Alþýðublaðið - 22.08.1984, Blaðsíða 12
12
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
alþýðii"
liIEQgH
LMget'andi: Alþýdut'iokkurinn.
Stjórmnálarilsljóri oj» áhni.: (.iióimiiulur Árni Stet'ánsson.
Rilsljórn: I riórik l>ór (>iiómundsson oj> SigurAur Á. l'rió|jjót'sson.
Skrilslola: Helgi (»iimilau^ss(ui oj» Halldóra Jónsdóttir.
Auj»lýsin|»ar: Kva (iuómiindsdóttir.
Ritstjórn oj* uiiglýsiiigur eru aó Ármúla 38, Rvík, 3. hæó.
Sími: 81866.
Setninj* oj» uinhrol: Alprent h.l., Ármúla 38.
Prentun: Blaóaprenl, Síómmila 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
r^RITSTJÓRNARGREIN-
Launafólk þarf ekki að
búa við smánarkjör
Hver mun verða framvinda kjaramálanna á
næstu vikum? Má búast við því að aðilar vinnu-
markaðarins, verkalýðshreyfingin og Vinnu-
veitendasambandið, nái samkomulagi um
launalið kjarasamninganna? Flestöll verka-
lýðsfélög hafasagt uppsamningumfráog með
1. september næstkomandi. Ennþá hafa aðilar
lítið ræðst við. Sáralitlar líkur eru á því að
samningar náist fyrir næstu mánaðarmót.
Fyrsti formlegi fundur Verkamannasam-
bandsins og Vinnuveitendasambandsins var
haldinn nú í vikubyrjun. Þar lögðu fulltrúar
Verkamannasambandsins fram kröfursínar, en
innan þesserað finnamargatekjulægstu hóp-
ana í þjóðfélaginu. Á þessum fundi aðila gerð-
ist það eitt, að fulltrúar Verkamannasam-
bandsins lögðu fram kröfur sínar og fulltrúar
vinnuveitenda höfnuðu þeim þá þegar. Ekki
efnileg byrjun það.
muni standa fast við kröfur sínar. títaða launa-
manna bókstaflega krefst kjarabóta.
Spurningin er hins vegar hvort þær viðræður
verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda, sem
fara í hönd, séu hefðbundnar. Um langt
nu
skeið hefur ekki verið jafn þröngt í búi hjá
launafólki. Kjaraskerðingar liðinna missera
hafaverið af þeirri stærðargráðu, að möguleik-
ar fólks til mannsæmandi lífs eru takmarkaðir.
Meðaltekjufólk og þar fyrir neðan stritar myrkr-
anna á milli fyrir nauðþurftum. Láglaunafólk
hefur ekki nóg fyrir sig og sína. Basl og fátækt
hefur barið að dyrum hjá stórum hópum í þjóð-
félaginu. Það má því ætla aó verkalýðsfélögin
Það erfyrirliggjandi að launaskrið hefur verið
á vinnumarkaðnum síðustu mánuði. Það vita
allirsem viljavitaað fjölmargir vinnuveitendur
borga langt umfram launataxta. Samnings-
bundið taxtakaup er í mörgum tilfellum svo
lágt að atvinnurekendur hreinlega fyrirverða
sig fyrirað borgasvo lágt kaup; þeirsemjasér-
staklega við starfsfólk sitt upp á betri kjör. En
sums staðar verður slíkum sérsamningum
ekki fyrirkomið. Opinberir starfsmenn t.a.m.
taka aðeins nakið taxtakaup. Og það er Ijóst að
mikil gremja ríkir meðal félaga innan BSRB.
Ákveðnir starfshópar innan BSRB, s.s. kennar-
ar, hafa lýst því yfir að ekki verði undan því vik-
ist að bætaverulegakjörin. Ýmsirálítaað opin-
berir starfsmenn muni standa fast á kröfum
sínum og beita öllum ráðum til að ná þeim
fram. Sumir hafa nefnt verkföll í því sambandi.
Viðbrögð fjármálaráðherra við kröfum opin-
berra starfsmanna eru og hafa verið hin furðu-
legustu. Hann hafnar kröfum BSRB og neitar
að koma með gagntilboð, sem honum ber þó
að gera samkvæmt lögum.
en kjaraskerðingum. í hvert skipti sem laun-
þegar rísa upp og kvarta yfir þeim smánarkjör-
um, sem þeim er gert að lifa við, þá eru svör
stjórnarherranna á þá lund, að fólk í landinu
hafi um tvennt að velja; óðaverðbólgu eða lág
laun. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar
hafa hamrað á því í tíma og ótíma að orsakir
hinnar miklu verðbólgu hafi verið launin í land-
inu. Þetta er að sjálfsögðu algjör firra. Launa-
fólk á íslandi hefur ekki fengið það mikið í sinn
skerf að framkallað hafi þenslu og verðbólgu.
Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að við-
halda jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar og
lágu verðbólgustigi án þess að keyra kjör fólks
niður fyrir allt velsæmi, þá á hún að fara frá. Al-
menningur á íslandi hefur ekkert að gera við
ríkisstjórn, sem ekki getur komið málum þann-
ig fyrir að þjóðfélagsþegnar geti lifað tiltölu-
lega áhyggjulausir um afkomu morgundags-
ins. Ríkisstjóm sem skapar og viðheldur ótta
þorra launafólks um hvað framtiðin beri í
skauti sér er vond ríkisstjórn.
Það ríkir mikil gremja meðal launafólks. Fólk
er biturt út í hinn tvíhöfða þurfs: Vinnuveit-
endasambandið og fylgifisk þess, ríkisstjórn
íhalds og framsóknar. Frá því núverandi ríkis-
stjórn komst til valda hefur ekki gengið á öðru
Þjóðartekjur eru það háar á íslandi að mögu-
leikar á allsæmilegri afkomu allra þegnanna
eru til staðar. Helmingaskiptaríkisstjórn íhalds
og framsóknar hugsar hins vegar fyrst og
fremst um hagsmuni hinna fáu stóru. Hinir
mörgu litlu mega sigla sinn sjó að áliti íhalds-
stjórnarinnar. Það er því mikilvægt fyrir stöðu
og framtíð íslensks launafólks að núverandi
ríkisstjórn verði komið frá. Og það fyrr en síðar.
— GÁS
ÖRION VHS ÓDÝRASTA OG SENNILEGA