tekizt, iþví auðvitað hefur henni mistek- izt. tlm það ætti ekki að þurfa að déila. Hún hefur setið á átt- unda ár og á þessum árum hafa viðskiptakjör ísiendinga verið betri en nokkru sinni áður: verð- lag útflutningsafurða farið hækk- andi og það svo, að þrátt fyrir nok'kra lækkun upp á síðkastið stendur það miklu hærra en í byr.i un þessa tímabils. Óvenjuleg afla ■uppgrip hafa verið, svo engin dæmi eru slíks áður í þjóðarsög- unni. Dómsniðurstaðan En við þessi skilyrði er þannig ástatt, að Kaupmáttur dagkaups fyrir venjulegan vinnudag í al- gengri vinnu hefur nálega ekkert aukizt á þessu tímabili, samkv. niðurst. Kjararannsóknanefndar, en atvinnuvegirnir þannig leikn- ir að þeir dragast áfram á neyð- arráðstöfunum til bráðabirgða, eins og ríkisstjórnin sjálf hefur orðið að játa. Á sama tínia hefur kaupgjald í löndum umhverfis farið hækkandi jafnt og þétt yifir höfuð og hag- ur atvinnuvega batnað ,en hér hefur sem sagt allt farið á aðra lund og þó hafa ytri skilyrði varð- andi verðlagsþróun og þvílíkt lík- lega óvíða verið ákjósanlegri en hér. Þrátt fyrir noikkra lækkun, sem orðið hefur á útflutningsvör- um síðustu mánuðina, þá standa þorskafurðir t.d. í 37% — 86% hærra verði en þegar ríkisstjórn- in tók við og stæði allt með blóma ef óstjórn hefði ekki komið til. Ríkisstjórnin tók upp nýjar hag- stjórnaraðferðir, sem áttu að verða til þess að stöðva vöxt dýrtíðar- innar og tryggja örugga afkomu atvinnuveganna. En allt hefur snú izt öfugt í höndum hennar. Iíag- stjórnaraðferðir 'hennar hafa verk- að eins og eitur á atvinnulífið, og grafið undan lífskjörum manna jafnóðum og menn hafa reynt að leita úrræða til þe»s að fá í sinn ■ hlut nokkuð af hinum auknu þjóð artekjum. En verðbólguna hafa þes'sar aðferðir ekki getað stöðvað, ■því hún hefur vaxið hér, vægast sagt, þrisvar til fjórum sinnum hraðar en í nálægum viðskipta- löndum okfear. Úreltar aðferðir Úrræðin hafa átt að vera fólg- in í því að takmarka peningamagn í umferð með því að taka útlán holt og bolt og með því að leggja látlaust á nýja og nýja skatta og sópa peningum inn í rikissjóðinn og belzt fá greiðsluafganga í rík- isbúskapnum til þess að leggja fyrir í Seðlabankanm. Þessar að- farir hafa látlaust hækkað rekst- urskostnað atvinnuveganna og haft í för með sér rekstursfjár- skort, sem graifið hefur undan af- komu fyrirtækjanna. pr helzt svo að sjá sem þannig verði kreppt að re'ksturslánabönkunum, að fjöldi heilbrigðra fyrirtækja verði fyrir óbæri'legum áfölium vegna reiksturslánaskattsins. Óðadýrtíðin hefr hækkað fram- færslukostnað heimilanna og hef- ur eina undankomuleið manna orðið sú, að lengja látlaust vinnu- tímann í stað þess að annars stað ar, þar sem skynsamlega hefur verið stjórnað og sæmilega tekizt, Ihefur vinnutími stytzt, með vaxandi þjóðartekjum og atvinnu- vegir blómgast. Auðvitað hefði ríkisstjórn, sem þannig hefur mistekist, átt að vera ■ farin frá fyrir löngu og borið að ; játa á heiðarlegan bátt, að það • þyrfti að leita nýrra leiða. En þess ; í stað hefur ríkisistjórnin þráazt i við að sitja, þótt hún hafi ekki ; náð tökum á málefnum þjóðar- I innar og hafa jafnvel hörðustu fylgismenn hennar nú orðið að | viðurkenna upp á síðkastið, að | seta ríkisstjórnarinnar hafi ein- 1 göngu byggzt á því að verðlag af- urðanna fór sfhækkandi á erlend- um mörkuðum. Samt hrökk það ! þó ekki til, því ríkisstjórnin taldi I sig þurfa til viðbótar að fell; I gengi íslenzku krónunnar tvisvar ! til þess að geta hangið fram á þenn an dag. Síðari gengislækkun- in árið 1&61 var þó raunar hefnd- arráðstöfun gerð þrátt fyrir stór- hækkandi útflutningsverðlag, og gersamlega að ástæðulausu, en æt, uð til þess að sýna launafó’ ii hvers það ætti von, eí það reyrn’i að rífa sig út úr þeirri sjálfheldu Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. sem kjaramálin voru komin í við látlausa dýrtíðarþróun. Til þess að mæla bót þráseiu sinni við þessar aðstæður var stjórnarliðið komið út á þá braut að gæla við verðbólguna og telja 'hana meinlausa óviðráðanlegt nátt úrulögmál hér á landi og ‘nánast nokkuð vel fallna til þess að Ihleypa auknu fjöri í framkvæmda- lífið og dreifa þjóðartekjunum Bar sérstaklega mikið á, að þessu væri komið á framfæri ; fyrra- vetur, þegar áhyggjur landsmanna fóru stórvaxandi út af ver'ðhólgu- vextinum, sem magnaðist sífellt, þrátt fyrir ósleitilegar inngjaf'r verðbólgulyfja ríkisstjórnarinnar. Sjónhverfingar Þes.sar gælur við verðbólgun i og meðfylgjandi fullyrðingar um að allt væri í lagi gátu þó ekki stað- ið eins lengi og vonir þeirra sjálf- sagt stóðu til, þ. e. a. s. fram yfir kosningar því skyndilega hæt'i verðlag á íslenzkum útflutnings- afurðum að hækka og fór nokk- uð lækkandi og kom þá enn heift- arlegar í Ijós, hvernig óðaverð- bólguistefna ríkisstjórnarinnar 'hafði grafið undan afkomu al- mennings og atvinnuveganna. Varð þá að hætta þessum gælum, því bláköld alvaran blasti við hvar sem litið var. Urðu nú góð ráð dýr. Var þá tekið að leita að leið til þess að leyna því fyrir mönn- um, í nokkra mánuði fram yfir kosningar, hvernig raunverulega væri komið. Var í skyldingu fundin upp hin svo'kallaða stöðvunarstefna, en hún á að vera fólgin í því, að nú á áttunda ári óðaverðbólgunn- ar hefði uppgötvazt einfalt ráð til þess að stöðva verðbólgu og dýr- tíð. Það þyrfti sem sé ekki annað en að setja það í lög, að ekkert verðlaig mætti hækka nema ástæða væri til og svo að vísu til við- bótar að stórauika niðurgreiðslur á vöruverði innanlands og ut- flutningsuppbætur til atvinnuveg- anna, án þess að afla tekna til iþess. Hið rétta er að ríkisstjórnin taldi sig sjá að með þessum að- ferðum mundi vera hægt að halda gangandi fram yfir kosn. alvc-g eins og 1959, þegar sams konar aðferðir voru viðhafðar. Oig rau-i- ar hef'Ur einn af forustumönnum stjórnarflokkanna, Emil Jónsson, verið svo hreinskilinn að hann hefur beinlínis vitnað til ársins 1959 til nánari skýringar á því, bvað nú væri að gerast. En 1959 var þetta þannig, að þá var skrap- að saman fé til þess að greiða niður verðlag og halda útflutningi gangandi í nokkra mánuði, en þegar búið var að kjósa, kom stór- kostleg gengisfelling, nýir skatt- ar í nálega óteljandi myndum og margvíslegar aðrar róðstafanir í sömu átt. Með öðrum orðum, þá ruddi dýrtíðarfljótið svikastífl- ’Unni, sem lafði uppi meðan verið var að kjósa. Framkvæmdafé ríkissjóðs er nú mokað í dýrtíðarhítina til bráða- birgða og svo langt hefur orðið að ganga til þess að koma endun- um saman á pappírnum, að nýju niðurgreiðslurnar hafa ekki einu sinni verið áætlaðar á fjárlögum þessa árs nema í tíu mánuði af tólf — sem sé svo koma tímar og svo koma ráð. Síðasta fram- kvæmdin í þessari grein er sú, að klípa enn af framkvæmdafénu eft- ir að fjárlögin voru afgreidd og láta sveitarfélögin í þokkabót leggja til 20 milljónir til þess að halda á floti í bili, enda þótt þau hafi verið búin að reikna með þeirn peningum. Útsvörin verða þá bara því meiri eftir kosningar Hvort stöðvun er fram undan má svo hér um bil sjá af því, að fjárlögin hækkuðu núna um meira en þúsund milljónir frá því í fyrra og til þess að standa undir þeirri fúlgu, þyrfti innflutningur- inn á þessu ári að verða að minnsta kosti jafn mikill og hann var í fyrra og þó meiri, en inn- flutningurinn í fyrra var metinn- flutningur og óx um nále|a þús- und milljónir á átinu. Utflutn- ingurinn varð einnig í fyrra met- útflutningur og óx um 500 millj- ónir, en hrökk samt ekki til þess Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.