Tíminn - 27.06.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1967, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. júní 1967 " Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur t Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands. — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Álbræðslan í Straums- vík og atvinnumálm Eins og nýlega hefur verið skýrt frá í blaðinu og útvarpsfréttum, vinna nú um 220 manns við álfram- kvæmdir í Straumsvík, þar af um 190 íslendingar. Líklegt er talið, að bætt verði við nokkrum tugum manna síðar á árinu. Þegar álbræðslan verður tekin til fullra starfa, en það verður ekki fyrr en eftir nokkur ár, munu vinna við hana í kringum 500 manns. Þessar tölur gefa ljóst til kynna, að álbræðslan leysir ekki þann vanda, sem hlotizt heftir af stefnu ríkisstjórnar- /innar í banka- og efnahagsmálum. Þau iðnfyrirtæki, sem þegar hafa lagzt niður, veittu á sínum tíma margfallt fleira 'fólki atvinnu en nemur tölu þeirra, sem nú vinna við álbræðsluna. Þessu til viðbótar hafa svo mörg fyrir- tæki fækkað starfsfólki vegna samdráttarstefnunnar. Ál- bræðslan veitir því ekki nema litlu broti af því fólki atvinnu, sem hefur misst hana sökum samdráttarstefn- unnar. Þegar þess er gætt, að ekki munu nema 500 manns vinna við álbræðsluna, þegar hún er tekin til starfa, sézt það bezt, að hún mun lítið bæta úr hinni vaxandi atvinnu- þörf, sem hér verður í framtíðinni. Það myndu ný stór- iðnfyrirtæki ekki heldur gera. Stóriðjunni fylgir sívaxandi sjálfvirkni og því þarf hún yfirleitt á ótrúlega litlum mannafla að halda. Þótt stóriðja geti aukizt nér eitthvað, má ekki treysta á, að hún verði stór atvinnuveitandi. í þeim efnum gegna hinar minni iðngreinar miklu stærra hlutverki. Þess vegna er það algerlega rangt viðhorf, sem hefur einkennt stefnu núverandi stjórnarflokka, að óhætt sé að þrengja að þeim atvinnugreinum, sem fyrir eru, með allskonar samdráttaraðgerðum, því að það fólk, sem missir við það atvinnu, geti fengið vinnu hjá álbiræðslunni í Straums- vík. Það mun reynast flestum lítil raunabót. Þess vegna verður ríkisstjórnm að hætta samdráttar- aðgerðunum gegn íslenzkum fyrirtækjum, en stuðla í staðinn að heilbrigðum vexti þeirra og eflingu nýrra iðngreina. Að öðrum kosti stefnir ríkisstjórnin beint að því að bjóða atvinnuleysinu heim. Ráðherramir semja Undanfarna daga hafa ráðheirar stjórnarflokkanna setið á fundum og samið um áframhaldandi stjórnar- samstarf. Þeir samningum er nú svo langt komið, að búið er að kveðja saman miðstjórnarfundi í flokkunum í þessari viku, en þar á að segja já og amen við því, sem ráðherrarnir eru búnir að koma séi saman um. Aðalatriðið í samkomulagi þeirra mun vera það, að engar mannabreytingar skuli verða í ríkisstjórninni. Ráð- herrarnir skulu allir halda áfram, þótt að sumir þeirra hlytu óneitanlega litla trausyfirlýsingu í kosníngunum. Ekkert munu ráðherrarnir hafa samið um, hvað gert skuii i efnahagsmálunum eftir 1. nóv., þegar verðstöðvun arlögin falla úr gildi. Það varð að ganga fyrir að semja um ráöherrastólana. TÍMINN________________________________9 VIÐTAL VIÐ EINAR FREY: Ekki má blanda saman leiklist og péiitik Þótt sérhver einstaklingur hafi sína sjálfstæðu skoðun, má hann ekki blanda saman leiklist og póiitík í starfi sínu fyrir leikfélögin, segir Einar í samtalinu. Vetrarstarfsemi leikfélaganna í dreifbýlinu er lokið fyrir nokkru að þessu sinni. Einar Freyr rithöfundur er í hópi þeirra manna, sem einna lengst og mest hafa unnið að þeim málum, og hefxu- blaðið því ný- lega rætt við hann og spurt hann frétta úr starfinu. — Hefur mikið verið að gera á leikárinu? — Já, í meira lagi. — Og hefurðu verið víða í vet- ur? — Ég var bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum og líka í Húnfa^ vatnssýslunni. Á Fáskrúðsfirði sefcti ég á svið Mann og konu, en Delerium búbónis á Patreks firði. í Ásbyrgi við Miðfjörð var það Orrustan á Hálogalandi. Ég sá líka um árshátíð Reykjaskóla, auk ýmissa annarra smærri verk- efna- — Hviaið ertu búinn að starfa lengi sem leikstjóri? — í rúm tíu ár. Ég byrjaði haustið 1956. — Hvað hefurðu sefct á svið mörg leikrit í það heila? — Eitthvað milli 40 og 50, ef ég tel einiþátfcumgana með heil- bvöldsleikritunum. — Hvernig líkar þér starfið? — Ágætlega. Það getur reynt á þolrifin, en því meira erfiði, því ánægjulegra, ef sýningin tekst vel. — Hvað myindurðu vilja segja okkur um leikstarfseminfi'? — Ja, það er ekki úr vegi, svona rétt eftir kosningar, að minna stjórinmálamennina á það, .að leikstarfsemin er algerlega ó- pólitísk. — Hefur borið á pólitík hjá leikfélögunum? — Nei, yfirleitt ekki, sem bet- ur fer. í leikfélagi starfar fólk á ólíkum aldri og úr flestum stjórn mállaflokkum. Þetta fólk kemur saman til að vinna að leiklistar- málum. Það er nauðsynlegt fyrir leikstarfsemina að þessum mál- uim sé ekki blandað saman, þó fólk geti haft sínar skoðanir. Ég vonia að menn skilji hvað ég á við með pólitík í þessu sambandi. í fyrra vann ég fyrir leikfélag þar sem saman var komið fólk úr öllum stjórnmálaflokkunum nema Þjóðvörn. Meðan á leik- æfingunum stóð datt engum í hug að ræðia um skoðun sína á stjórnmálum, hvað þá heldur að skiptlaist á pólitískum skeytum. Engum datt heldur í hug að reyna að „briliera“ í leiklistinni með það í huga að veiða atkvæði til að komast á þing. Þarna hugs aði fólkið fyrst og fremst um það, að koma upp góðri leiksýn- imgu fyrir plássið sitt. Já, þama verkaði leikstarfsemin sem alger hvíld, eða skjólgarður fyrir öll- um pólitískum næðingum. Ég álít að slikt sé mjög heilsusam legt fyrir fólkið og aút andlegt líf á þessum stöðum. Þama lærir fólk smám saman bö sýna um- burðarlyndi bæði í trúarlegum og pólitískum efnum sein og á öðruro sviðuro. Ég er viss uro að þetta er þroskandi og hefur mik ið gildi fyrir fólkið. Af eitthvað milli 25 og 30 stöðum þar sem Einar Freyr ég hef sfcarfað, hefur aðeins á 2 stöðum verið blandað saman pólitík og leiklist til mikillar bölvunar fyrir eUa aðila. Tvo staði aðra hef ég að vísu grunaða, en engar sannanir fyrir því að um stjómmál hafi verið að ræða. Sumir fréttamenn og ýmsir ',,fínir“ aðilar í Reykjavík hegðla sér oft mjög bjánalega gagnvart fróttum af leiksýningum og öðru starfi íólksins úti á landi. En auðvelt er að sjá, að sumt af því stafar af öfund. Það er vissulegb kominn tími til að fólk- ið úti á landi fái að vera í friði með sín leikfélög, og starfsemi þessi fái að njóta sannmælis. — Hefurðu orðið var við góða leikhæfileika hjá fólkinu úti á landi? — Já svo sannariegla hef ég orðið var við hæfileikafólk. í dreifbýlinu er ekki síður að finna hæfileikafólk en í fjölbýlinu, og með allri virðingu fyrir hinum „lærðu“ leikumm, þá finnst mér leikur áhugafólksins vera mjög oft sannari og látlausari. Þetta fer lífca eftir ýmsum kringum stæðum þar eins og hér ,auð- viteð. — Hafa ekki verið stofnuð ný leikfólög síðan þú byrjaðir þetta starf? — Jú, nokkur, og ég vil ein- dregið benda á þá nauðsyn, að stjómir leikfélaganna hafi áhrif í þá átt, að í leikfélögin gangi og starfi venjulegt, heilbrigt og heiðarlegt fólk. Þetta etriði þarf kannski nánari skýringar við, en ég sleppi þeim. Hinsvegar geri óg ráð fyrir því að margt af því fólki sem nú stundar leiklist viti við hvað er átt. Þótt mikill meirihluti þess fólks sem starf ar að leiklistarmálum í dreifbýl inu sé heilbrigt og heiðarlegt fólk, er samt rétt að öaka þetta fram ef ske kynni að einhvers staðar úti á landi, vildi áhuga fólk stofna nýtt leikfélag. — Finnst þér aðbúnaður leik félaganna í félagsheimilunum hafa lagazt ■ þessi 10 ár sem þú hefur starfað? — Eftir að Félagsheimilasjóð- ur tók upp samvinnu við Banda lag ísienzkra leikfélaga um gerð og útbúnað leiksviða i félags- heimilunum varð stóram breytt til batnaðar í þeirn efnum. Hins- vegar er það svo, að Félagsheiin ilasjóður hefur ebki getað stað ið við þau fyrirheit um fjárfra.m lög eins og upphaflega var áætl að og mun hann nú eiga ógreidd framlög til félagsheimilanrn. svo að tugum milljóna skiptir, en einmitt þetta hefur komið harð ast niður á tæknilegum leiksviðs útbúnaði félagsheimilanna, svo og skorti á leiktjaldageymslum, én lei'ktjöld og ýmsir muinir að verðmætum svo að skiptir tug- um þúsundii eyðileggjast á hverju ári af geymsluleysi, þótt aukið geymslupláss þurfi ekki að auka byggingarkostnað félags- neimilanna að neinum veruleg um mun. — Leikfélögin fá styrki til að greiða leikstjóra, er ekki svo? — Jú, en rétt er að taka fram, að leikfélag sem nýtur ríkis- styrks á rétt á að fá allt að 50% rekstrarfé til viðbótair frá bæj- ar eða sveitarfélaginu. Hinsvegar mun vera nokkur brögð að því að viðkomandi sveitarfélag bregðist þessari skyldu sinni að styrkjia leikfélagið til móts við ríkissityrkframlagið- — Er ekki veittur ríflegur styrkur ef um íslenzkt leikrit er að ræða? — Jú ný íslenzk leikrit eru styrkt aukalega. Ef stjórn leik- félags úti á landi ásamt lærðum eða reyndum leikstjóra fellst á að taka til sýningar nýtt, íslenzkt leikrit og vinna það á sviðinu eðia breyta eftir þörfum og reynslu, þá er vissulega verið að vinna merkilegt starf í þágu is- lenzkrar menningar. En til slíkra hluta þarf nauðsynlegan undir- búniing og fyrirhyggju, ef vel á að takast. Leikfélögin úti á landi ættu að geta haft áhrif á þróun íslenzkreir leikritunar. En menn skulu varast allan barnaskap í þessum málum. Það er hættulegt að líta á leikritun og leiklist sem eitthvert barnaleikfang eins og mörgum hættix við að gera hér í borginni. Mjög gott væri það, ef samvinna tekst með höf undi og leikstjória um að vinna ný íslenzk leikrit. — Hvað álítur þú að rnuni hafa mesta þýðingu fyrir leikfélögin um þessar mundir? — Það er vissulega þýðingar- mikið að njóta ríflegra styrkja svo að leikfélögin geti haldið uppi listrænni leikstarfsemi áhugamannia. En jafnvel þótt leik félögin búi við fjárhagslegt öryggi þurfa þau að leita að- stoðar við öflun flestra þeirra hluta sem leikstarfsemi þarf á að halda, hvort heldur er um að ræðia verkefni, leikstjórn, efni til leiksviðsútbúnaðar eða annarra slíkra hlufca, sem ekki er hægt að fá heima fyrir. Þess vegna tel ég höfuðnauðsyn að tryggja Bandalagi ísl. leikféliaga rekstrarfé í þessu skyni. BÍL (Bamdalag íslenzkra leikfélaga) þyrfti að geta haft 3—5 fastráðna leikstjóra á sínum vegum yfir vetrarmánuðina, auk þess væri æskilegt, að það gæti styrkt fjárhagslega þá rithöfundia, sem liefðu hug á að stmja Jeikrit meö starfsemi áhugafélaganna fyrir augum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.