Alþýðublaðið - 05.12.1984, Side 4

Alþýðublaðið - 05.12.1984, Side 4
4 Hvað vill félagshyggjufólk? Margir flokkar — ein stefna? Hvað vill félagshyggjufólk? var spurt á ráðstefnu félagshyggju- manna, sem efnt var til laugardaginn 17. nóvember á Hótel Borg. Ráðstefna þessi var haldin í framhaldi af fundi þessara sömu aðila í Gerðubergi fyrir skömmu þar sem rœtt var um velferðarþjóðfélag- ið. Áfundinum á Hótel Borg voru haldin fjögur framsöguerindi. Þau fluttu, Margrét Björnsdóttir, Stefán Benediktsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðmundur Árni Stefánsson. Að afloknum raeðum þessara fjögurra fóru fram líflegar almennar umrœður um stöðu félagshyggjufólks og stefnu þess. Flestir rœðumanna lögðu áherslu á mikilvœgi þess að félagshyggjuöflin í þjóðfélaginu tœkju sam- an höndum gegn árás frjálshyggjuaflanna íþjóðfélaginu. Hér á eftir fer framsögurerindi Guðmundar Árna Stefánssonar á umrœddum fundi. Góöir fundarmenn. Hvað vill félagshyggjufólk? Spurning dagsins. Eins mætti spyrja: Hver er þessi félagshyggja, hvar er allt þetta fólk sem aðhyllist samhjálp og samvinnu fjöldans? Og bæta má við spurningum á borð við þessar: Hvers vegna á félags- hyggjan jafn erfitt uppdráttar og raun ber vitni? Af hverju eru póli- tísk völd félagshyggjuaflanna ekki miklum mun meiri en raunveruleik- inn segir til um? Af hverju er félags- hyggjan í vörn? Guðmundur Árni Stefánsson, rit- stjóri, lagði áherslu á nauðsyn auk- innar samvinnu félagshyggjuafl- anna. Spurningarnar eru margar. Svör- in mörg. A sama hátt og aörir þeir er reifaö hafa þessi mál hér á und- an, mun ég reyna að draga fram nokkrar tillögur að svörum — fjalla um þessi mál vitt og breitt. Ég vil taka það fram að hér er ég ekki að tala fyrir hönd annarraen sjálfs mín. Víst eiga þau viðhorf, sem ég mun lýsa hér á eftir, drjúgan stuðning í þeim stjórnmálaflokki er ég tilheyri, en allar þær skoðanir sem ég viðra hér eru eftir sem áður á minn reikning. Fjölmiðlar og áróður í fjölmiðlaþjóðfélagi nútímans vekur sá mesta athygli er hrópar mest og hæst. Að vísu er sú athygli oft mjög tímabundin, og hávaðinn einn og umbúnaðurinn, fremur en kjarnaatriði, ekki til þess fallnir að kveikja varanlegan áhuga fólks, nægir ekki til að vinna áhuga fólks til Iengri tíma. Því hins vegar er stundum haldið fram að nútíma- manneskja sé svo mötuð af alls kyns áróðri, að ef klisjurnar oft innihaldsrýrar og villandi, séu end- urteknar nógu oft, þá fari fólk að trúa þeim og lifa með þeim sem sjálfsögðum hlut. Ekki verður framhjá því litið að árásir ýmissa afla, á það velferðarþjóðfélag, sem upp hefur verið byggt hér á landi hægt og bítandi í gegnum fleiri ára- tugi, hafa fengið sterkt kastljós at- hyglinnar í fjölmiðlum. Hamrað hefur verið á nótum einstaklings- hyggjunnar, „hver er sjálfum sér næstur“ — „látum markaðinn ráða ferðinni" — „frelsi hér og frelsi þar, frelsi alls staðar“. Þetta eru dæmi um nokkur þau stef, þau viðlög, sem ákveðnir aðilar kyrja með stig- hækkandi raddstyrk og hávaða. Og Margrét Björnsdóttir velti því fyrir sér hvort ólík afstaða vinstri flokk- anna til utanríkismála stœði í vegi fyrir auknu samstarfi þeirra. áróðurinn, endurtekinn hróp — síga inn í vitund fólks. Unnendur frjálshyggju og mark- aðshyggju hafa gjarnan viljað stilla málum þannig upp, að þeir unni frelsinu heitar en nokkrir aðrir, en félagshyggjufólk vilji troða á rétti fólks til sköpunar og afkasta með því að færa þjóðfqlagið í kerfi meðalmennsku sem virki Ietjandi á framsókn, dirfsku og áræði þjóð- félagsþegnanna. Með málflutningi af þessu tagi og í krafti sterkrar fjöl- miðlastöðu hefur frjálshyggju- postulum tekist að nokkru Ieyti að koma þeim hugmyndum á fram- færi við fólk, að þeir séu hinir einu sönnu málsvarar framfara og breyt- inga í þjóðfélaginu á sama tíma og félagshyggjuöflin halda dauða haldi í gömu! og úrelt kerfi. Víst verðum við félagshyggju- menn að skoða málefnagrundvöll okkar og framsetningu á gagnrýnin hátt. Það er engin tilviljun að frjáls- hyggjuöflunum hefur vaxið fiskur um hrygg. Ástæður fyrir því eru margvíslegar og m.a. þær sem hér hefur áður verið drepið á, áróðurs- máttur þeirra og hávaði. En sú skýr- ing ein nægir ekki. Spurningin er hvort félagshyggjuöflunum hefur mistekist að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á skýran og grein- argóðan hátt og einnig hitt hvort íhaldssemin á það sem fyrir er, ótti við eðlilegar breytingar með breytt- um tímum og aðstæðum, hafi ekki orðið til þess að veikja stöðu þeirra er virða samvinnu og samhjálp þegnanna. Vitanlega er sá maður ófrjáls, sem ekki nýtur efnalegs öryggis og þarf að hafa eilífar áhyggjur af af- komu sinni frá degi til dags. Óttinn um framtíðina er helsi. Sá sem ekki Rœða Guð- mundar Arna Stefánssonar á fundi félags- hyggjufólks fyrir skömmu, þar sem spurt var: Hvað vill félags- hyggjufólk. sér fram á að geta framfleytt sér og sínum hefur ekkert svigrúm til að njóta þess frelsis sem þjóðfélagið býður upp á. Fátækur maður er fangi. Svangur maður og hungrað- ur hefur ekki áhuga á málfrelsi eða lýðræði; hann vill borða. Grund- vallaratriðið er því að allir þjóðfé- lagsþegnar njóti þeirra mannrétt- inda, að geta haft ofan í sig og á og njóta þeirra efnislegu gæða sem þjóðfélagið býður upp á á sama hátt og aðrir. Félagshyggjan byggir á því að tryggja afkomuöryggi fólks — jafna út þjóðarverðmætum, þannig að virtur sé réttur allra til að lifa mannsæmandi lífi. Skipting auðsins Öll stjórnmál snúast að miklu leyti um framleiðslu og skiptingu auðs. íslenskt þjóðfélag og gerð ís- lensks efnahagslífs byggir ekki á jafnrétti og réttlátri skiptingu arðs- ins. Ekki síður hafa völd mjög safn- ast á fárra hendur. En grundvallar- atriðið er að þjóðfélag félagshyggj- unnar er reist á frelsi einstaklingsins og lýðræðislegum samskiptum manna, þar sem allir njóta jafn- réttis við að móta líf sitt og lífs- gengi, umhverfi og vinnustað. Frelsi einstaklingsins á að hvíla á efna- hagslegu og félagslegu öryggi, því án þess er enginn og verður enginn frjáls. En ekki er ástæða til að fara nákvæmlega út í þessa sálma. Grundvallargerð þjóðfélags okkar og efnisleg markmið félagshyggju- aflanna voru til umfjöllunar á ráð- stefnu, sem þeir hinir sömu aðilar og hér eru samankomnir, stóðu fyr- ir í Gerðurbergi fyrir nokkrum mánuðum. Hitt þótti mér nauðsyn- legt að draga fram nokkur þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjall- aði um félagshyggju andspœnis auðhyggju. meginstef er félagshyggjan byggir á, áður en ég lít nánar á vettvarig bar- áttunnarhér á landi.þau tæki sem félagshyggjufólk hefur undir hönd- um í baráttu sinni fyrir breyttu þjóðfélagi — í baráttunni fyrir þjóðfélagi jöfnuðar, samvinnu og samhjálpar þegnanna. Yfirskrift hugleiðinga minna hér, er „Margir fiokkar — ein stefna? Það heiti skýrir sig að verulegu leyti sjálft. Mig Iangar til að velta dálítið vöngum yfir ástæðum þess að félagshyggjuöflin hér á landi eru jafntvístruð og sundurslitin í hinni pólitísku baráttu fyrir jafnrétti og bræðralagi — fyrir félagshyggju — og raun ber vitni. Einnig hyggst ég fara nokkrum orðum um hugsan- legar leiðir, til að bæta úr því ástandi; aðferðir sem kunni að sameina kraftana í ríkara mæli en verið hefur. Lengst af höfum við íslendingar búið við fjórflokkakerfi. í dag heita þessir flokkar fjórir, Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Raunar hafa þrír hinir síðarnefndu orðið til úr öðrum flokkum, eða borið önnur nöfn hér á árum áður í aðalatriðum hefur þó þessi skipt- ing verið glögg, hvort heldur Al- þýðubandalagið hefur heitið Sósíal- istaflokkur eða Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkurinn, íhalds- flokkurinn eða eitthvað annað. Þetta fjórflokkakerfi hefur staðið að mestu óbreytt um áratugaskeið, þótt oft á tiðum hafi til orðið flokk- ar eða samtök utan þeirra og boðið fram í kosningum. Óftast hafa þau samtök litlu áorkað og haft lítil áhrif. Frá því eru þó undantekning- ar. Ef aðeins er litið til síðustu ára, þá koma upp í hugann pólitísk Stefán Benediktsson rœddi félags- hyggjuna og Bandalag jafnaðar- manna. hreyfiöfl eins og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna, sem settu sterkan svip á íslensk stjórnmál um nokkurra ára skeið, aðallega þó á árunum 1971 — 1974. í síðustu kosningum komu fram tvö ný fram- boð til viðbótar við fjórflokkana, Bandalag jafnaðarmanna og Sam- tök um kvennalista. Þessi nýju framboð náðu umtalsverðu fylgi og samkvæmt skoðanakönnun virðast þau hafa náð allnokkurri rótfestu. Óumdeilanlega eru þau þessi tvö nýju framboð byggð á grunni jöfn- uðar og félagshyggju og enda er óhætt að fullyrða að kjörfylgi þess- ara samtaka í síðustu kosningum kom að langmestu leyti úr röðum félagshyggjufólks; þau tóku með öðrum orðum fylgi frá þeim félags- hyggjuflokkum sem fyrir voru. Stefnuskrá Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags byggja á félags- hyggju og störf þeirra í áranna rás hafa undirstrikað enn frekar þá skilgreiningu. Innar Framsóknar- flokksins er sömuleiðis að finna sterka tilhneiginu fyrir félagshyggj- unni. Sú hlið flokksins snýr þó ekki upp um þessar mundir. í núverandi stjórnarsamstarfi, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks á Matvara , . . T~~* . J VERSWNAimÐSIÖÐ HAFNARFHtÐI

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.