Tíminn - 28.04.1967, Qupperneq 2
14
TÍMINN
FOSTUDAGUR 28. apríl 1967.
Ólafur Jóhannesson:
NYJA
BROGD
, NY VINNU-
NÝJA FORUSTU
Herra forseti. Góðir áheyrendur
Núv. stjórnarílokkar hafa farið
nieð völd í landinu í tvö kjör-
tímabil samifleytt. Þeir hafa því
haft nægilegt ráðrúm til þess að
framkvæmia stefnu sína og standa
við gefin heit. Þeir hafa ekki
þurft að glíma við illt árferði eða
ófyrirsjéanlega erfiðleika, því að
líklega hefur enginn innlend ríkis
stj. búið við öllu hagstæðari ytri
skilyrði en núv. stjórn. En hvern-
ig hefur henni tekizt að halda
á málum og valda verkefnum sín-
um? Það er sú spurning, sem
menn verða að kryfja til mergj-
ar um þessar mundir og einkan-
lega áður en þeir fella sinn dóm
í kosningunum í vor.
Grundvöllum atvinnu-
veganna
Á stefnuskrá stjórnarflokkanna
fyrir nær 8 árum stóð það fyrir-
heit efst á blaði, að atvinnuveg-
um þjóðarinnar skyldi komið á
traustan og heilbrigðan grundvöll
til frambúðar. Það taldi stjórn-
in sitt höfuðverkefni. Það átti að
að gera með hinu svokallaða við-
reisnarkerfi, sem m.a. átti að
leiða til verð'bólgustöðvunar,
skattalækkunar, sparnaðar í opin-
berum rekstri og bættra lífskjara.
f viðreisnarpésanum stóðu m.a.
þessi orð:
„Bótakerfi það, sem útflutnings
framleiðslan hefur búið við síðan
1951, verði afnumið, en skráningu
krónunnar breytt þannig, að út-
flutningsframleiðslan verði rekin
hallalau'st án bóta og styrkja.
Já, atvinnuvegunum skyldi kom
ið á trausta og heilbrigðan grund-
völl. Uppb'ótargreiðslum hætt og
gengið rétt skráð. Hver er nú
dómur reynslunnar um þetta
fyrsta boðorð ríkisstj.? Standa
ekki atvinnuvegirnir án _ allra
styrkja á föstum fótum? Ó nei.
Það er nú eitthvað armað en svo
sé. Eftir nær 8 ára viðreisnar-
stjórn blasir sú kalda staðreynd
við, að rekstrargrundvöllur undir-
stöðuatvinnuveganna er gersam-
lega brostinn. Þeir getá ekki; með
nokkru móti lengur staðið undir
þeim tilkostnaði og því<' verðlagi,
sem hinn öri verðbólguvöxtur heí
ur skapað í landinu. Öll útflutn-
ingsframleiðsla að heita má nema
síldarafurðirnar fær nú beinar
uppbætur í einu eða öðru formi.
Ekki tugi millj., heldur hundruð
millj. Þar fyrir utan eru svo all-
ar niðurgreiðslurnar, sem í nú-
gildandi fjárl. eru áætlaðar 708
mi'llj. í 10 mánuði, en hvað þá
tekur við, veit enginn. Útgjalda-
árið er þar sem sagt stytt um
tvo mánuði og sífellt er af illri
nauðsyn verið að auka uppbótar-
greiðsíurnar sbr. nýlega sam-
þykktar ráðstafanir til aðstoðar
sjávarútveginum. Enginn heldur
því fram, að það sé of vel gert
við sjávarútveginn. Hitt mun
sönnu nær, að sú aðvstoð, sem hon-
um og fiskiðnaðinum er veitt,
muni reynast allsendi's ófullnægj-
andi. Svo grátt eru þessar at-
vinnugreinar leiknar eftir 8 ára
viðrei'snarstjórn og þaó þrátt fyr-
ir einstæð aflabrögð undanfar-
Ástand atvinnuveganna fellir þyngsta áfellisdóminn yfir
stjómarstefnunni.
inna ára og óvenjulega hagstæð
markaðskjör. Hvernig ætli ástand
ið hefði verið, ef við hefðum búið
við aflaleysi og markaðshrun. kér
er ekki aðeins um að ræða stað-
hæfingar stjórnarandstöðu eða
barlóm atvinnurekenda sjálfra
eins og forsh. lét liggja að í
umr. í fyrrakvöld. Stjörnarskipað-
ar n. hafa komizt aö sömu niður-
stöðu.
Vélbátanefndin svokallaða, er
skipuð var þm. úr öllum flokkum
og skilaði áliti í júnímánuði s.l.
og var sammála um, að fiskverð
til minni bátanna yrði að hækka
um a.m.k. 10% fró því, sem það
var þá til þess að rekstrargrund-
völlur bátaútgerðarinnar yrði
ekki liakari en hann var árið 1962
en taldi jafnframt, að auk þess
yrði að gera-ýjnsar aðrar ráð-
stafanir bátaútveginum til aðstoð-
ar. Sést af þessu nál. hversu sig-
ið hefur á ógæfuhlið frá því 1962.
Togaranefndin, sem skiluði áliti
í nóvember s.l. komst að þeirri
niðurstöðu, að árlegur rekstrar-
'halli á olíukyntum nýsköpunar-
togara mundi vera á milli 5-6
millj. á ári. Hér er um að ræða
dóm flokksmanna, já, trúnaðar-
manna ríkisstj. sjálfrar. í tíð núv.
rikisstj. mun togurum hafa fækk
að um rúman helming. Hér er
vissulega um mikið vandamál að
tefla, eitt allra alvarlegasta vanda
málið, því að hvar erum við stödd,
ef þessar undirstöður þjóðfélags
ins hrynja. En aðgerðir stjórn-
arvaldanna í þessum málum hafa
svo sannarlega ekki við það mið-
azt, að'koma atvinnugreinum þess
um á traustan og varanlegan
'grundvöll, heldur hitt að fleyta
þeim aðeins í bili með sífelldum
bráðabirgðaúrræðum. Og enn hef
ur t.d. nær ekkert verið fram-
kvæmt af till. vélbátan. þess hefði
þó ekki verið vanþörf. Þvi að bát-
arnir, sem stunda þorskfiskveið-
ar éiga við sívaxandi erfiðleika að
etja og hefur farið fækkandi ár
frá ári, en sú þróun á aftur sinn
þátt í hráefnisvandamóli hrað-
frystihúsanna. VandamáJ toigar-
anna bíða úrlauisnar. Þar virðast
engin ný úrræði vera á ferðinni
af stjórnarinnar hálfu. Hjá þeim
er þó ekkert fram undan úema
algert þrot ef ekki verður neitt
að gert. Hafa þó togaraskipstjór-
ar margbent á þá nauðsyn að
endurnýja togaraflotann og búa
skipin nýtízkutækjum til úthafs-
veiða. Þeir hafa og bent á nauð-
syn bættrar aðstöðu í landi. Auð-
unn Auðunnsson séipstjóri segir
t.d. i sjómannablaðinu Víkingi
1966:
„Út af fyrir sig má segja, að
löndunaraðstæður í Reykjavík og
Hafnarfirði eigi mikinn þátt í,
hvernig komið er fyrir togaraút-
gerðinni, því að það tekur 3-5
daga að fá afgreiðslu á 350 tonna
afla, 3 dag í löndun og 1 dag
að íse aftur er algengt. Tæknina
vantar svo gersamlega í löndunar-
Ólafur Jóhannesson
' starfsemina, að þar er um algera
.kyrrstöðu að ræða. Og oft verða
skipin að vera lengur úti, stund-
um viku lengur en æskilegt er,
vegna þeess að enginn möguleiki
er til þess að fá aflanum landað.“
Hvað er gert til' þess að bæta
úr þessu ófremdarástandi? Már
er það ekki kunnugt. Nú heíur
1 stjórnin hins vegar rétt iyrir
kosningar gefið út tilkynningu
um það, að hún muni beita sér
fyrir kaupum á 4 skuttogurum.
Það hefði hún svo sannarlega átt
að gera fyrr. Afkoma iðnaðar
og land'búnaðar er því miður ann
að en glæsileg. Þar er við mörg
vandamál að glíma einnig, svo
sem hækkandi tilkostnað, háan
fjármagnskoistnað og lánsfjárskort
Iðnaðurinn á í mörgum greinum
í vök að verjast — í sumum til-
fellum vegna vaxandi samkeppni
— og sum iðnfyrirtæki hafa
blátt áfram gefizt upp. Landbún-
aðurinn á einnig við ýmis sér-
stök vandamál að stríða, en ég
mun ekki gera þau hér að um-
tálsefni, enda verður það gert af
öðrum ræðumanni hér á eftir.
Verðlagsþróunin
En svona fór nú um fyrsta
boðorð stjórnarinnar. í stað at-
vinnuvega á traustum grunni án
allra styrkja og uppbóta sjáurn
við atvinnugreinar, sem riða til
falls þrátt fyrir það, þó að nú
sé varið miklu hærri fjárhæð til
útflutningsuppbóta og niðurborg
ana en gert var, þegar viðreisn-
arstjórn, tók við. Ég held, að þetta
ástand atvinnuveganna feli í sér
þyngsta áfellisdóminn yfir stjórn
arstefnunni, því að vissulega er
það hún og hennar afleiðingar,
sem mestu valda um, hvernig kom
ið er.
En hvað segir reynslan um
annað boðorðið — stöðvun verð-
bólgunnar. Það er eitt af höfuð-
markmiðum núverandi stjórn-
ar að vinna bug á verðbólgunni.
Þvi var lýst yfir í stjórnarmynd-
unarræðu 1959, að ríkisstj. legði
á það höfuðáberzlu að halda þann
ig á málum, að ekki leiddi til
verðból'gu og á þessu var síðan
hert af þáv. forsrfa. í áramótaræðu,
er hann sagði, að ef ekki tækist
að stöðva verðbólgunaf væri allt
annað unnið fyrir gýg. En þrátt
fyrir hin stóru orð og fögur fyrir-
faeit hefur verðbólgunni alls ekki
verið haldið í skefjum. Hún hef-
ur þvert á móti magnazt ár frá
ári á valdatíma núv. stjórnar-
flokka. Þá sögu þekkja allir, en
það er bezt að leiða vitni, sem
stjórnin mun ekki andmæla. í
skýrslum Efnahagsstofnunarinn-
ar til hagráðs í áigústmánuði s.l.
segir m.a. svo:
„Á undanförnum 5 árum hefur
verðlag hér á landi hækkað ört
og miiklu örar en í nálægum lönd-
um. Meðalhækkunin á ári yfir
tfmabilið 1960—1965 er. 11%, sé
miðað við vísitölu framfærslu-
kostnaðar, en 12% sé miðað við
vísitölu neyzluvöruverðlags. Á
sama tíma hefur meðalhækkun
verðlags í nálægum löndum num-
ið 5—6% á ári, þar sem hún hef-
ur verið mest, (Danmörku og
Finnlandi), en meðalhækkun í 11
Evrópulöndum hefur verið um
4%.
Ljóst er af þessari skýrslu Efna
hagsstofunarinnar, að ísland á
ófcvírætt Evrópumet í verðbólgu
vexti. Lætur nærri, að hann sé
hér þrefalt meiri en í nálægum
löndum. Skaðlegar afleiðingaf
þessarar óðu verðbólgu blasa við
í öllum áttum. Þær eiga mesta
sök á hallarekstri atvinnuveg-
anna, sem áður er lýst. Þær birt-
ast í óeðlilegri eignatilfænslu í
þjóðfélaginu, auknum aðstöðu-
mun þjóðfélagsþegnanna, óvið-
ráðanlegum byggingarkostnaði,
al'ls konar spákaupmennsku og
mætti þannig lengi telja; Öll
viðureign stjórnarflokkanna við
verðbólguna einkennist af ósigr-
um og flótta. Þeirri hrakfalla-
sögu verður ekki breytt né bund-
inn á það endir með innantóm-
um slagorðum um stöðvunar-
stefnu nú rétt fyrir kosningar.
Stöðvunarstefna
eða sjónarspil
Hin svo kallaða verðstöðvun
eins og til hennar er stofnað nú,
er því miður að verulegu leyti
blekking. — Víxill, sem þarf að
greiða eftir kosningar. Verðstöðv
unarl., sem samþ. voru fýrir ára-
mótin, eru aðeins staðfesting
þeirra heimi'lda, sem stjórnin hef-
ur frá upphafi haft nema hvað
bannað er þar að hækka útsvör
og önnur opinber gjöld, án stjórn
arleyfis. En heimildirnar til að
ákveða álagningu og verðlag not-
aði stjórnin lítt eða ekki. Kjör-
orðið var frelsi ótakmarkað
álagningarfrelsi, verðmyndun án
verðlagseftirlits. Nú er í ofboði
kúvent. Allt skal sett fast. Verð-
lagseftirlit á öllum sviðum. Ef
verðstöðvunin er þvílíkt bjargráð
nú, sem látið er í veðri vaka, er
spurt: Hvers vegna var ekki grip-
ið til hennar fyrr? Hvers vegna
vanrækti stjórnin að beita heim-
ildum sínum í 7 ár? Hvers vegna
notaði hún ekki þetta töfralyf
fyrr? Þeirri spurningu verðúr
stjórnin að svara.
Að vísu má segja, að betra sé
seint en aldrei og verðstöðvunin
er út af fyrir sig spor í rétta átt,
og hún gæti sjálfsagt gert gagn,
ef allt væri rétt í pottinn búið.
En ef raunveruleg verðstövun ætti
að takast, hefði fyrst þurtf að
koma atvinnuvegunum á heilbrigð
an rekstrargnindvöll. Það hefur
verið vanrækt. Þess vegna kom
það strax á daginn eftir áramót-
in, sem sagt hafði verið fyrir, en
ekki var á hlustað, að veita þurtfti
sjávarútveginum aukinn stuðn-
ing. Fjárlög gerðu ekki ráð
fyrir þvi. Þá var gripið til þess
óyndisúrræðis að klípa af fjár-
veitingu til verklegra fram-
kvæmda. Fjárl. eru augljóslega
við það miðuð, að spennan haldi
áfram. Innflutningur verði sá
sami og áður og í sömu hluttföll-
um að því er hátollvörur snertir.
'Slíkt er í rauninni útilokað, etf
verðstöðvun tækist eðr. bæri ein-
hvem veruleigan árangur. Þá eru
litlar líkur til, að tekjuáætlun
fjárj. stæðist. Þetta er viðurbennt
í skýrslu Seðlabankans nýútkom
inni. Þar segir:
„Þótt með þessu móti hafi tek-
izt að stöðva verðhœkkanir um
sinn, munu þessar aðgerðir fyrir-
sjáanleiga hafa í för með sér
versnandi afkomu ríkissjóðs á
árinu 1967 einkum vegna auk-
inna útgjalda til að greiða niður
verðlag“. En niðurgreiðslumar til
að stöðva dýrtíðina, eru aðeins
miðaðar við 10 mánuði, þ.e. til 1.
nóvember þetta ár. Menn gætu
ímyndað sér, hvað þá tæki við, ef
stjómin héldi velli. Menn muna
1959. Þá var slagorðið einnig
stöðvun. Þá var saigt fyrir kosn-
ingar, að verðbólgan vœri stöðvuð
en strax eftir kosningar var stór-
kostleg gengistfelling talin ólhjá-
kvæmileg. Það er ekki að ástæðu-
lausu að margir óttast, að nú sé
verið að leika sama sjónarspilið
og þá. Það dylst engum hugsandi
manni, að hin svo kallaða verð-
stöðvun ræður ekki við kjarna
vandamálsins, heldur er fyrst og
fnemst við það miðuð að skjota
vandanum á frest fram ytfir kosn-
ingar, ér visitölustöðvun með nið-
urborgunum fram yfir kosningar.
Þetta er auðvitað hinum greind-
ari mönnum stjómarflokkanua
Ijóst. Sjáltfur forsrh. kallaði verð-
stöðvunarlagafrv. neyðarúrræði
til bráðabirgða. Það er ein-
mitt það rétta. Það er mergur
málsins.
Spamaðarboðorðið
Skv. stjórnarstefnunni skyldi
komið á sparnaði í opinberum
rekstri, og fjárlög áttu að vera
hallalaus. Illa hefur stjórninni
gengið að fylgja þessu boðorði.
Það hefur ekki borið á sparnaði
í opinberum rekstri, heldur þvert
á móti. Nefndum hefur ekki ver-
ið fækkað, embættum og stjórn-
arstofnunum ht.ur verið fjölgað.
Parkinsonslögmálið hefur verið í
góðu gengi. Fjárl. hafa sffellt
hækkað ár frá ári. Fjárlög þessa
Framhald á bls. 23.
If * -C <£’v,"'v 'á,