Alþýðublaðið - 24.10.1985, Page 3

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Page 3
Fimmtudagur 24. október 1985 3 Frœgir menn íþjóðlífinu voru fengnir tilþess að klœða sig iföt í Herraríki, Birgir Georgsson verslunarstjóri í Herraríki og Jafet Ólafsson, forstöðumaður Fatadeildar Sambandsins ifata- þegar það setti upp sparisvipinn í sumar. deild Herraríkis: Stœrðir á alta frá 48 upp í 64. Herraríki með sparisvip ; 1— jÁ - : l-liHl-'fl: A ! j v ~~f., 4 Jafet Olafsson og Birgir Georgsson í skódeildinni: Mikil áhersla á allan Föt, bindi, snyrtivörur og hanskar: Nýjasta tíska, hágœðavara og „Guts' skófatnað eftir stœkkunina. — linan fœst bara í Herraríki. Rœtt við Jafet Ólafsson, for- stöðumann Fata■ deildar Sam- bandsins og Birgir Georgs- son, verslunar- stjóra í Herraríki við Snorrabraut Herraríki viö Snorrabraut hefur tekió miklum breytingum á undan- förnum árum til mikillar ánægju fyrir þá mörgu, sem hafa notiö þjónustu búöarinnar. Okkur fýsti að vita nánar um búóina, og hittum því Jafet Olafsson, forstöóumann Fatadeildar Sambandsins, og Birgi Georgsson, verslunarstjóra í Herra- ríki, aó máli. Þeir upplýstu okkur um það að Herraríki hefði byrjað starfsemi sína fyrir fimmtán árum, og hefði búðin þá verið nokkuð smávaxin, eða aðeins um 50 fermetrar að stærð. Eingöngu hefðu þá verið seld karlmannaföt frá Fataverk- smiðjunni Gefjun. Búðin hefði smám saman verið að stækka og núna í sumar hefði orðið gjörbylting, þegar Herraríki keypti húsnæði matvöruverslunar KRON, og verslunarplássið í kjöl- far þess hefði stækkað um helming. Núna væri Herraríki í 350 fer- metra húsnæði og væri ein stærsta herrafataverslun landsins með 30 mismunandi vörumerki á boðstól- um. Allar innréttingar í versluninni væru nýjar og sniðnar að nýtísku kröfum til þess að sýna föt og skó. Aukin áhersla væri lögð á sölu hvers konar skófatnaðar eftir stækkunina, og mætti segja, að þar væru skór á alla karlmenn, frá fermingu til níræðs. Karlmannafatnaðurinn væri frá Gefjun og lögðu þeir áherslu á að boðið væri uppá allar stærðir og víddir í karlmannafatnaði á „spengilega“ og „myndarlega" rnenn, háa sem lága, svera og granna og væru stærðirnar allt frá 48 uppí 64. Einnig væri mikið úryal af hvers konar öðrum fatnaði, s. s. peysum, skyrtum, leðurjökkum, vetrar- blússum og mokkafatnaði úr ís- lenskum skinnum, ásamt nærfatn- aði, sloppum og náttfötum að sjálf- sögðu. í versluninni væri mjög þekkt vörumerki t. d. hið heimsfræga vörumerki St. Michel en það væru vörur frá Marks & Spencer í Bret- landi, — allt gæðavörur. Þá væri Herraríki með nýja línu í jakkafötum, sem væri seld undir vörumerkinu Guts en þessi föt væru hönnuð af snillingnum Jan David- son og framleidd af Fataverksntiðj- unni Gefjun. Þetta væru rnjög vönduð föt, ætluð ungum mönnum á öllum aldri. Fylgst væri ntjög vel með þróuninni og tískunni i þessum efnum og væri eftirtektarvert hve karlmenn vildu klæða sig frjálslega núna. Þessi framleiðsla væri gæðavara í sérflokki, scm einungis fengist í Herraríki. í versluninni ynnu 6 manns auk tveggja sauntakvenna við breyting- ar. VhSskiptavinirnir hefðu tekið breytingunum á versluninni mjög vel, verslunin hefði aukist mikið og viðskiptavinunum færi stöðugt fjölgandi. Sérstaklega væri boðið upp á sér- saumuð föt í tengslunt við fataverk- smiðjuna, sem væri í sama húsi og annaðist verslunin þessa þjónustu m. a. aðstoð við að velja snið og efni. Fjöldi snjallra fatahönnuða ynnu hjá verksmiðjunni og mjög hæft saumafólk en alls ynnu um 220 rnanns á vegum Fatadeildar Sam- bandsins. langstærsta bifreiðastöð borgarinnar með flesta 7 farþega bíla Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan bæ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.